Morgunblaðið - 22.01.1983, Side 21

Morgunblaðið - 22.01.1983, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 1983 21 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir FRANCIS X. CLINES • Yasuhiro Nakasone, forsætisráðherra Japan. Japan hefði hernaðarlega burði til að verja sig fyrir árásum. Sagði forsætisráðherrann að Japanir myndu halda fast við fimm ára áætlun sem í gangi er, en í henni felst að Japanir treysta varnir sínar, einkum á sjó og í lofti. „Hervæðing okkar mun þó aldrei fara út fyrir það sem kveðið er á í stjórnarskrá okkar,“ sagði Nakasone og átti við, að því að talið er, að Japanir vilja ekki verða svo gráir fyrir járnum að þeir treysti sér til að ráðast á aðrar þjóðir að fyrra bragði. Hvað varðar efnahagsmál, frekar en rætt hefur verið, þá sagði Nakasone, að Japanir væru að íhuga að draga enn frekar úr bifreiðasölu til Bandaríkjanna til þess að bandarískur bílaiðn- aður ætti greiðari leið upp úr ógöngum sínum. Þetta væri þó alls ekki endanlega ákveðið. Að- spurður neitaði forsætisráðherr- ann því að Japanir höguðu stöðu yensins eins og seglum eftir vindi til þess að halda því í hag- stæðu ásigkomulagi. Hann var einnig spurður af fréttamönnum >hvort tekið yrði fyrir tollaslak- anir á bandarískum vindlingum eins og íað hefur verið að í Jap- an, til að bæta stöðu einkasölu- aðila í Japan. Þessu svaraði hann neitandi, enda yrði slíkt spor í ranga átt og ekki í anda þeirra umræðna sem hann hefði átt við Reagan. Þrátt fyrir efna- hagslega velgengni, hefur við- skiptahalli Japana verið nokkur og Nakasone lýsti þeirri von Japanir boða tilslakanir á tollum og innflutningshöftum — einnig batnandi samskipti við Bandaríkin Yasuhiro Nakasone forsætisráðherra Japans hefur setið fundi með Ronald Reagan Bandaríkjaforseta að undanlornu og hafa þeir rætt sam- búð og samvinnu þjóðanna. Eftir fundahöldin sagði Ronald Reagan við fréttamenn, að viðskiptahömlur þær sem Japanir hafa í heiðri, innlendri framleiðslu til framdráttar, hvíldu þungt á batnandi samskiptum. Hins vegar sagði hann að þeir hefðu ákveðið að leggja mikla áherslu á næst- unni á betri varnir og umfangsmeiri vopnabúr Japana, einnig möguleik- ann á þvi að Japanir fengu ítök í olíulindum í Alaska, en á því eru þeir sagðir hafa mikinn hug. A móti verða þó að koma viðskiptalegar tilslak- anir frá Japönum, en þeir hafa verið Bandaríkjamönnum, svo og flestum öðrum, afar erfiðir. Tækniþekking og þróun hefur orðið til þess að stáliðnaður, svo sem bifreiðaframleiðsla, á undir högg að sækja í Banda- ríkjunum, einungis vegna þess hversu framarlega Japanir standa í þeim efnum. Auk þess hafa Japanir verið frægir fyrir verndaraðgerðir sínar um eigin framleiðslu og hafa alls kyns höft og verndartollar tröllriðið inn- flutningi frá öðrum þjóðum, ekki síst Bandaríkjunum. Nakasone lét í ljósi skilning og samúð með bandaríska iðnaðinum sem svo mjög líður fyrir yfirburði Japana á því sviði. En þrátt fyrir að banda- rískir ráðamenn hafi varla linnt mótmælum sínum og yfirlýsing- um við þrákelkni Japana meðan á heimsókn Nakasone stóð, var- aði hann Bandaríkin við því að grípa til eigin verndaraðgerða á þeirri forsendu að þrátt fyrir allt væru Japanir að draga úr tollum og höftum, og umfang þeirra aðgerða væri meira held- ur en hjá öðrum þjóðum þó hægt gengi. „Ef Bandaríkin færu að beita gagnaðgerðum, myndi allt fara í baklás með okkar tilslak- anir, því að því fer fjarri að slak- anir okkar