Morgunblaðið - 29.12.1982, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 29.12.1982, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 1982 13 Þessi mynd var tekin í einni af mörgum safariferðum um þjóðgarða Kenya. Talið frá vinstri: Kristín Aðalsteinsdóttir fararstjóri, Guðrún Nielsen, hjónin Írís Jóhannesdóttir og Sigurjón Helgason útgerðar- maður, bílstjórinn Ali og Áslaug Kjartansson. Ólafur Árnason og fleira ferðafólk í bátsferð út á Indlandshafi. Myndin er tekin á 76. afmælisdegi Ólafs. Ólafur Árnason orti eftirfarandi vísu um ferðalagið: Ferðin öll var lífsins leiðsla, lenjíi varandi. Fararstjórn ojf fyrirgreiðsla framúrskarandi. að þeir hafi kastað spjótum að bíl- um. Þeir leyfa ekki að teknar séu af þeim myndir nema gegn gjaldi. Ef einhver dirfist að mynda þá í leyfisleysi, getur hann átt von á því versta. Þessir Masaimenn eru hálfgerð- ir hirðingjar, þeir flakka um með hjarðir sínar og hafa yfirleitt sjaldan búsetu lengi á sama stað. En þeir gera sér þorp samt sem áður, sem er þyrping u.þ.b. 10 kofa úr trjágreinum og mykju, og um- hverfis þessa kofaþyrpingu gera þeir girðingu. Við „keyptum okkur inn“ í slíkt þorp til að skoða og taka myndir. En næsti áfangastaður okkar var Taita-Hills í Tsavo-þjóðgarð- inum, sem er miðja vegu milli Amboseli og strandarinnar. Þar gistum við eina nótt. Á þessu ferðalagi okkar höfðum við farið í fjölda safari-ferða, þar sem við sáum öll möguleg villt dýr. En nú var komið að því að við héldum til Mombasa á austurströndinni. Þar höfðum við siðan aðsetur í 12 næt- ur á mjög glæsilegu nýju hóteli. Frá Mombasa var farið í kynnis- ferðir um strandlengjuna vítt og breitt. Við fórum í skógarferðir, bátsferðir til að skoða friðuð kór- alrif, og nokkrir flugu til Lamu, sem er 12000 manna þorp, talsvert norðar á strandlengjunni. Þar hafa arabar dvalist mikið og blandast innfæddum. Það var stór- furðulegt að koma þangað. Það var eins og að koma aftur í miðaldir í Evrópu; tíminn virðist hafa staðið í stað þarna. Það var varla nokkuð sem minnti á nútímann, t.d. sást ekki einn einasti bíll. í einni skógarferða okkar kom- umst við inn í híbýli Dingo- þjóðflokksins. Þau minntu mann einna helst á gamlan íslenskan torfbæ með stráþaki. Og við feng- um smá nasasjón af trúarbrögðum innfæddra. Þarna er Múhameðstrú og kristin trú ríkjandi, en í raun og veru trúir fólk enn á stokka og steina. T.d. komum við eitt sinn inn í hús þar sem var „altari"; glerflaska hafði verið grafin hálf í jörðu og hafði verið roðið á hana blóði fyrir nokkru, sennilega úr hana, sem hefur verið fórnað. Þetta gefur manni vissa innsýn í hina fornu siði okkar íslendinga! Nú, nú, við dvöldum sem sagt á ströndinni í 12 daga í góðu yfirlæti á frábæru hóteli. Heim fórum við svo sömu leið, flugum frá Momb- asa til Nairobi og þaðan til London og heim.