Morgunblaðið - 29.12.1982, Síða 27

Morgunblaðið - 29.12.1982, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 1982 27 3% framleiðsluaukn- ing hjá Toyota 1982 Spá hins vegar um 1% samdrætti i útflutningi TOYOTA Motor Corporation, stærsti bílaframleiðandi i Japan, til- kynnti nýverið, að um 1% samdrátt- ur yrði í útflutningi fyrirtækisins á næsta ári, en hins vegar tilkynnti Nissan Motor Co., annar stærsti bílaframleiðandinn i Japan, að vænt- anlega yrði um 1,7% aukning á út- flutningi fyrirtækisins á næsta ári. Toyota tilkynnti, að framleiðsla fyrirtækisins yrði í námunda við 3,25 milljónir bíla á næsta ári, sem er um 3% aukning frá yfirstand- andi ári, þegar framleiðslan verður í námunda við 3,15 milljónir bíla. Fyrirtækið gerir ráð fyrir um 5% aukningu á innanlandsmarkaði og þar verði salan um 1,6 milljónir bíla, en hins vegar 1% samdrætti í útflutningi, sem verður væntanlega í kringum 1,65 milljónir bíla. Talsmaður Toyota sagði ástæð- unafyrirl% útflutningssamdrætti vera minnkandi eftirspurn á helztu mörkuðum fyrirtækisins í Evrópu og Bandaríkjunum. Talsmaður Nissan sagði á fundi með blaðamönnum á dögunum, að fyrirtækið ætlaði að framleiða 2,552 milljónir bíla á næsta ári, sem er um 6,1% aukning frá árinu í ár. Nissan gerir ráð fyrir um 7,1% aukningu á sölu á heimamarkaði og að hún verði 1,184 milljónir bíla. Þá gerir fyrirtækið ráð fyrir um 1,7% aukningu í útflutningi eins og áður sagði og að hann verði samtals 1,368 milljónir bíla. Talsmaður Nissan sagði að fyrir- tækið gerði ráð fyrir aukinni eftir- spurn í Vestur-Evrópu og í Mið- Austurlöndum, en gerði hins vegar ráð fyrir áframhaldandi höftum í Bandaríkjunum og einstaka iðn- ríki. Hærri dreifingar- kostnaður viður- kenndur af verð- lagsyfirvöldum J. Hinriksson hefur selt 22 toghlera til Bandaríkjanna á árinu MAT á dreifingarkostnaði vegna inn- lendrar framleiðslu hefur verið hækk- að í 20% af heildsöluvcrði. Vörugjald- ið lcggst þvi á lægri og réttari stofn en áður, segir í nýjasta fréttabréfi V'erzl- unarráðs íslands. Verzlunarráðið kannaði í sumar í samvinnu við nokkra félaga ráðsins þennan kostnað, en hann hafði verið vanmetinn lengi. Ráðið sendi síðan rökstuddar tillögur um hækkun til Verðlagsstofnunar, þegar matið á dreifingarkostnaðinum var í endur- skoðun. Niðurstaðan varð sú, að matið var hækkað úr 14,33% í 20%. Mat á dreifingarkostnaði vegna framleiðslu á innlendu sælgæti, kexi, öli og gosdrykkjum er áfram til endurskoðunar hjá Verðlags- stofnun, sem kann að leiða til frek- ari hækkunar úr 20% í 25%. Þetta mat á dreifingarkostnaði hefur tvíþætt gildi: Bæði leiðir það til lægra vörugjalds hjá innlendum framleiðendum og einnig hlýtur það að vera opinber viðurkenning á því, að hámarksálagning hjá innflytj- endum er í langflestum tilvikum undir dreifingarkostnaði, segir ennfremur í fréttabréfi Verzlunar- ráðsins. J. HINRIKSSON, vélaverkstæði, hefur undanfarna mánuði selt tals- vert magn af toghlcrum til Banda- ríkjanna og hafa þeir líkað mjög vel, en þeir nefnast „Poly-fs“-stáltog- hlerar. Skömmu fyrir jólin sendi fyrir- tækið 10 hlera með sömu skips- ferðinni, en á liðnum mánuðum hefur fyrirtækið sent 22 toghlera