Morgunblaðið - 29.12.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.12.1982, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 1982 Köld jólakveðja til bænda: Áburðarverksmiðjan safiiar vanskilaskuldum — sagði Egill Jónsson í þingræðu Skuidasöfnun ýmissa ríkisfyrirtækja, ekki sízt Áburðarverksmídju, kom til umfjöllunar við þridju umræðu fjárlaga. Hugmyndir um ad velta vanskil- um Áburdarverksmidju yfir í áburðar- og afurðaverð á næstu árum vóru harðlega gagnrýndar. I>essi gagnrýni kom einkum fram í þingræðu Kgils Jónssonar (S) sem hér fer að hluta til á eftir: Skuldir hlaðast upp Eins og reyndar kom fram hjá Friðrik Sophussyni, þá hafa nú hlaðizt upp skuldir hjá Raf- magnsveitum ríkisins, hjá Sem- entsverksmiðjum ríkisins og hjá fleiri slíkum stofnunum, m.a. í eigu sveitarfélaga, og allt saman er þetta geymdur verðbólguvandi. En hins vegar er svo komið nú, að bankarnir eru farnir að stjórna í þessum málum og það er t.d. at- hyglisvert, að raforkutextar fyrir næsta ár eru áætlaðir verulega fram yfir verðbólgustig og þær meiningar, sem þar liggja að baki, eru að sjálfsögðu þær að reyna nú að vinna upp hluta þess uppsafn- aða vanda, sem fyrir hendi er og kemur fram í gífurlegum rekstr- arerfiðleikum þeirra fyrirtækja, sem með þau mál fara. Ein meinsemdin og kannske ein mesta uppgjöfin í sambandi við orkukostnað, sem fram hefur komið hjá ríkisstjórninni er hvernig farið hefur verið með orkujönfunargjaldið, sem lagt var hér á og ekki er það síður athygl- isvert, að nu er svo komið, að inn- lend orka, raforkan í þessu landi, stenzt ekki lengur verðsamanburð við innflutta orku. Og þess vegna hefur nú verið tekið til þess ráðs að greiða niður raforku til húshit- unar. Svona er nú komið fyrir rekstri orkuveranna og orkuveitn- anna, að raforkan ísienzka er ekki lengur orðin samkeppnisfær við erlenda, innflutta orku. Þorvaldur Garðar Kristjánsson hefur gert hér grein fyrir afstöðu okkar sjálfstæðismanna til sveita- rafvæðingar. Það má vera, að ég hafi ekki tekið rétt eftir, en þær tölur, sem hann tilfærði og tillög- ur eru gerðar um, þær einar út af fyrir sig nægja ekki til að ná þess- um árangri, sem að er stefnt, held- ur er líka gert ráð fyrir láni úr Byggðasjóði. Og reyndar að mjög verulegum hluta. Þess vegna er hér í raun fyrst og fremst um það að ræða, að það fáist ákveðin við- urkenning af hálfu ríkisvaldsins í þá veru, að þessum mikilvæga áfanga verði náð á næsta eða allra næstu árum. Hlutur landbúnaðar gerður bágur Það er að sjálfsögðu kunnara hetdur en frá þurfi að segja, að fjölmargar stofnanir, sem tengdar eru rekstri ríkisins, hafa við þessa fjárlagagerð ekki fengið það fjár- magn, sem þeim er lífsnauðsyn- legt til slíks rekstrar, þótt það sé að sjálfsögðu ætíð nokkuð umdeil- anlegt. En mér sýnist þó að hlutur landbúnaðarins sé þar sérstaklega bágur. Þar kom að vísu fram núna fyrir 3. umræðu ofboð lítil leið- rétting í þeim málaflokki, engan veginn í samræmi við það sem þurft hefði. Og það er eins og venjulega, að þrátt fyrir allar yfir- lýsingarnar og öll stóru orðin um nýjar búgreinar og um