Morgunblaðið - 21.12.1982, Side 40

Morgunblaðið - 21.12.1982, Side 40
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1982 + Konan mín, móöir okkar, lengdamóöir og amma, KRISTJANA K RISTJÁNSDÓTTIR, Skúlagötu 62, lést í Borgarspítalanum, sunnudaginn 19. desember. Jaröarförin auglýst síöar. Björgvin Ágúatsson, synir, tengdadætur og barnabörn. + Ástkær eiginkona mín, KRISTENSA MARTA STEINSEN, Hjálmholti 3, Reykjavík, lézt í Landspítalanum 19. desember. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Vilhelm Steinsen. + Konan mín, EMILÍA FRIDRIKSDÓTTIR, Fagrahvammi, Hverageröi, andaöist aö heimili sínu 16. desember. Útförin fer fram frá Foss- vogskirkju, miðvikudaginn 22. desember kl. 1.30. Ingimar Sigurösson. + GUDBJÖRG JÓNSDÓTTIR, frá Torfalæk, A-Húnavatnssýslu, andaöist í héraöshælinu Blönduósi 7. desember sl. Jaröarförin hefur farið fram. Aöstandendur. + Bróöir minn, SIGURDUR ÞORSTEINSSON, bóndi, Hrafntóttum, Djúpárhreppi, andaöist í Landspítalnum aö morgni 17. desember. Jarösungiö veröur frá Oddakirkju, þriöjudaginn 28. des. kl. 14. Rafn Þorsteinsson + Faöir minn, SVERRIR JÓNSSON, Sundlaugavegi 12, andaöist í Landspítalanum aöfaranótt 17. desember. Jaröarförin auglýst síöar. Jón Þórarinn Sverrisson. + Eiginmaöur minn, HELGI S. JÓNSSON, Austurgötu 10, Keflavík, andaöist í Landspítalanum, laugardaginn 18. des. Fyrir hönd aöstandenda. Þórunn Ólafsdóttir. + Eiginmaður minn, SIGURJÓN ÓLAFSSON, myndhöggvari, lést í Landspítalanum í gær, 20. desember. Birgitta Spur Ólafsson. + Eiginmaöur minn og faöir, JÓN GUDMUNDSSON, Furugerði 1, andaðist í Borgarspítalanum 18. desember. Valfríöur Guðmundsdóttír, Guörún J. Möller. Minning: Magnús Oddsson bgggingameistari Fæddur 4. október 1901 Dáinn 11. desember 1982 Mér er mikill vandi á höndum, þegar ég tek mér penna í hönd til að minnast míns hjartkæra tengdaföður, Magnúsar Oddssonar fyrrv. skipstjóra og síðar bygg- ingarmeistara. Það er mér léttir harmi gegn, að ég fékk að eiga með honum síðustu nóttina sem hann lifði á Borgarspítalanum. Ég mun aldrei geta fullþakkað þeim herra sem ræður lífi manna á jörðu hér, eins og vert væri. Þessi nótt, sem var hin síðasta hjá hon- um er engu öðru lík í lífi mínu. Ég vil fyrir hönd aðstandenda þakka læknum og starfsfólki á Borgarspítalanum fyrir góða að- hlynningu í veikindum hans. Magnús Oddsson var fæddur 4. október 1901 að Kleifastöðum í Gufudalssveit í Barðastrandar- sýslu. Foreldrar hans voru Þuríð- ur Guðmundsdóttir ljósmóðir og Oddur Magnússon bóndi. Þeim varð 7 barna auðið, er Magnús sá þriðji af systkinunum sem kveður hér hið jarðbundna líf. Fyrstu tvö hjúskaparárin bjuggu foreldrar Magnúsar að Brekku í Gufudalssveit, en síðan á Kleifastöðum í sjö ár. Þaðan flytja þau að Stóra-Laugardal í Tálkna- firði og er þá Magnús ungur að árum. Snemma fer að bera á áhuga drengsins fyrir hafinu og því sem þar er að gerast. Hann er aðeins 9 ára gamall, þegar bátsskel föður hans er ýtt úr vör til fiskveiða og drenghnokkinn fær að fara í sína fyrstu sjóferð með föður sínum. „Snemma beygist krókurinn að því sem verða vill“, segir gamall málsháttur. Vorið sem hann á að fermast er