Morgunblaðið - 29.12.1982, Side 20

Morgunblaðið - 29.12.1982, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 1982 Útgefandi uiMafrifr hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 150 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 12 kr. eintakiö. Virðing og vegur bóka Engin þjóð er líklega jafn sjónvarpsvædd og hin bandaríska, þó sýnist þar lítið lát á bókaútgáfu og fáar bæk- ur eru þykkari eða með þéttskrifaðri síðum en þær bækur sem ná mestum vin- sældum meðal bandarískra lesenda. Ástæða er til að minna á þessa staðreynd þar sem sjónvarps- og myndvæð- ing hefur verið í algleymingi hér undanfarin misseri og jafnframt hefur komið fram, að fyrir þau jól sem við nú höldum hátíðleg hafi verið gefnar út fleiri bækur hér á landi en á árinu 1981 og þó lengra væri leitað. Bókaút- gáfa er áhættusöm en þrátt fyrir það, myndvæðingu og aukinn hlut hljómplatna og snældna spretta ný útgáfu- fyrirtæki á fót hraðar en flest önnur og höfundar sjálfir fylgja framleiðslu sinni eftir til kaupenda í bókaflóðinu fyrir tilstilli eigin fyrirtækja. Heimur bókanna á íslandi er því ævintýraheimur í fleiri en einum skilningi og sé rétt að málum staðið er með öllu ástæðulaust að örvænta um stöðu bókarinnar andspænis öðru sem almenningi er boðið sér til menntunar, fróðleiks og afþreyingar. Áhugi á bókum, söfnun bóka, lestur bóka og virðing fyrir rithöfundum hefur verið mikil meðal íslendinga um aldir, raunar er bókmennta- arfurinn forsenda þess að við erum sérstök þjóð í þjóðahaf- inu. Bókin mun njóta góðs af þeirri hljóðlátu byltingu sem er að breyta lífsháttum manna í iðnvæddu þjóðfélög- unum, menn þurfa að verja sífellt minni tíma í brauð- stritið og geta þess í stað ræktað garðinn sinn meira en áður, ræktað anda sinn og hlúð að því sem á hugann sækir. Bókin er tvímælalaust tilvalin til mannræktar og enginn þarf að óttast að hún ryðjist með óviðurkvæmi- legum hætti inn á heimili manna og skaði viðkvæmar barnssálir. í því efni er bókin gjörólík myndefninu, en gagnvart því standa blessuð börnin berskjölduð og sú skoðun nýtur almenns stuðn- ings að án opinberrar íhlut- unar verði ekki við brugðist af nægilegri hörku og festu. Þótt menn deili um efni bóka og ýmislegt af því sem í mörgum þeirra stendur hefði betur verið látið ósagt, eiga hömlur á ritfrelsi ekki rétt á sér nema í algjörum undan- tekningartilvikum. Tómstundir sínar nota menn ekki aðeins til að njóta heldur einnig til að skapa. Til hinnar hljóðlátu frístunda- byltingar má því að einhverju leyti rekja það, hve margir nýir höfundar kveðja sér jafnan hljóðs á hverri bóka- vertíð. Hinum, sem helga sig ritstörfum, hafa ef til vill framfæri sitt af þeim og setja sér metnaðarfull markmið sem ekki verður náð nema fyrir þrotlausa baráttu og áralanga ögun, kann að þykja nóg um bægslagang nýlið- anna og víst er, að hvimleiður er hávaði auglýsinganna í kringum bókina, hinn þögula vin þakkláts lesanda. Væri svo sannarlega æskilegt að auglýsingaflóðið í sjónvarp- inu væri ekki fylgja jólabók- anna. Með sjónvarpsauglýs- ingunum er verið að breyta ímynd bókarinnar, sérstak- lega í hugum yngstu áhorf- endanna, sem eru í hópi tryggustu aðdáenda auglýs- ingatíma sjónvarpsins. Sé mat þessa hóps á bókum rugl- að með innihaldslausum og fáfengilegum auglýsingum útgefenda eru þeir sjálfir að grafa sína eigin gröf og bók- arinnar. Bókin á svo sannar- lega annað skilið af bókaþjóð- inni. Góð kirkjuaðsókn Séra Bernharður Guð- mundsson, fréttafulltrúi þjóðkirkjunnar, skýrði frá því hér í blaðinu í gær, að kirkju- sókn hafi verið „feiknarlega mikil“, hvorki meira né minna, nú um hátíðarnar. Þetta er gleðileg frétt, því að góð kirkjusókn gefur til kynna ræktarsemi