Morgunblaðið - 22.01.1983, Side 31
Jón l'orgiksNon
Kristján Torfason
Óli Mír Aronsson
Siggeir Björnsson
Óli Þ. Guðbjartsson
l>orsteinn Pálsson
Prófkjör sjálfstæðismanna á Suðurlandi nú um helgina:
Tólf frambjóðendur úr 4 hlutum kjördæmisins
PKÓFKJÖR sjálfstæðismanna í Suð-
urlandskjördæmi vcgna næstu kosn-
inga til Alþingis fer fram nú um helg-
ina, í dag, laugardag, og á morgun,
sunnudag.
Tólf frambjóðendur eru í kjöri,
en kjördæminu er skipt niður í
fjögur svæði eða hólf; Arnessýslu,
Rangárþing, Vestmannaeyjar og
Vestur-Skaftafellssýslu. Þrír
frambjóðendur bjóða sig fram á
hverju svæði, og skulu kjósendur
kjósa fjóra frambjóðendur, einn úr
hverju hólfi, með því að númera þá
með tölustöfunum 1, 2, 3 og 4.
Hvorki skal númera fleiri né færri
frambjóðendur en fjóra.
í framboði eru eftirtaldir menn:
Fyrir Selfoss og Árnessýslu: Bryn-
lcifur H. Steingrímsson, Oli Þ. Guð-
bjartsson og Þorsteinn Pálsson.
Fyrir Rangárvallasýslu: Eggert
llaukdal, Jón Þorgilsson, og Óli Már
Aronsson. Fyrir Vestmannaeyjar:
Arni Johnsen, Guðmundur Karlsson
og Kristján Torfason. Fyrir Vest-
ur-Skaftafellssýslu: Björn Þorláks-
son, Einar Kjartansson og Siggeir
Björnsson.
Kosningarétt hafa allir flokks-
bundnir sjálfstæðismenn í Suður-
landskjördæmi 16 ára og eldri.
Einnig allir stuðningsmenn
Sjálfstæðisflokksins 20 ára og
eldri og þeir stuðningsmenn er
verða tvítugir á árinu 1983.
Prófkjörið fer sem fyrr segir
fram í dag og á morgun, og er kos-
ið á eftirtöldum stöðum: Kirkju-
bæjarklaustri og Vík báða dagana
kl. 14—18. Skógum laugardag kl.
16—20, sunnudag kl. 13—18. Fé-
lagsheimilinu Vestur-Eyjafjalla-
hreppi kl. 12—18. Gunnarshólma
og Njálsbúð laugardag kl. 11—18.
Fljótshlíðarskóla laugardag kl.
12—18. Félagsheimilinu Hvoli
laugardag kl. 10—19, sunnudag kl.
10—20. Hellubíói báða daga kl.
10—20. Félagsheimilinu Brúar-
lundi laugardag kl. 13—18. Lauga-
landi Ásmundarstöðum báða dag-
ana kl. 13—16, og Samkomuhúsinu
Djúpárhreppi laugardag kl.
17—20, sunnudag kl. 13—20. Ár-
nesi, Flúðum og Aratungu báða
daga kl. 14—18. Selfossi, Eyrar-
bakka, Stokkseyri, Hveragerði,
Þorlákshöfn og Vestmannaeyjum
kl. 10—20 báða dagana.
Suðvesturland og Faxaflói:
Reglugerð um sérstök
línu- og netasvæði
SJÁVARÍJTVEGSRÁÐUNEYTIÐ hefur gefið út reglugcrð um sér-
stök línu- og netasvæði út af Suðvesturlandi og Faxaflóa.
Samkvæmt reglugerð þessari eru allar veiðar með botn- og
flotvörpu bannaðar á þremur tilgreindum svæðum fyrir Suð-
vesturlandi. Er hér um að ræða tvö ný svæði og ennfremur
stækkun á því línu- og netasvæði út af Faxaflóa, sem sett var í
byrjun nóvember 1982. Eru svæði þessi hin sömu og undan-
farnar þrjár vertíðar.
Verður hér gerð grein fyrir svæðum þessum:
Á tímabilinu frá 1. febrúar til 31. mars 1983, eru allar veiðar
með botn- og flotvörpu bannaðar á 7 sjómílna breiðu svæði
utan við línu, sem dregin er úr punkti 63°33’7 N, 23°03’0 V,
vestur og norður um í 5 sjómílna fjarlægð frá Geirfugladrangi
í punkt 64°04’9 N, 23°45’0 V og þaðan í 270“ réttvísandi.
Að austan markast svæðið af
línu, sem dregin er 213° réttvísandi ________________
úr punkti 63“33’7 N, 23“03’0 V.
Á tímabilinu frá 10. febrúar til
15. maí 1983, eru allar veiðar með
botn- og flotvörpu bannaðar á
svæði, sem að sunnan markast af
línu, sem dregin er réttvísandi 270“
frá Stafnesvita í punkt 63°58’N,
23“40’5 V og þaðan síðan um eftir-
greinda punkta:
a) 64“04’9 N, 23“45’0 V
b) 64“04’9 N, 23“42’0 V
c) 64“20’0 N, 23“42’0 V og þaðan í
90“ réttvísandi.
Á tímabilinu 20. mars til 15. maí.
1983, eru allar veiðar með botn- og
flotvörpu bannaðar á svæði, sem
markast af línum, sem dregnar eru
á milli eftirgreindra punkta:
a) 63“10’0 N, 22°00’0 V
b) 63“25’3 N, 22“00’0 V
c) 63“33’7 N, 23“03’0 V.
Reglugerð þessi er sett að feng-
inni umsögn Fiskifélags íslands.
Alþýðubandalagið á Vestfjörðum:
Sjö frambjóðendur í
síðari umferð forvals
Kort af svæðunum. Svæðið vestur af Garð-
skaga eins og það verður eftir 10. febrúar nk.
Síðari umferð forvals Al-
þýðubandalagsins á Vest-
fjörðum hefst í dag, og lýkur
henni 30. janúar.
Velja skal menn í þrjú efstu
sæti listans úr hópi þeirra sjö ein-
staklinga sem í kjöri eru. Kjósandi
merkir með viðeigandi tölustaf við
nöfn þeirra. Kosningarétt hafa fé-
lagar í alþýðubandalagsfélögum
Vestfjarða og stuðningsmenn
flokksins þar sem engin félög eru
starfandi. Kjörstjórar á hverjum
stað sjá um kosninguna og ber
kjósendum að snúa sér til þeirra.
Þá er hægt að kjósa utankjörstað-
ar í Reykjavík í skrifstofu flokks-
ins.
Frambjóðendur í síðari hluta
forvalsins eru eftirtaldir: Finn-
bogi Hermannsson, Gestur Krist-
insson, Halldór G. Jónsson, Kjart-
an Ólafsson, Kristinn H. Gunn-
arsson, Pálmi Sigurðsson og Þur-
íður Pétursdóttir.
____Lskriftar-
síminn er 830 33
Vörubflasýning!
Laugardag og sunnudag frá kl. 1 — 6
Sýnt verður allt það nýjasta
frá Mazda, Hino og DAF.
BÍLABORG HF
Smiöshöfða 23