Morgunblaðið - 29.12.1982, Side 28

Morgunblaðið - 29.12.1982, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 1982 Sr. Erlendur Þórðarson í Odda — Minning Fæddur 12. júní 1892 Dáinn 21. desember 1982 Lokið er langri og gifturíkri starfsævi. Séra Erlendur Þórðar- son, fyrrum prestur í Odda á Rangárvöllum, verður í dag lagður til hinstu hvíldar á þessu forna höfðingjasetri þar sem hann vann meðan starfsþrek hans var mest. Að séra Erlendi stóðu sterkir norðlenskir stofnar sem ég kann hvorki að nefna né rekja. Nokkur atriði skulu þó nefnd til að reyna að varpa ljósi á jarðveginn sem hann var sprottinn úr. Hann hét fullu nafni Erlendur Karl og fæddist að Krossdal í Kelduhverfi 12. júni 1892. Foreldr- ar hans voru Jakobína Jóhanns- dóttir (f. 1849, d. 1942) og Þórður Flóventsson (f. 1850, d. 1935). Þetta var síðara hjónaband þeirra beggja. Jakobína hafði búið með fyrri manni sínum, Birni Þórar- inssyni, í Þórunnarseli. Þau áttu eina dóttur, Sigríði, sem var fædd í nóvember 1881 (d. 1959) og því á fyrsta ári harðindaveturinn mikla. Björn dó þegar telpan var ársgömul. Fyrri kona Þórðar, Jó- hanna Jóhannesdóttir frá Ærlæk, hafði dáið af barnsförum 1881 eft- ir eins árs hjónaband. Það barn lifði ekki. (í Isl. æviskrám V, 93, hafa slæðst inn nokkrar villur um þetta fólk.) Þórður fór ráðsmaður til ekkj- unnar. Þau giftust 1885 og eignuð- ust fjögur börn. Þeirra elst var Björg (f. 1886, d. 1968). Hún giftist Sigurði Jónssyni frá Ekru á Rang- árvöllum, og áttu þau alla tíð heimili í Reykjavík. Þá var Snæ- björn (f. 1888, d. 1956), kvæntur Guðrúnu Árnadóttur frá Hörgsdal í Skútustaðahreppi. Þau tóku við búi í Svartárkoti 1918 þegar Þórð- ur og Jakobína hættu búskap. Þriðja barn Jakobínu og Þórðar var Hólmfríður (f. 1890, d. 1980), kona Jónasar Helgasonar á Grænavatni. Yngstur var Erlend- ur. Þau Þórður og Jakobína fluttust í Svartárkot 1902 með börn sín, en Sigríður Björnsdóttir fór þá frá þeim í vinnumennsku. Þarna ólst Erlendur upp, á afdalabæ sem raunar var ekki neitt kot, heldur mun það hafa verið mikil og góð sauðjörð þótt uppblástur hafi ver- ið mikill. Til næsta bæjar (Víði- kers í Bárðardal) var fullur klukkustundar gangur (um 6 km), og inn af heimahögunum tekur svo við Ódáðahraun. Ef vel tekst til, mótar slíkt umhverfi góðan efnivið til sjálfsbjargar og mikils manndóms. Svo tókst og til um þau Svartárkotssystkinin öll. Það var ekki alsiða á þessum árum að börn búandkarla, jafnvel þótt í fremstu röð væru, „gengju menntaveginn" eins og sagt er, en með Þingeyingum var þá alda- mótavor í lofti. Þórður Flóvents- son dó aldrei ráðalaus og þá ekki heldur þegar hugur barnanna stóð til skólagöngu. Þau munu öll hafa gengið í skóla, og Erlendur hélt til Reykjavíkur í Hinn almenna Birting afmœlis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á þvi, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á i miðviku- dagsblaði, að berast í siðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu linubili. menntaskóla, eins og eini mennta- skóli landsins hét þá. Venjulega fór hann ríðandi að heiman til Reykjavíkur á haustin og seldi síð- an hrossið þegar kom til Reykja- víkur. Ferðin mun hafa tekið um viku, stundum meira, vestur um Norðurland og suður um Borgar- fjörð, að sjálfsögðu í fylgd með fleira fólki. Þetta var venjulegur ferðaháttur