Morgunblaðið - 29.12.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.12.1982, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 1982 í snjóríki. Morgunblaðiö/ól.K.M. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir GUÐM. HALLDÓRSSON Ganga Rússar að kröfiim Kínverja? MwfaBblaAU/Valgeir SigurAmon. Sveitin, talið frá vinstri: Guðmundur Steingrímsson, Tómas Einarsson, Viðar Alfreðsson og Guðmundur Ingólfsson. Luxemborgarar vilja fá Viðar í útvarpshljómsveitina ÍSLKNZKIR jazzistar slógu í gegn á svnnefndri „Lúðu-jazz-hátíð“ á íslenzka veitingastaðnum Cockpit Inn í Luxemborg dagana 19.—27. nóvember sl. Þeir Guðmundur Ingólfsson, Guðmundur Steingrímsson, Tómas Einarsson og Viðar Al- freðsson léku á hverju kvöldi á hátíðinni og gerðu góða lukku, að sögn Valgeirs Sigurðssonar veitingamanns. Troðfullt var alla dagana og var svo góður rómur gerður að leik þeirra fé- laga að síðasta daginn komu meðlimir úr útvarpshljómsveit Luxemborgar til að hlýða á þá. Vilja Luxemborgarar ólmir fá Viðar Alfreðsson til að koma út næsta haust og leika með út- varpshljómsveitinni. k. á. Vlður Alfreðauou blcs af innlifun Einn gestanna, Þjóðverji, vildi endilega fó að spreyta sig við píanóið og tók Guðmundur þá míkrafóninn og söng fyrir viðstadda við mikla hrifningu. inu eru í aðalatriðum þessar: Rússar hörfi í áföngum á tveimur árum. öll grannríki samþykki að skipta sér ekki af innanlandsmál- um Afghanistans og Sovétríkin, Bandaríkin og Kína ábyrgist hlutleysi landsins. Um þrjár milljónir afghanskra flóttamanna í Pakistan og íran hverfi heim. Mynduð verði þjóðstjórn með þátttöku kommúnista, skæruliða og annarra hópa (sumir telja að Zahir Shah fyrrum konungur, sem býr í Róm, gæti haft hlut- verki að gegna). Sagt er að Rússar hafi gefið til kynna að þeir séu fúsir að fækka í herliði sínu meðfram kínversku landamærunum (það mun skipað einni milljón manna skv. vestræn- um heimildum), ef Kínverjar grípi til svipaðra aðgerða. Fréttir herma að Rússar ráðfæri sig nú við stjórnina í Hanoi um þriðja skilyrði Kínverja: að sovétstjórn- in hætti að styðja dvöl Víetnama í Kambódíu. Það mál verður rætt á leiðtogafundi óháðu ríkjanna. Kínverskir leiðtogar hafa sagt erlendum fulltrúum að það hafi verið mistök á síðasta áratug að treysta um of á Bandaríkjamenn, einkum á tæknisviðinu. Stjórn Ronald Reagans forseta hafi þannig getað att Kínverjum gegn Rússum og haldið áfram stuðn- ingi við Taiwan. Kínverjar segja að áhrifamikil öfl í Bandaríkjun- um líti enn á Kína sem hugsanleg- an óvin og viðurkenna að þeir geti ekki gleymt því að bandarísk utanríkisstefna sé að hluta til „heimsveldisstefna". í alþjóða- málum segir Peking-stjórnin að með stefnu sinni vilji hún sam- eina Kína og Þriðja heiminn, stuðla að varðveizlu friðar í heim- inum og hamla gegn útþenslu- stefnu og „yfirráðastefnu" eða yf- irgangi risaveldanna. Nýlega sagði í grein i „Dagblaði alþýð- unnar" að Kínverjar mundu berj- ast gegn því risaveldi, sem fylgdi meiri útþenslu- og árásarstefnu í það og það skipti, og dæma risa- veldin eftir gerðum þeirra. Ósveigjanleg afstaða Reagans í Taiwan-málinu virðist hafa sannfært Deng Xiaoping og aðra kinverska ráðamenn um að tak- mörk væru fyrir því hve langt væri hægt að ganga í átt til sam- komulags við Bandaríkjastjórn, þótt hagnast megi á samstarfi við þá í efnahagsmálum. Peking- stjórnin virðist hafa sannfærzt um raunverulegan áhuga Rússa, þar sem Kremlverjar virðast ekki lengur telja að „slökun" í sambúð- inni við Bandaríkin eigi að sitja í fyrirrúmi meðan Bandaríkja- menn reyna að tryggja sér hern- aðarlega yfirburði. Það sem virðist vaka fyrir Rússum er að draga úr spennu meðfram suðurlandamærum Sov- étríkjanna og halda áfram að biðla til Vestur-Evrópuríkja með það fyrir augum að einangra Bandaríkin. Eins og Zbigniew Brzezinski, ráðunautur Carters fyrrum forseta, benti á í viðtali nýlega ætti það að vera Banda- ríkjastjórn áhyggjuefni að verið getur að samskipti Bandaríkj- anna við Sovétríkin, Kína og Vestur-Evrópu versni samtímis. Fréttir frá Washington herma að Reagan forseti fari líklega til Peking fyrir mitt næsta ár til að vega