ný við- fangsefni í landbúnaði, sem þessi ríkisstjórn m.a. hefur margþrá- stagast á, að væri hennar stefna að byggja upp, þá er alveg sérstak- lega vegið að þeim viðfangsefnum. Mér telst svo til, að af hagræð- ingarfénu komi inn á þessi fjárlög um það bil 30% miðað við það sem ætti að vera, ef lögin, jarðræktar- lögin eins og frá þeim var gengið árið 1979 og um hefur verið samið, væru gerð virk. Mér sýnist, að til þess að svo verði, þá vanti um það bil 10 millj. kr. og einungis sé til staðar til þessara verka í landbún- aði milli 3—4 millj. kr. og það er þá allur munurinn. Fari svo að til þeirra ráða verði gripið að skerða framlög eins og gert var á sl. vetri, þá að sjálfsögðu er þetta fjármagn ekki lengur fyrir hendi. Að þessu leyti er því gengið lengra í þá átt að skerða framlög til Framleiðni- sjóðs heldur en nokkru sinni hefur verið áður gert í tíð þessarar ríkis- stjórnar og hefur mönnum þó fundist þar nóg að gert. Dæmisaga um áburðar- verksmiðju Nú er það svo, að menn, sem hafa talið sig bera hag landbúnað- ar mikið fyrir brjósti, hafa haft um það oft og tíðum mörg orð hvað mikilvægt það væri að rekstrarvörur landbúnaðarins væru á sem beztum kjörum. Og það finnst nú engum að þýð- ingarmesta rekstrarvara í land- búnaði er tilbúinn áburður. Nú hefur það verið þannig um nokk- urra ára skeið, að allur rekstur Áburðarverksmiðjunnar hefur verið fjármagnaður í dollurum. Áburðarverksmiðjan eins og kunnugt er selur sína framleiðslu á þremur mánuðum og allan ann- an tíma, hina 9 mánuðina og raun- ar lengri tíma, þarf verskmiðjan að byggja rekstur sinn á lánsfé. Og þetta lánsfé er allt í erlendri mynt. Það satt að segja vakti nokkra undrun hjá mér, þegar eftir því var leitað við mig, að ég færi til fundar við landbúnaðarráðherra vegna vandamála Áburðarverk- smiðju ríkisins. Þar var nú leitað enn einu sinni eftir þessum merku samráðum við stjórnarandstöð- una. Það var kannske ekki að til- efnislausu, því að eins og menn höfðu nú reyndar nokkra hug- mynd um, þá var nú hagur þess fyrirtækis orðinn með þeim hætti, að 100 millj. kr. höfðu safnast sam- an vegna gengistaps á síðustu árum. Og nú var það viðfangsefni ráð- herra, landbúnaðarráðherra, fjár- málaráðherra og viðskiptaráð- herra og allra bankastjóra Seðla- banka íslands að ræða við fulltrúa stjórnarandstöðunnar um þessi vandamál. Og þá var það að sjálf- sögðu í þá veru að flytja þetta fjármagn inn í landið. Fá Seðla- bankann til þess að yfirtaka þessi vanskil, sem eru í erlendri mynt og síðan að sjálfsögðu væri hægt að taka upp þráðinn að nýju með því að halda áfram að reka verksmiðjuna á dollaraprís og byrja aftur að safna vanskilum. Þessi upphæð upp á 100 millj. kr. er eins há eins og allur sá kostnað- ur var, sem bændurnir á þessu landi greiddu fyrir áburðinn, sem þeir keyptu á árinu 1981. Og nú er verið að tala um það að færa þennan vanda, þessi vanskil yfir í áburðar- verðið, yfir í afurðaverðið á næstu 3—5 árum. Þetta er nú eitt gleggsta dæmið, um fjármálaóstjórpina í þessu landi og hvernig hin svokall- aða niðurtalning hefur gersamlega mistekist. Egill