Morgunblaðið - 29.12.1982, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 1982
15
Ragnheiður Brynjólfsdóttir sver eiðinn: Guðbjðrg Thoroddsen og Erlingur
Gíslason í hlutverkum sínum.
kæti jómfrúarinnar, var þetta
ekki nógu vel plasserað. Við-
skipti Ragnheiðar við föður sinn
voru oft áhrifamikil og ástarsen-
urnar með Daða Halldórssyni
bæði fallegar og óþvingaðar.
Þegar á heildina er litið, leik-
kona sem án efa á eftir að spjara
sig mikið og vel ef hún fær tæki-
færi. Það er ekki erfitt að
ímynda sér að stúlkur hafi látið
fallerast af svo gjörvilegum
Daða sem Hallmar Sigurðsson
er. Hann fer afar vel með þetta
hlutverk, sem er nokkuð ófull-
komið frá hendi höfundarins, fas
og hreyfingar algerlega
áreynslulaust — minnti mig á
Arnar Jónsson og ekki leiðum að
líkjast.
Erlingur Gíslason lék séra
Torfa Jónsson og gerði þar af-
bragðs góð skil litlu hlutverki.
Mér fannst leikur Erlings vera
öldungis eins og á að leika þetta
verk, ekki of mikil vigt lögð á
alvöruna, en langt í frá að snúið
sé upp í léttúð. Helga Backmann
fór með hlutverk Helgu í
Bræðratungu, lagði hins vegar
fullmikið upp úr þunganum og
alvörunni. Það er ástæða til að
minnast sérstaklega á leikmynd
og búninga Sigurjóns Jóhanns-
sonar, hvortveggja hugnaðist
mér prýðisvel og fannst gott
verk, og lýsing David Walters
var til fyrirmyndar. Mér fannst
þetta almennt séð góð sýning og
vel unnin, léttari, aðgengiiegri,
manneskjulegri en ég bjóst við.
Bríet Héðinsdóttir á eflaust
mikinn og góðan þátt í því. Auð-
vitað má deila um þessa nýju
túlkun á Brynjólfi biskupi sem
fram kom þarna, en mér féll hún
vel í geð. Ýmsir leikarar aðrir
voru í minni hlutverkum og
komu sínu ágætlega til skila.
Eftir stendur enn spurningin,
sem aldrei verður svarað og á
kannski sinn þátt í því, hvað ör-
lagasaga jómfrúar Ragnheiðar
höfðar til okkar enn. Samt getur
maður eftir þessa sýningu alveg
ímyndað sér að hún hafi svarið
rangan eið. Guðbjörg - Thor-
oddsen lætur okkur velkjast í
vafa með það — út af fyrir sig er
það bara heilmikið afrek.
Líflegt starf félags
íslendinga í Ástraliu
ÞANN 29. nóvember 1981 var stofn-
ad Islendingafélag í New South
Wales-fylki í Ástralíu af 14 fslend-
ingum. Frumkvöóull að stofnun fé-
lagsins var Fr. Guðrún A. Ævarr
Jónsson, er lagt hafði mikla vinnu í
undirbúning stofnunar þess. Sigrún
K. Baldvinsdóttir var kosin fyrsti
formaður félagsins á stofnfundinum.
Á næsta almenna félagsfundi mættu
um 50 manns, sem allir gerðust fé-
lagar.
Félagslíf stendur með miklum
blóma og veizlufagnaður 19. júní í
sumar er gott dæmi um áhugann,
en samkoma þessi var mjög vel
sótt. Heimilisfang íslendingafé-
lagsins í Nýja-Suður-Wales er:
20A Burrabirra Avenue, Vaucluse
Sydney, NSW, 2030.
Meðfylgjandi mynd er af Sig-
rúnu K. Baldvinsdóttur, formanni
félagsins, í ræðustól á þjóðhátíð-
arfagnaðinum 19. júní síðastliðið
sumar.
Framkvæmdaáætlun
Hallgrímskirkju:
Kirkjan verði
fullgerð 1986
STEFNT er að því að Ijúka byggingu
Hallgrímskirkju í Reykjavík árið
1986 og er áætlaður kostnaður við
framkvæmdina áætlaður um 17,63
milljónir króna og er þá miðað við
verðlag í september sl., samkvæmt
upplýsingum sem Morgunblaðið
fékk hjá Hermanni Þorsteinssyni
framkvæmdastjóra kirkjubyggingar-
innar.
Sagði Hermann að nú hefðu
byggingaraðilar fengið byr í segl-
in, þar sem ríki og Reykjavíkur-
borg hefðu sýnt aukinn stuðning
við bygginguna, en hvor aðili
áætlar að veita einni milljón
króna til framkvæmdarinnar á ár-
inu 1983. Sagði Hermann að sér
litist mjög vel á þessi breyttu
viðhorf og nú væru þáttaskil . í
málinu. I vor hefði verið gefið vil-
yrði af hálfu Reykjavíkurborgar
um aukinn fjárstuðning og væri
gleðilegt að menn stæðu við það
sem sem þeir segðu. Einnig hefði
Alþingi breytt stefnu sinni í mál-
inu.
Miðað við framkvæmdaáætlun,
sem gerð hefur verið, er gert ráð
fyrir að 3,88 milljónum verði varið
til byggingarinnar á árinu 1983,
4,55 milljónum árið 1984, 4,6 millj-
ónum 1985 og 4,6 milljónum árið
1986. Stefnt er að því að kirkjan
verði fokheld og frágengin að utan
árið 1984, en hið innra verði hún
fullgerð árin 1985 og 1986.
Fimm-
burar
Tel Aviv, 27. desember. Al*.
FRÚ Malka Glazel, ísraelsk
kona á besta aldri, eignaðist á
aðfangadag fimmbura og heils-
ast móður og börnum vel.
„Þetta er stórkostlegt, þeim
líður ölium vel og nú verð ég að
fara að stækka verulega 3
herbergja íbúð okkar," sagði
kátur eiginmaður Mölku. Hún
tók inn hormónalyf áður en
hún varð ófrísk og þau hjónin
vissu að um fimmbura væri að
ræða mánuði eftir getnaðinn.
Öll voru börnin karlkyns, og
voru þeir mjög misstórir, eða á
bilinu frá 2,5 og upp í 4,2 pund
hver.
1 IflltXXBYSvSTtM |
Kynntu þér kostina
• Plötuspilarinn er meö fullkomnum
„Linear track“-tónarmi, sem spilar plöt-
una beggja megin. Þannig er komiö í veg
fyrir aö hljómplatan og nálin veröi fyrir
hnjaski og ending þeirra veröur mun
lengri.
• Plötuspilarinn stendur upp á rönd,
þannig aö óhreinindi setjast síöur á
hljómplötuna, og tækiö tekur minna
pláss en ella.
• Kassettutækiö er gert fyrir metalspól-
ur, og aö sjálfsögöu hefur þaö Dolby-
kerfi og sjálfvirkan lagaleitara.
• Utvarpiö er meö FM, AM og LW mót-
takara.
• Síöast en ekki síst er magnarinn kröft-
ugur (2x25 rms wött) og ásamt tveim-
ur 50 watta nýtískulegum hátölurum
tryggir hann öruggan og góöan hljóm-
flutning.
• Fram aö áramótum getur þú tryggt þér
þessa einstöku samstæðu meö aðeins
3.000 kr. í útborgun og rest til 6 mán-
aða. Verö kr. 17.220. Stgr.
HLJQMBÆR
HUOM*HEIMILIS*SKRIFSTOFUTÆKI UY^RFI?5lÖTLI 103
SIMI 25999 -17244