upp á móti batnandi sambúð Kínverja og Rússa. SÍÐASTA vísbendingin af mörgum um nýjan velvilja Kinverja i garð Rússa kom fram á 60 ára afmæli Sovétríkjanna á dögunum, þegar þeir sendu nefnd háttsettra manna til sovézka scndiráðsins. Nefndin var undir forsæti lllanhu, varaforseta fastanefndar alþýðuþingsins, sem kemur oft fram í hlutverki þjóðhöfðingja. I nefndinni var einnig Huang Hua fyrrverandi utanríkisráðherra, sem var fulltrúi Kína við útför Leonid Brezhnevs forseta og lét i Ijós bjartsýni á bættum samskiptum Kínverja og Rússa við heimkom- una, en var sviptur embætti einum degi síðar. Skipun hans í nefndina er talin greinileg vísbending um að honum hafi ekki verið vikið úr embætti vegna ummælanna. Brezhnev hafði biðlað til Kínverja síðustu mánuðina sem hann lifði og dauði hans olli óvissu, en Yuri Andropov, eftir- maður Brezhnevs, flýtti sér að endurtaka yfirlýsingar hans. Brottvikning Hua vakti einnig óvissu og nokkrir austur-evrópsk- ir fulltrúar í Peking töldu hana refsingu fyrir óvarkár ummæli, en raunar hafði lengi verið talið að hann mundi segja af sér af heilsufarsástæðum. Kínverjar hafa sagt að í raun og veru hafi afsögn hans verið frestað svo að hann gæti fari til Moskvu. í ferð- inni sagði Hua aö Peking-stjórnin gerði ekki ráð fyrir að öll vanda- mál yrðu leyst í einu, en hann kvaðst vona að Rússar gerðu nýj- ar tilraunir til að bæta sambúðina og fór lofsamlegum orðum um Brezhnev. Viðtökurnar sem Hua fékk sýndu að nýju leiðtogarnir í Kreml vildu nota tækifærið til að knýja á um sættir. Áhugi Kínverja á bættri sam- búð við. Rússa hefur m.a. sézt á því að dregið hefur verið úr höml- um á viðskiptum þjóðanna, sam- skipti hafa verið aukin í menning- armálum og á sviði íþrótta og efnahagsleg og pólitísk samskipti hafa verið efld. Jafnframt hefur verið dregið úr opinberri gagnrýni á sovétstjórnina. Á sama tíma hefur kínverski kommúnista- flokkurinn hætt illdeilum við er- lenda flokka í því skyni að stuðla að einingu í alþjóðahreyfingu kommúnista. Þannig hefur aftur verið tekið upp samstarf við flokkana í Júgóslavíu, Frakklandi, Bretlandi, Burma, Indónesíu og tólf öðrum ríkjum Asíu og Evr- ópu, en ágreiningurinn við sov- ézka, japanska og indverska flokkinn er óleystur. Kínverjar hafa sett þrjú skil- yrði í viðræðunum við Rússa: að þeir flytji herlið sitt frá Afghait- istan, að Víetnamar hörfi með herlið sitt frá Kambódíu og að fækkað verði í sovézka herliðinu í Mongolíu og meðfram landamær- um Kína og Sovétríkjanna. Rúss- ar virðast búa sig undir að mæta þessum skilyrðum og meiri árang- ur virðist hafa náðst í viðræðun- um síðan þær hófust í október en látið hefur verið uppskátt. Sú er a.m.k. niðurstaða utanríkisfrétta- ritara brezka blaðsins Observer, sem byggir mat sitt á pakistönsk- um, kínverskum, indverskum, vestur-þýzkum og öðrum heimild- um. Samkvæmt þessum heimildum er gert ráð fyrir því að fljótlega verði hafizt handa um að finna pólitíska lausn í Afghanistan og jafnframt verði fækkað í herjum Kínverja og Rússa meðfram landamærunum. Einnig bendir margt til þess að stjórnirnar í Moskvu og Peking hafi endur- skoðað stefnu sína í alþjóðamál- um til þess að koma til leiðar bættum hugmyndafræðilegum samskiptum. Ef þessi endurskoð- un verður að veruleika getur hún haft afdrifaríkar afleiðingar í Asíu. Síðan Andropov tók við stjórn- artaumunum er sagt að Rússar hafi gefið til kynna að þeir hafi raunverulegan áhuga á samningi um að Afghanistan verði hlut- laust, sjálfstætt ríki, svo framar- lega sem það verði ekki fjand- samlegt Moskvu-stjórninni. Þetta hefur leitt til þess að fram- kvæmdastjóri SÞ, Perez de Cuell- ar, hefur hafizt handa um nýjar friðartilraunir eftir nokkurt hlé. Aðstoðarmaður hans, Diego Cor- dovez, mun hafa meðferðis tillög- ur um hugsanlega pólitíska lausn þegar hann fer til Islamabad, Kabul og Teheran í janúar. Leið- togar óháðu ríkjanna mæta til ráðstefnu í Nýju Delhi í marz og sagt er að Rússar vilji komast hjá gagnrýni á ráðstefnunni. Tillögur SÞ í Afghanistanmál- Yuri Andropov heilsar Huang Hua í Moskvu. Gódan daginn!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.