Jónsson alþingismaður Beðið um þögn! Það er ástæðulaust að fara um það hér mörgum orðum eftir hverju var leitað við stjórnar- andstöðuna í þessum viðræðum. En það var einungis það að þegja yfir þessu máli, að láta sem minnst á þessu bera, leita eftir samkomulagi við það að þetta mætti fara inn í 6. gr. þannig að sem allra minnst yrði eftir því tekið. Á þessu byggðust óskir ráð- herra og ríkisstjórnar um samráð. Og það kannske gefur nokkuð til kynna, að þessir menn eru ekki alveg samvizkulausir. Þeir vita það sem er, að hér er á ferðinni köld jólakveðja, sem bændurnir verða varir við um þetta leyti og það er þess vegna að sjálfsögðu bezt að hafa sem fæst orð og tala sem minnst um þessa hluti. En því get ég nú þessa hér, sem nú er ljóst, að ríkisstjórnin ætlar að ná þessari heimild fram svo að hún geti tekið þetta lán og svo að hún geti byrjað aftur að safna upp óreiðuskuldum, gengisfellingu, gengistapi í kringum áburðar- verksmiðju ríkisins, sem allir sjá hvaða afleiðingar hefur í för með sér. Það er því engan veginn víst, að þingmönnum gefizt kostur á því að ræða um þetta mál síðar í vetur þó að þess væri full þörf. Ég ætla ekki að orðlengja þetta frekar, herra forseti. Ég hef dreg- ið hér upp nokkur dæmi um það, hvernig þetta fjárlagafraumvarp snertir fólkið í þessu landi og þá sérstaklega bændurna og dreifbýl- isfólk og að sjálfsögðu var ekki hægt að láta þessa umræðu ganga svo fram, að þau mál yrðu ekki nokkuð skýrð. Svipmynd frá Alþingi llalldór Blöndal (S) í ræðustól neðri deildar. Aðrir þingmenn, sem sjást á myndinni: Sigurlaug Bjarnadóttir, Tómas Árnason, Olafur G. Kinarsson, Sverrir Hermannsson, forseti deildarinnar og Olafur Þórðarson. Nefndakjör á Alþingi Á síðasta starfsdegi þings fyrir jólahlé fóru fram kosningar til nokkurra trúnaðarstarfa sem hér skulu raktar. Norðurlandaráð Aðalmenn: Páll Pétursson (F), Matthías Á. Mathiesen (S), Hall- dór Ásgrímsson (F), Sverrir Hermannsson (S), Eiður Guðna- son (A) og Stefán Jónsson (Abl). Varamenn: Davíð Aðalsteinsson (F), Geir Hallgrímsson (S), Guð- mundur Bjarnaspn (F), Pétur Sigurðsson (S), Árni Gunnars- son (A) og Guðrún Helgadóttir (Abl). Síldarútvegsnefnd Aðalmenn: Guðmundur Karlsson, Kristmann Jónsson og Birgir Finnsson. Varamenn: Haukur Þorvaldsson, Þorleifur Björgvinsson og Unnsteinn Guðmundsson. Síldarverksmiðjur ríkisins Aðalmenn: Þorsteinn Gíslason, Einar Ingvarsson, Jón Kjart- ansson, Hannes Baldvinsson og Hallsteinn Friðþjófsson. Varamenn: Markús Kristinsson, Þórbergur Þórarinsson, Björgvin Jónsson, Hjálmar Níelsson og Jóhann G. Möller. Yfirskoðunarmenn ríkisreiknings: Halldór Blöndal, Jón Snæ- björnsson og Baldur Óskarsson. Kndurskoðendur Framkvæmda- stofnunar: Þorfinnur Bjarnason og Jón Kristjánsson. Kndurskoðendur Búnaðarbanka: Jón M. Guðmundsson og Gunn- laugur Finnsson. Landnámsstjórn Aðalmenn: Pálmi Jónsson, Jónas Jónsson, Stefán Sigfússon, Pálmi Jónsson og Hreinn Er- lendsson. Varamenn: Óðinn Sigþórsson, Helgi ívarsson, Páll Lýðsson, Guðmundur Þorsteinsson og Kristján Þórðarson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.