Morgunblaðið - 22.01.1983, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 1983
27
fliwnci
PINGMÁL
Fyrsta þingvikan á nýju ári:
„Gæfuleysið féll að síðum“
ALI>INGI íslendinga kom saman til
starfa sl. mánudag eftir fjögurra
vikna þinghlé. Send var út dagskrá
fyrir fundi í sameinuöu þingi og
báðum þingdeildum. Eitt mál var á
dagskrá hvers fundar. þau voru öll
tekin af dagskrá og fundir féllu
niður. Hinsvegar þinguðu þing-
flokkar um kjördæmamálið.
Það fór út af fyrir sig vel á því
að kjördæmamálið setti svip á
fyrsta starfsdag þingsins. Engu
að síður var það táknrænt fyrir
stjórn- og starfsleysi þess, það
sem af er vetri, að öll dagskrár-
mál fyrsta starfsdagsins voru sett
í salt. Árni Gunnarsson, þingmað-
ur Alþýðuflokks, sagði efnislega í
umræðu síðar í vikunni, að þetta
þing hefði nákvæmlega ekkert
unnið, þjóðfélagið er að fara á
hausinn utan þingveggja, en inn-
an þeirra horfðu menn í gaupnir
sér; það er að verða vanvirða að
taka þátt í þessum skrípaleik. Hér
er að vísu of fast að orði kveðið,
en enganveginn út í hött.
Bráðabirgðalög ríkisstjórnar-
innar frá í ágústmánuði sl., sem í
öllum efnisatriðum eru komin til
framkvæmda, komu fyrst á
dagskrá neðri deildar á þriðjudag.
Þingmenn Sjálfstæðisflokks
kröfðust upplýsinga af sjávarút-
vegsráðherra, hvers efnis boðuð
breytingartillaga hans í sjónvarpi
við bráðabirgðalögin væri. Þeir
töldu jafnframt óhjákvæmilegt að
ráðherrar gæfu skýrslu um fram-
kvæmd „láglaunabóta", sam-
kvæmt bráðabirgðalögunum, sem
farið hefði meir en lítið úr bönd-
um að dómi talsmanna úr verka-
lýðshreyfingu. Þá töldu þeir
skorta á upplýsingar um nýtt við-
miðunarkerfi (vísitölugrundvöll),
hvern veg það mál stæði, en þing-
menn Framsóknarflokks hefðu
hengt hatt sitt á það, að það mál
fengi afgreiðslu samhliða bráða-
birgðalögunum.
Sjálfstæoismenn fóru fram á
frestun umræðunnar til mánu-
dags vegna ónógra upplýsinga,
enda tefði sá frestur framgang
málsins ekki, þar að bæði formað-
ur og varaformaður viðkomandi
þingnefndar væru erlendis.
Nefndin tæki málið ekki fyrir
hvort eð væri fyrr en eftir helgi.
Buðust sjálfstæðismenn til að sjá
svo um að málið kæmizt klakk-
laust til nefndar á mánudag, ef
sætzt yrði á frestinn. Formenn
annarra þingflokka og forsetar
þingsins töldu þessa beiðni eðli-
lega, en forsætisráðherra hafnaði.
Hans viðhorf var, að málið hefði
fengið nægan undirbúning en
formaður þingflokks sjálfstæð-
ismanna, Olafur G. Einarsson,
vildi eingöngu „tefja málið af sér-
stökum ástæðum sem öllum eru
kunnar", eins og hann komst að
orði. Ýmsir tengdu þessi orð því
að Siggeir Björnsson, varamaður
Eggerts Haukdal, situr á þingi
þessa dagana. Þess vegna telji
forsætisráðherra æskilegt að
hraða því nú, þó að það hafi haft
hægagang í þinginu í tvo mánuði.
Birgir ísleifur Gunnarsson (S)
sagði frið rofinn um störf þessa
þings með synjun forsætisráð-
herra og væri ekki á bætandi
verklag þingsins, en verkstjórn
ríkisstjórnarinnar hefði með öll-
um brugðizt.
Frumvarp ríkisstjórnarinnar
um nýtt 4% útflutningsgjald af
sjávarafurðum, til viðbótar 5,5%
gjaldi sem fyrir er, framlengingu
7% olíugjalds fram hjá skiptum,
olíusjóð og millifærzlu fjármuna í
sjávarútvegi mætti harðri and-
stöðu í þinginu sem og í þjóðfélag-
inu.
Matthías Á. Mathiesen (S) var
talsmaður Sjálfstæðisflokks í um-
ræðunni. Taldi hann hér horfið að
millifærsluleið, sem kostað hafi
bæði fyrirhöfn og fórnir að fá af-
numda á liðnum áratug, og allir
hagsmunaaðilar i sjávarútvegi
væru andvígir.
Lárus Jónsson var talsmaður
Sjálfstæðisflokksins í efri deild er
bráðabirgðalögin voru afgreidd
frá deildinni. Hann vakti athygli
á því að þrátt fyrir 17% verðbóta-
skerðingu 1982 og niðurgreiðslu
vísitölu um 6% fyrri hluta ársins
hefði vöxtur verðbólgu frá upp-
hafi til loka sl. árs verið 62% á
mælikvarða framfærsluvísitölu.