þessara tíma. Að loknum skóla á vorin var svo farið með skipi norður. Vitanlega kom ekki til greina „að skreppa heirn" í jólaleyfinu, en póstur flutti bréf á milli. Úr Reykjavíkurskóla lauk Er- lendur svo stúdentsprófi í júní 1913. Við hinn nýstofnaða Háskóla Islands var engin kennsla í verk- legum greinum, en til þeirra mun hugur nýstúdentsins frá Svartár- koti hafa staöið. Hann hélt því utan til verkfræðináms í Hafnar- háskóla. Þetta var þó ekki talið skynsamlegt nám því að Jón Þor- láksson var þá búinn að vera landsverkfræðingur í sjö-átta ár og Sigurður Thoroddsen þar að auki starfandi verkfræðingur í Reykjavík. Ekki þótti þurfa fleiri manna í þá stétt, og enn síður var talin þörf á meiri kunnáttu inn- anlands í húsagerðarlist, en til þess mun hugur Erlendar hafa staðið öðru fremur. Þetta ásamt féleysi mun hafa orðið til þess að Erlendur hætti námi í Kaupmannahöfn eftir einn vetur, hafði lokið cand. phil. prófi þar 1914. Hann settist svo um haustið í guðfræðisdeild Háskóla íslands (eins og hún hét þá) og lauk þar námi á þremur árum, brautskráðist 14. júní 1917 með fyrstu einkunn, 127 stigum. Ævistarfið var ráðið. Veturinn eftir prófið var hann þrjá mánuði aðstoðarmaður séra Helga Hjálmarssonar á Grenjað- arstað, og sótti vorið 1918 um Oddaprestakall á Rangárvöllum, gamalt höfðingjasetur og gott brauð. Þar var séra Skúli Skúla- son prófastur að hætta eftir rúm- lega þrjátíu ára þjónustu. Ekki gerði hann ráð fyrir að ná kosn- ingu því að þrír aðrir að minnsta kosti sóttu, meðal annarra Ás- mundur Guðmundsson og Magnús Jónsson, sem báðir urðu síðar pró- fessorar við Háskóla Islands. Þriðji umsækjandinn var Tryggvi Kvaran, síðar prestur á Mælifelli. Hann átti vísan stuðning sterkra forystumanna í prestakallinu. Magnús og Ásmundur drógu sínar umsóknir til baka, og hörð kosn- ingabarátta var háð milli stuðn- ingsmanna Erlendar og Tryggva. Henni lyktaði með því að Erlend- ur var kosinn og fékk veitingu fyrir brauðinu 28. maí. Hann var vígður 2. júní og fluttist að Odda í fardögum. Eftir að hann var kom- inn í prestakallið, færði helsti for- ingi andstæðinganna, Grímur hreppstjóri í Kirkjubæ, honum að gjöf góða gripi til að sýna að ekki skyldi hann gjalda þess hjá sér að hafa sigrað. Slíkan höfðingsskap og drenglyndi kunni Erlendur vel að meta. Þetta munu hafa verið silfurbúin svipa og tóbaksdósir úr silfri. Með nýja prestinum kom brúður hans ung, Anna Bjarnadóttir úr Reykjavík (f. 1899, d. 1967). Þau gengu í hjónaband 6. júlí þá um sumarið. Á heimilið komu einnig foreldrar Erlendar og Björg systir hans. Það var ekki ónýtt ungum prestshjónum að hafa þau til hjálpar fyrstu árin. Sauðfé var rekið suður Sprengisand, einnig hrossin. Björg rak hrossin með fleirum. Árið eftir kom Sigríður systir Önnu að Odda barn að aldri og var þar sín uppvaxtarár. Þar ólst einnig upp Gunnar Pétursson fyrrum loftskeytamaður. Mun oft hafa ríkt gleði og kátína við leik og störf á prestssetrinu og hús- bændurnir hafa kunnað því vel, því að þar ríkti viðmótshlýja og léttleiki í framkomu. Prestshjónunum búnaðist vel í Odda. Gömlu hjónin voru hjá þeim til æviloka, nema hvað Þórður var að staðaldri í Reykjavík á vetrum, m.a. við skýrslugerðir um fisk- ræktartilraunir sínar. Þau Anna og Erlendur eignuðust tvær dæt- ur. Anna er gift Daníel Ágústín- ussyni á Akranesi og