Morgunblaðið - 29.12.1982, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.12.1982, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 1982 En öllu var lífi og starfi í þessu húsi, utan dyra og innan, stjórnað af hjónunum Önnu og séra Er- lendi, sem ávallt báru hag heimil- isfólksins fyrir brjósti, bæði til orðs og æðis. Nú að leiðarlokum eru séra Er- lendi færðar þakkir fyrir góða handleiðslu og alla vináttu. Öllum skyldmennum hans, eink- um dætrunum Jakobínu og Önnu, eru í dag sendar innilegar hlut- tekningarkveðjur frá mér og fjöl- skyldu minni. Asgeir Pétursson Séra Erlendur Þórðarson var fæddur 12. júní 1892 að Krossdal i Kelduhverfi. Foreldrar hans voru hjónin Jakobína Jóhannsdóttir og Þórður Flóventsson bóndi í Krossdal og síðar að Svartárkoti í Bárðardal. Það kom fljótt í ljós að drengurinn var skýr og námfús. Var hann settur til menntá og varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1913. cand. phil. í Kaupmannahöfn 1914 og cand. theol. frá Háskóla íslands 1917. Hann var kosinn sóknarprestur að Odda á Rangárvöllum 1918 og gegndi prestskap þar til ársins 1946. Sr. Erlendur giftist 1918 ágætis konu, Önnu Bjarnadóttur formanns í Reykjavík Gíslasonar. Var heimili þeirra í Odda alþekkt fyrir gestrisni og myndarskap sem bar gott vitni um húsmóðurina. Þau hjónin eignuðust tvær dætur, Önnu, sem býr á Akranesi og er gift Daníel Ágústínussyni fyrrver- andi bæjarstjóra, og Jakobínu, sem búsett er á Hellu og giftist Árna Jónssyni frá Vorsabæ í Landeyjum. Meðan sr. Erlendur var í Odda hlóðust á hann mörg störf sem ekki voru tengd prestsstarfinu. Hann naut al- menns trausts og þótti öllu vel borgið sem hann tók að sér. Hann var kosinn i hreppsnefnd Rang- árvallahrepps 1922—1946 og oddviti frá 1932. í yfirskattanefnd 1921—1946. Sýslunefndarmaður í Rangárvallasýslu 1932—1946. Endurskoðandi sýslusjóðs og sýsluvegasjóðs í mörg ár. Kosinn af sýslunefnd í héraðsnefnd kreppulánasjóðs og i landsdóm. Endurskoðandi Kaupfélagsins Þórs á Hellu frá stofnun þess 1935—1946. í undirbúnings- og framkvæmdanefnd héraðsskóla að Skógum. Hann var kosinn í stjórn- arnefnd sjúkraskýlis að Stór- ólfshvoli 1926—1946 og jarðeigna sýslunnar. Formaður Sjúkra- samlags Rangárvallahrepps var hann frá stofnun þess til ársins 1946. Formaður sáttanefndar frá 1918—1946.Hann gekkst fyrir stofnun einkasímafélags Hvol- Fædd 25. júní 1929 Dáin 19. desember 1982 í dag, miðvikudag, verður til moldar borin frú Kristjana Krist- jánsdóttir og fer útförin fram frá Fossvogskirkju. Kristjana var kjördóttir hjón- anna Kristjáns Jónassonar bif- reiðarstjóra og Ingibjargar Guð- mundsdóttur, sem lengst af bjuggu á Grettisgötu 32B hér í borg. Þar sleit Kristjana barns- skónum. Á uppvaxtarárum sínum var hún, eins og flest börn á þeim árum, send í sveit yfir sumarmán- uðina og var hún send að Lundum í Stafholtstungum í Borgarfirði, sem þá var talið eitt af stórbýlum landsins. Þar bjuggu þá sæmd- arhjónin Geir Guðmundsson og Þórdís Ólafsdóttir. Reyndust þau henni mjóg vel og hélst með þeim mikil vinátta alla tíð