Morgunblaðið - 29.12.1982, Side 12

Morgunblaðið - 29.12.1982, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 1982 Texti: Guðm. Páll Arnarson. Afríka. Láttu orðið hljóma í huga þínum stundarkorn og skoðaðu þær hugmyndir sem kvikna. Ótrúlega ríkt orð af hugtengslum, er það ekki? Áður en þú veist af er vitund þín krökk af Ijónum, tígrisdýrum, fíl- um og gíröffum, og guð má vita hvað. Þú sérð fyrir þér svart fólk í strápilsum, málað í skrautlegum litum, með hringi í eyrum og nefi, berandi spjót eða berj- andi bumbur. Örugglega dansandi. Þú sérð fyrir þér frumskóg og sléttur. Strákofa. Kannski sérðu strandlengju með hvítum sandi og blaktandi pálmatré. Og sólin er beint fyrir ofan þig, brennandi heit. Þetta var fyrsta hugsun- in. Síðan ferðu að hugsa um skorkvikindin. Vá, gott að vera laus við þau! Það er líka gott að vera laus við malaríu og aðra hitabeltissjúkdóma, stjórnbyltingar, skærur, kynþáttaerjur, fátækt, hungur. Afríka býr vissu- lega yfir mörgum ógnum í okkar augum. Bjó ekki Idi Amin þarna einhvers staðar? Hvað eiginlega er Afríka að mati okkar íslend- inga? í stuttu máli: Heimur fyrir innfædda og ævintýramenn — varla neitt fyrir venju- legan túrhest. Eða hvað? í nóvember sl. fór 92 manna hópur ís- lendinga í „heimsreisu" til dæmigerðs Afríkurík- is, Kenýa. Sennilega var eitthvað um ævintýra- menn í þessum hópi, en að uppistöðu til voru þetta venjulegir ferðalangar, fólk sem hefur gaman af að sjá heiminn. Þessi Kenýa-ferð var þriðja svonefnda „heimsreisan", sem ferðaskrifstofan Ut- sýn hefur staðið fyrir. Sú fyrsta var farin 1980, til Mexíkó, en síðan var farið til Brasilíu árið eftir. Þetta þóttu vel heppnaðar reisur, en þó er það mál manna sem farið hafa í allar heimsreisurnar að heimsóknin til undra- landsins Kenýa hafi sleg- ið allt út. Afrískir dansarar fyrir framan Hótel Diani Reef í Mombasa. eftir stríðið óx afrískri þjóðernis- hyggju fiskur um hrygg og á tíma- bilinu frá 1952—1960 kom oft til blóðugra átaka á milli Breta og innfæddra, einkum þjóðflokksins Kikuyu. Þessum átökum linnti með því að landið fékk sjálfsstjórn árið 1963 í kjölfar kosninga þar sem KANU, eða afríska þjóða- bandalagið í Kenýa, vann stórsig- ur. Pyrsti forsætisráðherrann var Jomo Kenýatta, formaður KANU, og var hann síðan æðsti ráðamað- ur landsins til dauðadags árið 1978. Kenýa var gert að lýðveldi 1964, en síðan þá hefur forsetinn verið æðsti maður landsins. Nú- verandi forseti er Daniel Toroitich Arab Moi, en hann tók við af Kenýatta. Heimsreisan til Kenýa Pétur Björnsson var einn af fjórum fararstjórum Útsýnar í þessari fyrstu hópferð íslendinga til Kenýa. Pétur lýsti ferðalaginu í stuttu máli: „Við lögðum í hann þann 6. nóv- ember sl., flugum til London og þaðan daginn eftir með British Airways beint til Nairobi. í Nair- obi gistum við í tvær nætur og not- uðum tímann vel, fórum í kynnis- ferðir um borgina og nágrennið. Síðan héldum við til landamæra Tanzaníu og Kenýa, og skoðuðum þar einn af frægari þjóðgörðum Kenýa, Amboseli-þjóðgarðinn. Þar, eins og víðast hvar í Kenýa reyndar, er dýralíf með afbrigðum fjölskrúðugt. í Kenýa hafa allar veiðar á villtum dýrum verið bann- aðar frá árinu 1977. Þeir gera í því að hlúa sem mest að dýralífinu, Aö lokinni heimsreisu Utsýnar til Kenýa: Ólýsanleg fegurð dásamlegt — segja ánægðir ferðalangar Kenýa — hvers konar land er það? Kenýa liggur í hjarta Afriku, umlukið Sómalíu að austan, Eþíópíu að norðan, Uganda að vestan og Tanzaníu að sunnan. Þá snertir landið Indlandshafið á 608 km langri strandlengju. Mið- baugslínan sker landið nánast í tvo jafnstóra parta. Kenýa er 582.647 km2 að flatarmáli, eða u.