einga þau tvö börn og sex barnabörn þegar þetta er ritað. Jakobína var gift Árna Jónssyni og býr á Hellu. Þau eiga tvo syni og sex barnabörn. Prestsstarf í sveit var (og er ef- laust enn) fjölþætt. Auk venju- legra heimilisstarfa þarf að sinna fjölda fólks sem kemur í margvís- legustu erindum, bæði á sorgar- og gleðistundum. Þessu starfi gegndu þau Oddahjón með óvenju- legri reisn. Þetta kom ekki síst fram eftir að margvísleg félags- málastörf hlóðust á prestinn sem varð fljótlega eftir komu hans. Meðal annars sat hann í hrepps- nefnd frá 1922, en annars skulu slík störf hans ekki rakin hér; til þess eru aðrir færari en ég. Aðeins skal þess minnst að hann stóð með öðrum fyrir því að reistur var barnaskóli á Strönd á Rangárvöll- um, einn fyrsti heimavistarbarna- skóli í sveit hérlendis. Ekki voru allir hreppsbúar sáttir við þá framkvæmd, farkennslan hafði dugað til þessa og hlaut að geta það áfram, en klerkur hafði sitt fram með lagi þótt hart væri í ári og kreppa í landi. Árið 1946 hætti séra Erlendur prestsskap og fluttust þau hjón þá til Reykjavíkur þar sem þau keyptu sér íbúð á Kjartansgötu 5 í sambýli við Sigríði systur Önnu og Jón Magnússon mann hennar. Þarna áttu þau heima til æviloka. Erlendur tók að sér störf hjá rík- isskattanefnd og vann hjá henni til ársloka 1962. Eftir að Anna andaðist 1967 var Erlendur einn í íbúð sinni. Þetta var mikil breyting á lífi hans, og hann hafði oft orð á því hve Anna hefði verið sér góð kona. Það birti yfir andliti hans þegar hann minntist á hana. Þegar tók að halla undan fæti, átti hann marga góða að, og mun ekki á neinn hall- að þótt þar sé sérstaklega getið Sigríðar mágkonu hans. Eftir að Erlendur var orðinn einn, var það löngum iðja hans að mála. Það hafði hann iðkað sér til hvíldar áratugum saman og hafði af því mikið yndi, og málarapensli beitti hann lengi eftir að fingur hans voru orðnir svo stirðir að hann átti erfitt með að skrifa nafnið sitt. Og fram á síðasta ævi- ár teiknaði hann blómamyndir sér og öðrum til ánægju. Auga hans fyrir línum og litum entist lengur en hendurnar. Meðan hann hélt heilsu vildi hann helst vera heima hjá sér í Reykjavík og ljúka þeim verkum sem hann var byrjaður á eða vildi taka sér fyrir hendur. Þó hann færi í heimsókn til dætra sinna á Hellu eða Akranesi fannst honum hann hvergi eiga heima nema á Kjartansgötunni þar sem þau Anna höfðu síðast átt heimili. Hann var ótrauður til ferðalaga meðan hann hélt heilsu, og hann hélt upp á áttræðisafmælið með því að heimsækja Ásbyrgi og bernskuslóðir sínar í Krossdal; var þar í blíðskaparveðri á afmæl- isdaginn. Síðustu ferðina norður fór hann í jarðarför Hólmfríðar systur sinnar 1980. Það var heldur ekki heiglum hent að vera prestur í Odda meðan samgöngur voru eins og tíðkaðist fram undir okkar daga og sinna þurfti tveimur ann- exíum. Þó eru ekki fjallvegir til farartálma í Oddaprestakalli, en til annarrar annexíunnar, að Keldum, var löng leið og villu- gjörn um sanda, sandbylur stund- um svo þykkur að dimmdi yfir í heiðskíru veðri þótt sól væri hátt á lofti. Hin annexían er á Stór- ólfshvoli. Auk þessa gegndi séra Erlendur Akureyjarsókn í Land- eyjum um tíma 1919 og Hábæjar- sókn í Þykkvabæ 1920—21. í báðar þær sóknir varð að fara yfir stór- vötn, að sjálfsögðu óbrúuð. En glíman við Elli kerlingu fær ávallt einn