við þann þátt í lífi okkar og menningu sem veitir mestan styrk, kristna trú. Það kemur fram í frásögn séra Bernharðs að vegna fjöl- mennis hafi fólk þurft- að hverfa frá dyrum Hallgríms- kirkju á jólanóttina, þar sem herra Sigurbjörn Einarsson, fyrrum biskup, prédikaði í miðnæturmessu. Þetta mikla guðshús hefur verið lengi í smíðum og er svo sannarlega tími til þess kominn að gengið verði skipulega til þess verks að koma því undir þak. Davíð Oddsson, borgarstjóri í Reykjavík, hefur boðað að á næsta ári verði fjárveiting borgarsjóðs til Hallgríms- kirkju tífölduð, með það fyrir augum, að kirkjubyggingunni verði Iokið 1986 á 200 ára af- mæli Reykjavíkur. En þjóðin öll þarf að leggja hönd á plóg- inn fyrir Hallgrímskirkju, hin mikla kirkjusókn um jólin er hvatning til dáða. Starfemenn óttas „ÞAÐ liggur við að maður fari að biðja um möppu utan um öll þessi uppsagnarbréf sem maður hefur fengið í hausinn á þessu síðasta ári. Uppsagnarbréfið núna er það sjöunda á árinu,“ sagði Sofus Berth- elsen, starfsmaður í frystihúsi Bæjar- útgerðar Hafnarfjarðar, en eins og komið hefur fram í fréttum hefur um 200 manns nýlega verið sagt þar upp störfum. Bæjarútgerð Hafnarfjarðar hef- ur átt við mikla rekstrarörðugleika að stríða undanfarið, bæði vegna hinna almennu erfiðleika, sem að allri útgerð í landinu steðja, og eins vegna þess að aðgerðir stjórn- valda í september til hjálpar út- gerðinni hafa ekki gagnast Bæjar- útgerð Hafnarfjarðar nema að takmörkuðu leyti, eins og kom fram hjá Sigurði Þórðarsyni, stjórnarformanni, í Mbl. í gær. Töldu forráðamenn fyrirtækisins því ekki lengur fært að halda rekstri togaranna áfram við óbreyttar aðstæður. Togurunum hefur verið lagt og 50 undirmönn- um á togurunum og 150 manns í frystihúsinu verið sagt upp störf- um. Uppsögnin kemur til fram- kvæmda 4. janúar. En hvernig koma þessar upp- sagnir við starfsfólkið? Mbl. hafði samband við nokkra starfsmenn frystihússins í gær. „Það er einfalt mál. Maður fer á hausinn," sagði Örn Rúnarsson. „Þetta kemur sér mjög illa fyrir mig þar sem ég stend í íbúðarkaup- um. Auðvitað mun maður reyna að leita sér að vinnu ef það dregst eitthvað á langinn að byrjað verði aftur, en ég óttast bara að það sé enga vinnu að fá.“ Sofus Berthelsen, starfsmaður frystihússins í 9 ár, var ekki eins svartsýnn: „Þetta kemur ekkert mjög illa við mig persónulega. Ég hef ekki fyrir öðrum en mér og konunni að sjá, þar sem börnin eru vaxin úr grasi. Hins vegar er ég hræddur um að þetta geti komið illa við margt fjölskyldufólk. En það er aldrei að vita hvernig þetta fer. Þetta er sjöunda uppsagnar- bréfið sem við fáum á árinu og þessar uppsagnir hafa ekki allar komið til framkvæmda." Flestir voru þó þeirrar skoðunar að það yrði nokkur bið á því að vinna hæfist aftur. Helga Guðjóns- dóttir og Kristín Jónatansdóttir álitu báðar að það væri langt „frí“ framundan. „Við skulum minnast þess að í janúar sl. var svipað ástand og þá dróst það vel á annan mánuð að vinna hæfist aftur," sagði Helga. „Ég á ekki von á því að það verði neitt öðruvísi núna. Annars er ég, og við flestar sem vinnum hérna, mjög ósátt við að það skuli vera hægt að segja okkur upp með viku fyrirvara. Þetta sýn- ir hvað atvinnuöryggi okkar er lít- Helga Guðjónsdóttir (t.v.) og Kristín Ji meðan þær spjölluðu við blaðamann Ml Örn Rúnarsson og Sofus Berthelsen við kaffiborðið. Sofus er að undirrita áskorun til bæjaryfirvalda og ríkisstjórnarinnar þess efnis, að sjá til þess að fiskvinnslan komist í gang sem fyrst aftur. MorcunhiaAíA/ Krwtján Kinarsson „Omögulegt að spá um hvað þetta ástand varir lengi“, segir Olafur Jó- hannsson trúnaðarmaður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.