Morgunblaðið - 22.12.1982, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1982
„Ef maðurinn væri ekkert
nema skilningur mundi
hann ekki skilja svona
lítið í sjálfum sér“
NÝLEGA kom út hjá „Víkurútgáf-
unni áttunda Ijóðabók Ingimars
Erlends Sigurðssonar, Helgimynd-
ir i nálarauga. Þessi Ijóðabók er
sérstæð að því leyti — miðað við
nútímaskáldskap a.m.k. — að i
henni eru eingöngu trúarljóð. Að
formi til einkennast Ijóðin af notk-
un ríms og stuðlasetningar, en eru
þó engan veginn hefðbundin, því
skáldið hikar ekki við að fara sínar
eigin leiðir í því efni líka ef svo ber
undir.
En innihaldið vekur forvitni,
a.m.k. blaðamanns Mbl., sem átti
eftirfarandi spjall viö Ingimar Er-
lend á heimili hans í Sunnudal við
Elliðavatn, sem er á mörkum sveit-
ar og borgar.
— Hver er grundvallarhugsun
Helgimynda i nálarauga, Ingi-
mar?
„Það má segja að bókin sé
vitnisburður um trúarlegt krist-
ið viðhorf til lífsins — og þá auð-
vitað nútímamanns. Ég tel að
ljóð eigi að vera lífsgjöf, vitnis-
burður ætlaður lifendum og líð-
endum en ekki leikendum í
bókmenntalegum stofnunum.
Maður býr ekki til bókmenntir
eins og maður býr til borð eða
stól. Og á ekki að gera það. Held-
ur verður það sem þú skapar
e.t.v. að bókmenntum."
— Ræðst bókmenntagildið þá
af viðtökum verksins, viðtökum
lesandans?
„Viðtökum, já, en ekki þar með
vinsældum, heldur frekar við-
brögðum þess sem upplifir
verkið. Ég hjó eftir því að þú
talaðir um viðbrögð lesandans,
þess sem les. En ég tel raunar að
maður eigi ekki að lesa ljóð,
heldur eigi að láta ljóð lesa sig.
M.ö.o. það á ekki að lesa ljóð í
byrjun með rökhugsun að vopni,
því þá deyðir maður óhjákvæmi-
lega sálina í ljóðinu. Sál ljóðsins
á að ganga í samband við sál
mannsins; þau eiga að vera eitt
samfélag, mismunandi mikils
virði eftir atvikum. Ég get tekið
líkingu til að skýra þetta betur.
Maður á að vera eins og kyrrt
vatn sem speglar — himininn
t.d. ef um trúarljóð er að ræða.
Síðan, þegar maður hefur látið
ljóðið lesa sig — og ekki fyrr —
er óhætt að lesa ljóðið með
dómgreind, leggja mat á það. Ég
segi ekki fyrr, vegna þess að þá
fyrst þegar maður hefur látið
ljóðið lesa sig er það orðið hluti
af manns eigin sál, og það dæmir
enginn sjálfan sig til dauða, að
óþörfu!"
— Þú talar mikið um „sál“.
Hvaða skilning leggurðu í það
orð?
„Ég skilgreini sálina ekki,
frekar en ég skilgreini söng eða
ást t.d. Ég bara elska. Ef þú ferð
að skilgreina ást þína þá hætt-
irðu að elska. Eins ertu ekki
lengur reiður ef þú tekur upp á
því að skilgreina reiði þína.
Þetta bara er. Og svo er um sál-
ina.
— Ertu að flytja boðskap í
ljóðum þínum?
„Nei, þá myndi ég yrkja öðru-
vísi. Sannleikurinn er sá að ég
yrki ekki ljóð heldur yrkja ljóðin
mig. Og ég hef ekki, síður en svo,
óskað eftir því að vera málpípa
eins eða neins. Hins vegar beygi
ég mig undir það að afsala mér
eigin vilja fyrir þann vilja sem
er öllum skilningi æðri, kær-
leiksvilja guðs.
Hvað á ég við með að ljóðin
yrki sig sjálf? Ég yrki mikið á
morgnana. Og á morgnana er
— segir Ingi-
mar Erlendur
Sigurðsson,
sem nýlega
hefur gefið út
sína áttundu
ljóðabók
maður. Maður heitir ekkert, hef-
ur enga stöðu í lífinu, enga vitn-
eskju. Er aðeins. Mörg ljóða
minna verða til þegar ég er í
þannig ástandi, nánast í svefn-
rofunum.
Satt að segja þá leiðast mér
„próblemljóð". Ég held að þau
eigi þátt í aðskilnaði lesenda og
ljóðs. Fyrir mér er ljóð alltaf há-
tíð, aldrei lágtíð, hversdagsleiki.
