Morgunblaðið - 21.12.1982, Qupperneq 32
36
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1982
„Þið verðíð
aðlesa
þessabók"
Gatan var ekki fyrir alla
Bókmenntir
Jenna Jensdóttir
LEIKVÖLLURINN OKKAR
Texti: Kurusa
Myndir: Monika Doppert
Þýðing: Ingibjörg Haraldsdóttir, úr
spænsku. \fál og menning.
Þessi litla saga er frá framandi
landi. Hún er byggð á sönnum at-
burðum og gerist í fátækrahverf-
inu San José þar sem allt er þakið
húsum og maibikuðum götum.
Börnin gátu verið á bókasafninu i
hverfinu, þegar þau komu úr skól-
anum, þar gátu þau teiknað og les-
ið.
En þar gátu þau ekki verið í
boltaleikjum, eltingaleik eða
hlaupið í skarðið. Þess vegna urðu
þau að leika sér á götunni. En gat-
an var bara alls ekki fyrir þau —
hún var fyrir þá fullorðnu. Þau
mættu skömmum og skilnings-
leysi — og voru í raun alls staðar
fyrir.
Börnin langaði til að eignast
leikvöll. Þá datt þeim í hug borg-
arstjórinn. Hann hlaut að geta
hjálpað þeim.
Þau vissu að borgarstjórinn
hlustaði ekki á þau nema einhver
fullorðinn færi með þeim. Árang-
urslaust reyndu þau að það fá ein-
hvern fullorðinn með sér, en eng-
inn mátti vera að að sinna börn-
unum. Ungi bókavörðurinn var sá
eini sem hafði áhuga á þessu mál-
efni þeirra. Hann undirbjó með
þeim ferð til borgarstjórans, þar
sem þau ætluðu að koma á fram-
færi kröfum sínum um leikvöll.
Erfiðlega gekk. Þau fengu ekki
að hitta borgarstjórann og mæður
þeirra komu, reiðar við bðrnin sín
af þvi að þau hurfu að heiman án
þess að þær vissu hvert þau fóru.
— Krakkabjálfar, sögðu
mömmurnar. Af hverju fóruð þið
hingað í leyfisleysi?
— Farið burt með þau, skipaði
feiti maðurinn löggunum. Þau eru
með ólæti á almannafæri.
Samt fór það nú svo að litli hóp-
urinn fékk stuðning mæðra sinna
og: — Út um dyr Ráðhússins komu
nú borgarstjórinn, blaðakona og
borgarverkfræðingurinn.
Börnin fengu loforð fyrir leik-
velli. Tíminn leið. Svo gerðist það
einn morguninn að borgarstjórinn
FRÁ og með 16. þ.m. hefur Spari-
sjóóur Vélstjóra þátttöku í Eurocard
kreditkortaþiónustunni. Ásamt Út-
vegsbanka Islands og Verzlunar-
banka íslands mun Sparisjóður Vél-
stjóra veita alla þjónustu, sem á þarf
að halda fyrir umsækjendur og not-
endur Eurocard kreditkorta, segir í
frétt frá Kreditkort sf.
Ennfremur segir: Á þeim tíma
sem Eurocard kreditkortastarf-
var mættur ásamt börnunum og
fleira fólki úr hverfinu: „... Hér
byggir borgarstjórinn barnaleik-
völl San José-hverfis."
En leikvöllurinn var ekki gerður
fyrr en börnin sjálf, með hjálp
fólksins í hverfinu, unnu að gerð
hans.
Hver er svo raunveruleikinn?
Aftan á bókinni stendur að enn
hafi börnin í fátækrahverfinu ekki
eignast leikvöll.
Islensk bðrn og unglingar ættu
að skyggnast inn í veröld barn-
anna í San José í sögu þessari.
Hún er sögð á mjög góðu máli og
leiðir hugann að sameiginlegum
vandamálum.
Skemmtilegar myndir prýða
hverja síðu bókarinnar — sem er
unnin af vandvirkni.
semin hefur verið starfrækt hér á
íslandi eru kreditkortahafar farn-
ir að skipta þúsundum hérlendis,
sem sýnir að íslendingar hafa
staðfest ágæti þessa gjaldmiðils,
jafnt heima og heiman.
Það er von eigenda Kreditkorta
sf. að viðskiptavinir Sparisjóðs
Vélstjóra og aðrir notfæri sér
þessa nýju og bættu þjónustu og
kynnist kostum kreditkorta.
Sparisjóður vélstjóra
tekur þátt í Eurocard
kreditkortaþjónustunni
Ein eftirminnilegasta
örlagasaga allra tíma
ÉG LIFI, hin ógleymanlega saga
Martins Gray, er nú komin út í þriðja
sinn. ,,Hér er bók sem ekki er eins og
aðrar bœkur. Maður opnar hana og
byrjar að lesa og maður getur ekki lokað
henni aftur... Mig skortir orð til að lýsa
henni. Pað eina sem ég get sagt er: þið
verðið að lesa þessa bók, þið verðið að
lesa hana!“ Þannig var komist að orði um
þessa einstœðu bók, eina sérstceðustu og
eftirminnilegustu örlagasögu allra tíma,
sögu sem er ótrúlegri en nokkur skáld-
Bladburóarfólk
óskast!
Austurbær
Skólavörðustígur
Laugavegur 1—33
Flókagata 1—51
Vesturbær
Tjarnarstígur
Garðastræti
Faxaskjól
Skerjafjörður
sunnan flugvallar !
Úthverfi
Gnoðarvogur 44—88
Hjallavegur
___________________
■ Nytjahlutir úr slípuðu stáli.
Stórkostleg ítölsk hönnun, sem hittir þá kröfuhörðustu
beint í hjartastað.
Kjörgripir til gjafa - eða bara til þess að gleðja sjálfan sig og
fjölskylduna.