Morgunblaðið - 22.12.1982, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1982
ÆFINGARGALLAR
FYRIR ALLA
Æfingagallar á börnin.
Æfingagallar á unglingana.
Æfingagallar á mömmu.
Æfingagallar á pabba.
Æfingagallar á afa.
Æfingagallar á ömmu.
Einstaklega þægilegur klæðnaöur fyrir fólk á öllum
aldri.
Aldeilis ótrúlegt úrval.
Eigum einnig hinar frábæru
þeir duga vel í vetrarhörkunni.
Pl^ð
vindjakka,
Valhúsgögn
vandað og ódýrt
Fatastandur
Kr. 600.-
Klappstóll
Kr. 300.-
Vínarstóll
Kr. 680,-
Nýkomiö
Símabekkir. Verð frá kr. 3000 —. 2 geröir.
Borð fyrir sjónvörp og videó. Verð kr. 1700 —
Opiö laugardag VALHÚSGÖGN,
til kl. 10.00 Ármúla 4, sími 82275.
Indverskt borð
Kr. 500.-
Gódan daginn! \
Á fáksspori
Aðgengileg og djarflega skrifuð
„Þetta er besta bók sem gefin
hefur verið út um hestamennsku á
íslandi. í henni er allt milli himins
og jarðar sem hestamenn þurfa að
vita“, en svo fórust einum fundar-
manni orð um bókina Á fáksspori
þegar hún var kynnt á fundi hjá einu
hestamannafélagi á dögunum. Segja
má að þetta séu stór orð sem þarna
voru sögð en hinu er ekki að neita
að hér er á ferðinni góð bók sem
spannar yfír stórt svið.
Það er tímaritið Eiðfaxi sem
gefur út bókifia en höfundur er
Sigurbjörn Bárðarson sem óþarfi
er að kynna svo þekktur sem hann
nú er. Sigurbjörn hefur unnið
marga sigra á kappreiðavellinum
og í gæðinga- eða íþróttakeppnum
á undanförnum árum. Segja má að
með útkomu þessarar bókar bæti
Sigurbjörn einum sigrinum við á
nýjum vettvangi, það er sem bók-
arhöfundur. Áður hefur Eiðfaxi
gefið út tvær bækur, Á hestbaki
eftir Eyjólf ísólfsson og Að temja
eftir Pétur Behrens. Báðar fengu
þessar bækur góðar viðtökur enda
var þörfin mikil fyrir slik rit. Nú
þegar þriðja bókin hefur litið
dagsins ljós er ekki óeðlilegt að
bera hana saman við hinar fyrri
og að bókum þeirra Eyjólfs og
Péturs ólöstuðum má ætla að bók
Sigurbjörns sé hvað best. Það sem
gerir þessa bók betri er fyrst og
fremst, það að hún höfðar til
stærri lesendahóps en hinar.
Segja má að í bókinni sé eitthvað
fyrir alla sem hestamennsku
stunda. Bókin skiptist í þrjá meg-
inhluta sem hver fjallar um vissa
þætti í hestamennskunni. Fyrsti
kaflinn, sem ber yfirskriftina
„Reiðhestar“, höfðar fyrst og
fremst til hins almenna hesta-
manns eins og það er kallað. Þar
eru góðar ábendingar sem hafa
ber í huga þegar hross eru tekin á
hús og athyglisverður kafli er um
þjálfunarástand hrossa þar sem
útlistað er hvernig menn geti gert
sér grein fyrir ásigkomulagi
hrossa þjálfunarlega séð með því
að mæla öndun og hjartaslög.
Einnig er veglegur kafli um lang-
ferðir þar sem tíundað er hvernig
best sé að bera sig til við undir-
búning og eins í ferðinni sjálfri.
Gangtegunir fá sína umfjöllun í
þessum hluta bókarinnar og eru
þar jafnframt tekin fyrir ýmis al-
geng vandamál, svo sem tungu-
basl, taumskekkja, kergja og rok-
ur. Vert er að minnast á tvo stutta
kafla sem bera yfirskriftina „Að
selja hest“ og „Að kaupa hest“.
Eru þar góðar ábendingar frá
manni sem hefur mikla reynslu í
hrossaverslun, bæði sem kaupandi
og seljandi.
Annar hluti bókarinnar fjallar
um keppnishesta og er þar tekin
fyrir þjálfun og meðhöndlun
kappreiðahesta jafnt sem gæð-
inga.