hann þegar kominn í skipsrúm upp á hálfan hlut, á skútu frá Patreksfirði. Þegar kom að fermingardeginum, lagðist skútan á leguna á Patreksfjarð- arhöfn og var róið í land með drenginn, svo að hann gæti fermst með fermingarsystkinum sínum. Það er sýnilegt þarna, að skip- stjóri sá er réði hinn unga dreng til sjómannsstarfa um borð í skip sitt hefur verið mannkostamaður, en því miður man ég ekki heiti á skipstjóranum né skútunni, en við frásögn Magnúsar til mín styð ég framburð minn. Hér hófst sjó- mannsferill Magnúsar, aðeins 13 ára gamals, fyrir alvöru, því að fermingunni lokinni var hann tek- inn um borð aftur og siglt út til handfæraveiða og úti á sjó fór fermingarveislan fram að því er hann sagði mér og var allur við- gjörningur til manna í þá daga skammtaður sérstaklega. Svo fermingarveislan var ekki upp á marga fiska og þætti lítið til hennar koma í dag. Þar sem Magnús fór, var sýni- legt sjómannsefni á ferð, það var greinilegt. Magnús réri á opnum bátum eitt sumar frá Hlaðsbúð í Arnarfirði og hefur nýlega verið sýnd í sjónvarpinu mynd þaðan, er sýndi verbúðarrústirnar. Hún þætti ekki aðgengileg í dag sú að- staða sem menn urðu að búa við í verinu í þá daga. Árið 1923 flytur Magnús til Stykkishólms og er þar starfandi sjómaður á skútum, línuveiðurum og mótorbátum. Hann er háseti hjá Oddi Valentín- ussyni, skipstjóra á litla Konráð, 12 tonna bát sem hafði áætlunar- ferðir til Flateyjar á Breiðafirði og inn í Búðardal og eftir þörfum upp á Skógarströnd. Magnús lauk mótoristaprófi hinu minna og einnig lauk hann skipstjóraprófi. Það er eftir það sem hann er með litla Konráð um tíma, sem skip- stjóri. Línuveiðarinn Namdal var gerður út frá Stykkishólmi og voru þar saman Magnús og Ólafur Kristjánsson, ættaður úr Dýra- firði. Eftirfarandi umsögn hef ég frá Ólafi. „Magnús var afburða verkmaður, ósérhlífinn og sér- stakt snyrtimenni í allri um- gengni, bæði til sjós og lands, hvar sem hann fór.“ Árið 1927 fer Magnús á Imperi- alist til hins þekkta skipstjóra Tryggva Ófeigssonar. Togarinn átti að fiska lúðu við Grænland og var á doríuveiðum við það. Tryggvi mat sína skipshöfn mik- ils, og sem dæmi um það, kallaði hann á þá sem eftir voru af áhöfn- inni í tvígang á heimili sitt, nú + Maöurinn minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, MAGNÚS ODDSSON, húsasmiöameistari, Ásbúó 87, Garóabæ, veröur jarösunginn frá Fossvogskapellu í dag, þriöjudaginn 21. desember klukkan 15.00. Rósa Þorleifsdóttir, Rakel Magnúsdóttír, Markús Þorgeirsson, Oddur Magnússon, Jóna Guómundsdóttir, Þorsteinn Magnússon, Agnes Ingvarsdóttir og barnabörn. t Faöir minn og bróöir okkar, SIGURÐUR HALLBJÖRNSSON, vörslumaóur, verður jarösunginn miövikudaginn 22. desember kl. 3 siödegis frá Fossvogskirkju. Blóm eru vinsamlegast afþökkuö, en þeim sem vildu minnast hans er bent á dýraspítalann. Fyrir hönd vandamanna, Eóvarö Karl Sigurösson, Guólaug Hallbjörnsdóttir. Þökkum auösýnda samúð viö andlát og jaröarför eiginkonu minnar, móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, ÁSTRÚNARJÓNASDÓTTUR, Vallargötu 24, Sandgeröi. Þórhallur Gislasson, Þóra Þórhallsdóttir, Benóní