Morgunblaðið - 22.12.1982, Síða 2

Morgunblaðið - 22.12.1982, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1982 Ljósmj'nd Ómsr Kagnarsson ALLNOKKRAR skemmdir urðu í óveðrinu um helgina og er medfylgjandi mynd tekin á bænum Berjanesi undir Kyjafjöllum, en þar hrundi veggur fjárhúshlöðu á bíl sem við vegginn stóð. Einnig fauk hluti af þaki fjárhússins og allt þakið af fjárhúshlöðunni. I*á hvarf þakið af fjóshlöðunni í veðurhamnum og einnig gluggar í ibúðarhúsinu. Erfiðleikar vegna rafmagnsleysis FÓLK búsett undir Eyjafjöllum og víðar á því svæði lenti í talsverðum erfiðleikum í rafmagnsieysinu af völdum óveðursins sem gekk yfir landið um helgina, en rafmagn komst fyrst þar á í gærkveldi. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins urðu þeir illa úti sem búa í rafmagnskyntum húsum og einnig lentu bændur í vandræðum með mjaltir, þar sem mjaltarvélar eru yfirleitt rafdrifnar. Þó gátu sumir drifið mjaltarvélarnar áfram með dráttarvélum, þannig að þeir þurftu ekki að mjólka kýrnar með handafli, eins og þeir sem ekki gátu nýtt sér vélarnar í rafmagnsleysinu. A þessu svæði var talsvert frost í gær og var kalt í mörgum húsum, en sumir voru þó með olíukyndingu og gátu nýtt sér hana. Sigurbergur Magnússon bóndi á Steinum sagði í samtali við Mbl. að talsvert væri um það að rafmagn færi af þessu svæði og væri það mjög bagalegt, þó óvenjulegt væri að svæðið væri eins lengi rafmagnslaust og nú. Ber vott um að þeir höfða til aðstæðna innanlands — segir Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra um skeyti Alusuisse „ÞAÐ vekur athygli að skeytið er sent fjölmiðlum um leið og það er sent hingað og ber það vott um að þeir hafa áhuga á að höfða til aðstæðna innanlands í framhaldi af þeirri sundrungu sem varð þegar fulltrúi framsóknarmanna sagði sig úr álvið- ræðunefnd," sagði Hjörleifur Gutt- ormsson iðnaðarráðherra, er Mbl. spurði hann álits á skeyti Alusuisse, sem Mbl. sagði frá sl. sunnudag. Iðnaðarráðherra sagði ennfrem- ur: „Efnislega kemur eiginlega ekk- ert nýtt fram í þessu erindi þeirra. Það er aðeins árétting á fyrri gagn- kröfum og skilyrðum af þeirra hálfu. Ef nokkuð er þá er hert á í sambandi við tilvísun til samn- inga.“ Hann var þá spurður hver þau lögfræðilegu atriði væru, sem Alu- suisse-menn kvörtuðu yfir í skeyt- inu að hann gerði ekki nægilega grein fyrir. „Þau atriði hafa komið fram í viðræðum milli okkar," svar- aði hann „þannig að þeir eiga ekki að vera í neinni óvissu um það hvaða hugmyndir við höfum haft um þau efni. Það var farið rækilega yfir það á fundi 22. nóvember sl.“ — Hvaða atriði eru þetta? „Það er ekki ástæða á þessu stigi til að fara að rekja það í einstökum þáttum. Það kom fram í sáttatil- Sigursteinn Magnús- son, aðalræðismað- ur, látinn í Edinborg SIGURSTEINN Magnússon, aðal- ræðismaður íslands í Skotlandi, lézt í Edinborg síðastliðinn mánudag, 20. desember. Sigursteinn var fæddur 24. desember árið 1899 á Akurevri og var því tæpra 83 ára er hann lézt. Sigursteinn ólst upp í foreldra- húsum á Akureyri, en foreldrar hans voru Magnús Jónsson bóndi í Garði á Akureyri og kona hans Margrét Sigurðardóttir. Sigur- steinn lauk prófi frá Gagnfræða- skóla Akureyrar 1917 og stundaði nám í verzlunarskóla í Kaup- mannahöfn 1920—1922. Hann starfaði hjá SÍS í Kaupmannahöfn og Reykjavík fram til ársins 1930, þegar hann var ráðinn fram- kvæmdarstjóri skrifstofu SÍS í Leith. Flutti fjölskyldan þá til Edinborgar og bjuggu Sigursteinn og kona hans, Ingibjörg Sigurðar- dóttir þar síðan. Síðustu árin að 2 Orchard Brae. . Sigursteinn var skipaður ísl. ræðismaður í Edinburgh-Leith með starfsumdæmi í öllu Skot- landi 30. nóvember árið 1940 og að- alræðismaður 26. janúar 