Morgunblaðið - 29.12.1982, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 29.12.1982, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 1982 Prófkjör Framsóknar í Reykjavík: Fimm hafa ákveðið framboð GUÐMUNDUR G. Þórarinsson hafði ekki í gærkvöldi gefið kost á sér til þátttöku í prófkjöri Fram- Lárus Jónsson: Rétt að viðhafa prófkjör „AÐ MÍNUM dómi var ákvörð- un kjördæmisráðs rétt að viðhafa prófkjör hér í kjördæminu við þær aðstæður sem upp hafa kom- ið og ekki þarf að fjölyrða um. Rétt er þó að minna á að próf- kjör innan Sjálfstæðisflokksins hefur ekki áður farið fram á Norðurlandi eystra og varla að ástæðulausu, meðal annars vegna sérstöðu þeirrar sem fylgir stærð Akureyrar. Því er sérstak- lega mikilvægt að mínum dómi að þátttakan verði góð í öllu kjör- dæminu þannig að prófkjörið gefi góða mynd af vilja kjósenda Sjálfstæðisflokksins þar,“ sagði Lárus Jónsson Alþingismaður, sem gefið hefur kost á sér við prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandi eystra. „Ég hef tekið ákvörðun um að gefa kost á mér í prófkjör- inu og sækist að sjálfsögðu eft- ir fyrsta sæti, sem ég hef skip- að á yfirstandandi kjörtíma- bili. Mér virðist gott manna í framboði og er bjartsýnn á að prófkjörið fari vel og drengi- lega fram. Ég tel tvímælalaust unnt að vona að það verði flokksstarfi til styrktar og flokknum til brautargengis í kosningum. Halldór Blöndal sækist eftir öðru sæti í þessu prófkjöri. Samvinna okkar sem þing- manna hefur verið traust og drengileg og ég hvet þátttak- endur eindregið til að styðja hann í þessu prófkjöri," sagði Lárus að lokum. EM unglinga: Elvar tapaði fyrir Piu KLVAK Guðmundsson tapaði biðskák sinni við sænsku skákkonuna Piu Cramling á Kvrópumóti unglinga í skák í Groningen i Hollandi. I 7. umferð gerði hann jafntefli við Josef Klinger, Austurríki. Daninn Curt Hansen og Sovétmaðurinn Jaan Khlvest eru jafnir og efstir eftir sjö umferðir með 6 vinn- inga, en Klvar er í 18—21. sæti með 3 vinninga. sóknarflokksins í Reykjavík, þrátt fyrir að eftir því hafi verið leitað við hann. Mbl. er kunnugt um nöfn fimm manna sem gefið hafa kost á sér, en prófkjörslistinn verður lagð- ur fram á gamlársdag. Reiknað er með að um tíu nöfn verði á listan- Þeir fimm sem Mbl. er kunn- ugt um að gefið hafa kost á sér eru eftirtaldir: Ásta R. Jó- hannsdóttir, Björn Líndal, Bolli Héðinsson, Haraldur Ólafsson og Ólafur Jóhannesson. Eins og Mbl. skýrði frá í gær, er ástæða þess að Guðmundur gefur ekki kost á sér meðal ann- ars óánægja hans með framboð Ólafs Jóhannessonar og aðdrag- anda þess, en um 200 fulltrúa- ráðsmenn í Reykjavík skoruðu á Ólaf að gefa kost á sér áfram. Lítil sendibifreið af Suzuki-gerð valt á Nýbýlavegi í Kópavogi á mánudag klukkan 15.30. Ökumaður var einn í bílnum Og meiddist hann lítillega. ' My»d Mbl.: H»llvar»ur Ferdinandsson Hvolsvöllur: Vatnsflóð reif hitaveitulögn- ina í sundur á tveim stöðum MIKLIR vatnavextir urðu á svæði sem markast af Eystri- og Ytri- Rangám í gær vegna rigninga og asahláku í gær og fyrrinótt, og þar sem hitaveitulögnin frá Hellu til Hvolsvallar fór í sundur af völdum flóða á Rangárvöllunum fór að kólna í húsum á Hvolsvelli í gær- kvöldL „Mér sýnist þetta heldur vera í rénun, að vísu er aftur byrjað að rigna, en ég held að leysingin sé að mestu farin fram,“ sagði Sveinn ísleifsson lögregluvarðstjóri á Hvolsvelli í samtali við Mbl. í gærkvöldi. Sveinn sagði að menn hefðu verið vongóðir um að takast mætti að koma hitaveitunni í samt lag í dag. Sveinn sagði að vegna lands- hátta í nágrenni Hvolsvallar hefði stórt landssvæði farið undir vatn í dag. Rigningin hefði verið geysileg og hlákan einnig. Ekkert tjón hefði orðið á húsum eða truflanir á samgöngum. Hins vegar hefðu laskast stöplar undir hitaveitu- lögninni þar sem hún liggur ofan- jarðar við Strandasýki og einnig hefði