Morgunblaðið - 29.12.1982, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 1982
Morgunbladid/ Kjartan Aðalsteinsson.
Vélsmiðjan Stál á Seyðisfirði:
Unnið að breytingum
á tveimur skipum
Hjá vélsmiðjunni Stáli hf. á
Seyðisfirði er nú unnið við breyt-
ingar og endurbætur á tveimur skip-
um. Verið er að byggja yfir dekkið á
Sólborgu SU frá Fáskrúðsfirði og er
þetta tilboðsverk. Er skipið kom
hingað til Seyðisfjarðar var þegar
búið að smíða dekkið með rekkverk-
Fyrstu
tónleikar
Motettu-
kórs Hall-
gríms-
kirkju
í KVÖLD, miðvikudagskvöld, kl.
20.30 heldur nýstofnaður Mótettu-
kór Hallgrímskirkju jólatónleika i
kirkjunni.
Kórinn flytur jólatónlist við
kertaljós, en auk kórsins koma
fram Manuela Wielser, flautuleik-
ari, og fleiri hljóðfæraleikarar.
Stjórnandi er Hörður Áskelsson,
en hann leikuV einnig pastoral-
tónlist á orgel. Almennur söngur.
Aðgangur ókeypis og öllum heim-
ill.
juglýsinga-
síminn er 2 24 80
um og lúgum, svo aðeins var eftir að
koma því fyrir á sinn stað. Af þessu
leiðir að frátafir skipsins frá veiðum
verða mun minni en ella.
Áætlað er að verki þessu verði
lokið um mánaðarmótin jan/feb.
Þá er einnig unnið að því að skipta
um aðalvél, skrúfu og skrúfuút-
búnað í Þóri SF frá Hornafirði og
mun því verki lokið samkvæmt
samningi 11. feb. v
Vélsmiðjan Stál hf. hóf starf-
semi sína árið 1948 og hefur alla
tíð annast almenna vélsmíðaþjón-
ustu fyrir aðila bæði nær og fjær.
Helstu verkefnin framan af voru
smíði og uppsetning á síldarplön-
um og síldarverksmiðjum, en nú
hin síðari ár hefur verið unnið að
ýmsum verkefnum bæði stórum og
smáum. Má þar til nefna m.a.
lokubúnað fyrir bæði Laxá og Lag-
arfljótsvirkjanir, efnisflutn-
ingapramma fyrir .Vitamála-
stofnun, Hríseyjarferju auk nokk-
urra fiskibáta.
Samkvæmt þeim upplýsingum
sem Theódór Blöndal, tæknifr. hjá
vélsmiðjunni Stáli, tjáði tíðinda-
manni blaðsins starfa nú um 25
manns hjá fyrirtækinu. Á sl. ári
var aðallega unnið við hlutasmíði
og breytingum á fiskiskipum. Við
erum vel samkeppnisfærir við
aðra með þau verkefni, ekki síst
vegna góðrar staðsetningar fyrir-
tækisins hér við höfnina.
Hvað framundan væri, sagði
Theódór Blöndal að horfurnar
væru slæmar og verkefnaskortur
fyrirsjáanlegur ef ekki rættist úr
með verkefni eftir að vinnu lýkur
við tvö áðurnefnd skip í febrúar
nk.
— Fréttaritari.
Og sór Ragnheið-
ur rangan eið?
Leíklíst
Jóhanna Kristjónsdóttir
Jómfrú Ragnheiður
eftir Guðmund Kamban
Tónlist: Jón Þórarinsson
Lýsing: David Walters
Leikmynd og búningar:
Sigurjón Jóhannsson
Leikstjóri: Bríet Héðinsdóttir
Ástarævintýri Ragnheiðar
biskupsdóttur og Daða Hall-
dórssonar prests á öldinni sautj-
ándu ætlar að verða lífseigt í
sögu okkar. Guðmundur Kamb-
an skrifaði um það stóra og
mikla skáldsögu og vann síðan
leikgerð upp úr henni og ég man
satt að segja ekki hversu oft
þetta verk hefur verið flutt hér á
sviði og í sjónvarpi og jafnan við
athygli leikhúsgesta og aðsókn.
