Morgunblaðið - 22.01.1983, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JANUAR 1983
19
um og framkvæmd þeirra og líka í
þessu tilviki eru býsna margir,
sem gera sér ekki grein fyrir mik-
ilvægi ferðamála fyrir samgöngu-
kerfi okkar og er hér átt bæði við
tengsl okkar við útlönd í alþjóða-
fluginu svo og innanlandsflugið og
fjölmarga aðra samgönguþætti
innanlands. Stundum segja ein-
faldar tölur meira en margar ræð-
ur eða greinar. Á liðnu ári komu
um 72 þúsund ferðamenn til
landsins, flestir með áætlunar-
flugi eða leiguflugi.
Sé flugfloti í eigu Flugleiða hf. í
alþjóðaflugi athugaður kemur í
ljós að hann hafði í allt á því ári
um það bil 1412 sæti eða að meðal-
tali 201 pr. flugvél. Um er að ræða
7 þotur eða 4 DC8-þotur og 3
Boeing-þotur. Athuga ber í þessu
sambandi að hluti af þessum
flugflota var bundinn erlendis í
leiguflugi fyrir erlenda aðila og
flaug því ekki beinlínis í þágu ís-
lenskra ferðamála að öllu leyti á
árinu. Það er íhugunarefni að
velta því fyrir sér hvaða þýðingu
það hafði fyrir flugsamgöngur til
Isiands og umheimsins að selja
um 72 þúsund erlendum ferða-
mönnum sæti til og frá landinu.
Miðað við sætaframboðið 201 sæti
í hverri ferð þýðir það hvorki
meira né minna en 358 ferðir á ári
til og frá landinu sé eingöngu mið-
að við erienda ferðamenn, eða nær
eina ferð á degi hverjum. Miðað
við sameiginlegan flugflota í eigu
Flugleiða og Arnarflugs verða
sætin í heild 1561 og miðað við
sömu forsendur yrðu meðaltals-
sætin 195 og ferðirnar á árinu 369.
Kæmu hins vegar til dæmis á
næsta ári um eitt hundrað þúsund
erlendir ferðamenn myndi það
jafngilda því, að þeir fylltu 497
flugvélar til og frá landinu miðað
við sætaframboð Flugleiða, en 512
ferðir miðað við sætaframboð beg-
gja flugfélaganna. Mundi þetta
jafngilda um það bil 1,4 flugferð-
um til eða frá landinu á dag.
1,3 flugferðir á dag
Hér hefur verið reiknað með
100% nýtingu í öllum tilvikum,
sem ekki er raunsætt. Sé sæta-
framboð minnkað, sem nemur
sætafjölda þeirrar Boeing-þotu
Flugleiða sem est hefir verið í
leiguflugi erlendis og sætanýting
beggja flugfélaganna miðuð við
75% allt árið hefðu 72 þúsund er-
lendir ferðamenn staðið undir 471
flugferð til og frá landinu, eða
u.þ.b. 1,3 flugferðir á dag að með-
altali allt árið um kring. Hætt er
við að samgöngukerfi okkar við
útlönd væri slitrótt og fjárhags-
lega erfitt, ef ekki kæmu til þeir
erlendu gestir okkar, sem árlega
vilja heimsækja okkur og gæti
farið fjölgandi.
Með þessu er ljóst, að koma er-
lendra ferðamanna hingað til
iands hefur verið og er algjört
grundvallaratriði að baki þeirri
þróun í ferðamálum, sem átt hefur
sér stað á undanförnum árum og
hefur verið forsenda þess sam-
göngukerfis er íslendingum hefur
tekist að byggja upp til og frá
hann í skyn: að þær þjóðir innan
Hvalveiðiráðsins, sem ekki stunda
hvalveiðar, beri stærsta ábyrgð á
banninu. Það skyldi engan undra.
Þær eru ekki blindaðar af gróða-
fíkn þeirra, sem hvalina drepa og
geta því horft skyggnum augum á
málið frá fleiri sjónarhornum.
Málið á sér líka aðra hlið en þá,
sem að nýtingu hvala snýr — síst
veigaminni. Hún beinist að friðun
þeirra af mannúðarhugsjón. Við
skulum horfast í augu við þá stað-
reynd, að náttúru- og dýravernd
eykst stöðugt fylgi, ekki síst
hvalavernd og þeirri stefnu verður
ekki breytt nú, hvort sem mönnum
líkar betur eða verr. Hætt er við
að meira tapist en vinnist ef við
virðum ekki samþykktina um
hvalveiðibannið. Á það hafa sam-
tök fiskframleiðenda nýlega bent
með rökum.
í viðtali við síra Jón Einarsson í
Saurbæ á Hvalfjarðarströnd
kemst hann svo að orði: „Æski-
legast er að þurfa ekkert dýr að
drepa, en annað er óraunhæft og
þar eru hvalveiðar ekkert verri en
landinu. Eina færa leiðin til að
takast megi að tryggja viðunandi
samgöngur til og frá Islandi er, að
aukning verði í ferðamálum eða að
minnsta kosti verði vel haldið í
horfinu. Þróun ferðamála og sam-
göngumála er svo samofin, að ekki
verður á milli skilið.