síðan. Þórdís er nú látin fyrir nokkrum árum. Árið 1948 kynntist Kristjana eftirlifandi .manni sínum, Björg- vin Eyjólfi Ágústssyni bifreiðar- stjóra frá Sauðholti í Holtahreppi, Rangárvallasýslu. Þau eignuðust saman þrjá syni. Þeir eru í þessari aldursröð: Guðbjartur Aðalsteinn hrepps og Rangárvalla 1933 og Skógræktarfélags Rangæinga. Sr. Erlendur kenndi nokkrum nem- endum undir próf við æðri skóla. Þótt sr. Erlendur hefði mikil og margvísleg störf með höndum um- fram preststörfin og nyti mikils trausts við öll þau umsvif var hann ekki síður mikils metinn í preststarfinu. Hann var ágætur og áhrifamikill ræðumaður sem flutti boðskapinn af sannfær- ingarkrafti. Kirkja var yfirleitt vel sótt hjá sr. Erlendi og þótti jafnan gott á hann að hlýða. Hann var öfgalaus, traustur, vinfastur og ráðhollur. Þegar sr. Erlendur lét af störfum hafði Sigurgeir Sig- urðsson þáverandi biskup m.a. þessi orð um sr. Erlend, „hann átti miklum vinsældum að fagna og auk þess sem hann var mikilhæfur og skyldurækinn í hinum opinberu störfum sem hann hafði með höndum, var hann einlægur og traustur vinur sem ávallt var gott að leita til með áhyggjuefni og vandamál. í ræðustól þótti hann snjall ræðumaður og flutti mál sitt skörulega og drengilega. Hann starfaði allmikið að bindindismál- um í sóknum sínum og lét sér annt um hvers konar menntun og menningu héraðsbúa". Sr. Erlend- ur kom oft að Hellu eftir að kaup- félagið var stofnað. Hann var kos- inn annar endurskoðandi þess og taldi sér skylt að fylgjast með rekstrinum og allri reiknings- færslu. Þannig gegndi hann öllum trúnaðarstörfum sem honum voru falin af mikilli samviskusemi og skyldurækni. Sr. Erlendur var ekki hjátrúarfullur. Trúarskoðan- ir hans voru fastmótaðar og byggðar á traustum grundvelli. Eigi að síður held ég að hann hafi talið óráðlegt að vera í Odda i 30 ár eða lengur. Fyrirrennari sr. Er- lendar, sr. Skúli Skúlason, hélt áfram prestskap í Odda þrátt fyrir þjóðtrúna um árin 30. Sú var trú manna að ólán mundi af leiða fyrir þann prest er sæti í Odda 30 ár eða lengur. Þjóðtrúin styrktist, og telja það margir barnalegt, þegar heimilisharmar dundu yfir fjölskyldu sr. Skúla, dauðsföll og heilsuleysi. Eftir 31 árs prestskap í Odda lét sr. Skúli af embætti og flutti til Reykjavíkur 1918. Sr. Erlendur hætti prestskap eftir að hafa gegnt embætti í Oddapresta- kalli í 28 ár. í Odda hafa jafnan verið áhrifamiklir menn í presta- stétt. Hafa þeir flestir eða allir setið Oddastað með reisn og höfð- ingsbrag. Sr. Erlendur var ekki eftirbátur þeirra presta sem verið höfðu í Odda á undan honum. Hann var mikill áhrifamaður ekki aðeins í prestakalli sínu heldur einnig í sýslunni allri og miklu víðar. Vinsældir hans urðu miklar bóndi á Sveinsstöðum, Dalasýslu, kvæntur Ernu Einarsdóttur og eiga þau fjögur börn; Ágúst bif- reiðarstjóri í Reykjavík, kvæntur Margréti Höllu Guðmundsdóttur og eiga þau tvo syni auk þess sem Ágúst átti áður einn son, Pétur Rafn; Guðmundur Ingi sem starf- ar við útkeyrslustörf í Reykjavík, kvæntur Margréti Andrésdóttur. Árið 