Morgunblaðið - 22.01.1983, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 1983
33
• Ingólfur Jónsson
öllu atvinnulífi. Þar gildir það
ekki, sem sagt var í kvikmynd
Hrafns Gunnlaugssonar, Oðali
feóranna: „Það eru ekki bændurn-
ir, sem eiga kaupfélögin. Það eru
kaupfélögin, sem eiga bændurna."
Annað málið, sem ég er sam-
mála Ingólfi um, er, að deila má
um myndun Nýsköpunarstjórnar-
innar Ólafs Thors 1944. Til þess
eru einkum tvær ástæður. í fyrsta
lagi komust sameignarsinnar í
stjórn, fengu með öðrum orðum
siðferðisvottorð, sem þeir áttu
ekki skilið, en þeir voru þá miklu
hallari undir Kremlverja en nú.
Ingólfur leggur mesta áherslu á
þessa ástæðu. í öðru lagi stjórnað-
ist fjárfesting á nýsköpunarárun-
um ekki af arðsemismati einstakl-
inga, heldur af atkvæðavon
stjórnmálamanna, og hún varð því
óhófleg og óskynsamleg. Þau
sannindi eru gömul og ný, að
menn fara betur með eigið fé en
annarra. Hvaða einstaklingar
hefðu hætt eigin fé í hólmavíkur-
togara eða kröfluvirkjanir? ís-
lendingar njóta góðra lífskjara, en
þeir hefðu getað notið betri lífs-
kjara og umfram allt hefðu undir-
stöður velmegunar þeirra getað
verið traustari, ef fjárfestingar
hefðu verið með öðrum hætti.
Um þriðja málið, sem rætt er
um í þessu riti, gegnir öðru máli.
Ég er ósamþykkur Ingólfi um
framleiðslu landbúnaðarafurða og
er reyndar ekki einn um það.
Framleiðslan á að mínum dómi
ekki síður að ráðast af hagsmun-
um neytenda en framleiðenda. En
það felur í sér, að framleiðslan á
að ráðast af markaðsöflunum. Nú-
verandi fyrirkomulag, sem Ingólf-
ur styður, er annað. Bændum er
tryggt lágmarksverð, og þeim er
tryggð lágmarkssala, hvort
tveggja á kostnað skattborgara.
Þeir geta því framleitt án tillits til
væntanlegrar sölu eða þarfa al-
mennings, hafa lítið sem ekkert
aðhald af markaðnum. Bændur
njóta því sérréttinda. Framleið-
endur annarra vara geta þetta
ekki. Ríkið kaupir ekki umfram-
framleiðslu þeirra, ef einhver er.
Við hljótum að spyrja tveggja
spurninga um þetta. Önnur er sú,
hvort þessi stefna er réttlætanleg
af siðferðilegum ástæðum. Ég
svara því neitandi. Bændur eiga
að bæta kjör sín sjálfir, með hag-
kvæmari framleiðslu, hugviti og
dugnaði, en ekki með því að taka
af öðrum. Hin spurningin er sú,
hvort þetta hafi náð tilgangi sín-
um. Hafa kjör bænda batnaö mið-
að við kjör annarra stétta á þeim
fimmtíu árum, sem framleiðslu-
stefnunni hefur verið fylgt? Ég ef-
ast um það. Nægilegur er að
minnsta kosti barlómurinn í
bændum. Kjör þeirra hafa að vísu
batnað. En kjör annarra stétta
hafa líklega batnað enn meira.
Ég held, að bændum hafi verið
gerður bjarnargreiði með stuðn-
ingi ríkisins við þá. Þeir hafa
breyst úr sjálfstæðum atvinnurek-
endum í ósjálfstæða styrkþega
ríkisins, þeir hafa ekki neyðst til
að laga sig að breyttum aðstæðum
eins og aðrir. Hvað hefði gerst, ef
þeir hefðu ekki notið þessa stuðn-
ings? Bændur hefðu líklega orðið
færri, en búskapur þeirra hefði
verið hagkvæmari, og þeir hefðu
fitjað upp á ýmsum nýjungum.
Loðdýra- og svínarækt, grænmet-
is- og hænsnarækt, hefði verið al-
gengari, en bændur hefðu ekki
keppst við að framleiða mjólk og
kjöt, sem enginn fæst síðan til að
kaupa.