“ En hvað segja ferðalangarnir um Kenýá og ferðalagið? Mbl. hafði samband við þrjá Kenýafara og fékk álit þeirra. Fyrst er það Áslaug Kjartansson, en hún og maður hennar Björn Björnsson, eru meðal þeirra sem hafa farið í allar heimsreisur Útsýnar. Mennirnir í búri, dýrin ganga laus Þetta var draumur. Ég trúi því varla ennþá að þetta hafi gerst í raun og veru. Hvílíkt land! Hvílíkt fólk! Við hjónin höfum farið í allar heimsreisur Útsýnar, en þessi Kenyaför slær allt út sem við höf- um upplifað. Hin dásamlega feg- urð landsins, glaðlegt og vinsam- legt viðmót fólksins, risastór dýr hérumbil í seilingarfjarlægð, und- arlegir þjóðflokkar, veðrið, strönd- in, fjöllin. Ég á ekki orð. Maður gekk um í leiðslu. Og skipulag ferðarinnar var eins og best verður á kosið. það gekk allt snurðulaust og eftir áætlun, raunar langt fram úr björtustu vonum. En það sem mér fannst einna skemmtilegast var að horfa á villt dýrin í náttúrunni. Maður hefur séð sum þessara dýra í dýragörð- um, en þar eru þau í búri. í Kenýa eru mennirnir í búri, en dýrin ganga laus! I safarileiðangrinum var keyrt í litlurn rútum eins nærri dýrunum og þorandi var, og þar stóðum við eins og í búri og fylgd- umst með háttalagi dýranna. Mér fannst líka virkilega gaman að hitta Masaimennina. Þetta er hraustlegt og fallegt fólk, sem lifir á blöndu af geitamjólk og blóði úr nautgripum. Það hlýtur að vera mjög holl fæða, því þetta er spengilegt fólk án þess að það sjá- ist á því fita. Annars er fólkið í Kenýa með afbrigðum vingjarn- legt. Það er alltaf verið að kasta á mann kveðju: „Jambo habari," segja menn, en það þýðir „Halló, hvernig hefurðu það?“ Og þá svar- ar maður á móti: „Muzuri asante," sem þýðir „Ágætt, takk fyrir". Þessi söngur heyrist út um allt, allan liðlangan daginn. Það kom mér lika á óvart hvað fólkið er menntað. T.d. tala margir ensku, jafnvel yngra fólkið. Hins vegar er talsverð fátækt þarna líka. Það fannst mér eiginlega það eina sem setti svartan blett á þessa ferð, að horfa upp á þetta hyldýpi sem er á milli ríkra og fátækra í þessu landi." Sjón er sögu ríkari Sigurjón Helgason, útgerðar- maður í Stykkishólmi, hafði þetta um ferðina að segja: „Þetta var rosalegt upplifelsi. Ég hafði gert mér allt aðrar hug- myndir um landið áður en ég fór. Maður hélt að fólkið lifði hálföm- urlegu lífi, byggi nánast við sult og seyru. En svo er alls ekki. Þetta er upp til hópa hraustlegt, ánægt og elskulegt fólk. Að vísu hafa margir þarna litla peninga á milli hand- anna. Það eru t.d. aðeins 750 þús- und manns á föstum launum. Það er ekki stórt hlutfall af 17 milljóna þjóð. En landið er bara svo gjöfult að það líða fáir skort. Ég hef oft hugsað um það síðan ég kom heim, hvílíkur reginmunur er á lífsstíl þessa fólks og okkar íslendinga. í Kenýa virðist fólkið hafa svo lítið fyrir lífinu. Það er hamingjusamt, nægjusamt og tek- ur lífinu létt. Hérna heima strita allir myrkranna á milli og hafa aldrei tíma til að lifa lífinu. Til hvers er maður að þessu fjandans basli alla tíð! Mér er skapi næst að sigla einum dallinum mínum þang- að niðureftir og setjast þarna að! Já, landið er sannarlega miklu lífvænlegra en ég átti von á. Jomo Kenýatta hefur verið býsna snið- ugur á sínum tíma að sleppa ekki Bretum úr landi fyrr en þeir inn- fæddu höfðu bolmagn til að taka við atvinnulífinu. Ég veit að þetta er allt öðruvísi í Nígeríu. Hvers vegna ég fór í ferðina? Ætli það hafi ekki verið ævintýra- þrá eða forvitni. Löngun til að sjá þessa dýrð með eigin augum. Og það get ég sagt með sanni, að sjón er sögu ríkari. Þetta land er para- dís á jörðu. Það er ekki hægt að lýsa landinu með orðum, maður verður að fara og sjá það sjálfur til að trúa að slík fegurð sé til. Og ég sé svo sannarlega ekki eftir þeim tíma og peningum sem í ferðina fór. Ingólfur Guðbrandsson og hans starfsfólk eiga heiður skilið fyrir að opna Islendingum þessa leið og fyrir frábæra skipulagn- ingu á þessari ferð.