Morgunblaðið - 21.12.1982, Page 35
gefa sér betri tíma til að skoða
málið og varast að taka ákvarðan-
ir í fljótræði. Eins og sakir standa
er ég þeirrar skoðunar að hólfa
eigi svæðið niður í t.d. þrjú hólf,
eitt stærst sem væri grætt upp og
friðað fyrst um sinn, síðan tvö lítil
geymsluhólf út frá hesthúsinu
sem væru notuð til skiptis milli
ára og með fullri aðgát gagnvart
uppblæstri.
Það er víðar en í Hvítárnesi sem
aðstaða hefur verið bætt. Á síð-
ustu áratugum hafa sveitarfélög
reist skála, hesthús og girðingar-
hólf víða á afréttarlöndum. Ferða-
menn á hestum hafa leitað til
þessara staða til þess að njóta þar
aðstöðu með nátthaga og gistingu.
Yfirleitt hafa menn fengið leyfi
hjá viðkomandi sveitarfélögum
vegna þessara afnota og er mjög
mikils um vert að fullt samkomu-
lag og skilningur sé á báða bóga í
þessum viðskiptum. Ferðamenn
verða að gera sér grein fyrir því
umburðarlyndi og greiðasemi sem
bændur sýna þegar þeir leyfa af-
not skálanna. í staðinn eru nátt-
hagar þeirra sums staðar uppbitn-
ir þegar þeir koma með fjallhesta
sína síðla sumars. Meðan ekki er í
önnur hús að venda mun ásókn
hestamanna og annarra ferða-
manna í að nýta þessi hús til gist-
ingar aukast stöðugt.
Aðstaðan sem leitarmannaskál-
ar eða önnur slík, t.d. gististaðir
ferðafélaga, býður upp á er algjör
nauðsyn fyrir velheppnuðu hesta-
ferðalagi í óbyggðum. Við megum
samt sem áður ekki einblína um of
á öræfaferðir því geysilega mikið
er um aðra möguleika og því ber
einnig að stuðla að bættri aðstöðu
hestamanna í byggð og skammt
ofan byggða. Því miður er þó búið
að þvergirða margar reiðleiðir,
m.a. fornar slóðir í byggðum, og
þá þarf að leita eftir samkomulagi
um hlið á girðingum. Oft er það
svo að þar sem margir fara eru
hlið skilin eftir opin og er ég þar
þó ekki að tala sérstaklega um
hestamenn. Þar er til dæmis of
algengt að hliðum landgræðslu-
girðinganna er ekki lokað þar sem
þau eru nærri alfaraleiðum.
Ánægjulegt væri ef það orðspor
myndaðist að hestamenn væru
öðrum til fyrirmyndar um að loka
á eftir sér hliðum er þeir eru á
ferð.
Mér er kunnugt um að stjórn
i
>
i
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1982
39
LH skipaði ferðanefnd að afloknu
ársþingi sl. ár til þess að vinna að
öllum þáttum er varða langferðir
á hestum, þ.á m. að kortleggja
reiðleiðir og skipuleggja án-
ingarstaði. Ég er e.t.v. að teygja
mig inn á verksvið þeirrar nefnd-
ar, en hjá því verður ekki komist
þegar rætt er um skipulag án-
ingarstaða.
Reynslan hefur sýnt bæði í
Hvítárnesi og víðar að ófram-
kvæmanlegt er vegna stærðar og
tilkostnaðar að koma upp beitar-
hólfum á áningarstöðum á hálend-
inu sem fullnægi fóðurþörf þeirra
ferðahesta sem leið eiga um, til
þess er uppskeran allt of lítil og
svörun við áburðargjöf miðað við
tilkostnað ekki nægileg. Ég tel því
ekki annarra kosta völ en leggja
til hliðar í bili hugmyndir um
fleiri beitarhólf sem fullnægja
fóðurþörf en miða í staðinn girð-
ingarnar við það að þær veiti að-
hald í náttstað. Reisa þarf lítil en
örugg geymsluhólf á áningarstöð-
um, en til þess þarf leyfi landeig-
enda og þeirra er nýta landið. Þar
þarf að vera skjól og helst vatns-
ból frá náttúrunnar hendi og
þægilegt væri að setja upp stokka
svo hægt væri að gefa ferðahest-
um, t.d. grasköggla.
Reiðleiðir eru flestar meðfram
alfaravegum eða leitarslóðum og
yfirleitt er bifreið með í förinni og
því auðvelt að grípa með smávegis
fóður. Fóðrun í náttstað þarf
sjaldnast að vera algjör því beita
má hestunum á leiðinni og haga
þá dagleið og áningum samkvæmt
beitarþörf. Gæta verður þess að
velja til langrar áningar land sem
þolir vel beit og traðk, svo sem
flár og flóa þar sem því verður við
komið. Varast ber að hafa ferða-
hross of mörg í hverjum hóp.
Notkun rafgirðinga til að koma
upp geymsluhólfi hefur aukist og
telja margir sig hafa af þeim góða
reynslu. Eg tel þær þó varhuga-
verðar, nema þær séu settar niður
á ógrónu landi eða mýrlendi og þá
hafðar það stórar að álagið valdi
ekki örtröð. Gróðurlendi lætur
fljótt á sjá ef hross eru króuð inni
á litlum bletti, þó ekki sé nema
yfir eina nótt. Því ber að varast að
setja girðingar á sömu gróður-
spildu og fyrri hópar girtu og ekki
heldur á viðkvæmt og fokgjarnt
land, það getur leitt til uppblást-
urs. Vanda þarf því staðarvalið
vel.
Ég minntist á það hér að fram-
an að ferðalög á hestum væru snar
þáttur og sívaxandi í hesta-
mennsku hér á landi, er það mjög
ánægjuleg þróun. Oft er það svo
að öll fjölskyldan getur verið
þátttakandi í hestaferðum, þar er
ekkert kynslóðabil og þar ná mað-
ur og hestur betur saman en kost-
ur er á í annan tíma. Þarna þróast
því rammíslensk, heilbrigð og holl
hestamennska.
EJOÐSOGUR
SIGFIIMR
SIGFUSSQNAR
Út eru komin 4 bindi nýrrar útgáfu af hinu mikla og
merka safni Sigfúsar Sigfússonar: íslenskar þjóðsögur og
sagnir. Flestar sögurnar skráði Sigfús eftir íólki á Austur-
landi kringum síðustu aldamót. Ymsar þeirra hafa ekki
birst áður, en flestar hinna eru hér í eldri gerð og upphaf-
legri en i fyrri útgáfu.
Óskar Halldórsson dósent býr þjóðsögurnar til prentun-
ar og skrifar formála.
Hér er komið stærsta safn íslenskra þjóðsagna sem
skráð hefur verið. Þessi fjögur bindi eru kringum 1600
blaðsíður.
Fyrri útgáfa þessara þjóðsagna er löngu uppseld.
ÞJÓÐSAGA
ÞINGHOLTSSTRÆTI 27 — SÍMI 13510