Þórhallsson, Sigríður Þórhallsdóttir, Jónas Þórhallsson, Gísli Þórhallsson Sigurbjörn Björnsson, Svava Jónsdóttir, Sigurður Sveinsson, Dröfn Vilmundardóttir, Helga Gísladóttir, og barnabörn. síðast 1977 og veitti af rausn sem fyrr og að höfðingjasið. Þessi stund Magnúsar á heimili Tryggva Ófeigssonar varð honum minn- isstæð það sem hann átti eftir ólifað. Árið 1931 flytur Magnús frá Stykkishólmi til Reykjavíkur og byrjar í húsasmíði sem nemi hjá Guðjóni Sæmundssyni bygginga- meistara og líkur iðnnámi á fjór- um árum. Hann vann við ýmsar byggingar og leyfi ég mér að nefna eftirfarandi: Við breytingarnar á Bessastöðum, þegar Bessastaðir voru gerðir að forsetasetri. Hann vinnur einnig við byggingu Blóð- bankans, einnig sá hann um breyt- inguna á sínum tíma á Nýja bíói. Hann byggði fjölda einbýlishusa og fjölbýlishúsa. Ein skal sú bygg- ing nefnd sérstaklega, sem hann tók að sér að reisa, en það er eitt hið fegursta hús sem ég og fleiri hafa augum litið í Reykjavík. Það er Heilsuverndarstöðin við Bar- ónsstíg. Verkin sýna manninn og merkin og tala sínu skýra máli um hæfi- leika Magnúsar Oddssonar, sem byggingarmeistara. Mér hefur verið tjáð að hann hafi haft um dagana 12 eða 14 nema í húsa- smíðaiðn. Var fyrsti nemandi hans Sigurður Sigurðsson, efnis- maður í sinni grein síðarmeir svo og aðrir nemendur Magnúsar. Magnús var einn þeirra manna, sem gerðu miklar kröfur til ann- arra sem undir hans umsjón störf- uðu, en mestar kröfurnar gerði hann samt til sjálfs sín. Hann var sannur verkmaður, hvort sem unnið var til sjós eða lands. Þegar Magnús hætti við húsa- smíði gerðist hann starfsmaður Rannsóknarstofu Háskólans við Barónsstíg, þar sem hann vann við margskonar störf í ellefu ár. Hér hefur verið stiklað á stóru og er í engu ofsagt um skipstjór- ann og byggingarmeistarann Magnús Oddsson. Magnús var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var María Magnúsdótt- ir frá Innri-Bakka í Tálknafirði. Þau eignuðust eina dóttur, Helenu Rakel, sem gift er undirrituðum, búsett í Hafnarfirði og eiga þau 2 dætur. Magnús og María slitu samvistum. Síðari kona Magnúsar er Rósa Þorleifsdóttir frá Þverlæk í Holt- um í Rangárvallasýslu. Eignuðust þau tvo syni, Þorleif Odd, kvæntur Jónu Guðmundsdóttur, búsettur á Stokkseyri, þau eiga 3 börn, og Þorstein Má, kvæntur Agnesi Ingvarsdóttur, búsettur í Garða- bæ. Langafabörnin eru 5. Þeir bræður lærðu báðir húsa- smíðaiðn hjá föður sínum, sem þeir hafa unnið við síðan, að und- anskildum nokkrum árum á sjó hjá Eimskipafélagi íslands. Magnús átti við vanheilsu að stríða síðustu árin og dvaldi hann þá ýmist á sjúkrahúsi eða heima. Við hjónin viljum þakka eigin- konu hans fyrir alla þá umhyggju og ástúð, sem hún sýndi eigin- manni sínum í veikindum hans. Einnig þökkum við sonum hans og þá sérstaklega Þorsteini, sem var móður sinni stoð og stytta þegar mest á reyndi. Að leiðarlokum kveð ég kæran tengdaföður og bið honum guðs blessunar með þökk fyrir allt og allt. Ættingjum og vinum sendi ég samúðarkveðjur. Gleðilegra jóla á landi lifenda óska ég tengdaföður mínum. Markús B. Þorgeirsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.