Ný viðhorf — framhald
velferðarþjóðfélags
Fyrr í þessu spjalli var rætt um
ár breytinga og nýrra viðhorfa.
Það kom skýrt í ljós á árinu 1982,
þó að aðdragandinn hafi verið
nokkuð lengri, að það brestur í
stoðum ýmissa hinna hefðbundnu
atvinnuvega okkar. Sölukreppa er
á flestum sviðum á útflutningsaf-
urðum og erfiðleikarnir hrannast
upp. Það kemur smám saman í
ljós, að ekki er alveg gefið, að það
velferðarþjóðfélag, sem hér hefur
byggst upp á skömmum tíma, liggi
ætíð fyrir á einskonar sjálfvirku
færibandi.
Ekki síst við þær aðstæður, sem
hefur verið lýst, er enn ríkari
ástæða til þess, að vel verði kann-
að með hvaða hætti við íslend-
ingar getum byggt upp og viðhald-
ið því velferðarþjóðfélagi, sem
flestir taka nú sem sjálfsögðum
hlut. Á því leikur enginn vafi, að
ferðaþjónustan, atvinnugrein
ferðamála, er sú atvinnugrein,
sem í raun er vaxandi útflutnings-
grein og hefur möguleika á því að
verða einn af vaxtarbroddum í at-
vinnulífi okkar.
Það er bæði undir stjórnvöldum
og atvinnugreininni sjálfri komið,
að hverju skal stefnt og hversu
hratt, en það er tvímælalaust
skylda stjórnvalda eins og málum
er háttað í þjóðfélagi okkar í dag
og þjóðarbúskap að leita allra
mögulegra leiða til að treysta þær
undirstöður, sem fyrir eru. At-
vinnugrein ferðamála er ein
þeirra. Væri til dæmis jafnvirði
1—2 ára tapgreiðslna vegna
opinberrar aðildar að einni járn-
blendiverksmiðju varið til ferða-
mála, gæti það skipt sköpum fyrir
framtíðaruppbyggingu og vöxt at-
vinnugreinarinnar í a.m.k. áratug
eða lengur og myndi lægri upphæð
sennilega nægja.
Það sem mestu máli skiptir er,
að atvinnugreinin er gjaldeyris-
skapandi, þar sem margvísleg
þjónusta er aðaluppistaðan í
þeirri markaðsvöru, sem í boði er.
Þó að því séu viss mörk sett,
hversu langt við viljum ganga og
hversu hratt — og það er heldur
ekki alltaf undir okkur sjálfum
komið — höfum við þó að flestu
leyti aðstöðu til að hafa þar veru-
leg áhrif á. Það kemur meðal ann-
ars til athugunar áhersla land-
kynningar og markaðssóknar í
þágu ferðamála annars vegar, en
hins vegar uppbygging móttök-
unnar. Hér koma að sjálfsögðu til
greina sjónarmið náttúruverndar
og umhverfisverndar, en í raun
fara saman hagsmunir ferðaþjón-
ustu og náttúruverndar, þó að
skapast geti tilvik þar sem
árekstrar verða. Það eru þó, sem
betur fer, undantekningartilvik.
Forsendur og stefnu-
mörkun atvinnugreinar
Undanfarna mánuði hefur verið
lögð í það ítarleg vinna að fjalla
um forsendur og framtíðarþróun
íslenskra ferðamála.
Er það gert að frumkvæði
Ferðamálaráðs, en samkvæmt
ákvörðun samgönguráðuneytisins,
sem fúslega féllst á að koma þess-
ari mikilvægu stefnumörkun og
gagnasöfnun af stað. Er þess að
vænta, að samstarfsnefnd skili
skýrslu sinni á fyrri hluta þessa
árs, en hana skipa skrifstofustjóri
samgönguráðuneytisins, markaðs-
stjóri Ferðamálaráðs og hagfræð-
ingur Framkvæmdastofnunar,
sem ennfremur hefur sýnt máli
þessu áhuga í verki með því að
leggja samstarfsnefndinni til góð-
an starfsmann. Er þess að vænta,
að niðurstöður nefndarinnar verði
grundvallarplagg varðandi alla
stefnumótun í ferðamálum fyrir
næstu framtíð.
Opinbert fálæti
Af hálfu Alþingis og stjórn-
valda skortir mjög skilning á gildi
ferðamála fyrir íslenskan þjóðar-
búskap og þróun hans á næstu ár-
um og tengslum ferðaþjónustu
meðal annars við okkar eigin sam-
göngukerfi, líftengsl okkar við
umheiminn. Stefna íslenskra
stjórnvalda er mjög ólík stefnu
flestra stjórnvalda í nálægum
ríkjum, sem hlúa að þessari at-
vinnugrein með ýmsum hætti sem
betur mætti skýra. Stundum virð-
ist, sem meginstefna íslenskra
stjórnvalda sé sú að skattleggja
atvinnugreinina sem mest og því
fer fjarri, að framkvæmdavaldið
hafi fylgt fyrirmælum Alþingis
um tekjustofn til þjónustugreinar-
innar, Ferðamálaráðs íslands. Það
er býsna löng saga, sem ef til vill
verður vikið að síðar á þessum
vettvangi eða öðrum.
