Morgunblaðið - 22.01.1983, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 1983
Atvinnugrein ferðamála —
lífva*nlegur vaxtarbroddur
í þjóðarbúskap framtíðar
Breytt viðhorf kalla á endurmat og ný viðbrögð atvinnugreinar og stjórnvalda
eftir Ileimi Ilannes-
son, formann Feröa-
málaráós Islands
Kynslóðir allra tíma hafa ætíð
átt erfitt með að aðlaga sig og
sætta sig við breytingar, hvort
sem það hefur verið nýr aldarandi,
breytt viðhorf í þjóðfélagsskipun-
inni eða einhverjar þær ytri að-
stæður sem smátt og smátt hafa
knúið á breytta skipun í þjóðfélag-
inu. Velsældarþjóðir Vesturlanda
eiga erfitt með að sætta sig við
óbreyttan eða minnkandi hagvöxt,
minni þjóðarkökur og versnandi
Hfsafkomu. Sama gildir um ís-
lendinga — hér gengur erfiðlega
að fá menn til að taka það alvar-
lega, að menn eyði meiru en aflað
er. Og misvel gengur bæði hjá
landsfeðrum og þjóðinni að eygja
nýja möguleika, sem skapa at-
vinnu og gjaldeyristekjur. Svo
virðist sem nokkurrar hugarfars-
breytingar sé þörf — og endur-
mats á möguleikum okkar og getu.
A.m.k. er það löngu orðið tíma-
bært, að menn freisti þess að líta
lengri veg fram á við og læri af
reynslu þeirra þjóða, sem vel get-
ur gagnað okkur í slíkri framtíð-
arsýn. Því er á þetta minnst hér í
upphafi, sem síðar verður rætt, að
ef til vill standa íslendingar á
meiri tímamótum á ýmsum svið-
um en margir gera sér grein fyrir.
Vera má, að fullsnemmt sé að rita
eftirmæli ársins 1982, en margt
bendir þó til þess, að þau eftir-
mæli muni tengjast nokkrum
breytingum í efnahagslífi okkar
og þar með þjóðfélagsháttum. Það
verður hins vegar undir okkur
sjálfum komið, hvernig við bregð-
umst við þeim nýju viðhorfum
sem við blasa og væntanlega
munu skýrast nánar eftir því sem
tímar líða. Hin nýju viðhorf
snerta mjög atvinnugrein ferða-
mála og það er bæði undir stjórn-
völdum og forráðamönnum at-
vinnugreinarinnar komið, hvernig
og með hvaða hætti hin tiltölulega
unga atvinnugrein muni falla inn í
þjóðarmunstrið á næstu árum, til
dæmis frá síðustu áramótum til
aldamóta, ársins 2000. Sumum
kann að þykja það langur tími, en
hann er þó ekki lengri en það, að
um er að ræða svipaða tímalengd
og starfsemi íslenska sjónvarpsins
fram á þennan dag, sem okkur
virðist sem nýhafin.
Vaxtarbroddur
framtíðar
Eins og síðar verður rakið í
þessu yfirliti má leiða að því sterk
rök, að atvinnugrein ferðamála
geti verið einn lífvænlegasti vaxt-
arbroddurinn í íslensku atvinnu-
lífi á næstu árum og áratugum.
Hafi hvort tveggja í senn góða
möguleika á því að afla þjóðar-
búinu aukinna gjaldeyristekna og
skapa aukna starfsmöguieika
fyrir nýja og uppvaxandi kynslóð.
Það má enn fremur leiða að því
skýr rök, að meðal annars vegna
þess að veruleg fjárfesting hefur
verið í atvinnugreininni á undan-
förnum árum, m.a. með stórauknu
hótelrými, ekki síst víða út um
landsbyggðina, þarf tiltölulega
litla viðbótarfjárfestingu til að
gera atvinnugreininni kleift að
auka umfang sitt verulega bæði
varðandi fjölþætta þjónustustarf-
semi við erlenda ferðamenn jafn-
framt því sem búið er í haginn
fyrir ferðalög Islendinga um eigið
land.
