Morgunblaðið - 29.12.1982, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 29.12.1982, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 1982 39 Þrjú mörk Páls Ólafssonar, hvert öðru fallegra, á örlagaríkum augnablikum undir lok lands- leiksins gegn Dönum voru ööru fremur þaó, sem tryggöi íslend- ingum sætan sigur á erkifjendun- um í Laugardalshöllinni í gær- kvöld. Lokatölurnar uröu 22—20 eftir að staðan hafði verið jöfn í hálfleik, 9—9. ísland hafði foryst- una allt frá upphafi, en Dönum tókst nokkrum sinnum að jafna metin. Aldrei komust þeir þó yfir. Þótt sætur sigur hafi unnist var leikurinn í gær ekki þess eðlis, að ástæða sé til að taka kollhnís af gleði. Vissulega var hann stórt skref í rétta átt í undirbúningi landsliðsins. Allt of mikið var þó um flumbruleg mistök, sér í lagi sókninni, en þó kom það ekki ailtaf að sök því danska liðið átti einnig sínar skyssur. Þó vekur sigurinn ekki svo litla athygli fyrir þá sökina eina, aö langskyttur ís- lenska liösins voru allar í dvala ( gær, en þaö aftraði liðinu ekki frá því að leggja Dani aö velli. Ein- hverju sinni hefði slíkt tæpast gerst. Asi og írafár Iðulega var mikill hraöi í sókn- arleiknum, stundum einum um of, og þess á milli datt tempóið illilega niður, sérstaklega þegar Danir gripu til varnaraögerða, sem virt- ust koma okkar mönnum í opna skjöldu. Þó var síöur en svo um neinar byltingarkennda aðferðir þar að ræða. Þá nýttust hornin ekki sem skyldi, hverju sem um er að kenna, því Danir lögðu ekki mikla áherslu á að „klippa" horna- mennina út eins og svo algengt er. Stundum var hreinlega eins og dönsku leikmennirnir væru annars hugar og þeir geta vafalítiö bitið betur frá sér en í gær. Það getur íslenska liðið óefað líka. Það var athyglisvert aö renna augum yfir nöfn leikmanna ís- lenska landsliösins í gærkvöld. Burðarásar liösins voru leikmenn Óskabyrjun Island fékk óskabyrjun í leiknum í gær. Eftir að Morten Stig Christ- ensen hafði gefið Dönum tóninn voru hans menn slegnir út af laginu með fjórum íslenskum mörkum í röð. Fyrst Bjarni, þá Kristján Ara- son og síðan þeir Steindór og Guömundur Guömundsson, báöir úr vel útfærðum hraöaupphlaup- um. Danir gáfust ekki upp við þenn- an mótbyr og þrátt fyrir dyggan stuðning áhorfenda, sem troöfylltu Laugardalshöllina, kom það ekki í veg fyrir að Danir jöfnuöu metin, 4—4. island náði þriggja marka forskoti á ný meö tveimur mörkum Kristjáns, annaö úr víti, Guðmund- ar og Hans — Rasmussen læddi einu inn fyrir Dani á meðan — en áður en varði höfðu Danir svaraö fyrir sig með þremur mörkum í röö. Hans bætti níunda markinu viö, en Danir náöu að jafna fyrir leikhlé. Allt í járnum Síðari hálfleikurinn var eins jafn og hugsast getur og jafnt á öllum tölum upp í 14—14. Þá komu tvö íslensk mörk í röö frá besta manni liösins í gær, Guðmundi Guö- mundssyni, það síðara eftir sér- lega glæsilegt hraöaupphlaup. Danir jöfnuöu metin meö tveimur mörkum, en þá var komið aö Páli Ólafssyni. Hann skoraöi 17. markið með þrumuskoti úr aö því er virtist vonlausu færi í hægra horninu. Danir jöfnuðu, en Kristján kom ís- landi yfir á ný með marki úr víta- kasti, öryggið uppmálað í vítunum hann Kristján, og Siguröur Sveinsson sá síöan á eftir þrumu- fleyg sínum í danska markiö úr