Það er óbifandi sannfæring mín,
að takist að vinna ferðaþjónust-
unni enn aukinn sess í íslensku
atvinnulífi og gera ferðamálin að
virkara afli í þjóðfélaginu og vit-
und þjóðarinnar, munum við búa í
betra þjóðfélagi en við gerum í
dag með þróun atvinnugreinar,
sem bæði á sér þjóðlegar og al-
þjóðlegar rætur, tryggir sam-
gönguöryggi okkar og auðgar líf
þjóðarinnar með fjölbreyttum og
lífrænum störfum innan atvinnu-
greinar, sem hvorttveggja er í
senn víðfeðm, en getur um leið
fallið eðlilega að æskilegum vaxt-
arhraða í þjóðfélagi okkar. I þjóð-
félagi okkar í dag eru fá verkefni
jafn aðkallandi og víst er, að at-
vinnugreinin í einu eða öðru formi
snertir líf hvers einasta íslendings
í landinu næstum því á hverjum
degi ársins.
Ferðamálaráð íslands óskar öll-
um þeim, sem með margvíslegum
hætti studdu að framgangi ís-
lenskra ferðamála á árinu 1982
gleðilegs árs og alls hins besta á
nýju ári svo og Islendingum öllum.
í janúar 1983,
Heimir Hannesson.
margt annað, sem við þurfum að
gera.“
Þetta er rangt hjá prestinum.
Hvali þurfum við ekki að drepa.
Að vísu fáum við fyrir þá bíla,
sjónvörp, „græjur" og fleira dót
frá Japan, en er okkur sama
hvernig við öflum okkur þessa
munaðar? Ég þori að fullyrða, að
hvalveiðar séu margfalt ógeðslegri
en flest annað dýradráp sem um
getur.
Við veiðar stórhvela er notaður
sprengjuskutull með áfastri línu,
sem skotið er úr fallbyssu. Oddur
skutulsins vegur 55 kg. Lögun
hans minnir á regnhlíf, með klær
sem opnast, þegar þær koma í
hold dýrsins. Fremst er sprengju-
hleðsla, ca. 9 kg á þyngd, tímastillt
þannig, að hún springur og sundr-
ast í smá flísar u.þ.b. 3 sekúndum
eftir að skutullinn lendir í hvaln-
um. Þegar búið er að skjóta hval-
inn, heldur skipið áfram skriðinu
og dýrið fer aftur fyrir það. Þá er
sett í aftur á bak og hvalurinn
dreginn með spilinu upp að kinn-
ungnum. Ef hann er enn á lífi, er
skotið í hann svonefndum „dráp-
ara“, en það er sprengjuskutull
sem einungis er ætlaður til þess að
drepa hyalinn og því ekki með
línu. Allt að 20 mínútur getur tek-
ið að koma dráparanum í dýrið, en
5—7 mínútur mun vera algengast.
Enginn hugsandi maður með
vott af mannúðartilfinningu
kemst hjá því að skynja hversu
grimmdarlegt þetta dráp er. Jafn-
vel þótt hvalurinn deyi samstund-
is, þarf ekki annað en að leiða
hugann að aðdragandanum, elt-
ingarleiknum, ótta og angist dýrs-
ins meðan á honum stendur, svo
ekki sé minnst á þau tilfelli þegar
einn skutull nægir ekki. Þá verður
dýrið að kveljast af hroðalegum
áverkum meðan það er dregið á
spilinu upp að síðu skipsins þar til
unnt er að skjóta í það dráparan-
um.
Enn hefur engin aðferð verið
fundin upp til þess að drepa þessi
dýr á mannúðlegan hátt og ætti sú
ástæða ein að nægja til þess að
þjóð, sem lifir í allsnægtum láti
þau í friði.
Toyota Hi-Ace
dísel ekinn aöeins 3000 km. Bíll sem lítur út sem nýr
aö utan sem innan. Til sýnis og sölu í dag og næstu
daga.
Uppl. hjá Saab-umboöinu Töggur hf.
Bíldshöföa 16,
símar 81530 og 83104.
Sunnlendingar
Viö hvetjum stuöningsfólk
Sjálfstæöisflokksins til þátttöku
í prófkjörinu um helgina.
Tryggjum Guömundi Karlssyni,
alþingismanni, öruggt sæti.
Studningsmenn
Til leigu
Verslunar- og skrifstofu-
húsnæði
í Hafnarstræti
275 fm jaröhæö.
365 fm 2. hæö.
265 fm 3; hæö.
265 fm 4. hæö.
Möguleiki aö skipta hæöum í smærri einingar.
Tilboð óskast send augl.deild Mbl. fyrir 28. janúar
merkt: „V-S — 469“.
5 au Iterkur og 9 hagkvæmur glýsingamiöill!
p rnMrn