“ AIIs ekki erfitt ferðalag Þriðji ferðalangurinn sem Mbl. hafði samband við er Ólafur Árna- son, starfsmaður hjá Almennum tryggingum. Ólafur er 76 ára gam- all og næstelstur í Kenyahópnum. „Nei, þetta var alls ekki erfitt ferðalag. það kom okkur öllum á óvart hvað þetta reyndi lítið á okkur. Áður en við fórum hélt Ing- ólfur og fleira Útsýnarfólk með okkur fund. Ingólfur gerði okkur grein fyrir því, að þetta gæti orðið erfitt á meðan við værum að kom- ast niður á strönd, þ.e.a.s. safari- ferðirnar og ferðalagið frá Nairobi til Mombasa. En maður fann varlá fyrir þreytu vegna þess að það var alltaf eitthvað nýtt og spennandi að sjá. Auk þess voru allir þeir gististaðir sem við gistum á fyrsta flokks. Og sjálfur þoli ég vel hita og hef aldrei á ævinni verið bitinn af pöddu. Það er svo margt minnisstætt að það er varla hægt að velja úr. Þó fannst mér sérstaklega gaman að skoða kóraleyjarnar á Indlands- hafinu. Og það var upplifun að sjá dýrin. Við sáum fílahjarðir, ljón, nashyrninga, flóðhesta, alls konar antilópuhjarðir, strúta og fleira og fleira. Oft komumst við mjög nærri dýrunum, t.d. keyrðu nokkr- ir safaribílar fram á ljón á vegin- um og þurftu að aka sitt hvorum megin við það til að komast áfram. Hræddur? Nei, við bárum fullt traust til bílstjóranna. Þeir vissu hvað þeir voru að gera, gættu þess vel að halda sig í hæfilegri fjar- lægð og styggja dýrin ekki. En hitt er svo annað mál, að sum dýr, svo sem nashyrningar og buffalóar, geta hæglega velt svona bíl um koll, ef þeir eru reittir til reiði. Það sem hvatti mig fyrst og fremst til að fara í þessa ferð voru góðar endurminningar frá Mexíkó- ferðinni 1980 og löngun til að vera aftur með því fólki sem þangað fór. Satt að segja hefði ég farið til Brasilíu í fyrra, ef ég hefði vitað af ferðinni í tæka tíð. Og ég er mjög ánægður með ferðina, hún var framúrskarandi vel undirbúin og fararstjórnin til fyrirmyndar. Núna þegar ég er kominn heim, þá sakna ég hálfpartinn fólksins í Kenýa. Þetta er svo elskulegt og þægilegt fólk. Og ég held að þeir innfæddir sem við umgengumst hafi saknað okkar Islendinganna líka. Ekki endilega af því að land- inn er alltaf rausnarlegur á þjórfé, heldur frekar vegna þess að við ís- lendingar erum ekki að setja okkur á háan hest, eins og sumir ferða- menn gera. Ef íslendingur mætir góðu viðmóti, þá endurgeldur hann það.“ Fararstjórar í þessari Kenýa- ferð Útsýnar voru auk Ingólfs Guðbrandssonar, Ásta R. Jóhann- esdóttir, Kristín Aðalsteinsdóttir og Pétur Björnsson. Fjórða heimsreisan í undirbúningi 40% af því fólki sem fór í Kenýaferðina fór einnig í aðra eða báðar fyrri heimsreisur Útsýnar. Núna nýlega var stofnaður heims- reisuklúbbur og mun fjórða heims- reisan vera í undirbúningi. Þá hitt- ist fólkið þann 17. desember sl. og hélt saman sérstakt Kenýakvöld. Myndin er tekin að morgni dags frá Kilimanjaro Buffalo Lodge og sýnir hið tignarlega fjall, Kilimanjaro teygja sig til himins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.