Morgunblaðið - 22.01.1983, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 1983
15
Rekstrarhalli Air France
um 820 milljónir franka ’82
Hefur liðlega tvöfaldazt frá árinu á undan
MIKILL halli varð á rekstri franska
ríkisflugfélagsins Air France á síð-
asta ári. Hann meira en tvöfaldaðist
frá árinu á undan. Var um 820 millj-
ónir franskra franka í fyrra á móti
378 milljónum franskra franka árið
1981.
Velta Air France jókst um lið-
lega 15% á síðasta ári og var sam-
tals um 22 milljarðar franskra
franka og farþegaflutningar fé-
lagsins jukust um liðlega 1,9%.
Talsmaður fyrirtækisins sagði,
að bókfært tap félagsins vegna
rekstrar Concorde-þotanna væri
um 15 milljónir franskra franka,
en tapið væri í raun mun meira,
eða allt að 150 milljónum franskra
franka. Franska ríkið fæli tapið af
þeim rekstri í tölum dótturfyrir-
tækja.
Á síðasta ári var aðeins flogið
með Concorde frá París til New
York, en til Washington, Mexico-
borgar, Rio de Janeiro og Caracas
var flogið á öðrum vélum til að
halda niðri óheyrilegum kostnaði.
Air France og British Airways
eru einu flugfélögin í heiminum,
sem fljúga Concorde-vélum og
hafa gert frá því, að þær voru
hannaðar í sameiningu af Bretum
og Frökkum.
IBM óskar eftir framleiðslusam-
vinnu við íslenzk iðnfyrirtæki
IBM á Islandi hefur óskað
eftir þvf við Félag íslenzkra
iðnrekenda, FÍI, að félagið
komi á framfæri áhuga IBM
á að fá framleiddar vörur til
notkunar í tölvur fyrirtækis-
ins, að því er segir í „Á döf-
inni“, fréttabréfi FÍI.
Helzta forsenda fyrir um-
ræddri framleiðslusamvinnu er
sú, að framleiðslusamningur við
IBM fari ekki yfir 20% af veltu
viðkomandi fyrirtækis.
Eftirfarandi listi gefur hug-
mynd um þær vörur, sem um
gæti verið að ræða, en er þó eng-
an veginn tæmandi þannig að
margs konar hlutir aðrir gætu
komið til greina: Snertlur, sjálf-
virkur dreifstöðvabúnaður,
aflúrtök, segulmagnaðar vörur.
spennar, minnisbúnaður, rökrás-
ir, örtölvur, minni, málning og
málningarvinna, kaplasamsafn-
arar, aflúrtök, búnaður fyrir
HALLI á fjárlögum Svisslendinga
var mun minni á árinu 1982 en ráða-
menn höfðu reiknað með í upphafi
árs, og er þetta annað árið í röð, sem
þetta gerist, að sögn svissneska fjár-
málaráðu neytisins.
Skatttekjur svissneska ríkisins
umfram það sem reiknað hafði
loftræstingu, kælibúnaður fyrir
tölvur, plasthlutir, álsteyptir
hlutir, málmþynnuhlutir, inni-
falið framstykki og kassar.
verið með í upphafi árs námu á
síðasta ári í kringum 870 milljón-
um svissneskra franka, sem jafn-
gildir liðlega 81,6 milljörðum ís-
lenzkra króna.
Fjármálaráðuneytið svissneska
segir, að bæði hafi skattar verið
meiri og heimzt betur, en reiknað
var með, og svo hafi það líka kom-
ið til, að eyðsla hafi verið minni,
en búizt hafði verið við. Bráða-
birgðatölur gera ráð fyrir, að hall-
inn hafi verið á bilinu 250—350
milljónir svissneskra franka í stað
1.100 milljóna svissneskra franka,
eins og gert hafði verið ráð fyrir.
Á árinu 1981 var halli á fjárlög-
um Svisslendinga um 173 milljón-
ir svissneskra franka, en við upp-
haf ársins var gert ráð fyrir halla
upp á a.m.k. 1.000 milljónir svissn-
eskra franka.
VIÐSKIPTI
VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF
— umsjón Sighvatur Blöndahl
Mun minni halli á
fjárlögum í Sviss
en reiknað var með
„Euro-bond“-markaðurinn:
Tilkynnt um 1.000 milljón doll-
ara lántökur í liðinni viku
TILKYNNT var um lántökur
upp á liðlcga 1.000 milljónir
Bandaríkjadollara á „Euro-
bond“-markaðnum í síðustu
viku. Sex lánanna voru í
Bandaríkjadollurum, en síð-
an eitt í Kanadadoilurum,
eitt í hollenzkum flórínum og
eitt í vestur-þýzkum mörk-
um.
Fjármálamarkaðsmenn segja
það tilviljun, að langstærstur
hluti upphæðarinnar var í
Bandaríkjadollurum, en þessi
upphæð er einhver sú hæsta, sem
tilkynnt er um í sömu vikunni.
Það vekur athygli, að 100 millj-
ón dollara lán, sem Coca Cola-
fyrirtækið tók, ber 97/8% vexti,
sem eru þeir lægstu á Euro-
bond-láni í Bandaríkjadollurum í
meira en tvö ár. Reyndar í fyrsta
sinn síðan í byrjun árs 1980, að
dollaralán ber vexti undir 10%.
LENSIVATNSSKILJUR
Eissing-lensivatnsskiljur, fyrir allar stæröir frakt- og
fiskiskipa skilja olíu úr lensivatni. Byggöar og afgreiddar
samkvæmt alþjóöakröfum svo og kröfum Siglingamála-
stofnunar íslands. Skiljurnar eru vestur-þýzkar og á
mjög góöu verði.
Atlashf
Armúla 7, sími 26755,
Reykjavík.
jf Eftir nokkrar vikur kemur lóan og vorið. Á meðan
getum við smíðaö fyrir þig sumarbústaö í ramís-
‘ lenskum stíl.
9 Hægt er að fá bæinn með þrem burstum (40 m2),
f tveim burstum (28 m2) eða aðeins miðhúsið (16
Y, <#>.
m Nærri fullbyggður torfbær til sýnis nærri Reykja-
’œY&3vlk' uPP|ýsin9ar 1 símum 74363 og 26356 á daginn
sLl og kvöldin.
J*
Bladburöarfólk
óskast!
JMfógmiÞlfiMb
Vesturbær
Nesvegur frá 40—82
Skerjafjöröur
sunnan flugvallar
Tjarnargata frá 39
Nesvegur frá
Vegamótum
Kópavogur
Lyngbrekka
Austurbær
Freyjugata 28—49
Stórholt
Flókagata 53—69
Úthverfi
Skeiðarvogur
Njörvasund,
Karfavogur