1952 fluttjst Kristján faðir Kristjönu sem þá var orðinn vegna hjálpsemi hans og vinsemd- ar við alla, sem hann hafði sam- skipti við og einnig vegna þess hvernig hann leysti öll mál sem voru í hans umsjá og honum hafði verið trúað fyrir. Sr. Erlendar og hans ágætu konu, frú Önnu Bjarnadóttur, var saknað af öllum í Oddaprestakalli og af sýslubúum flestum þegar þau fluttu til Reykjavíkur. Þau keyptu íbúð á Kjartansgötu 5 og bjuggu þar síð- an. Frú Anna dó 1967. Sr. Erlend- ur naut aðstoðar dætra sinna og Sigríðar mágkonu sinnar eftir að kona hans féll frá. Hann var starfsmaður ríkisskattanefndar 1946 og var fulltrúi þar til ársins 1962. Þar eins og annars staðar ávann sr. Erlendur sér traust og virðingu samstarfsmanna og yfir- boðara. Árin liðu og starfsorkan dvínaði. Að því kom að hann hætti opinberum störfum, þá var tíminn notaður til lestrar, skrifta og nokkur tími fór í það sem sr. Er- lendur kallaði tómstundagaman. Hann fékk sér pensil í hönd, léreft eða pappír og málaði myndir, landslagsmyndir, hús, gamla sveitabæi og margt fleira sem hann festi auga á. Margar af myndum sr. Erlendar eru góðar, fallegar, hvort sem listgagnrýn- endur vilja samþykkja það eða ekki. Fyrir tæpu ári fór sr. Er- lendur á Elliheimilið Grund. Hafði hann fótavist til síðustu mánaða, en á haustdögum virtist vera ljóst að ekki væri langt að bíða úrslitastundar. Hann lést 21. þ.m. Aðstandendum öllum votta ég fyllstu samúð. Blessuð verði minn- ing heiðursmanns. Ingólfur Jónsson í dag kveðjum við Rangæingar sr. Erlend Þórðarson, sem lengi var prestur okkar í Odda, eða um 26 ára skeið. Ég, sem þessar línur rita, er einn af mörgum Rangæ- ingum, sem nutu þess að kynnast Erlendi í æsku. Sr. Erlendur er sennilega sá vinur foreldra minna, sem ég man fyrst eftir, en þau hófu búskap að Kumla, sem var leigujörð frá Odda, þegar ég var nýfæddur. Við bjuggum 3 ár í Kumla og eru minningar foreldra minna um nábýli við sr. Erlend og frú Önnu Bjarnadóttur, eins og hún ætíð var kölluð, okkur ljúfar og hélst vináttan við þau ætíð þótt við flyttum að Uxahrygg, sem er mun fjær Odda. Við fimm synir Guðbjargar Jónsdóttur og Sveins Böðvarsson- ar á Uxahrygg nutum allir þeirra forréttinda að sækja heimavist- arskólann að Strönd til Frímanns og Málfríðar og ganga í spurn- ekkjumaður á heimili þeirra Björgvins og Gógóar, (en Krist- jana var ávallt kölluð Gógó innan fjölskyldunnar), að Skúlagötu 62 hér í borg, bjó gamli maðurinn hjá þeim nær þar til hann andaðist árið 1968 kominn á tíræðisaldur, en síðasta misserið eða svo dvaldi hann á hjúkrunardeild elliheimil- isins Grundar. Kristjana hafði alla tíð mikið dálæti á dýrum og var dýravinur mikill, sem sést best á ví að þrátt fyrir erfið skil- yrði nú í seinni tíð í Reykjavík, hafa þau Björgvin og hún allar götur frá 1960 átt nokkrar kindur og hross sér til skemmtunar og augnayndis. Þau voru m.a. bæði félagar í Fjáreigendafélagi Reykjavíkur. Kristjana var farin að kenna sér lasleika nú í seinni tíð og var hún lögð inn í Borgarspítalann fyrir rúmum fimm vikum síðan til