Tekið er fram að þessu sinni að
Bríet Héðinsdóttir hafi unnið að
nokkru nýja leikstjóragerð upp
úr leikritinu og væntanlega eru
breytingar hennar til bóta og
eiga drjúgan þátt í að létta þetta
verk, sem sannast sagna hefur
yfir sér heldur þunglamalegan
blæ, enda efnið ekki beinlínis
kátlegt. Þó vakti einna mesta at-
hygli mína, hvernig persóna
Brynjólfur biskup verður í þess-
ari sýningu. Hann er kannski
ekki beinlínis veiklundaður, en
hann er hvorki sá strangi lær-
dómsmaður né ber með sér trú-
arinnar ægivald; hvað sem líður
orðum hans og gerðum er hann
lætur Ragnheiði sverja eiðinn og
síðar þegar hann refsar henni
með því að skilja hana frá barni
sínu, er ekki allsendis trúlegt að
þetta sé af guðsótta einum gert,
Íögð er áherzla á að fyrst og
fremst sé það hneisan sem efst
er honum í huga, hneisan yfir
ósiðlegu framferði og að dóttir
hefur óhlýðnazt boðum föður
síns eftir allt sem hann hefur
gert fyrir hana. Samkvæmt
þessu leikur Gunnar Eyjólfsson
Brynjólf biskup og fer aldrei út
af því spori. Þar af leiðir að
Brynjólfur biskup verður mann-
eskjulegri en ég minnist að hafa
séð hann áður eða fundizt hann
vera við lestur skáldsögunnar á
árum áður; hinu er svo tæpt að
trúa eins og fyrr segir, að hann
hafi verið sá lærði og virti guðs-
trúarmaður sem ég hef talið og
vikið er að fyrr. Kristbjörg Kjeld
leikur Margréti konu hans og
gerir það af stakri nærfærni,
j)að er mjög auðvelt að fallast á
að hún hafi verið „tuska" í sam-
skiptum við biskupinn, eins og
hún orðar það, leikur Krist-
bjargar er allur á lágum nótum
og vandaður í hvívetna. Guð-
björg Thoroddsen fer með
vandasamt hlutverk jómfrúar
Ragnheiðar og mun hafa leikið
það hlutverk undir handarjaðri
Bríetar á Akureyri. Guðbjörg er
falleg stúlka, hefur ágæta fram-
sögn, á stöku sinnum í erfiðleik-
um með svipbrigði en kemur út
sem einkar geðþekk, náttúrleg
og ástfangin. Hreyfingar hennar
og hlaup um sviðið í upphafi
fannst mér skringilegir tilburð-
ir, þrátt fyrir að hlaupin eigi
sjálfsagt að sýna æskufjör og
TILBOÐ!
MX-100
Tölvuprentarar, verð til áramóta
kr. 17.500,-
NÓN HF.
Síðumúla 6, S:84209 - 84295
’ RANK XEROX
umboðið
Spriklandi fisk-
seiði í nýrri fisk
móttöku
GREINT er frá tjóni, sem varð í
óveðrinu í Hrísey 16. nóvember í
nýútkomnum KEA-fréttum. Þar
segir meðal annars frá því, að er
veðrinu slotaði hafi fundist
spriklandi fiskseiði í hinni nýju
fiskmóttöku frystihússins og finn-
ist mörgum Hríseyingum það
góðs viti.
'1
V^terkur og
k-/ hagkvæmur
auglýsingamiðill!
í Hrísey
í þessari frétt af óveðrinu í
Hrísey segir ennfremur; Er
veðrinu tók að slota og sjór
hafði fallið út kom í ljós, að
hann hafði borið með sér alls
kyns hroða um allt Sandshorn-
ið og gífurlegt magn af grjóti
ogþara upp á planið framan við
hraðfrystihúsið, grjótvörnin
var nær horfin. Um 15 tonn af
skreið blotnuðu og 16 tonn af
beinamjöli. Hluti skreiðarinnar
er ónýtur vegna þess að mold,
sandur og óþrifnaður barst í
hana með sjónum, en beina-
mjölinu verður væntanlega
hægt að koma í eitthvert verð.
Mesta tjónið varð samt á hafn-
argörðunum og sjávarkömbun-
um og byggðin er nú illa í stakk
búin fyrir slíkt veður.