Morgunblaðið - 29.12.1982, Side 21

Morgunblaðið - 29.12.1982, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 1982 21 t langt „frí“ ónatansdóttir misstu ekki úr handtak á t>l. MorjninblaAiA/ Krislján Kinarsson ið. Nú er ekkert fyrir okkur að gera annað en sitja heima og bíða; ven- julegar húsmæður hafa engin tök á því að komast í einhverja ígripa- vinnu svona fyrirvaralaust og í stuttan tíma. Þannig að þetta er hreint og klárt fjárhagstjón sem við verðum fyrir flest hver,“ sagði Helga. Kristjana Ágústsdóttir hefur unnið hjá fyrirtækinu í 14 ár. „Mér finnst þessar uppsagnir einkar hvimleiðar, satt að segja. Ég get ekki sætt mig við að fólk skuli ekki fá lengri en viku uppsagnarfrest. Þeir bera alltaf fyrir sig hráefn- isskort, og sigla á því. En ég get bara ekki sætt mig við það. Ef svona illa stendur á finnst mér að bæjarfélagið eigi að hlaupa undir bagga. Þetta er erfiðasti tími árs- ins fyrir verkafólk og það hefur enginn efni á því að vera atvinnu- laus lengi," sagði Kristjana. Ólafur Jóhannsson trúnaðar- maður sagðist ekki geta gert sér nokkra grein fyrir því hve lengi fólk þyrfti að vera atvinnulaust. „Það er fundur með útgerðarráði og bæjarráði í vikunni og þá kemur kannski eitthvað í ljós,“ sagði Ólaf- ur. „Óvissan er of mikil eins.og er til að nokkru sé hægt að spá. En það er ekki svo lítið mál þegar 200 manns er sagt upp störfum. Og það er hart að Bæjarútgerð Hafnar- fjarðar skuli ganga í fararbroddi með að segjá fólki upp, fyrirtæki sem er stofnað til að skapa fólki atvinnu." Kristjana Ágústsdóttir hefur unnið í frystihúsinu í fjórtán ár. Hún telur að ástandið í ár hafi verið það ótryggasta frá því að hún hóf störf hjá fyrirtækinu. Þorskveiðar árið 1983: 370 þúsund tonnum skipt jafnt milli báta og togara HEIMILT verður að veiða allt að 370 þúsund tonn af þorski á næsta ári, að því er Steingrímur Her- mannsson sjávarútvegsráðherra til- kynnti á fundi með hagsmunaaðilum í sjávarútvegi í gær. Ráðherrann tók þó fram, að aflamagnið yrði endur- skoðað á árinu í Ijósi nýrra upplýs- inga er þá kynnu að liggja fyrir, og gæti þá hvort heldur sem er, komið til lækkunar eða hækkunar afla- magnsins, frá 370 þúsund tonna markinu. Á fundinum í gær kom fram, að aflamagninu verði skipt jafnt milli bátaflotans og togaraflotans, þannig að 185 lestir komi í hlut hvors. Veiðinni skal skipt þannig á tímabil, að bátaflotinn má veiða 135 þúsund tonn á tímabilinu janúar til loka vertíðar, en vertíð- arlok verða ákveðin með tilliti til aflamagns. Á tímanum frá vertíð- arlokum til ágústloka má báta- flotinn veiða 30 þúsund tonn og 20 þúsund tonn á tímabilinu sept- ember til desember. Afli togar- anna skal skiptast þannig að þeir veiði 70 þúsund tonn á tímanum janúar til apríl, 60 þúsund tonn á tímanum maí til ágúst og 55 þús- und tonn frá september til des- ember. Skrapdagar svokallaðir verða 35 dagar á fyrsta tímabil- inu, 43 á öðru og 35 á því þriðja. Netaveiðar á þorski verða bannað- ar fyrstu 15 daga janúar, einnig um páska, veiðar verða bannaðar um verslunarmannahelgina, og fleiri atriði eru í þeim dúr, hlið- stæð við þau sem giltu á árinu sem er að líða. Steingrímur Hermannsson vegna ummæla Kristjáns Ragnarssonar: Mun ef til vill endurskoða töluna, ef nauðsyn reynist Ekkert nýtt að ráðherrar fari yfir mörkin, segir Jón Jónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar „ÉG GET alveg eins tekið undir það með honum að teflt sé á tæpasta vaðið, en það fylgdi með þessari ákvöröun minni að þorskveiðileið- angrar eða rannsóknir verða auknar á vegum Hafrannsóknastofnunar- innar fyrstu þrjá, fjóra mánuði árs- ins og ég mun ef til vill, ef í Ijós kemur að nauðsynlegt er, endur- skoða þessa heildartölu á árinu. Hins vegar er í raun svo mikil óvissa í þessum spám Hafrannsóknastofn- unar, aö þetta er mjög vel innan við öll hættumörk að mínu mati, nema ástandið sé svona miklu verra, eins og Kristján er að spá,“ sagði Steingrímur Hermannsson sjávar- útvegsráðherra i tilefni af yfirlýsing- um Kristjáns Ragnarssonar, fram- kvæmdastjóra LÍU, í Mbl. um að Steingrímur fari út á yztu nöf með þeirri ákvörðun að heimila 370 þús- und tonna þorskveiði á næsta ári. Steingrímur var spurður hvort hann teldi tölur