Ljóðskáld eiga ekki að gefa fólki
hversdagsleika, það hefur nóg af
honum sjálft. Hversdagsljóð
hefur ekki sál, það er eins konar
sósíalrealismi". Ljóð sem er upp-
hafið sprengir hversdagsleikann.
Láti ljóðið hversdagsleikann
fjötra sig kremst það. Ef hvers-
dagsleikinn er fugl, þá hefur sá
fugl aldrei flogið vegna þess að
hann hefur ekki uppgötvað him-
ininn. Annað hvort ljær ljóðið
fuglinum himinn þannig að hann
flýgur, eða þá ljóðið verður jafn
vængstýft og fuglinn. Þessi
hversdagsleiki — þessi væng-
stýfði fugl — notar orðfar sem
er dautt. í honum er enginn
hljómur, söngur — þaðan af síð-
ur „intuition", eða innsæi — sem
á greiðari aðgang að sál manns-
ins en t.d. leiðaraskrif, hugtök í
stjórnmálum, vandamálaþras,
o.s.frv.
Og það er einmitt vegna þess-
arar skoðunar minnar, eða til-
Ingimar Erlendur Sigurðsson i
vinnustofu sinni, eða Þúfunni, eins
og hann kallar þennan gamla
strætó sem hann hefur innréttað
og gert að sköpunarstað sínum.
Morgunblaðið/Kristján Einarsson.
finningar fyrir ljóðinu, að ég
yrki nær eingöngu trúarljóð um
þessar mundir. Því trúin liggur
mér á hjarta og sál.“
— Þú virðist vera að gera ein-
hvers konar greinarmun á ljóði
og prósa í þessum orðum. Er það
rétt skilið?
„Já. Prósinn er láréttur, flattur
út, heldur sér við ytri staðreynd-
ir. Póesían, hins vegar, er lóðrétt,
leitar í djúpið, bæði upp og
niður. Sem sagt: hér erum við
aftur komnir að greinarmunin-
um á hátíð og lágtíð. Póesían er
handan skilgreiningar, jafnvel
skilnings, en ef maðurinn væri
ekkert nema skilningur mundi
hann ekki skilja svona lítið í
sjálfum sér! Það skilur enginn
manninn nema guð.“
— Þú yrkir um sál og trú.
Ertu einsdæmi í íslenskri nú-
tíma ljóðagerð?
„Mín sérstaða sem ljóðskálds í
dag felst í því að ég reyni að fá
sálina aftur inn í ljóðið — á
sama hátt og málarar hafa sett
„fígúruna", manninn, aftur inn í
málverkið. Ég tel ekki ljóð sönn
ljóð fyrr. En ég vil ekki meina að
ég sé neinn brautryðjandi á
þessu sviði í íslenskri nútíma-
ljóðagerð. Ég tel frekar að
Matthías Johannessen sé það.
Matthías er nefnilega merkilegt
trúarskáld, þótt hann tjái sig
með öðrum tónum en ég. En
Matthías er mjög fjölhæft skáld,
líklega fjölhæfasta skáld og rit-
höfundur sem við eigum í dag, að
Laxness e.t.v. slepptum.
En ég verð að taka það fram í
þessu sambandi að þetta viðhorf
mitt þýðir ekki að ég kunni ekki
að meta önnur ljóðskáld sem
fara sínar eigin leiðir og aðrar
leiðir en trúarleiðina. Ég get t.d.
nefnt skáld eins og Baldur
Óskarsson og Hannes Pétursson,
en ég hef miklar mætur á verk-
um þeirra."
— Nú liggja eftir þig átta
ljóðabækur, og sjö þeirra hef-
urðu gert á níu árum. Má búast
við sömu afköstum í framtíð-
inni?
„Ljóðin halda áfram að yrkja
mig. Ég er búinn með aðra ljóða-
bók sem er enn meiri að vöxtum
en þessi síðasta og inniheldur
jafnframt trúarljóð. Hins vegar
eru þessi nýju ljóð mín að því
leyti frábrugðin Helgimynd í
nálarauga að þau lýsa meiri trú-
arátökum, það er um aðrar
áherslur að ræða."
Hátídarsöngvar
Tónlist
Jón Ásgeirsson
íslenska hljómsveitin, Söng-
sveitin Fílharmonía, einsöngvar-
arnir Signý Sæmundsdóttir,
John Speight og Sigurður
Björnsson fluttu undir stjórn
Guðmundar Emilssonar tónverk
eftir J.S. Bach, Áskel Másson og
Giovanni Gabrieli og í tilefni jól-
anna sálmalögin Heims um ból,
Sjá himins opnast hlið og Frá
ljósanna hásal. Auk þess lék
Snorri Örn Snorrason einleik á
lútu fjögur smálög frá 16. öld.
