Morgunblaðið - 29.12.1982, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 29.12.1982, Blaðsíða 40
^uglýsinga- síminn er 2 24 80 0V0imMaíií$> " ■ ■! WÉF —— ^/\skriftar- síminn er 830 33 MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 1982 Hækkun niðurgreiðslna á olíu og 10—14% á fiskverði Sú af hugmyndum sjávarútvegsráðherra sem hæst bar í gær KLM vill íslenzk matvæli í flugvélar sínar Viðræður standa milli félagsins og Arnarflugs „KLM-FLUGFÉLAGIÐ hollenzka lýsti áhuga sínum við okkur að kaupa íslenzk matvæli til nota í flugvélum sínum, sérstaklega sjávarafurðir eins og rækju og hörpudisk og því gengum við í málið og sendum þeim sýnishorn, sem þeir hafa verið með í athugun að undanförnu,“ sagði Stefán Halldórsson hjá Arnarflugi, í sam- tali við Mbl. „Við höfum síðan verið að ræða um hugsanlegt verð fyrir þessa vöru, en þeim viðræðum er ekki lokið ennþá. Hugmyndin er að varan verði flutt reglulega héðan, og þá yrði um ferskar sjávarafurð- ir að ræða. Varan yrði flutt með flugvélum Arnarflugs í innan- landsflugi til Reykjavíkur og síðan með þotu félagsins til Amster- dam,“ sagði Stefán Halldórsson ennfremur. Stefán Halldórsson sagði að at- hugun hefði ennfremur farið fram á hugsanlegri samvinnu við hótel og veitingastaði í Hollandi í þess- um efnum, m.a. hefðu Hilton- hótelin lýst áhuga sínum á við- skiptum. „Það vill svo skemmti- lega til, að einn af flugstjórum okkar í innanlandsfluginu, Birgir Sumarliðason, fór fyrr í þessum mánuði með sýnishorn, sem hann kynnti bæði fyrir KLM-mönnum og ýmsum hótel- og veitingahúsa- mönnum. Þráðurinn verður síðan tekinn upp að nýju eftir áramót- in,“ sagði Stefán Halldórsson ennfremur. Stefán sagði aðspurður, að ef samningar næðust við KLM yrði þar væntanlega um umtalsvert magn að ræða, enda er umfang félagsins mjög mikið. Tugir véla félagsins fljúga vítt og breytt um heiminn á degi hverjum. Stefán sagði ennfremur aðspurður, að Arnarflugsmenn hefðu lagt sig fram við að kynna íslenzka lamba- kjötið, en óvissara væri um fram- hald þeirra mála. TÍU til 14% fiskverðshækkun, fram- lenging 7,5% olíugjalds um áramótin og auknar niðurgreiðslur á olíu, sem færu í 28% úr 22%, ef miðað er við 14% fiskverðshækkun er sú af hug- myndum sjávarútvegsráðherra, sem samkvæmt heimildum Mbl. bar hæst í gærkvöldi varðandi fiskverðsákvörð- un. Kkki lá þó fyrir hvar taka á pen- inga til olíuniðurgreiðslna, en 28% niðurgreiðsla olíu þýðir um 300 millj- ónir króna. Nefndar hafa verið í þessu sambandi leiðir eins og mynd- un olíusjóðs með útflutningsgjaldi á sjávarafurðir, gengisfelling þar sem gcngismunur af birgðum yrði tekinn til ráðstöfunar og hækkun söluskatts. Fiskverðshækkun um 14% þýðir ein sér 7% hækkun gjaldeyris. Stein- grímur Hermannsson sjávarút- vegsráðherra mun kynna hugmyndir sínar um fiskverðsákvörðun í ríkis- stjórninni í fyrramálið, en ríkisstjórn- arfundinum, sem átti að vera í gær- morgun, var frestað v^gna fjarvista ráðherra. Lög um 7,5% olíugjald ganga úr gildi um ármaótin og til að fram- lengja gjaldið þá þyrftu, vegna jóla- hlés á störfum Alþingis, að koma bráðabirgðalög, en samkvæmt heimildum Mbl. hefur ríkisstjórnin í huga að komast hjá setningu bráðabirgðalaga með samstarfi við stjórnarandstöðuna