Hafrannsókna- stofnunar um 350 þúsund tonna veiði ekki réttar. Hann svaraði: „Þær eru eflaust eins réttar og þær geta orðið, en það eru ákaf- lega mikil skekkjumörk í þeim og ég er nú að vona að miðað við þann afla sem verið hefur á Is- landsmiðum undanfarna áratugi þá séu þeir heldur í neðri kantin- um. Afli á Islandsmiðum til dæm- is frá 1954 til 1974, þegar erlendir togarar voru hér og smáfiskur var miklu meira veiddur, var að með- altali 400 þúsund tonn, svo við er- um þar fyrir neðan. Ég sé ekki ástæðu til að ætla að þetta sé svo mjög hættulegt." Jón Jónsson, forstjóri Hafrann- sóknastofnunar, sagði í tilefni af yfirlýsingum Kristjáns: „Það koma þrír möguleikar fram í skýrslu sem við sendum ráðherr- anum, 300, 350 og 400 þúsund tonn. 300 þúsund tonna valkostur- inn er sá sem virtist gefa af sér jafnan stofn, 320 til 350 var frem- ur í það að minnka stofninn, 400 þúsund talsvert verra. En þetta er svo sem ekkert nýtt fyrir okkur að ráðherra fari yfir mörkin, þeir hafa alltaf gert það. Ég get sagt eins og Kristján Ragnarsson, að mér finnst þetta of mikið, því það er ekkert spursmál að við vorum of bjartsýnir í fyrra að því er varðar þetta ár.“ Guðmundur J. Guðmundsson um láglaunabæturnar: Framkvæmdin virðist ekki eins og reglugerdin segir „AÐALMISTÖKIN í sambandi við þessar láglaunabætur sýnist mér vera þau að reglugerðin er alls ekki framkvæmd," sagði Guðmundur J. Guðmundsson, alþingismaður og formaöur verkamannafélagsins Dagsbrúnar, þegar Morgunblaðið hafði samband við hann í tilefni af þeirri óánægju sem fram hefur kom- ið með úthlutun láglaunabóta. „Skattstofan á að reikna bæturnar út eftir skattframtali og í reglugerð- inni um láglaunabæturnar er tekið fram, að þeir sem eru með eigin rekstur í einhverju formi, eigi að sækja um bæturnar sérstaklega í janúar. í þessum cinstöku dæmum sem verið er að tiltaka, þá eru þetta aðilar sem að eru með eigin rekstur og áttu ekki að fá greitt, nema að sækja um það sérstaklega. Ég vil að ráðuneytið gangi í að rannsaka það, hvernig á því stend- ur að þeir sem eru með eigin rekstur, fá greiddar bætur eftir eigin launaframtali, sem þeir gefa upp sjálfir, þvert ofan í reglugerð- ina. Ég held að það sé óhjákvæmi- legt að ráðuneytið rannsaki mjög ítarlega hvernig framkvæmdin hefur orðið. Það var aldrei ætlast til þess að þeir sem eru með eigin rekstur, fengju bætur án þess að sækja um það sérstaklega. Mér sýnist þarna vera mjög alvarlegur galli á ferðinni. Það hafa að vísu ekki komið mjög margar kvartanir til okkar upp á Dagsbrún. Hins vegar heyr- um við nokkuð um það að menn hneykslast. Eitt dæmi höfum við til dæmis fengið í hendur, þar sem forstjóri er næst hæstur af þeim sem fá láglaunabætur í fyrirtæk- inu sem hann stjórnar. Svo eru einnig aðrir gallar á þessu. Til dæmis var það alltaf neyðarúrræði að miða við tekjur ársins 1981, nú í árslok ársins Snjóflóð byrjuðu að falla í Olafsvíkurenni á Jóladag, en veg-v urinn fyrir Enni var opnaður á mánudag. Allt var þar hins vegar lokað í gærmorgun, og taldist starfsmönnum Vegagerðarinnar svo til, að níu skriður hefðu fallið um nóttina. Að sögn fróðra manna er hætta 1982. Hins vegar var lögð á það mikil mikil áhersla að þetta yrði greitt út í desember og þá var ekki hægt að miða við tekjur ársins í ár. Þarna kemur náttúrlega upp eitthvert misrétti, því að maður sem hefur haft litlar tekjur 1981, getur verið tekjuhár i ár, en hjá því var ekki hægt að komast, að þeim forsendum gefnum sem gengið var út frá,“ sagði Guð- mundur J. Guðmundsson að lok- um. á snjóflóðum víðast hvar mikil, einkum þar sem snjór hefur fallið á svell og klaka. I þíðviðrinu er hætt við að snjórinn skríði af stað þegar hann tekur að þyngjast, en að sögn vegaeftirlitsins eru ein- mitt þau skilyrði fyrir hendi í Ólafsvíkurenni, þar sem svell var þar mikið í berginu áður en fennti. Níu snjóflóð á einni nóttu í Olafsvíkurenni Níu snjóflóð féllu í Ólafsvíkurenni í fyrrinótt, samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá vegaeftirliti Vegagerðar ríkisins, og tókst ekki aö opna vcginn í gær fyrir myrkur, en þá urðu starfsmenn Vegagerðarinnar að hætta snjó- mokstri vegna snjóflóðahættu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.