rannsóknar. Heilsu hennar hrak- aði svo mjög ört, þar til yfir lauk. Hún andaðist í Borgarspítalanum hinn 19. desember sl. Ég vil fyrir hönd okkar aðstand- enda þakka læknum og starfsfólki Borgarspítalans fyrir góða um- önnun og aðhlynningu í veikindum hennar. Ég bið góðan Guð að styrkja föður minn, bræður og fjölskyldur þeirra á þessari stundu. v Fari móðií 5UB i friði. . . _ Guðbjartur ingar til sr. Erlendar í Odda. Hann var einnig prófdómari við Strandaskóla öll árin sem ég var þar. Á Strönd var öflugt æsku- lýðsstarf miðað við hvað þá tíð- kaðist. Sr. Erlendur og frú Anna studdu það mjög vel á ýmsan hátt. Frú Anna lék prýðilega á píanó og hafði fagra söngrödd, voru þau hjónin bæði mjög áhugasöm og störfuðu mjög vel að bindindis- málum og studdu okkur ungl- ingana til heilbrigðs skemmtana- halds. Því þótt sr. Erlendur væri mikill alvörumaður þá var hann boðberi gleðinnar og átti gott með að koma öllum í gott skap og beindi hugum okkar gjarnan inn á jákvæðar brautir. Ég minnist margra kirkjuferða að Odda frá Uxahrygg. I dag þætti sennilegá ekki fýsilegt að fara sunnan af Bakkabæjum að vetrar- lagi yfir Þverá og Rangá, þar sem þær koma saman við Ármót, ró- andi flatbytnu milli ísskara, en á þeim árum, sem sr. Erlendur þjón- aði í Odda, 1918 til 1946, rann gjarnan drjúgur hluti af Markar- fljóti í Þverá, sem þá gat orðið að skaðræðisfljóti. Þegar yfir ána var komið var drjúgur gangur af Tanganum að Odda. Eitt sinn skeði það í kirkjuferð að Fillippus Vilhjálmsson í Vestra Fróð- holti, sem erfitt átti orðið með gang, var með Jarp sinn með sér yfir ána á prammanum, en á heimferðinni þegar kom að skör- inni og Fillippus og Jarpur stigu frá borði, brotnaði ísinn, en nægi- lega stór jaki úr ísröndinni bar mann og hest og flaut niður krap- aðan álinn með báða tvo, en svo vildi vel til að jakann rak í vík í ísnum að sunnanverðu og undir ís- inn, en jafn skjótt stigu þeir Fill- ippus og Jarpur upp á skörina, sem þar hélt báðum og þeir náðu heilu og höldnu heim, en sam- ferðamenn, sem stóðu agndofa við bátinn, þóttust hafa báða úr helju heimt. Ég tel að þessi frásögn gefi hugmynd um að fólk var reiðubúið að leggja nokkuð á sig til þess að komast til kirkju og hlusta á sr. Erlend predika og frú önnu leiða sönginn. Að sumarlagi var leiðin greiðari og skemmtilegri á hestum eftir góðum reiðgötum á Þverár- og Rangárbökkum. Farið var á vaði yfir Þverá hjá Fróðholti og yfir Rangá hjá Móeyðarhvoli, en þaðan var riðið eftir djúpum og senni- lega mörg hundruð ára gömlum reiðgötum að Odda norðan við Oddhól. Heim túnið að Odda voru svo djúpar traðir með myndarleg- um gamalgrónum görðum beggja vegna traðanna, sem komu mér þannig fyrir sjónir að þær hefðu verið þar frá öndverðu. Ekki er ósennilegt að þessir götutroðn- Kveðjuorð: Hann Sigurður Hallbjörnsson vörslumaður, er farinn. Það er mikill missir að þessi öðlingsmað- ur skyldi kveðja okkur svona óvænt og snögglega og allt of fljótt að okkur finnst. Ég kynntist Sigga Hall eins og við kölluðum hann fyrir nokkrum árum, í gegnum dýrin. hann kom