um að olíu- gjaldslög verði fyrsta mál Alþingis að loknu jólahléi. Telja stjórnarlið- ar að fordæmi sé fyrir því að nægj- anlegt sé einhliða samkomulag við stjórnarandstöðu um að slík laga- setning verði fyrsta afgreiðslumál Alþingis þegar það kemur saman á ný um miðjan janúarmánuð. Slík lög verði með því móti komin í gildi áður en gert verði upp við sjómenn fyrir fyrsta tímabil ársins, sem er hálfur mánuður. Mikið hefur verið fundað um stöðu útgerðar og væntanlega fisk- verðsákvörðun um áramótin síð- ustu daga. Yfirnefnd verðlagsráðs sjávarútvegsins kom saman í gær, einnig nefnd sem skipuð er full- trúum þingflokkanna. Þá hafa um- ræður verið milli Steingríms Her- mannssonar og hagsmunaaðila, að- allega þó fulltrúa seljenda, og í dag ræðir Steingrímur við fulltrúa fisk- vinnslunnar. Þá hefur verið boðað- ur þingflokksfundur í Framsóknar- flokknum í dag þar sem fiskverðs- ákvörðun er til umfjöllunar og ráðherrann stefnir að því að kynna hugmyndir sínar í ríkisstjórninni í fyrramálið eins og fyrr segir. Sjáv- arútvegsráðherra hefur marglýst því yfir, að fiskverðsákvörðun eigi að geta legið fyrir um áramótin. Flugvallarskattur hækkar um 25—28 prósent Flugvallarskattur hækkar frá og með 1. febrúar nk. um 25—28,57%, samkvæmt ákvörðun fjármálaráð- herra. Flugvallarskattur í millilanda- flugi hækkar úr 200 krónum í 250 krónur, eða um 25% og flugvall- arskattur í innanlandsflugi hækk- ar um 28,57%, eða úr 14 krónum í 18 krónur. Hæstiréttur: Eigin áhætta ef farið er í bíl með drukknum ökumanni IIÆSTIRÉTTUR hefur úrskurðað að maður, sem var farþegi í bif- reið, sem sannað þykir að drukk- inn ökumaður stýrði og lenti i al- varlegu umferðaróhappi, hafi tekið á sig áhættu og geti því ekki kraf- ist skaðabóta vegna örorku, sem hann hlaut í slysinu. Fallist var á að ökumaður hafi átt sök á slysinu með því að aka drukkinn. Um var að ræða prófmál og var málskostn- aður aðilja, bæði í héraði og fyrir fiæstarétti, felldur niður. Dómur gekk í héraði á miðju ári 1980. Tildrög þessa máls eru þau, að á haustnóttum 1974 hittust tveir menn í veitingahúsi í Reykjavík og voru báðir við skál. Þeir fóru frá veitingahúsinu saman í bif- reið, en samkvæmt framburði vitna var ökumaður „talsvert drukkinn" og þótti sannað að ótækt hefði verið af honum að aka. Á Sogavegi skall bifreið þeirra aftan á vörubíl með þeim hörmulegu afleiðingum, að öku- maður beið bana og farþegi hans slasaðist alvarlega og hlaut var- anlega örorku. Sá, er fyrir örorku varð, höfð- aði mál og krafðist fyrir Hæsta- rétti skaðabóta að upphæð lið- lega 1,6 milljóna króna auk vaxta frá þeim degi er slysið átti sér stað og var það hærri krafa en fyrir héraði. Skýring á þessu er, að hann vildi miða upphæð bóta við fjárhæð ábyrgðartrygg- inga á þeim degi, sem dómur gekk. Á þetta féllst Hæstiréttur ekki og úrskurðaði að bóta- ábyrgð vátryggingarfélaga gæti ekki farið fram úr hámarki ábyrgðartrygginga, sem í gildi voru þegar slysið átti sér stað'. Mál þetta dæmdu hæstarétt- ardómararnir Logi Einarsson, Björn Sveinbjörnsson og Magn- ús Þ. Torfason og Guðmundur Jónsson og Guðrún Erlendsdótt- ir, settir hæstaréttardómarar. Magnús Þ. Torfason skilaði sér- atkvæði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.