þ.b. 6 sinnum stærra en Island. Kenýa er stundum kallað land andstæðnanna. Frá heitri og rakri strandlengjunni rís landið hægt og þétt og við tekur þurrt skógar- svæði (Nyika), síðan Savannah- graslendið sem teygir sig upp á há- sléttuna í miðju íandsins þar sem höfuðborgin Nairobi stendur í 1700 metra hæð yfir sjávarmáli. I vesturhluta Kenýa sker hinn mikli Sigdalur (The Great Rift Valley) landið 600—900 metra djúpt niður frá norðri til suðurs. í þessum dal er að finna elstu mannvistarleifar sem vitað er um. Frá vesturbarmi Sigdals líður landið niður að Viktoríuvatni. Miðhluti Kenýa er mjög hálend- ur, og 100 km norðaustur af Nair- obi stendur hæsta fjall Kenýa, Mount Kenýa (5195 m), sem landið dregur nafn sitt af. í suðri gnæfir svo hæsta fja.ll Afríku, Kilimanj- aro (6010 m), en það stendur skammt innan við landamæri Tanzaníu. Norðausturhluti Kenýa er að hluta til eyðimörk. Þrátt fyrir að Kenýa liggi við miðbaug, er hitinn alls ekki óbæri- legur. Við ströndina er hafgola sem svalar, en hitinn þar er á bil- inu 30—45 gráður á celsíus. Það kólnar svo eftir því sem ofar dreg- ur og á hásléttunni, t.d. í Nairobi er hitinn á milli 20—30 gráður. Það er óþarfi að fjölyrða um dýra- og gróðurlífið í Kenýa. Lát- um nægja að segja að það þyrfti tölvuheila til að geyma nöfnin yfir öll þau ósköp. Örkin hans Nóa hlýtur að hafa verið rosalega stór. í Kenýa búa um 17 milljónir manns, 900.000 í Nairobi og um 450.000 í hafnarborginni Momb- asa. Aðalatvinnuvegurinn er land- búnaður ýmiss konar, en í seinni tíð hefur ferðamannaþjónustan aukist mikið og er að verða stór- atvinnuvegur. Tungumálið er Swa- hili, en enskukunnátta er talsvert almenn. Múhameðstrú er út- breiddasta trúin, en kristin trú er þar einnig í nokkrum mæli. Samt sem áður halda margir innfæddir í sín upprunalegu trúarbrögð, eink- um þegar mikið liggur við. Um sögu Kenýa er það að segja, að á 9. öld tóku Serkir að setjast að á strandlengjunni. Þeir höfðu yfir- ráð á ströndinni fram að komu Breta um 1800, ef undan er skilið stutt tímabil á 15. öldinni þegar Portúgalar réðu þar ríkjum. Árið 1885 lýstu Bretar yfir umráðarétti yfir hluta strandlengjunnar og 1920 varð Kenýa allt að breskri nýlendu. Yfirráð Breta voru traust fram að lokum seinna stríðs, en t.d. er 5% af landssvæði Kenýa verndaðir þjóðgarðar. I þessum þjóðgörðum — sem eru vítt og breitt um landið — hafa þeir byggt upp nokkurs konar gistihús, eða „Game Lodges", og í þessi hús liggur stanslaus straum- ur ferðamanna. Þetta eru í raun- inni lúxushótel sem eru byggð á mjög þjóðlegan hátt, þar sem fullt tillit er tekið til fornra innlendra hefða. Þessi Amboseli-þjóðgarður er rétt undir rótum Kilimanjaro- fjalls. Þarna dvöldum við í tvær nætur. Þaðan héldum við svo áfram austur á bóginn og fórum þá m.a. í gegnum landssvæði Masaimanna, en þeir búa þarna á landamærum Tanzaníu og Kenýa. Þetta er mjög sérstæður þjóðflokkur. Þeir hafa ekki tekið upp vestræna siði nema að litlu leyti, þeir ganga t.d. alltaf í sínum hefðbundnu, skrautlegu klæðum og harðneita að þiggja læknisþjónustu nema í ýtrustu neyð, eða senda börn sín í skóla. Þetta eru herskáir menn og illir viðureignar. Það hefur komið fyrir Kinmanna fíll á hre.ssmgargöngu. Ha, hal Ég komat þá 1 Morgunblaðið. Ég dey 6r hlátri hér 1 Kenya. KÍ*' tl'h Ljón á veginum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.