Ferðamál —
félagsleg aðstaða
Það er sérstök ástæða til að
minna á, að það er ekki eingöngu
hlutverk Ferðamálaráðs íslands
að stuðla að ferðalögum erlendra
manna til Islands í viðskipta-
legum tilgangi heldur er það ekki
síður hlutverk ráðsins að stuðla að
og hvetja til ferðalaga íslendinga
um eigið land og standa fyrir
bættri aðstöðu sem víðast um
landið til að auðvelda slík ferða-
lög, sem með hverju árinu eru að
verða æ mikilvægari þáttur í lífi
hvers einasta landsmanns, sem
bæði stafar af auknum frístund-
um, bættum samgöngum og aukn-
um áhuga manna á því að kynnast
eigin landi. Það má enn fremur
minna á, sem er afar mikilvægt
atriði, að í flestum tilvikum stuðl-
ar fjárfesting í ferðamálum að
bættri félagslegri aðstöðu í þeim
'byggðarlögum sem viðkomandi
fjárfesting á sér stað og auðgar
þar með líf þess fólks sem þar lifir
og starfar. Hér mætti rekja mörg
dæmi hringinn í kringum landið
þar sem til dæmis ný hótel hafa
bætt verulega alla félagslega að-
stöðu, stuðlað að auknu menning-
arlífi og þar mætti lengi telja.
Aukin nýting slíkrar fjárfestingar
Heimir Hannesson
„Stefna íslenskra
stjórnvalda er mjög ólík
stefnu flestra stjórn-
valda í nálægum ríkjum,
sem hlúa aö þessari at-
vinnugrein með ýmsum
hætti sem betur mætti
skýra. Stundum virðist,
sem meginstefna ís-
lenskra stjórnvalda sé
sú að skattleggja at-
vinnugreinina sem mest
og því fer fjarri, að
framkvæmdavaldið hafi
fylgt fyrirmælum Al-
þingis um tekjustofn til
þjónustugreinarjnnar,
Ferðamálaráðs Is-
lands.“
stuðlar bæði að auknum tekjum
fyrir viðkomandi byggðarlag og
þjóðarbúið í heild. Þessari stað-
reynd gleyma til dæmis stjórnvöld
of oft þegar ákveðin eru lánskjör
til slíkra framkvæmda, tollastefna
er mótuð og söluskattur ákveðinn
og fleiri tengd atriði.
Tveggja ára þróun
Þegar þessar línur eru ritaðar
liggja ekki fyrir endanlegar upp-
lýsingar um fjölda erlendra ferða-
manna á árinu 1982, en miðað við
þær upplýsingar er fyrir lágu 1.
desember má telja líklegt, að
fjöldi ferðamanna hafi verið
svipaður og á árinu 1981 eða 72 til
73 þúsund. Á árinu 1981 nam
fjölgunin um 8% miðað við fyrra
ár, en gjaldeyristekjur vegna er-
lendra ferðamanna samkvæmt
upplýsingum Seðlabanka íslands
355 millj. kr., en vegna verðlags-
hækkunar í landinu á árinu 1982
má ætla, að aukning gjaldeyris-
tekna verði að minnsta kosti 20%
miðað við árið áður. Þar sem end-
anlegar tölur eru ekki komnar
fyrir árið 1982, en árin að ýmsu
leyti svipuð, er rétt að geta þess að
á árinu 1981 voru gjaldeyristekjur
af erlendum ferðamönnum um
5,4% sem hlutfall af verðmæti
vöruútflutnings landsmanna á ár-
inu 1981, en sambærilegt hlutfall
árið 1980 var 5,2%. Auk þess sem
að framan greinir má geta beinna
tekna ríkissjóðs af ferðamanna-
þjónustunni, sem þekktar eru að
frátöldum söluskatti og öllum
opinberum gjöldum. En sam-
kvæmt fjárlögum ársins 1981 voru
beinar tekjur ríkissjóðs um 45
millj. kr., þar með taldar tekjur af
Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli
og gjald á ferðalög Islendinga til
útlanda, sem er stærsti liðurinn.