einustu skottilraun sinni í leiknum. Christensen minnkaöi muninn í eitt mark á ný, en í kjölfarið fylgdu tvö glæsimörk Páls og staðan 21 —18 þegar rétt tæpar þrjár mínútur voru til leiksloka. Þá kom það, sem allir biöu eftir. Guðmundur Guðmundsson, besti maður íslenska liðsins, brýst inn úr horninu en brotið illilega á honum og vítakast dæmt. Stórskytturnar blunduóu en Danir urðu samt að láta í minni pokann úr unglingalandsliöinu, sem stóö sig svo vel á Heimsmeistaramótinu í Danmörku fyrir þremur árum. Með styrkar stoöir á borö við Bjarna Guðmundsson og Steindór Gunnarsson sér við hlið er þetta liö til alls líklegt og sýndi þaö í gær- kvöld. Danir hófu að leika „maöur á mann“ vörn og allt fór í bál og brand. Leikur íslenska liösins riöl- aðist gersamlega og Danirnir skor- uðu tvö mörk í röö, það síöara 27 sek. fyrir leikslok. Gunnar Gíslason innsiglaöi síðan sigurinn með marki úr vinstra horninu þeqar nokkrar sekúndur voru til leiksloka og áhorfendur fögnuöu innilega. Áttundi sigurinn á Dönum i hand- knattleik staðreynd. Frammistaðan Besti leikmaður íslenska liösins í gær var sem fyrr sagöi Guðmund- ur Guðmundsson. Barátta hans og leikgleöi með ólíkindum og hann undirstrikaöi í gær, aö hann er eins klókur horna- og hraöaupphlaups- maöur og þeir gerast kiókastir. Fjölhæfur mjög og lætur lík- amssmæðina ekki aftra sér frá neinu. Brynjar Kvaran varöi mjög vel í markinu, sér í lagi í síðari hálf- leiknum, alls 13 skot, og stóö hon- um skammt að baki. Páll Ólafsson lék prýðilega og sprakk síöan út í lokin. Stórskemmtilegur leikmaöur þegar hann er í essinu sínu. Þá átti Bjarni Guðmundsson mjög viöun- andi leik, en hefur oft á glæstum ferli leikið betur. Þessir stóðu upp- Kristján Arason komst ágætlega frá leiknum, en var nokkuö mis- tækur í sókninni. Annars fremur ragur, utan hvaö vítaköstin snerti. Þar er hann sér á báti. Sömu sögu er aö segja um Alfreö Gíslason, sem aldrei fór í gang. Hans Guö- mundsson var enn ein skyttan, sem lítiö sýndi þrátt fyrir mörkin tvö. Vonbrigðum olli hversu lítið Siguröur Sveinsson fékk að spreyta sig. Hann sýndi þaö í gær, að ef honum er hjálpaö í sókninni, blokkerað rétt fyrir hann, er hann viðsjárverö skytta í meira lagi. Vafalaust hefur hann verið sparaö- ur fyrir síðari leikinn í kvöld. Mörkin Mörk íslenska liðsins skorúöu: Kristján 6/4 víti, Guömundur 5, Páll 3, Bjarni og Hans 2 hvor, Steindór, Þorgils Óttar, Sigurður og Gunnar Gíslason eitt hver. Mörk Dananna: Rasmussen 4/4 víti, Ström 4, Skárup 3, Christens- en 3, Hattesen 2, Roepstroff 2, Ha- urum og Nielsen eitt hvor. Dómarar leiksins voru v-þýskir og langt í frá að vera sannfærandi. Þeir dæmdu fjögur vítaköst á hvort lið, sem öll heppnuðust og vísuðu tveimur úr hvoru liöi útaf. I flestum tilvikum þess utan högnuðust Dan- irnir á dómgæslu þeirra. — SSv. Bjarni Guðmundason vippar laglega yfir danska markvöröinn an skot hans hafnaöi ofan á markinu eftir fallega útfært hraöaupphlaup. íþróttafélög ath.: Knattspyrnuþjálfari, sem lokiö hefur A-, B- og C-stig- um KSÍ, óskar eftir Mfl. þjálfun hvar sem er á landinu næsta keppnistímabil. Tilboöum skal skilaö til augl.deildar Mbl. fyrir 10. janúar ’83 merkt: „Knattspyrnuþjálfari — 3079“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.