til notkunar í fiskiskipum í Main- fylki og Massachusetts-fylki, sem eru á austurströnd Bandaríkj- anna. Svissneskir og franskir framkvæmdastjórar halda mestu eftir af launum Framkvæmdastjórar í Sviss og Frakklandi standa launalega betur að vígi en framkvæmdastjórar í öðr- um Kvrópulöndum, þegar búið er að standa skil á heinum sköttum, sam- kvæmt könnun „Managemcnt Center Kurope" í Briissel. Þessar upplýs- ingar er að finna í nýjasta fréttabréfí Verzlunarráðs íslands. Svissneskir framkvæmdastjórar með um 20 þúsund dollara árslaun halda eftir um 87% heildarlauna sinna. Franskir kollegar þeirra í sama launaflokki halda eftir um 83%. Neðstir í röðinni eru Svíar, sem fá ekki nema 58% launa sinna í hendur og Danir, sem fá 61%. Hér á eftir fer skrá yfir 18 lönd, sem sýnir hlutfall launa sem fram- kvæmdastjórar halda eftir miðað þúsund dollara árslaun. Miðað er við 20 þúsund, 50 þúsund og 100 við fjölskyldumann með 2 börn. % 20.000 $ 50.000 s 100.000 9íiss m Sviss 7« Frakklam) &4X Frakklvc 83X Frakklami 74X &ÍISS 63X Lldoborg m SpAm 73X U.S.A. 63X U.S.A. su u.s.a. 71X SpAcm 62X cj~Afft 7SX lTALÍA 651 ItalIa 58X Grikmno 75 Lðoochg 64X Lukboorg 531 JRLVC 6« t>*SK»L«e 61X Nskalno 5BX lT»J* m Fjelnc 55 ÍNGLAM) 50X Ndreglr 7(1 ^RIKKLAM) 58X (•RIKKLVO 45 Nwuwo 69K Irlam) 531 Irlno 46X BelgIa 671 BplgIa 53X 4jsturrIki 46X Fimuvo 67X AushjrrIki 5?X BelgIa 42X Englahd 67X Hollam) sa Hollno 41X \kxiAH) 661 FlMOAM) 4« Finmno 45 AbsturrIki 6n ffcREGUR 48X Noregur 35 ftFTTSGAL 651 IWKIrk Qwea» 571 QutOK 6« ftKTlSGAL 42X ftjmÍGAL 511 SvlMe 581 SvlklðB 34X SvlMo 24X Saga hrepps Bókmenntír Erlendur Jónsson Valgeir Sigurðsson, Þingskálum: RANGVELLINGABOK. I—II. 680 bls. Útg. Rangárvallahreppur. Hellu, 1982. Formáli þessa rits er í tvennu lagi. Fyrri hlutann undirritar höf- undur en Arni Böðvarsson seinni hlutann. Höfundur gerir grein fyrir orsök þess að hann hóf verkið, greinir einnig frá samning þess og síðan frá lokavinnunni. Bókin er að mestu leyti unnin í héraði, þar með talin prentun, þannig að sýnt má vera að Rang- æingar eru sjálfum sér nógir og þurfa ekkert til annarra að sækja til að gera bók vel úr garði. Þetta er ekki sýslurit eins og einhverjum, sem í fjarlægð búa, kypni að koma til hugar heldur er hér einungis fjallað um einn hrepp, Rangárvallahrepp. Hann er að vísu nokkuð víðlendur, nær allt frá sjó til efstu bæja skammt frá rótum Heklu. Margir sögufrægir staðir eru í hreppnum, og ber fyrst að nefna Odda. Þar var skólahald, eitt með hinum fyrstu á landinu. Þar var líka valdamiðstöð hér- aðsins á þjóðveldisöld. Þá koma margir bæir í hreppnum verulega við sögu í Njálu, til að mynda Kirkjubær þar sem Otkell bjó, einnig Sandgil, og Tröllaskógur, en þeir bæir eru löngu komnir í eyði. Gunnarsholt telst meðal merkisstaða í hreppnum er þar bjó Gunnar Baugsson, afi Gunn- ars á Hlíðarenda. Nú er þar mið- stöð sandgræðslunnar, og mun viturlega fyrir komið því hreppur- inn hefur öðrum fremur orðið fyrir ágangi sandsins sem öllu eyðir þar sem hann fer yfir. Eins og ráða má af blaðsíðu- fjöldanum er rit þetta hreint ekki lítið, öðru nær. Hvað er hægt að segja í svona löngu máli um einn hrepp? Skemmst er