1950. Hann var sæmdur Riddarakrossi hinnar íslenzku Fálkaorðu árið 1944 og Stórriddarakrossi árið 1957. Ingibjörg lifir mann sinn, en hún er 77 ára gömul. Þau eignuð- ust fjögur börn, prófessor Sigurð, sem búsettur er í Reykjavík, Marg- réti, dr. Magnús sjónvarpsmann og Snjólaugu vararæðismann, en þau þrjú eru búsett í Skotlandi. lögu sem lögð var fram 7. desember síðastliðinn, að við værum reiðu- búnir til að fallast á það meginsjón- armið sem einn lið í heildarsam- komulagi að málefnum varðandi fortíðina yrði vísað í gerð, en þó með vissum breytingum og þær breytingar voru kynntar á fundi að- ila, þannig að þeir hafa vitneskju um það, þó þeir kjósi að taka þetta upp í skeytinu og bera upp með þessum hætti." Þess má geta að síðdegis í gær boðaði iðnaðarráðherra til blaða- mannafundar klukkan 10.30 árdeg- is. Starfsmaður ráðuneytisins sem tilkynnti Mbl. um fundinn gat ekki um fundarefnið og aðspurður kvaðst hann ekki hafa vitneskju um það. Mbl. hafði samband við iðn- aðrráðherra í gærkvöldi og spurðist fyrir um efni fundarins, en ráð- herrann var ófáanlegur til að ljóstra neinu upp um það til hverra erinda hann boðar blaðamenn. Á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun voru málefni Alusuisse til umfjöll- unar og lýsti iðnaðarráðherra þar skoðunum sínum á því hvert næsta skref í málinu ætti að vera. Að sögn Magnúsar Torfa Ólafssonar blaða- fulltrúa ríkisstjórnarinnar var eng- in ákvörðun tekin í málinu, en ráð- herranefnd hefur það til umfjöllun- ar. Hjörleifur Guttormsson sagði aðspurður í gærkvöldi að ráðherra- nefndin hefði ekki haldið fund í gær. Missa 185 starfs- menn BÚH vinnuna á næstu dögum? ÞRJÁTÍU og fimm undirmönnum á þremur skuttogurum Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar, Apríl, Maí og Júní, hef- ur verið sagt upp störfum og taka upp- sagnirnar gildi frá og með 28. desem- ber næstkomandi. Hafi ekki ræst úr rekstri fyrirtækisins þá, verður um 150 Rekstrarfjár- staöa saltfisk- verkunar já- kvæð um 2!/2-4% SAMKV/EMT útreikningum Þjóð- hagsstofnunar er rekstrarfjárstaða saltfiskverkunar jákvæð um þessar mundir sem nemur 2'/í til 4%, en eins og Mbl. skýrði frá í gær er staða fryst- ingarinnar jákvæð um 1—2%. Megin- hluta rikisstjórnarfundar í gærmorgun var varið til umfjöllunar um fiskverðs- ákvörðun. Yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins hélt fund í gær, en engar ákvarðanir voru þar teknar. Á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun var væntanleg fiskverðsákvörðun aðalumræðuefnið, en eins og komið hefur fram í fréttum er stefnt að því að ákvörðun um fiskverð verði tekin fyrir áramótin. Steingrímur Hermannsson sjáv- arútvegsráðherra lýsti því yfir í Tímanum í gær, að gengisfelling komi ekki til greina um áramótin — „svo mikið sé víst“, eins og'ítaft er eftir honum. Einnig er í sömu frétt rætt við Tómas Árnason viðskipta- ráðherra, en hvorugur ráðherrann svarar þeirri spurningu til hvaða ráðstafana verði gripið. Steingrím- ur sagði þó augljóst, að til einhverra ráðstafana þyrfti að grípa um ára- mótin. starfsmönnum í frystihúsi BÚH sagt upp 27. desember, og taka uppsagnir þess fólks gildi 4. janúar nk. að því er Björn Ólafsson framkvæmdastjóri Bæjarútgerðarinnar tjáði blaðamanni Morgunblaðsins í símtali í gærkveldi. Björn sagði að ástæður þess að stjórn fyrirtækisins hefði tekið þessa ákvörðun væri afar erfið rekstrarstaða, og halli á rekstrinum sem talið væri að nemi 14 milljónum króna á þessu ári. Björn sagði að barist hefði verið við að halda fyrir- tækinu gangandi að undanförnu í trausti þess að skuldbreytingar til útgerðar og fiskvinnslu k'æmu að notum, en nú væri útséð um að svo yrði. Því væri ekki um