Þegar allar staðreyndir um beinar
og óbeinar tekjur ríkissjóðs af
ferðamannaþjónustunni í landinu
eru taldar saman fyrir árið 1981
er áætlað, að þær hafi ekki verið
minni en um 87 millj. kr. Ljóst er
þegar, að tekjur ríkissjóðs af at-
vinnugreininni á liðnu ári hafa
aukist verulega. Hér eru ekki með
taldir innlendir tekjuþættir, sem
eru verulegur þáttur af tekjuöfl-
uninni, heldur eingöngu gerð grein
fyrir gjaldeyrisöfluninni eins og
opinberar tölur Seðlabankans
greina frá. Samkvæmt upplýsing-
um Hagstofu íslands má minna á
að hlutur annarra atvinnugreina í
gjaldeyrisöfluninni var eftirfar-
andi: Sjávarafurðir 78,3%, land-
búnaður 1,4%, iðnaðarvörur 9,5%,
ál og álmelmi 9,7%, annað 1,1 %.
Nýjar ferðavenjur
— ný viðbrögð
Ljóst er, að sú þróun, er greini-
lega kom fram á árinu 1981 og
varðaði ferðavenjur og eyðslu-
hætti erlendra ferðamanna, varð
e.t.v. enn skýrari á árinu 1982.
Þetta hefur m.a. komið fram í því,
að vafalaust vegna verðbólgu-
þróunar bæði hérlendis og í
heimalandi gestsins hefur hin al-
menna regla verið sú, að eyðsla
hefur minnkað. Ódýrari kosturinn
er frekar valinn þegar um fleiri er
að velja, sem m.a. hefur lýst sér í
því að jafnvel yfir hásumarið hef-
ur hótelrými í höfuðborginni ekki
verið nýtt á sama hátt og áður og
menn kjósa ódýrari og einfaldari
veitingastaði. Svo virðist þó sem
hótelnýtingin utan Reykjavíkur
hafi verið betri. Slík þróun hlýtur
að kalla á ákveðin viðbrögð — ný
og ferskari vinnubrögð. Aukið
fjölþjóðlegt ráðstefnuhald hlýtur
að vera eitt virkasta svarið til að
tryKKÍ3 aukna tekjumyndun og
innan tíðar mun Ferðamálaráð
geta skýrt frá nýjum áformum þar
að lútandi, sem innan skamms
tíma munu komast á fram-
kvæmdastig. Alþjóðleg reynsla —
og reyndar okkar eigin, kennir þá
athyglisverðu staðreynd, að ráð-
stefnugesturinn eyðir u.þ.b.
fimmfalt meira en hinn almenni
ferðalangur og er því ekki eftir
litlu að sækjast. Þetta vita ná-
grannaþjóðir okkar, sem um langt
árabil hafa byggt upp myndarlega
ráðstefnuþjónustu í löndum sín-
um, ýmist fyrir frumkvæði stjórn-
valda, ferðamálayfirvalda og/eða
borgaryfirvalda. A.m.k. sá hluti
stjórnkerfisins, sem ráðið hefur
fjármálum hins opinbera á undan-
förnum árum hefur skellt skolla-
eyrum við þessari staðreynd og
látið sem hún væri ekki til svo og
borgaryfirvöld Reykjavíkur, sem
virðast ekki átta sig á því, að höf-
uðborgin er viðkomustaður nánast
hvers einasta erlends ferðamanns,
sem til landsins kemur og skapar
ótöldum rekstri 1 borginni veru-
legar tekjur og þar með sjóðum
borgarinnar.
FerÖaþjónusta
— útflutningur
Atvinnugrein ferðamála er í
raun mjög víðfeðm og nær til
margra þátta í þjóðarbúskap
okkar. Svo víðtæk, að þegar öll
þjónustusvið eru með talin, gætir
þess stundum, að jafnvel sumir
hverjir er starfa innan atvinnu-
greinarinnar gera sér ekki alltaf
grein fyrir því hvar þeir eiga
heima — hvað þá þeir sem utan
starfa. Og atvinnugrein ferðamála
verður að skoða eins og hverja
aðra útflutningsgrein með þeirri
mikilvægu breytingu, að í stað
þess að vörurnar eru fluttar á er-
lendan markað til neytenda þá
koma viðskiptavinir ferðaþjónust-
unnar hingað til lands og kaupa
vörur og þjónustu og ferðast
hingað undantekningalítið með ís-
lenskum samgöngutækjum. Fróð-
legt væri að reikna það dæmi til
enda, hversu margar niður-
greiðslukrónurnar neysla erlendra
ferðamanna, til dæmis á lamba-
kjöti, hefur sparað þjóðarbúinu á
undanförnum árum. Þetta er stað-
reynd, sem allt of fáir gera sér
grein fyrir og jafnvel leiða ekki
hugann að.