iðulega í kaffi til okkar á Dýra- spítalanum. Það var alltaf eitt- hvað notalegt við þessar heim- sóknir hans. Frá honum geislaði hlýja og vinátta til manna og málleysingja. Á meðan hann sat og spjallaði við okkur mátti sjá hvar hundarnir hans sátu eins og myndastyttur í brekkunni hér við spítalann, mændu á dyrnar fullir eftirvæntingar á svipinn. Sann- færð er ég um það að Siggi hefur fengið vináttu dýra í vöggugjöf. Það var með ólíkindum hve dýr hændust að þessum manni. — Én því miður fáum við ekki lengur að njóta návistar Sigga. Syni hans, systur„og öðrum ætt- ingjum votta ég einlæga samúð. — 29 ingar og traðirnar heim túnið hafi verið riðnar allt frá dögum Jóns Loftssonar eða jafnvel frá dögum Sæmundar fróða. Því miður hafa nú þessar traðir verið sléttaðar út í túnið. I ræðum sínum var sr. Erlendi sérlega lagið að flétta inn lifandi dæmisögum úr lífinu, sem meitl- uðust inn í huga okkar ungmenn- anna, sem til hans sóttum kirkju. Ég mun ætíð minnast þess hversu gott var að koma á heimili þeirra hjóna í Odda, sem ætíð stóð opið kirkjugestum. Heimili þeirra bar fagran vott um smekkvísi og næmt fegurðarskyn, sem þau hjón voru bæði gædd. Eins og fyrr er vikið að, unni frú Anna Bjarna- dóttir hljómlist, sr. Erlendur var einnig gæddur góðum listahæfi„- leikum, ágætur málari og góður smiður, sem best mátti sjá á einkar fallegum húsgögnum í Odda, sem hann smíðaði sjálfur. Þau hjónin eignuðust tvær dætur. Anna er gift Daníel Ágústínussyni fyrrv. bæjarstjóra á Akranesi og Jakobína er gift Árna Jónssyni, Hellu á Rangárvöllum. Sr. Erlendur tók lengi þátt í fé- lagsmálum á Rangárvöllum, var löngum í sýslunefnd og hrepps- nefnd, hann bar skólamá! mjög fyrir brjósti og fékk margur ungur maðurinn gott veganesti hjá hon- um í Odda, en þar var lengst af athvarf áhugasamra ungmenna er brutust til mennta oft af litlum efnum. Bætta verslunarhætti bar sr. Erlendur fyrir brjósti og var hann lengi endurskoðandi Kaupfé- lagsins Þórs á Hellu. Eftir 28 ára prestsskap í Odda fluttust þau hjónin til Reykjavík- ur og starfaði sr. Erlendur um nokkurt skeið í menntamálaráðu- neytinu. Sr. Erlendur gerði marga fal- lega myndina á seinni árum og stytti það honum ótvírætt oft stundina, ekki síst eftir að hann missti sína elskulegu konu. Við Rangvellingar eigum fagra minn- ingu um þau Odda-hjónin sr. Er- lend Þórðarson og frú Önnu Bjarnadóttur. Þá minningu mun- um við geyma í hugum okkar, þeirri minningu fær hvorki mölur né ryð grandað. Deyr fé deyja frændur, en orð- stír deyr eigi, þeim sér góðan get- ur. Ég veit að okkar góði vinur, Valmennið hreina, á bjarta heim- von og hann mun uppskera svo sem hann sáði. Ég votta dætrum sr. Erlendar og öllum aðstandendum samúð og virðingu mína og fjölskyldu minn- ar á kveðjustund. Blessuð sé minning sr. Erlendar Þórðarsonar. Jón Þ. Sveinsson Þeirra missir er mestur. Okkar missir er líka mikill við fráfall SiHKa- , Sigfríð Þórisdóttir Kristjana Kristjáns- dóttir — Minningarorð Sigurður Hallbjörns- son vörslumaður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.