Morgunblaðið - 29.12.1982, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 1982
5
Jón Jónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar:
Tel að halda eigi úti þremur
rannsóknaskipum allt árið
í stað eins í fimm mánuði og þriggja í níu mánuði
ÞAÐ ER skoðun stofnunarinnar og
mín persónulega skoðun að við eig-
um að reka þrjú rannsóknaskip allt
árið. I'að skapar eðlilega nýtingu á
starfsmönnum stofnunarinnar bæði
á sjó og landi. Þetta er mjög óhent-
ugt eins og nú er og reiknað er með
á næsta ári það er að hafa eitt skip í
fimm mánuði og þrjú í níu,“ sagði
Jón Jónsson, forstjóri Hafrannsókn-
arstofnunar, aðspurður um hvern
hann teldi heppilegasta fjöldas rann-
sóknaskipa stofnunarinnar, en sér-
stök nefnd hefur haft það mál til
athugunar.
Steingrímur Hermannsson
sjávarútvegsráðherra sagði í við-
tali við Mbl. í gær að auka ætti
rannsóknir á þorskstofninum á
vegum Hafrannsóknarstofnunar
fyrstu þrjá, fjóra mánuði næsta
árs. Jón Jónsson sagði að hann
reiknaði ekki með að stofnunin
gæti haldið skipunum fjórum úti
þann tíma sem reiknað væri með,
það er einu í fimm mánuði og
þremur í níu mánuði. Hann sagði:
„Það er skorið mjög niður fjár-
framlag til viðhaldskostnaðar og
við teljum okkur þurfa að spara
mjög á skipunum og nota þá pen-
inga til að halda þeim við. Við höf-
um reynt að halda uppi fyrir-
byggjandi viðhaldi til að koma í
veg fyrir óhöpp og halda skipun-
um í sæmilegu lagi. Ég tel mjög
vafasamt að með fyrirhuguðum
fjárveitingum takist að halda í
horfinu. Heppilegast væri að vera
aðeins með þrjú skip og halda
þeim úti allt árið, því það er ekk-
ert samhengi milli mánaðafjölda
skipanna á sjó og rekstrarkostnað.
Mikið af starfsmönnunum eru á
föstum launum og kemur þetta því
sér mjög illa.
Hjörleifur Guttormsson um viðræðurnar við ELKEM:
Skilyrði að íslenzka ríkið
Suðrænir feröa-
menn hingað með
Arnarflugi í vetur?
„SIVENSK ferðaskrifstofa, sem
skipulagt hefur vikuferðir spænskra
og brasiliskra ferðamanna til Amst-
erdam, hefur óskað eftir samstarfi
við Arnarflug um hugsanlega þriggja
daga ferð með ferðamennina tills-
lands í vetur,“ sagði Stefán Hall-
dórsson hjá Arnarflugi.
„Það hefur komið í ljós, að
ferðamennirnir vilja nýta ferðina
til Hollands til að komast á norð-
lægar slóðir, þar sem umhverfi er
ólíkt því, sem gerist á þeirra
heimaslóðum. Það passar vel inn í
ferðatilhögun þeirra, að fljúga
með Arnarflugi til íslands á
þriðjudögum og til baka á föstu-
dögum,“ sagði Stefán Halldórsson.
INNLENT
HUOMBÆR
HD
HLJOM*HEIMIUS*SKRIFSTOFUTÆKI HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999
eigi áfram meirihlutann
Framhaldsviöræður við ELKEM í janúarmánuði
„ÞAÐ kom skýrt fram í fréttatil- þessa máls fyrir skömmu að
kynningu ráðuneytisins vegna skilyrði fyrir áframhaldandi við-
ræðum við ELKEM vegna Járn-
blendiverksmiðjunnar á Grund-
artanga er að íslenzka ríkið eigi
áfram meirihluta í félaginu.
Annað hefur ekki verið til um-
ræðu,“ sagði Hjörleifur
Guttormsson iðnaðarráðherra,
er Mbl. spurði hann hvort til
greina gæti komið að íslenzka
ríkið seldi meirihuta sinn í Járn-
blendiverksmiðjunni á Grund-
artanga.
Hjorleifur sagði að ekkert
nýtt lægi fyrir í málinu fram
yfir það sem fram hefði komið
í fréttatilkynningu frá ráðu-
neytinu. Fyrstu viðræður við
ELKEM hefðu farið fram og
væri gert ráð fyrir fram-
haldsviðræðum í janúarmán-
uði. Annað væri ekki um málið
að segja á þessu stigi.
Samið við leikara, leik-
myndateiknara og dansara
SAMNINGUR hefur verið undirritaður milli fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkis-
sjóðs, og Kélags íslenzkra leikara, um réttindi, skyldur og ráðningarkjör laus-
ráðinna leikara, einsöngvara, leikmyndateiknara og listdansara við Þjóðleik-
húsið, að sögn Þorsteins Geirssonar, skrifstofustjóra fjármálaráðuneytisins.
Þorsteinn Geirsson sagði samn- skyldu og aðrir leikarar. Sá var áð-
inginn ganga út á þrjú meginatriði. ur með 80% laun og 80% vinnu-
„Launaflokkar eru aðlagaðir launa- skyldu," sagði Þorsteinn Geirsson
flokkum hinna fastráðnu, sýn- ennfremur.
ingarlaun eru hækkuð um 7% og
leikari, sem ráðinn er í eitt hlut- Þorsteinn gat þess, að ekki hefði
verk, sem þó er ekki mjög lítið, hef- verið samið um laun dansaranna,
ur föst mánaðarlaun meðan æf- því laun þeirra væru ákvörðuð á
ingar standa yfir og sömu vinnu- fjárlögum.
Nú er tækifærið, að eignast
SHARR i'I’kÍ ’ VH S
fyrir áramótin með
AÐEINS
“•5000.-út
og eftirstöðvamar
á 9 —12 mán.
FERÐATÆKIÐ VC-2300
KR. 29.925.—R-
HIÐ VINSÆLA VC-8300
KR. 28.400.—R
ÞÆGILEGA VC-7700
KR. 34.100.—R
1980—1981:
Símtölum til
útlanda fjölg-
aði um 104,5%
SÍMTÖLUM innanlands, í sjálf-
virkum skrefum talið, fjölgaði um
21% á milli áranna 1980 og 1981.
Á árinu 1980 voru sjálfvirk skref
samtals 436.406 þúsund, en á ár-
inu 1981 voru þau samtals 528.141
þúsund.
Simtölum til útlanda héðan
fjölgaði um 104,5% á milli ár-
anna 1980 og 1981, en á árinu
1980 voru þau 240.336 talsins. Á
síðasta ári voru þau hins vegar
491.364.
Símtölum frá útlöndum hing-
að til lands fjölgaði milli áranna
1980 og 1981 um 46,5%, en árið
1980 voru þau samtals 190.071.
Á síðasta ári voru þau samtals
278.408.
Framangreindar upplýsingar
koma fram í grein er Valdimar
Kristinsson skrifaði og birtizt í
3. hefti Fjármálatíðinda, sem
kom út á dögunum.