„Það er mikil og góð spretta í
íslenskri tónlist," segir herra
Sigurbjörn Einarsson, fyrrver-
andi biskup, í smágrein, sem er
eins konar inngangur efnis-
skrárinnar. Þar gerir hann
saraanburð á tónlistariðkun fyrr
og nú og þó nú sé „líka leikið á
mannfólkið með óhljóðum úr
verri áttum og áhöldum", segir
hann að „þeim mun gleðilegra er
allt hitt, sem vel er artað og boð-
ar gott.“ Það er sérkennilegt við
ástandið í dag, að þrátt fyrir öll
„óhljóðin" og síglamrandi áróð-
ur, þrengist hagur þeirra er að
þessum ólátum standa, en það
sem er „vel artað og boðar gott“,
styrkist og stendur því fastar
sem meira er að því vegið. Þann-
ig kemur glamrið og áróðurinn
fyrir ekki, því þegar mannfólk-
inu eflist vit og þroski, leitar það
eftir því sem er vel „artað og
boðar gott“. Tónleikarnir hófust
á kantötu er Bach vann yfir
sálmalagið Vakna, Síons verðir
kalla, en þennan sálm nefnir
Kolbeinn Þorleifsson konung
sálmalaganna, í fróðlegri grein í
efnisskrá um höfund textans.
Því skal skotið hér inn varðandi
annars mjög menningarlega efn-
isskrá að tilgreina hefði mátt
kaflaskiptingu verksins. Upp-
hafskaflinn er byggður upp eins
og orgelkóralforspil, þar sem
framvinda verksins er rofin með
innskoti einnar hendingar
hverju sinni úr sálminum. í
þessu verki er sálmurinn fluttur
af sópranröddunum, sem vart
voru nógu fjölmennar til að
þruma þetta volduga sálmalag í
gegn. Áltraddirnar, sem voru
mun fleiri, náðu sér glæsilega á
strik í Alleluja-millispilinu.
Tveir dúettar fyrir sópran og
bassa voru sungnir af Signýju
Sæmundsdóttur og John
Speight. Fyrri dúettinn er með
fiðlueinleik, sem Laufey Sigurð-
ardóttir lék, en sá seinni með
óbósólo er Daði Kolbeinsson
flutti mjög glæsilega. Báðir kafl-
arnir eru perlur og var söngur
Signýjar mjög góður en einhvern
veginn var John Speight utan-
gátta, sérstaklega í þeim fyrri.
Ein perlan enn er svo kórallinn,
sem Sigurður söng mjög vel.
Kóralþátturinn er í sama formi
og upphafsþátturinn, þ.e. kóral-
forspil og flutti Sigurður sálm-
inn af festu og myndugleik.
Verkinu lýkur svo með því að
sálmurinn er sunginn óbreyttur.
Kórinn var vel samstylltur en
nokkurt misræmi er í raddskip-
an, t.d. allt of fáar sópranraddir.
Annað verkefni tónleikanna var
svo Heims um ból í hljómsveit-
arbúningi og raddsetningu Ás-
kels Mássonar. Það er vandaverk
að fara höndum um svo fastmót-
að lag, sem Heims um ból og að
frádregnu tríóþættinum við mið-
versið slapp Áskell vel frá þessu
verki, með því að láta einfald-
leika lagsins ráða og forðast all-
ar skreytingar. Þriðja verkefnið
var svo frumflutningur verks
eftir Áskel Másson, er hann
nefnir Októ-nóvember. Verkið er
fínlegt, átakalítið og þægilegt
áheyrnar. Síðasta verkið á tón-
leikunum var mótettan In eccl-
esiis eftir Gabrieli yngri. Verk
þetta er úr seinni bókinni Sacrae
symphoniae, er gefn var út
þremur árum eftir dauða tón-
skáldsins og er merkileg fyrir
það, að þarna ritar Gabrieli sér-
stakar raddir fyrir hljóðfæri.
Talið er að hann hafi samið
verkið um svipað leyti og fyrsta
hljómsveitarverk sögunnar, Son-
ata Pian’e Forte. Verkið er hugs-
að fyrir þrjár einsöngsraddir eða
lítinn kór og annan fullskipaðan
kór en hljómsveitin samanstend-
ur af „cornetti“-lágfiðlu og bás-
únum. Til undirleiks voru notuð
„continuo“-hljóðfæri þ.e. orgel
og celló.
Sama gildir um verk Gabrieli
og kantötu Bach að nauðsynlegt
hefði verið að gera grein fyrir
formi verksins og sömuleiðis
texta þess, sérstaklega vegna
þess að hér er á ferðinni verk
sem tilheyrir menningarskeiði,
er fólk nú til dags veit mjög lítið
um. Á undan verkinu lék Jón
Stefánsson „Intónasjónir" á ní-
unda tóni, fyrir orgel en Gabrieli
gaf út nokkur slík verk árið 1579.
Tónleikunum lauk svo með því
að hljómleikagestir risu á fætur
og sungu með einsöngvurunum
og kórnum með undirleik hljóm-
sveitarinnar tvo jóiasálma.