Morgunblaðið - 21.12.1982, Blaðsíða 42
46
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1982
Fjórar umsóknir um
Krísuvíkurskólann
Á AÐALFUNDl SASÍR, Samtaka
sveitarfélaga í Reykjaneskjördæmi,
sem haldinn var laugardaginn 11. des-
ember sl. var samþykkt tillaga þess
efnis að tilnefna fulltrúa á vegum
SASÍR í nefnd til að fjalla um framtíð
Krísuvíkurskólabyggingarinnar og
æskja tilnefninga um fulltrúa frá Sam-
tökum sveitarfélaga á Suðurnesjum,
Hafnarfirði og menntamálaráðuneyt-
inu. Krísuvíkurskólinn sem staðið hef-
Valur og Bessi í
Nýja kökuhúsinu
LEIKARARNIR Valur Gíslason og
Bessi verða í Nýja kökuhúsinu við
Austurvöll í dag klukkan 17.30. Val-
ur áritar bók sína „Valur og leik-
húsið", en Bessi fer með gaman-
mál úr bókinni 211 gamanmál eft-
ir Jóhannes Helga. Vísnasöngur
verður á milli.
ur ónotaður i langan tíma var augiýst-
ur til sölu eða leigu, fjórar umsóknir
bárust.
Að sögn Salome Þorkelsdóttur
formanns SASÍR eiga öll fimmtán
sveitarfélögin í Reykjaneskjördæmi
umrædda byggingu, ásamt Vest-
mannaeyjum, en þessi sveitarfélög
mynda Kjalarnesprófastsdæmi.
Eignarhluti sveitarfélaganna er
25%, en menntamálaráðuneytis
75%. Verið er að vinna úr umsókn-
um sem bárust. Salome sagði að þar
hefði ekki verið um að ræða formleg
tilboð, fremur óskir um viðræður, og
vildi hún því ekki gefa upp umsókn-
araðila.
Á aðalfundi SASÍR var ákveðið að
leggja samtökin niður frá næstu
áramótum og sagði Salome að þar
sem ljóst væri að ekki yrði búið að
ganga frá hver framtíð Krísuvík-
urskólans yrði fyrir þann tíma hefði
þessi ákvörðun verið tekin um skip-
an nefndar.
Framsókn á Vestfjörðum:
12 bjóða sig fram
í skoðanakönnun
TÓLF gefa kost á sér í skoðanakönn-
un Framsóknarflokksins til uppstill-
ingar á framboðslista fyrir komandi
Alþingiskosningar, en framboðsfrest-
ur rann út sl. laugardag. Að sögn
Kristins Jónssonar á ísafirði fer skoð-
anakönnunin fram um miðjan janú-
armánuð. Niðurstaða könnunarinnar
verður ekki bindandi. Öllum er náð
hafa 18 ára aldri, eru flokksbundnir
eða undirrita stuðningsyfirlýsingu við
Framsóknarflokkinn er heimil þátt-
taka.
Eftirtaldir bjóða sig fram: Bene-
dikt Kristjánsson Bolungarvík,
Guðmundur Kristjánsson Bolung-
arvík, Gunnlaugur Finnsson,
Hvilft, Önundarfirði, Magdalena
Sigurðardóttir Isafirði, Magnús
Björnsson Bíldudal, Magnús Reynir
Guðmundsson ísafirði, Ólafur
Þórðarson Reykjavík, Ragnar Guð-
mundsson Brjánslæk, Sigurgeir
Magnússon Patreksfirði, Stein-
grímur Hermannsson Garðabæ,
Sveinn Bernódusson Bolungarvík
og Össur Guðbjartsson Láganúpi,
Rauðasandshreppi.
JÓLASVEINARNIR eru önnum kafnir þessa dagana, enda þurfa þeir víða að koma við og margt að gera þann tíma,
sem þeir staldra við í mannheimum. A laugardaginn gengust verzlanir á Hlemmtorgi fyrir jólahátíð og er efri
myndin tekin þá, en hin var tekin í gær á jólaballi barnadeildar Landakots. MorgunbUóií/ KÖE
Verð kr.
128.700.-
Lada Safír kr. 107.500.-
Lada Canada kr. 126.800.-
Lada Sport kr. 181.500.-
Bifreiðar og Landbúnaðarvélar hf
Suðurlandsbraut 14 - Sími 38 600