endi, og fæturnir bil- uðu Erlend. Honum var orðið verulega stirt um gang fyrir tveimur árum eða svo. Sumarið 1981 fór hann upp á Akranes til dóttur sinnar og var þar nokkra mánuði. Síðan mátti heita að hann kæmi varla nema sem gestur heim á Kjartansgötuna og í byrjun mars sl. fékk hann að eigin ósk inni á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund og varð alls hugar feginn. Þar dvaldist hann uns yfir lauk og hann fékk hægt andlát aðfaranótt 21. des. sl. Honum var ríkt í huga þakklæti við starfsfólk á hjúkrun- ardeild Grundar fyrir umhyggju, en þreyttur var hann orðinn á þrekleysinu um það er lauk, enda hélt hann ráði og rænu fram á síðasta dag. Og á níræðisafmælinu 12. júní sl. fagnaði hann vanda- mönnum og vinum hinn hressasti í samsæti á Grund. Um séra Erlend hefur verið sagt að hann hafi flutt með sér norð- lenskan menningarblæ suður á Rangárvelli. Þessi blær fylgdi honum hvar sem hann kom. Því var hann alls staðar aufúsugestur, í kotbæ eða á stórbýli, í ræðustól eða á önnur mannamót. Kennslu- hæfileika hafði hann mikla þótt kennsla væri ekki meginþáttur í starfi hans. Samt voru ýmsir lengri eða skemmri tíma í Odda og lærðu undir skóla hjá honum að einhverju eða öllu leyti. Og þá er eftir að kveðja. Frá mér er kveðjan bundin sérstakri þökk til þessara hjóna, en sú þökk verður ekki tjáð í orðum. Þau tóku mig endurgjaldslaust á heimili sitt veturinn eftir að ég fermdist og þar naut ég úrvals kennslu prestsins. Hefðu ekki komið til hans áhrif, er vafamál að ég hefði lagt út í það langskólanám sem ég gerði. Hann fann ráð þar sem aðr- ir sáu engin. Um það þarf ekki fleira að segja. Árni Böðvarsson Hinn 21. þessa mánaðar lézt í Reykjavík séra Erlendur Þórðar- son, áður prestur í Odda á Rang- árvöllum, níræður að aldri. Fæddur var hann í Krossdal í Kelduhverfi, hinn 12. júní 1892. Faðir hans var Þórður Flóvents- son, lengi bóndi í Svartárkoti í Bárðardal og landskunnur maður m.a. fyrir áhuga á silungsklaki. Fór hann víða um land og hjálpaði bændum að hefja silungsrækt í vötnum, þar sem áður var aldeyða eða þá fiskistofn, sem ekki gaf nytjar. Var þetta brautryðjanda- starf og að mestu kostað af Þórði sjálfum, því til þessa starfs fékk hann einungis rýran styrk af opinberu fé, enda var þá lítill skilningur á þessu framtaki. Nú er mönnum að verða ljóst að ár og vötn landsins eiga ekki aðeins eft- ir að verða búdrýgindi fyrir sum sveitaheimili, heldur ný og öflug atvinnugrein fyrir þjóðarbúskap- inn. Móðir séra Erlendar var Jakob- ína Jóhannesdóttir bónda í Reist- ará, Pálssonar hreppstjóra í Við- vík í Skagafirði. Þau foreldrar séra Erlendar fluttu með honum að Odda á árinu 1918, er Erlendur tók við staðnum í fardögum það ár. Ekki kynntist ég Þórði því hann dó um sumarmá! 1935 en ég kom fyrsta sinn í Odda þá um haustið. Hinsvegar átti ég eftir að kynnast Jakobínu mæta vel. Hún var þá orðin 86 ára, vel ern og stálminn- ug. Eins og fyrr greinir kom séra Erlendur að Odda um sumarmál árið 1918. Þá var afstaðinn mesti frostavetur þessarar aldar og trú- lega hafa örðugleikar við að hefja búskap verið miklir. Við það bætt- ist að Katla gaus að hausti þessa sama árs og spjó ösku um lendur bænda á Suðurlandi. Átti Erlendur í þessu efni svip- uðu að mæta og einn fyrirrennari hans, séra Matthías Jochumsson, sem kom í Odda vorið 1881 eftir