Viðskiptahalli og erlendar skuldir
færu vaxandi, sömuleiðis ríkis-
útgjöld og skattheimta, en þjóðar-
framleiðsla, þjóðartekjur og
lífskjör rýrnuðu. Langvarandi
taprekstur atvinnuvega væri far-
inn að segja til sín í atvinnuleysi
og sparnaður hefði dregizt svo
saman að nálagðist hrun í pen-
ingakerfinu.
Á fimmtudag komu til umræðu
tvær tillögur um stefnumörkun í
landbúnaði.
Egill Jónsson (S) benti á að í
stjórnarsáttmála frá í febrúar
1980 væri fram tekið, „að stefnan
í landbúnaðarmálum verði mörk-
uð með álytkun Alþingis ...“ Til-
laga frá hendi stjórnarinnar um
slíka stefnumörkun hefði þó ekki
komið fram fyrr en á síðasta degi
síðasta þings. Hinsvegar hefðu
sjálfstæðismenn flutt tillögu um
þetta efni á fjórum þingum nú.
Hún hefði hlotið góðar undirtekt-
ir fagaðila í landbúnaði. Enda þó
tillaga stjórnarinnar fari um
sumt í fótspor tillögu okkar
sjálfstæðismanna, sagði Egill, er
hún óljósari, fjallar ekki um
framleiðslumarkmið, ekki er tek-
izt á við framleiðsluvandann og
ekki fjallað um framleiðsluskil-
yrði. Egill lagði áherslu á svæða-
skipulag, virkara greiðslu- og
rekstrarfjárfyrirkomulag, nýj-
ungar í landhúnaði og heimildir
til ráðstöfunar á hluta útflutn-
ingsfjár til að ná niður fram-
leiðslukostnaði, sem lækkaði þörf-
ina fyrir útflutningsbætur um
leið. Landbúnaðurinn hefur sjald-
an verið jafn illa staddur og nú í
lok ferils þessarar ríkisstjórnar,
sagði Egill.
Pálmi Jónsson, landbúnaðar-
ráðherra, taldi hinsvegar að land-
búnaðurinn hefði tekið á sig sam-
drátt í heföbundnum búgreinum,
auk þess sem siðustu ár hefðu verið
hörð og köld. Bændur byggju því við
misjafna afkomu. En margt væri
öðru vísi í þjóðfélaginu, sagði ráð-
herra, hefðu aðrar stéttir tekið með
sama hætti á vandamálum sínum.
Þessi fyrsta þingvika speglar ekki
björgulegan þjóðarbúskap. Þaðan af
síður sýnir hún samstætt þing. Rík-
isstjórnin hefur ekki lengur starf-
hæfan þingmeirihluta.
Stefán Jónsson, þingmaður Al-
þýðubandalags, segir í blaðagrein
í vikunni: „Dagar ríkisstjórnar-
innar eru taldir. Það lýsir heilsu-
fari hennar bezt að nánasta
skyldulið hennar virðist nú bíða
útfarardagsins með engu minni
óþreyju en andstæðingarnir."
Þegar svo er í pottinn búið í þing-
liði stjórnarinnar er ekki von á
góðu, varðandi starfsárangur.
Þjóðarbúskapurinn sýnist kom-
inn í húsgangsklæði. Þingheimur,
sem þrátt fyrir allt samanstendur
af velgerðum einstaklingum, er í
pólitískri sjálfheldu. Staðan kall-
ar fram í hugann lýsingu Bólu-
Hjálmars á Sölva Helgasyni fyrr
á tíð, sem Iyktaði á orðunum
„gæfuleysið féll að síðurn". Þjóðin
verður að grípa inn í myndina
með nýjum kosningum. Því fyrr
því betra.
— sf.
Dauðadans örverunnar
FÆDA
OG
HEILBRIGÐI
— eftir Jón Óttar Ragnarsson dósent
Undirrót allrar matvæla-
vinnslu fyrr og nú eru örverurn-
ar, þessar örsmáu lífverur sem
Pasteur varð fyrstur til þess að
setja í samband við skemmdir í
mat og sjúkdóma í mönnum.
Svo er örverum fyrir að þakka
að kjöt endist í viku á eldhús-
borði og tvær í kæli, að mjólk og
fiskur hafa jafnvel ennþá tak-
markaðra geymsluþol.
I þúsund ár þurftu Islendingar
að verja fæðuna fyrir ágangi
þessara gráðugu smávera með
öllum tiltækum ráðum: gerjun og
súrsun, reykingu og sólþurrkun.
Með iðnbyltingunni komu nýj-
ar vinnsluaðferðir. Með stór-
virkri vélkælingu, vélfrystingu,
vélþurrkun og niðursuðu fór nú
fyrir alvöru að halla undan fæti
fyrir örverum.
Allar þessar nýju aðferðir
byggjast á því að drepa örverur
eða að minnsta kosti að halda
vexti þeirra í skefjum með því að
breyta umhverfisskilyrðum.