frá að segja að þetta er fyrst og fremst ábúenda- tal og ættfræðirit. Hver einn bær á sína sögu, kvað skáldið og hafa margir til þess vitnað. Það er ekki svo lítið að grafa upp hverjir hafa búið á jörð frá öndverðu til þessa dags. Um það eru að vísu til marg- víslegar heimildir, en langt frá að nema brot þeirra sé prentað, hins verður að leita í ýmsum skrifuðum heimildum. En að taka þannig fyrir heila sveit, stóran hrepp, er auðvitað sýnu meira verk. Ætla ég ekki að geta mér til hversu marg- ar vinnustundir liggja á bak við þessa bók en giska á að þær séu margar. Að vísu rætist úr fyrir manni þegar hann er kominn af stað og nokkurn veginn búinn að átta sig á hvar hvaðeina er að finna. Eigi að síður er heimildaleit í skrifuð- um heimildum alltaf tafsöm og tímafrek. Heimildaskrá fylgir riti þessu, og hún er að sjálfsögðu nokkuð löng. Einnig nafnaskrá. Héraðsrit ýmiss konar hafa komið út á undanförnum árum. Sum hafa einkum byggst á ætt- fræði eins og Strandamenn og Dalamenn sr. Jóns Guðnasonar. Önnur fela í sér alhliða héraðalýs- ingar eins og Húnaþing sem segir frá héraði og íbúum þess í sam- tímanum en fer lítið aftur í fortíð- ina. í Rangvellingabók situr hið sögulega efni í fyrirrúmi og þá fyrst og fremst ættfræði og per- sónusaga. Utlit þessa rits hæfir efni. Kápumynd — Rangá, Hraunteigur og Hekla — er eftir Klöru Har- aldsdóttur, húsfreyju á Kaldbak. Mannamyndir eru afar margar í bókinni. Það er ærið verk að safna slíkum myndafjölda. Enn er víða til mikið af gömlum manna- myndum, allt frá aldamótum. En þær ganga frá manni til manns og fara forgörðum með ýmsum hætti. Fyrir kemur einnig að enginn veit lengur af hverjum mynd er, hún er til, en hefur þar með glatað gildi sínu. Birting gamalla mynda og þar með varðveisla þeirra er eitt með öðru sem gefur svona riti mikið og varanlegt gildi. Hljómsveitin KAN: (f.v.) Haukur, Kristinn, Herbert, Finnbogi og Magn- ÚS. Mbl. (iunnar Bolungarvík: Hljómsveitin KAN Holungarvík. 15. desomber. FIMM ungir og hressir piltar skipa hljómsveitina KAN en heimavíg- stöðvar hljómsveitarinnar eru í Bol- ungarvík. Hljómsveitin hefur starfað síðan í júli i sumar og að sögn þeirra félaga hafa þeir haft nóg að gera og vart fallið úr helgi siðan þeir byrj- uðu. Hljómsveitin hefur getið sér gott orð hér í Bolungarvík og einnig á þeim stöðum öðrum hér á Vest- fjörðum þar sem þeir hafa lcikið. Aðspurðir um hvers konar mús- ík þeir léku, sögðust þeir leika alla tegundir af dansmúsík og legðu sig alla fram um að leika þá músík sem dansgestir óskuðu eftir hverju sinni. Hljómsveitina KAN skipa: Haukur Vagnsson, sem er þeirra yngstur og þykir ákaflega efni- legur trommuleikari, rétt tæpra 16 vetra, Finnbogi Kristinsson sem leikur á bassa, Magnús Há- varðarson leikur á gítar, Kristinn Elíasson leikur á hljómborð og söngvari er Herbert Guðmunds- son, en hann er ekki alveg óþekkt- ur í poppheiminum því hann starfaði áður m.a. með Eik, Pelik- an og Dýnamít, svo eitthvað sé nefnt. Þeir félagar kváðust gera ráð fyrir að leika aðallega hér á Vestfjörðum í vetur, en hafa full- an hug á að leita víða fanga í sumar. Gunnar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.