annað að ræða en segja starfsfólkinu upp, til að komast hjá enn verri áföllum. Slíkt væri þó vissulega hastarleg að- gerð, „sem við gerum ekki með glöðu geði“ sagði Björn, „það getur hver séð sjálfan sig í því að verða fyrir atvinnumissi með svo skömmum fyrirvara á þessum tíma. En það sem hér er að gerast er ekki annað en afleiðing af ástandinu í landinu, og ekki er fyrirsjáanlegt að breyting verði hér á fyrr en gerðar hafa verið áþreifanlegar efnahagsaðgerðir, sem beðið er eftir." Samtals verða það því um 185 starfsmenn Bæjarútgerðar Hafnar- fjarðar sem missa vinnu sína nú um hátíðarnar, verði ekki gerðar þær efnahagsaðgerðir er tryggi áfram- haldandi rekstur togaranna, að sögn Björns Ólafssonar framkvæmda- stjóra BÚH. Leiðrétting í dánarfregn Mbl. um Sigurjón Ólafsson í gær varð slæm misrit- un. Sigurjón var 74 ára er hann lézt, ekki 84 ára. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum mis- tökum. Að gefnu tilefni í tilefni fréttar í Morgunblaðinu hinn 9. desember sl. þess efnis, að ökumaður bifreiðar frá franska sendiráðinu, sem lenti í árekstri, hafi ætlað að aka af vettvangi, skal tekið fram, að slíkt kemur ekki fram í gögnum lögreglunnar í Reykjavík um áreksturinn. Opin- berir talsmenn lögreglunnar í Reykjavík voru ekki heimildar- menn Morgunblaðsins að þessari frétt. Guðmundur Jónsson skip- aður hæstaréttardómari FORSE'H íslands skipaði í gær að til- lögu dómsmálaráðherra Guðmund Jónsson, borgardómara og settan hæstaréttardómara, í embætti dómara í Hæstarétti íslands frá 1. janúar 1983 að telja, í stað Loga Einarssonar, sem lætur af embætti að eigin ósk. Guðmundur Jónsson er 57 ára gamall, fæddur í Reykjavík 10. febrúar 1925, sonur Jóns Þorsteins- sonar íþróttakennara og k.h. Eyrún- ar Guðmundsdóttur. Hann varð stúdent frá MR 1944 og lauk lagaprófi frá HÍ 1952. Hann varð fulltrúi borgardómara í Rvík 1957, borgardómari 1962 og var sett- ur hæstaréttardómari á þessu ári. Kona Guðmundar er Fríða Hall- Guðmundur dórsdóttir og eiga þau 4 syni. Jónsson Verzlanir opnar til klukkan 22 KAUPMENN við Laugaveg, í mið- bænum og ýmsir aðrir kaupmenn hafa ákveðið að hafa opið til klukkan 22.00 í kvöld, miðvikudag, eins og skýrt hef- ur verið frá í Mbl., en þeir hyggjast síðan gefa starfsfólkinu frí á mánudag í staðinn. Að sögn kaupmanna er meg- inmarkmiðið að gefa þeim kost á því að gera jólainnkaupin, sem ekki gátu gert þau sl. laugardag vegna óveðurs. Verzlanir verða síðan opnar ann- að kvöld, Þorláksmessu, eins og áður til kl. 23. Kaupmenn telja ákvæði í kjara- samningum þeirra við verzlunarfólk gera þeim kleift að gera þessa breytingu á opnunartíma verzlana og hafa þeir sótt um leyfi þar að lútandi til lögreglustjórans í Reykjavík. Magnús L. Sveinsson, formaður Verzlunarmannafélags Reykjavík- ur, sagði í samtali við Mbl., að þetta væri alls ekki gert í neinu samráði við félagið, enda teldi hann það brot á kjarasamningi aðila, að hafa verzlanir opnar fram yfir klukkan 18.00 á morgun. „Stjórn Verzlunarmannafélags Reykjavíkur fjallaði í gær, að beiðni lögreglustjórans í Reykjavík, um beiðni Kaupmannasamtakanna að hafa opið í kvöld til klukkan 22.00 Stjórnin samþykkti einróma, að mæla gegn því, að embættið veitti heimildina," sagði Magnús L. Sveinsson. Aðspurður um hvort Verzlunar- mannafélagið hyggðist grípa til ein- hverra aðgerða, sagði Magnús það ekki vera á dagskrá. „Ég vil hins vegar ítreka, að við teljum það brot á kjarasamningum aðila, ef af þess- ari opnun verður, enda er vinnutími verzlunarfólks í desember, sam- kvæmt kjarasamningum í raun óhóflegur, eða 220 klukkustundir á tímabilinu 1,—24. desember," sagði Magnús L. Sveinsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.