I síðasta hluta bókarinnar er
fjallað um umhirðu hesta og að-
búnað. Skiptist hann í fimm kafla
og má þar nefna kafla um hest-
húsbyggingar, járningar, fóðrun
og helstu sjúkdóma.
Að uppsetningu er bókin svipuð
og fyrri bækur frá Eiðfaxa og er
efnið mjög aðgengilegt. Sigur-
björn gengur hreint til verks og
veigrar sér ekki við að taka fyrir
vandamál sem sumum reynist erf-
itt að ræða opinberlega og má í
því sambandi benda á kaflann um
rokuhunda. Margar ljósmyndir og
teikningar eru í bókinni bæði til
skýringar og upplífgunar á útliti.
Telja verður framtak Eiðfaxa með
útgáfu þessara þriggja bóka, sem
út hafa komið, lofsvert og ekki
ósennilegt að hér hafi verið lagður
grunnur að kennslubókum fyrir
„Reiðskóla íslands" sem að vísu er
í dag daumsýn ein.
Sigurbjörn Bárðarson á sigurstund.
Bættu heimsmetið um 77 klst.
Maraþontónleikum SATT og Tónabæjar lauk í fyrrinótt
ÞAÐ VAR vel við hæfí, að hljómsveit-
in Trúðurinn ætti lokaoröið í mara-
þontónleikum SATT og Tónabæjar,
sem lauk formlega um kl. 4 í fyrrinótt.
Hljómsveitin hafði þá leikið í 26
klukkustundir samfleytt og bætt sól-
arhringslangt met hljómsveitarinnar
Gift frá því nokkrum dögum áður.
Ekki aðeins setti Trúðurinn íslands-
met heldur átti hljómsveitin lokaorðið •
í nýju glæsilegu heimsmeti í hljóð-
færaieik.
Þegar maraþontónleikunum lauk
höfðu þeir staðið yfir í 398 klukku-
stundir samfleytt. Gamla heims-
metið A'ar frá árinu 1968 og í eigu
v-þýskra hljómlistarmanna. Var
það 321 klukkustund. Þeim áfanga
var náð í Tónabæ kl. 23 á föstu-
dagskvöld.
Að sögn starfsmanna Tónabæjar
gengu tónleikarnir mjog vel fyrir
sig og áttu þeir gott samstarf við
þær 46 hljómsveitir, sem fram
komu á maraþontónleikunum. Jó-
hann G. Jóhannsson, aðalhvata-
maðurinn að þessu uppátæki SATT
var á sama máli. Sagði að reyndar
hefði stundum staðið tæpt að fá
hljómsveitir á réttum tíma, en allt
hefði þetta bjargast með hjálp og
skilningi góðra manna.
Heimsmetinu var fagnað í veit-
ingahúsinu Broadway á sunnudag.
Var þar mikill fjöldi gesta saman
kominn til þess að fagna metinu og
hlýða á leik fjögurra hljómsveita;
Egó, Stuðmanna, Sonus Futurae og
Pass.
Gjafavörur í miklu úrvali.
-Gleðileg jól
Húsgagna og gjafavöruverslun
Hamraborg 12 - Kópavogi
Sími 46460
Sendum í póstkröfu
HVERNIG ER
GAGNRYNIN?
^JHeiaai--------
pósturinn
Frásögnin er nokkud fjörlegog
gaman aö kynnast því sem þessir
krakkar eru ad bardúsa. Sögu-
maöur setur sig í spor tólf til
þrettán ára drengs og tekst hon-
um nokkuð vel aö halda því sjón-
arhorni, bæöi í frásögninni sjálfri
og í stílnum. Vió sjáum töluvert
inn í hugarheim þessa drengs,
einkum eru þaö hugrenningar
sem tengjast uppgötvun lífssann-
inda, eins og til dæmis þegar hann
uppgötvar dauðann sem raun-
veruleika.
Það kitlar hinsvegar
forvitni manns nokkuö að lesa
um „frægt fólk“ á bernskudögum
þess.
G. Ást.
Bókmenntír
Jóhann Hjálmarsson
Við í Vesturbænum er saga um
krakka og fólk sem er nákvæm-
lega eins og aörir krakkar og ann-
að fólk. Maður sér ekki eftir tím-
anum sem fer í lestur hennar.
Ætli við fáum ekki meira að heyra
seinna?
I>að er rétt sem sagt er í bókarkápu að
hér er sagt frá uppvexti atorkusamra stráka
í vesturbænum í Reykjavik. Frásögnin er
lipur og það eru innan um atnði sem
vissulega sóma sér vel í bókmenntum.
H. Kr.