Forsenda samgöngu-
kerfis við útlönd
Samgöngumál okkar íslendinga
eru samofin islenskum ferðamál-
Vondur málstaður
eftir Erlu
Hjarnadóttur
Samtök sveitarfélaga Vestur-
lands skoruðu nýverið á ríkis-
stjórnina að mótmæla samþykkt
Alþjóðahvalveiðiráðsins um bann
við hvalveiðum. Þá hefur Eiður
Guðnason alþm. lagt fram á Al-
þingi tillögu til þingsályktunar
um að þessari áflcorun verði hlýtt.
Hvatningu um að svíkjast undan
merkjum, þegar á reynir í stað
þess að takast á við vandann.
Þetta er vondur málstaður, sem
vonandi fær ekki brautargengi.
Samtökin rökstyðja mál sitt
með því, að vel og skynsamlega
hafi ávallt verið staðið að veiðum
frá hvalstöðinni í Hvalfirði.
Ennfremur, að ósannað sé, að
„Hvali þurfum viö ekki
aö drepa. AÖ vísu fáum
við fyrir þá bíla, sjón-
vörp, „græjur“ og fleira
dót frá Japan, en er
okkur sama hvernig við
öflum okkur þessa mun-
aðar.“
hvalastofnar við ísland séu of-
veiddir.
Vitneskja manna um hvali er
bæði rýr og gloppótt. Um þá, sem
veiðast hér við land gildir engin
undantekning. Nógu traustar upp-
lýsingar liggja ekki fyrir til þess
að hægt sé að sanna eða afsanna
ofveiði. Það eru því orðin tóm að
guma af skynsamlega rekinni
hvalaútgerð að svo stöddu.
Markmiðið með hvalveiðibanninu
er einmitt að fylla í eyður og auka
við upplýsingar. Ráðgert er að láta
fara fram allsherjar rannsóknir á
útbreiðslu hvalastofna, stærðum
þeirra, ferðum og aldurssamsetn-
ingu.
Þeir menn eru ótrúlega forhert-
ir sem haida því fram, að hval-
veiðar okkar séu til fyrirmyndar.
Að vísu erum við ekki í hópi skæð-
ustu hvaladrápara heims, en við
eigum sitthvað á samviskunni. Til
að mynda héldum við áfram að
ofveiða steypireyðina allt til árs-
ins 1960 þrátt fyrir að aðrar
hvalveiðiþjóðir Norður-Atl-
antshafsins samþykktu friðun
hennar þegar árið 1939 vegna út-
rýmingarhættu. Enn er ekki útséð
Krla Bjarnadóttir.
um hvort þessi hvalategund nær
að rétta við.
Nú erum við orðin eina þjóðin í
heiminum, sem ennþá veiðir lang-
reyði og eina þjóðin í Norður-Atl-
antshafi, sem veiðir sandreyði, en
flestir stofnar þessara hvala hafa
verið friðaðir vegna ofveiði. Um
sandreyðina hér við land er sára-
lítið vitað, en margt bendir til þess
að langreyðurin sé ofveidd. Nægir
að benda á að kynþroskaaldur
hennar hefur lækkað úr 11 í 8 ár
frá því veiðar hófust 1948, en
lækkun kynþroskaaldurs er talin
óbrigðul vísbending um ofveiði.
Meðalaldur búrhvala við ísland
fer sílækkandi. Sl. 20 ár hefur
hann lækkað úr 40 árum í 27. Lýs-
isafurðir hafa minnkað um 25% á
hval. Gæti þetta ekki bent til þess
að verið sé að ganga á stofninn?
Heyrst hafa gagnrök þess efnis,
að veiðar hafi haldist stöðugar frá
upphafi, en því er til að svara, að
hvalveiðar dragast ekki saman
smátt og smátt heldur hrynja þær
skyndilega, eins og gerist með
síldina og loðnuna. Hvalir eru
hópdýr og við höfum ekki hug-
mynd um hvenær við erum að ráð-
ast á síðasta hópinn.
í greinargerð, sem fylgdi tillögu
Eiðs til þingsályktunar, gefur