gaddaveturinn mikla, sem fjárfell- irinn geigvænlegi fylgdi. En sú var þó gæfa Erlendar að hann þurfti ekki að mæta slíku sem sandfell- ishretinu mikla, sem stóð samfellt í tíu daga vorið 1882, með heiftar- frosti og stundum snjóbyl. Þótt sandbyljir herjuðu að marki enn á Rangárvelli um þær mundir sem séra Erlendur byrjaði búskap í Odda, fór þó í hönd mildara tíð- arfar í landinu, auk þess sem veikburða gerðir mannanna hófu að græða upp sandana og hefta þannig uppblásturinn. Mjög hvatti séra Erlendur til slíks starfs og varð sjálfur sannur uppgræðslu- maður, m.a. í stjórn Skógræktar- félags Rangárvallasýslu. Þetta ræktunarstarf var honum hug- sjónamál, kannski líkt og fiski- ræktin hafði gagntekið hug föður hans. En þótt prestar þeirrar tíðar væru vissulega bændur og jarð- ræktarmenn, var það þó aðalhlut- verk þeirra að rækta mannssálina og bera sannleikanum vitni. í því efni gekk séra Erlendur vel fram. Hófsamlega og drengilega og allt- af af skynsamlegu frjálslyndi. Hann gerði gott úr öllu því sem hann mátti. Honum var gefið ró- lyndi og jafnvægi og urðu þessir eðliskostir honum að miklu liði, er hann sætti menn og jafnaði deilur. En hann var líka frábær kenn- ari og nutu mörg ungmenni góðs af því. Glaðlegur og stundum kím- inn útskýrði hann óárennilegar málfræðireglur eða reiknings- formúlur svo að þær nálguðust að verða bráðskemmtilegar. Það eru örugg sannmæli, að, eins og sókn- arbörnin, bera nemendur hans til hans hlýjan þakkarhug ævilangt. En séra Erlendur bjó ekki einn í Odda. Sumarið 1918 giftist hann Önnu Bjarnadóttur, skipstjóra í Reykjavík, Gíslasonar. Hún náði fljótt tökum á fjölbreyttu starfi húsfreyjunnar á prestsetrinu. Ekki var hún síður glaðvær og góðviljuð en húsbóndinn og er það mál þeirra manna, sem bezt þekktu til, að mjög var jafnræði á með þeim hjónum og var hlutur frúarinnar í því að skapa þann menningarbrag, sem ríkti í Odda, ekki minnstur. Eg minntist hér að framan á móður séra Erlendar, Jakobínu Jóhannesdóttur. Rúmlega hálfní- ræð sagði hún okkur unglingunum ýmislegt úr lífi þjóðarinnar á lið- inni tíð. Einkum eru mér minn- isstæðar frásagnir úr móðuharð- indum, sem hún hafði eftir ömmu sinni. Þjóðsögur kunni hún marg- ar og vel og sagði frá af mikilli list. Frásagnarhæfileikinn hefur legið í ættinni. Þau voru systkina- börn Jón Sveinsson (Nonni) og Jakobína. Þetta voru stórar stund- ir hjá okkur Jakobínu Erlends- dóttur að hlýða á. Fyrir dreng á fermingaraldri var það ómetanleg reynsla að fá að kynnast þessu heimili. Fornum háttum var í ýmsu við haldið, tó- vinnu, rökkurhvíld, húslestrum og mörgu öðru úr arfi íslendinga. Ég minnist þess að þegar búið var að kveikja á olíulömpunum var á föstunni lesinn húslestur. Fyrst hugvekja og síðan passíusálmur. Allir heimilismenn komu saman í baðstofunni á vesturlofti hússins. Oftast las Helga Runólfsdóttir, sem var aðstoðarkona húsfreyj- unnar. Hún var ættuð frá Berg- vaði. Greindarkona og hagmælt. Minnist ég þess að mér þótti það undur og stórmerki að hún hafði verið skorin upp sjö sinnum við sullaveiki. Ekki varð sá sjúkdóm- ur þó banamein hennar. Ráðsmað- ur í Odda var um þessar mundir Haraldur Magnússon. Dvaldi hann lengi í Odda, enda þótti eft- irsóknarvert að ráðast til starfa þangað, svo sem nærri má geta.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.