Morgunblaðið - 29.12.1982, Síða 26

Morgunblaðið - 29.12.1982, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 1982 VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF Umsjón Sighvatur Blöndahl Air France: Rekstrarhalli fyrir- tækisins tvöfaldast FRANSKA ríkisflugfélagið Air France tilkynnti nýverið, að vænt- anlega yrði rekstrarhalli félagsins tvöfalt meiri í ár en á síðasta ári. Yrði hann á bilinu 7—800 milljónir franka, sem jafngildir um 1.700— 1.950 milljónum íslenzkra króna. Vegna erfiðrar stöðu fyrirtækis- ins, hefur stjórn þess ákveðið, að dreifa fyrirhuguðum kaupum Air France og endurhönnuðum Boeing 747-vélum á lengra tímabil en áð- ur var gert ráð fyrir. Pierre Graudet, forseti Air France, sagði á blaðamannafundi fyrir skömmu, að aðalástæður þessa slæma gengis félagsins væri almennur efnahagssamdráttur í heiminum, minni aukning í flutn- ingum í lofti en ráð var fyrir gert og svo vegna sívaxandi tilkostnað- ar. Fyrrgreint 7—800 milljóna franka rekstrartap er á bilinu 3—4% af heildarveltu fyrirtækis- ins, sem verður væntanlega á bil- inu 18—20 milljarðar franka, sem jafngildir 44—48,7 milljörðum ís- lenzkra króna. Pierre Graudet sagði ennfrem- ur, að ljóst væri, að engin aukning yrði í flutningum flugfélaga heimsins á næsta ári og ætti það auðvitað einnig við um Air France. „Það er því augljóst mál, að við munum stilla fjárfestingum félagsins mjög i hóf á næstu miss- erum.“ BMW: Hyggjast reisa fullkomn- ustu bílaverksmiðju heims * Utflutningur fyrirtækisins hefur aukizt um 24,4% á þessu ári VESTUR-þýzka fyrirtækið BMW, sem þekktast er fyrir framleiðslu sína á bílum, vélum og mótorhjólum, tilkynnti nýverið, að það hygðist byggja fullkomnustu bílaverksmiðju veraldar í Suður-Þýzkalandi á næstu árum, en heildarfjárfestingin væri í námunda við 1 milljarð vestur- þýzkra marka, sem jafngildir liðlega 6,7 milljörðum íslenzkra króna. Þessi ákvörðun BMW kemur kannski ekki svo mikið á óvart þegar það er haft í huga, að þeir eru eitt fárra bílaframleiðslufyr- irtækja, sem hafa sloppið alveg áfallalaust út úr þeim almenna samdrætti, sem átt hefur sér stað á markaðnum undanfarin misseri. BMW hefur haldið sínum hlut á öllum helztu mörkuðum og heldur aukið við sig. Reyndar hefur síaukinn útflutn- ingur gert það að verkum, að fyrirtækið hefur enn aukið fram- leiðslu sína á yfirstandandi ári, þrátt fyrir þá staðreynd, að um- talsverður samdráttur hefur átt sér stað á heimsmarkaði og þá ekki sízt á heimamarkaði BMW í Þýzkalandi. Á árinu 1981 jók BMW fram- leiðslu sína um liðlega 3,1% og voru alls framleiddir 351.545 bílar á því ári, en á fyrstu níu mánuðum þessa árs var aukningin frá fyrra ári í námunda við 8,9% og allt stefnir í, að sú aukning haldist út árið. Útflutningur fyrirtækisins tók mikið stökk upp á við fyrstu níu mánuðina í ár, eða um 24,4% og útflutningur er nú um 66% af heildarsölu fyrirtækisins. Hin nýja verksmiðja verður byggð í nágrenni Regensburg í Bayern, en gert er ráð fyrir, að framkvæmdir hefjist fyrir alvöru á árinu 1984 og framleiðsla verði hafin á árinu 1986. í fyrsta áfanga munu liðlega 1.700 starfsmenn vinna í hinni nýju verksmiðju, en þeim fjölgar siðan í liðlega 3.500 talsins. BMW rekur í dag fimm verk- smiðjur, þar af eina nýja bílaverk- smiðju í Suður-Þýzkalandi, þar sem hin nýja 3-lína verksmiðjunn- ar er framleidd, en hún var kynnt á