veggur undir uppfyllingu í Djúpadal rofnað og því grafist þar undan rörunum. Sveinn sagði að vatnið hefði gusast fram í gær í farvegum, sem venjulega væru þurrir. Það færi út í Rangárnar báðar og endaði síðan í Þverá. Væri yfir að líta eins og stórt stöðuvatn á flatneskjunni við og fyrir ofan Hvolsvöll. Hvolsvöllur Morjfunblaðið/Snorri Snorrason 10 stiga hiti á Vopnafirði Suðrænt og hafrænt loftslag, sem smeygði sér á milli hita- og kuldaskila í kringum ís- land, lék um dali og fjöll í gær með þeim afleiðingum að 10 stiga hiti mældist á Vopna- firði í gærkvöldi kl.2l. Að sögn veðurfræðinga gætti áhrifa hnúkaþeys á austan- verðu landinu með þeim afleið- ingum að hiti komst í 9 stig á Akureyri í gær og kl.21 voru 5 stig á Raufarhöfn og 7 á Egils- stöðum. í sjálfu sér er ekki um óvenjuleg veðrabrigði að ræða, heldur um „venjulega hláku“, eins og veðurfræðingurinn orðaði það. Hann bjóst við að kuldaskil færðu sig inn yfir landið í nótt og að hitastigið færðist nær frostmarki víðast hvar. Hlutafé í Cargolux verður aukið verulega á næstunni Ríkisstjórn Luxemborgar kaupir flugskýli félagsins og endurleigir þau félaginu aftur „Á FUNDINUM var tekin ákvörðun um útboð á viðbótarhlutafé i félag- inu, auk þess sem fram kom, að rík- isstjórn Luxemborgar hyggst styðja félagið með því að kaupa flugskýli þess á Findel-flugvelli og endur- leigja félaginu þau aftur,“ sagði Sig- urður Helgason, forstjóri Flugleiða og stjórnarmaður í Cargolux, í sam- tali við Mbl., er hann var inntúr eftir niðurstöðum stjórnarfundar í Cargo- lux, sem haldinn var í gærdag. Sigurður Helgason sagði að um umtalsverðar fjárhæðir væri að ræða í sambandi við hlutafjárút- boðið, en endanleg ákvörðun um það hefði þó ekki verið tekin. „Það er hins vegar ljóst, að Flugleiðir treysta sér ekki til að leggja aukið fé í fyrirtækið að svo stöddu. Ég reikna með, að hið aukna hlutafé komi að mestu frá samstarfsaðil- um okkar í fyrirtækinu, auk þess sem nýir aðildar í Luxemborgar gætu komið inn í myndina. Sigurður Helgason sagði enn- fremur, að engar ákvarðanir hefðu enn verið teknar um breytingar á rekstri félagsins. „Það er unnið að því, að finna vélum þess verkefni og ef það tekst kemur væntanlega ekki til uppsagna starfsfólks, en takist það hins vegar ekki, er nokkuð ljóst, að grípa verður til uppsagna," sagði Sigurður Helga- son ennfremur. Cargolux hefur átt við gríðar- lega rekstrarerfiðleika að stríða undanfarna mánuði og misseri, sem m.a. leiddi til þess að hátt á annað hundrað starfsmönnum var sagt upp sl. haust. Ástæðurnar fyrir hinum miklu erfiðleikum fé- lagsins eru þær fyrst og fremst, að samdráttur hefur orðið í flutning- um almennt vegna efnahags- ástandsins í heiminum, auk þess sem samkeppni hefur aukizt stór- kostlega. Þá voru eriendar skuld- bindingar félagsins vegna kaupa á tveimur Boeing 747, Jumbóvélum félagsins, því mjög erfiðar. Vél- arnar hafa nú verið endurfjár- magnaðar á betri kjörum. Jóhann Konráðsson söngvari látinn Akureyri, 28. de.sember. JÓHANN Konráðsson söngvari and- aðist siðdegis í gær, 65 ára að aldri. Hann var þá staddur ásamt konu sinni í Glasgow á Skotlandi, þar sem þau voru í heimsókn hjá Kristjáni söngvara syni sínum, en hann syng- ur þar í óperu um þessar mundir. Jóhann var landskunnur fyrir söng sinn og fagra tenórrödd og var fremsti söngvari Akureyringa um áratugi. Hann var fyrsti tenór í Smárakvartettinum á Akureyri og einsöngvari með mörgum kór- um, auk þess sem hann kom fram einn eða með öðrum á ótal sam- komum og söngskemmtunum víða um land og söng inn á hljómplöt- ur. Hann var sjúkraliði að atvinnu og starfsmaður við geðdeild Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri. Eiginkona Jóhanns, Fanney Oddgeirsdóttir frá Hlöðum á Grenivík, lifir mann sinn ásamt sjö börnum þeirra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.