séu vilji allra Japana. Reagan gerir sér grein fyrir því að þetta er viðkvæmt mál fyrir Nakasone og hann fór varlega í yfirlýsingum sínum eftir funda- höldin. Lagði hann mikla áherslu á þau bönd sem myndast hefðu persónulega milli sín og Nakasone, en einnig að hann gerði sér fulla grein fyrir því að tilslakanirnar yrðu að fara fram hægt og rólega vegna innan- hússmála Japana sjálfra. Hann gaf þó í skyn að Bandarikja- stjórn myndi þrýsta hæfilega á japönsk stjórnvöld ef þeim þætti málið ganga of hægt. „Ekkert myndi endurspegla betur einlægan vilja hinna jap- önsku viðskiptavina okkar til til- slakana en áþreifanlegar aðgerð- ir af þeirra hálfu," sagði Reagan og gaf í skyn að Bandaríkja- stjórn vænti róttækari aðgerða Japana en verið hafa. Nakasone var afar orðvar við fréttamenn og þykir ljóst að ákvarðanir fundarins voru fáar, fyrst og fremst hafi verið um þreifing- arviðræður að ræða. Hann lét þó hafa eftir sér að hann væri ánægður með samtöl sín við Reagan, þau hafi verið afar gagnleg, sérstaklega með frekari viðræður og samskipti í huga. Varnarmál bar á góma og sagði Nakasone að það væri stefna Japana að leggja sitt af mörkum að friður haldist í heiminum, en forsenda fyrir friðnum væri að sinni að hægt væri að slétta hann út ef efnahagslíf Banda- ríkjanna næði sér á strik á ný. Og því væru Japanir tilbúnir til ýmissa tilslakana. Olíumálið var einnig rætt og líklega verða skipaðar nefndir til að greiða úr því máli. Eitt aðal- málið og það sem gæti staðið samvinnu Japans og Bandaríkj- anna fyrir þrifum, er sú klausa í bandarískum lögum, að olíuauð Alaska megi eingöngu nota í þágu Bandaríkjanna, þ.e.a.s. ein- ungis má selja olíuna innan- lands. Það að nefndir verði skip- aðar er sigur út af fyrir sig fyrir Nakasone, því olíumálið hefur áður borið á góma milli þjóð- anna, en rekspölur aldrei komist á. Olían er það eina sem Japanir hafa umtalsverðan áhuga á í eigu Bandaríkjanna. Eins og fram hefur komið, er varla hægt að tala um fund Nakasone og Reagans sem tímamótafund. Viðræður þeirra voru þó án nokkurs vafa afar gagnlegar og nauðsynlegar, þar sem dálitill kuldi hefur verið í samskiptum þjóðanna. Nakas- one sagðist fyrir sitt leyti þakka fyrir opinskáar og jákvæðar við- ræður. „Við getum komið á eðli- legum og gagnlegum samskipt- úm með viðræðum og vinsamleg- um og gagnkvæmum samskipt- um. Það væri heiminum til góða, því bæði Bandaríkin og Japan eru voldug lýðræðisríki," sagði hann. Reagan tók í sama streng. „Við verðum að bæta samskipt- in, lönd okkar eru mestu iðnríki hins frjálsa heims og mikilvægt að með þeim sé vinátta." Byggt á AP o.fl. Þýð. — gg. ALLTAF Á SUNNUDÖGUM siSéa OG EFMISMEIRA BLAÐ! ÞAR KJAFTAÐI Á MÉR HVER TUSKA — rætt viö Eggert Þorleifsson RAFMAGNSBÍLAR — rætt viö Gísla Jónsson, prófessor PINK FLOYD — VEGGURINN — verður sýnd á næstunni ÆRSLAFULLUR INDÍÁNAHÖFÐINGI — um ungdómsár og æsku Hitlers BYLTINGIN SKOLLIN Á — starfsval kvenna LANDGRUNNSLÖGIN MÓTUÐU STJÓRNLIST í LANDHELGISMÁLINU — rætt við Hans G. Andersen IFK GAUTABORG — knattspyruliðið Sir RALPH RICHARDSSON — svipmynd á sunnudegi ÍSLANDSMYNDIR OG ÍSLANDSKORT — litið inn hjá Magna R. Magnússyni VESTMANNAEYJAR — 10 ár frá gosinu ÞEIR ÉTA IÐULEGA MEÐ OKKUR — hrafnar á Kleifaheiði VERÖLD — POPPOPNA — POTTARÍM — REYKJAVÍK- URBRÉF — Á DROTTINS- DEGI — Á FÖRNUM VEGI — VELVAKANDI Sunnudagurinn byrjar á síðum Moggans

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.