dögunum. Bretland: Minnsta verðbólga síðustu 10 árin Verðbólga verður væntanlega um 5% í ársbyrjun 1983 VERÐBÓLGA í Bretlandi var um 6,3% í nóvembermánuði sl., en það er lægsta verðbólga þar í landi i meira en áratug, samkvæmt upplýsingum brezkra yfirvalda. Þetta er sjötti mán- uðurinn í röð, sem verðbólga fer minnkandi í Bretlandi. Efnahagssérfræðingar gera ráð fyrir, að verðbólga eigi enn eftir að minnka í Bretlandi á næstu 2—3 mánuðunum, þannig að spár stjórn- valda um 5% verðbólgu í upphafi Erlendar stuttfrétlir ÞÝZKA efnahagsstofnunin „Kiel Institute" spáir því, að atvinnu- leysi muni fara stöðugt vaxandi í Vestur-Þýzkalandi á næstu misserum og muni fara yfir 3 milljónir manna á árinu 1984, en það fór í fyrsta sinn yfir 2 millj- ónir manna í nóvember sl. STALPIPUVERÐ „US Steel" lækkaði á dögunum útsöluverð sitt á stálpípum um 20% til að minnka þær gríðar- legu birgðir, sem safnazt hafa upp undanfarin misseri. „Tómatkóngurinn" H.J. Heinz og olíufyrirtækið „Atlantic Richfield" hafa ákveðið að sam- einast um framleiðsiu á hinum „fullkomna“ tómat. RÚMENÍA Rúmenar gera ráð fyrir um 5% hagvexti þar í landi á næsta ári, sem er mesta aukning sem gert er ráð fyrir í nokkru landi Austur-Evrópu. FRAMLEIÐSLA Framleiðsla í Bretlandi var minni í október en hún hefur verið í 15 ár, en hún minnkaði um 0,8% í október. Hún hafði hins vegar aukizt um 0,2% í september. Framleiðsla er nú um 3,1% minni í Bretlandi en hún var fyrir ári. VOPN John Nott, varnarmálaráð- herra Bretlands, sagði fyrir skömmu, að endurnýjun vopna- búnaðar Breta vegna Falklands- eyjastríðsins myndi kosta í ná- munda við 1 milljarð pund, eða liðlega 26,8 milljarða íslenzkra króna. LAUN Meðallaun brezkra verka- manna hækkuðu um 8,75% milli ára til enda októbermánaðar sl., sem er sama hækkun milli ára og til septemberloka. NORSKUR IÐNAÐUR Ef norskur iðnaður á að ná því marki, að auka framleiðslu sína um 4% á næsta ári, verður að koma til launafrysting segja iðnrekendur. KÍNA Kínverjar gera ráð fyrir um 4% hagvexti á ári næstu fimm árin, en þeir birtu nýlega sjöttu fimm ára efnahagsáætlun sína. VIÐSKIPTAJÖFNUÐUR Karl Otto Poehl, aðalbanka- stjóri vestur-þýzka seðlabank- ans, spáir því, að viðskiptajöfn- uður Bandaríkjamanna verði neikvæður um a.m.k. 25 millj- arða dollara, en flestir banda- rískir efnahagssérfræðingar spá hins vegar 15—20 milljarða doll- ara halla. árs munu væntanlega standast nákvæmlega. Vísitala smásöluverðs hækkaði um 0,5% milli mánaðanna október og nóvember, en meðaltal hækkun- ar vísitölu smásöluverðs á síðustu sex mánuðum er ekki nema 0,36%, sem jafngildir um 4,5% verðbólgu- hraða á tímabilinu. Um 6,3% verðbólga í nóvember sl. er sú lægsta síðan í júlí ái*ið 1972, þegar hún var um 6,2%. Til samanburðar við verðbólguna í Bretlandi má geta þess, að verð- bólga í Bandaríkjunum var um 5,1% í nóvember, um 3,1% í Japan, um 4,9% í Vestur-Þýzkalandi, um 10,0% í Kanada, um 17,0% á Ítalíu, um 9,0% í löndum Efnahagsbanda- lags Evrópu, EBE, og um 7,2% í ríkjum Efnahags- og framfara- stofnunar Evrópu, OECD. Verð- bólguhraðinn á Islandi, mældur samkvæmt hækkun vísitölu fram- færslukostnaðar, var hins vegar lið- lega 90% í nóvember. VERÐBÖLGA í NÖVEMBER Bretland 6,3% Bandaríkin 5,1% Ves tur-Þýzkaland 4,9% Kanada 10,0% ítalía 17,0 % EBE 9,0% OECD 7, 2% ÍSLAND 90,0%

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.