Örverudráp
Örverur má drepa með eitri
eða orku. Báðar þessar aðferðir
hafa sínar takmarkanir. Sér-
staklega er erfitt að eitra fyrir
örverur án þess að eitra um leið
fyrir mannfólkið.
Orka sem er notuð við mat-
vælavinnslu er ýmist varmaorka
eða geislaorka. Hefur geislaorka
þó lítið verið notuð að gagni til
þessa, en á því kann að verða
breyting.
Hitun (varmaorka) er auðvitað
ævaforn aðferð sem farið var að
nota markvisst eftir að Pasteur
hafði gert sínar uppgötvanir. Er
hún undirstaða niðursuðu og
gerilsneyðingar.
Geislun (geislaorka) byggist á
því að geislar frá geislavirkum
efnum eru látnir beinast að fæð-
unni með þeim afleiðingum að
örverurnar drepast samstundis.
Það kann að virðast ankanna-
legt að nota geisla við matvæla-
vinnslu, en staðreyndin er sú að
rannsóknir sýna að geisluð fæða
(ef hún er rétt meðhöndluð) er
öldungis skaðlaus.
Breytt umhverfi
Þrátt fyrir marga kosti hafa
bæði hitun og geislun þann mikla
ókost að hér er óhjákvæmilegt að
drepa allar örverur og eyðist þá
oft talsvert af næringarefnum
fæðunnar.
Mildari aðferðir eru þær sem
ekki drepa allar örverurnar,
heldur eru miðaðar við að breyta
umhverfi þeirra á þann veg að
þeim sé gert ógerlegt að fjölga
sér.
Ein besta leiðin til þess að
gera þetta er sú að lækka hitastig
umhverfisins, þ.e. með kælingu.
Með þessu eykst geymsluþolið,
Jón Óttar Ragnarsson
en því miður aðeins í takmörk-
uðum mæli.
Betri aðferð er oft að halda
örveruvexti í skefjum með
vatnsskorti, en örverur þurfa
mjög á vatni að halda. Má fram-
kalla vatnsskort á þrjá vegu.
Ein aðferðin er sú að fjar-
lægja hreinlega (eða mestallt)
vatn úr fæðunni, þ.e. þurrkun.
Neytandinn getur síðan vætt
fæðuna upp rétt áður en hennar
er neytt.
Betri aðferð er oft að frysta
vatnið í fæðunni, þ.e. frysting.
Geta örverurnar þá ekki nýtt
vatnið. Neytandinn getur svo
þítt fæðuna upp fyrir neyslu.
Þriðja aðferðin er sú að bæta
allmiklu magni af vissum efnum
sem binda vatn, en það eru fyrst
og fremst vínandi (áfengir
drykkir), salt (saltmeti) og sykur
(sultur o.fl.).
Vínandi, salt og sykur verka
hér sem rotvarnarefni, en slík
efni eru nauðsynleg m.a. fyrir
alla niðurlagningu á matvælum
(lagmeti). Hindra þau vöxt ör-
vera en drepa þær ekki.
Auk þess eru til margvísleg
rotvarnarefni sem verka á annan
hátt en að binda vatn í matvæl-
um. Eru þetta eiturefni, sem eru
þó svo væg að þau drepa örver-
urnar ekki.
Rotvarnarefni í þessum flokki
eru t.d. ýmsar sýrur (sbr. súrsun
með skyrmysu), sorbat og nítrít
svo dæmi séu tekin. Eru þessi
efni mikið notuð í sumum grein-
um matvælaiðnaðar.
Reyking matvæla er af svipuð-
um toga spunnin. í reyknum eru
ýmis efni sem haa sterka rot-
varnarverkun. Auk þess þornar
fæðan yfirleitt eitthvað við reyk-
inguna.
Gerjun er síðasta aðferðin sem
rétt er að minnast a. Hér er ýtt
undir vöxt vissra hagstæðra ör-
vera sem framleiða rotvarnar-
efni (sýrur/vínanda) sem hindra
vöxt óæskilegra örvera.
Næring og vinnsla
I heild er þróunin í matvæla-
iðnaði sú að nota aðferðir sem
beinast sem mest að örverunum
sjálfum, en hafa lítil eða engin
áhrif á næringargildi fæðunnar.
Þær aðferðir sem henta best í
þessu skyni eru þær sem eru nýj-
astar af nálinni, t.d. frysting,
þurrkun, geislun og niðursuða
svo dæmi séu nefnd.
Það er svo neytandans að velja
á milli þeirra afurða sem þessar
aðferðir gefa. Með vali sínu er
hann um leið að ákveða í hvaða
átt þróun iðnaðarins beinist í
framtíðinni.
Helstu vinnsluaðferðir
Gamlar aðferðir Dæmi
súrsun þorramatur
reyking hangikjöt
söltun saltfiskur
gerjun skyr
sólþurrkun skreið
Nýjar aðferðir
niðursuða grænmeti í dósum
vélþurrkun þurrmjólk
frysting fryst lambakjöt