Morgunblaðið - 29.12.1982, Page 11

Morgunblaðið - 29.12.1982, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 1982 11 Egilsstaðir: Bók um Kgilsslödum, 27. desember. NÚ SKÖMMU fyrir jól kom út samtímis á Egilsstöðum, Eiðsvöllum í Noregi, Skara í Svíþjóð, Sore í Danmörku og Suolahti í Finnlandi, bók um þessa bæi, sögu þeirra og menningu, umhverfi og mannlíf — en bæir þessir mynda sín á milli svonefnda vinabæjakeðju. Það eru Norrænu félögin á viðkom- andi stöðum sem standa að útgáfu bókarinnar með fjár- norræna hagslegum tilstyrk sveitar- stjórnanna. A vinabæjamóti, sem haldið var á Eiðsvöllum í júní 1981, ákvað formannafundur Norrænu félag- anna að vinna að útgáfu bókar um þessa vinabæi — sem skyldi koma út að ári og vera framlag þessara bæja til norræna ferðamálaársins. I framhaldi af þessari samþykkt voru eftirtaldir kjörnir í ritstjórn: Ólafur Guðmundsson, Egilsstöð- um; Per Sæther, Eiðsvöllum; Bert- il Askenberg, Skara; Krei Horn, Soro og Otto Pöyhönen, Suolahti. vinabæi Ritnefiidin kom einu sinni saman til fundar í Soro og ákvað þá að bókin skyldi fyrst og fremst vera leiðarvísir ferðamanna og annarra þeirra — sem sitthvað vildu vita um vinabæina; veita innsýn í norrænt samstarf almennt og nýt- ast sem kennslubók í skólum vina- bæjanna hvað varðar norræn mál og norrænt samstarf. Síðan hófu heimamenn hvers bæjar undir- búning að sínu verki. Bókin ber nafnið „Vánner í Norden"; í kiljuformi, 192 bls., í brotinu A5 og prýdd mörgum myndum. Káputeikning er eftir Asger Larsen, Sore. Á baksiðu er merki norræna ferðamálaráðsins ásamt texta fimm norðurlanda- mála. Bókin r prentuð og innbund- in í Jyváskylá í Finnlandi. Fram- kvæmdastjórn verksins önnuðust þeir Per Sæther, Eiðsvöllum og Krei Horn, Soro. Norskan texta Egilsstaðakafl- ans ritaði Elísabet Svavarsdóttir. En kaflinn var að verulegu leyti byggður á bæklingi er Norræna félagið á Egilsstöðum útbjó fyrir erlenda gesti vinabæjamóts á Eg- ilsstöðum árið 1979. Auk Egilsstaðahrepps styrktu eftirtaldir Norræna félagið á Eg- ilsstöðum vegna útgáfu bókarinn- ar: Flugleiðir hf., Flugfélag Aust- urlands hf., Bílaleigan Freyfaxi, Egilsstöðum, Valaskjálf, Kaupfé- lag Héraðsbúa og Ferðamiðstöð Austurlands. — Olafur Lausnir á jóla- skákþrautum 1. A. Troitzky Þó flest tafllok þessa fræga skákdæmahöfundar hafi verið allt annað en einföld viðfangs er þessi fremur auðveld: 1. Rh6 — Da3+, 2. Kgl — Kg7, 3. Bd6! (En ekki 3. Rf5+ - Kf6, 4. Bd6 - axb3, 5. Bxa3 — bxc2+, 6. Kxc2 — Kxf5 og svartur heldur jöfnu) — axb3, 4. Bxa3 — bxc2+, 5. Kxc2 — Kxh6, 6. Bd6 og hvitur vinnur. 3. M. Dimentberg 1. Kd7! (Hótar 2. Kc7) — Kd5, 2. Kc7 — Bc6, 3. Re4! Lykilleikur- inn sem tryggir hvíti sigur, því biskupinn á nú engan reit á ská- línunni a4-e8 þar sem hann verð- ur ekki skákaður af. 5. Korchmar-Kuljchinsky, Len- ingrad 1949. 1. Db4! og svartur er algjör- lega glataður, því eftir 1. — Bxb4, 2. Hd8+ verður hann mátaður í næsta leik. 2. A. Troitzky 1. Dd8+ — Kf5 (Bezta vörnin, að öðrum kosti tapar svartur drottningunni strax) 2. Df8+ — Ke6, 3. Rd5! (Hótar 4. Rc7 mát) — Kxd5, 4. Df7+ — Kc5, 5. Db7+ — Kd6, 6. Dd7+ — Kc5, 7. Da7+ og svarta drottningin fellur. tveimur leikjum: 1. Hh8+! o.s.frv. 6. Engels-samráðamenn, 1943. Engels þessi var einn af fremstu skákmönnum í Þýzka- landi nazismans og kom m.a. hingað til lands fyrir stríð til að kenna. Af honum hafa íslenzkir skákmenn greinilega margt get- að lært, því fimm leikja mátið sem hann fann í þessari stöðu er afar smekklegt: 1. Dh7+! — Kxh7, 2. Rf6++ — Kh8 (Eða 2. - Kxh6, 3. Hh3+ - Kg5, 4. Hg3+ og mátar í næsta leik) 3. Bxg7+! — Kxg7, 4. Hg3+ — Kxf6, 5. Hg6 mát. MATSEÐILL ^ H FORRÉTTIR Huítlauksristaður áll með spínatkremi Humar og laxapaté Ofnbakaðar Ostrur með ostasósu SÚPA Kan tarelluseyði KJÖTRÉTTIR Glasseruð önd með appelsínusósu Rjúpa með lyngsósu Hreindýrasteik með einiberjasósu EFTIRRÉTTIR Soufflébollur fylltar með bananaís og karamellurjóma. Súkkulaðihjúpaðar perur með appelsínukremi. Marengsterta með jarðarberjum. Auk hins fasta matseðils hússins. Opnunartími Ath. fullur kvöldverður framreiddur eftir frumsýningar hjá leikhúsunum og eftir sýningar hjá íslensku óperunni þann 30. des. og 2. jan. Opið eins og venjulega milli jóla og nýárs. Lokað gamlársdag, opnum aftur kl. 18:00 á nýársdag. Vinsamlegast pantið borð tímanlega. Við óskum öllum landsmönnum gleðilegra jóla og v farsœls komandi árs. Hverfisgötu 8-10, símar 18833 - 14133.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.