Það er ekki síst hættulegt fyrir
Sjálfstæðisflokkinn, ef bændur
breytast úr atvinnurekendum í
ríkisstarfsmenn. Rannsóknir er-
lendis sýna, að starfsmenn ríkis-
fyrirtækja hafa meiri tilhneigingu
til þess að kjósa ríkisafskipta-
flokka en starfsmenn einkafyrir-
tækja. Ekki kæmi það mér á
óvart, þótt þessi væri skýringin á
minnkandi fylgi Sjálfstæðis-
flokksins á Austurlandi og Norð-
urlandi eystra og í Þingeyjarsýsl-
um. Þetta eru landbúnaðarhéruð,
jarðir eru margar rýrar, og bænd-
ur eru háðir ríkisstyrkjum. Þeir
stjórnmálamenn úr Sjálfstæðis-
flokknum, sem nota almannafé til
að kaupa atkvæði hagsmunahópa,
grafa í rauninni undan flokknum
og sjálfum sér, þegar til langs
tíma er litið, því að flokkurinn
sækir fylgi sitt einkum til sjálf-
bjarga manna, sem hafa ekki
mikla hagsmuni af ríkisaf-
skiptum.
Ég hef einkum gert það að um-
ræðuefni í þessari grein, sem mér
hefur fundist að í bókum þeirra
Gunnars Thoroddsens, Alberts
Guðmundssonar og Ingólfs Jóns-
sonar, enda er sá vinur, sem til
vamms segir. En margt er skyn-
samlegt skrifað í þeim, og allir eru
þetta svipmiklir einstaklingar.
það þeim flokkum illa, sem telja
sig málsvara mannréttinda og
valddreifingar.
Skipting þingsæta
í kjördæmum
Þegar þingsætum er skipt milli
flokka í hverju kjördæmi er sjálf-
sagt hægt að hafa ýmsar leiðir.
Það verður þó að byggjast sum-
part á styrk flokka í viðkomandi
kjördæmi og sumpart á heildar-
styrk flokkanna á landinu öllu,
þar sem enginn getur fengið fleiri
þingmenn eftir úthlutun í kjör-
dæmum en heildaratkvæðamagn á
landinu öllu segir til um.
Eigin hagsmunir
Það er ljóst að stjórnarskráin
og einstaka þættir hennar eru
mikið hagsmunamál þeirra, sem
til stjórnunarstarfa veljast. Ég
hefi því velt því fyrir mér hversu
skynsamlegt það sé að láta Al-
þingi hafa þetta mikla vald um
það hvernig stjórnarskráin verð-
ur. Hún er nánast erindisbréf al-
þingismanna. Ég ber því nokkurn
ugg í brjósti. En ég vona að al-
þingismenn lyfti sér það yfir per-
sónulega hagsmuni að svo vel fari
að þjóðin þurfi ekki að bjóða fram
gegn þeim í næstu kosningum.
meginþorra
þjódarinnar
daglega!
Auglýsinga-
síminn er22480
oTjjtmliIníi 1
Barn forsetans
eftir Fay Weldon
Bókmenntir
Jóhanna Kristjónsdóttir
Splúnkuný bók Fay Weldon vekur
forvitni. Hún heitir The President’s
Child og er gefin út samtímis í Lond-
on, Sydney, Auckland og Toronto.
Auk þess sá ég í dönskum blöðum,
að þeir frændur okkar hafa verið
snöggir að þýða hana á dönsku og
þar er hún á metsölulista.
Aðalpersóna sögunnar er Isabel
Acre, en það er blind nágranna-
kona hennar Maia sem segir sög-
una, skiptast á kaflar með hennar
eigin íhugunum og svo frásögn af
lífi Isabel. Isabel lifir afar huggu-
legu og góðu lífi í London og hefur
getið sér orð sem sjónvarpsmann-
eskja. Hún er gift Homer, sem er
bæði góður og vænn og þau eiga
soninn Jason, sem er fyrirferð-
armikill drengur og líklega óeðli-
lega fyrirferðarmikill. Fjölskyldu-
lífið er afar farsælt — eða að
minnsta kosti í upphafi. Sam-
skipti við nágranna koma við
sögu, og dregnar upp nokkuð góð-
ar lýsingar á fólkinu í götunni. En
sennilega er allt ekki eins slétt og
fellt og það sýnist á yfirborðinu.
Fortíðinni hefur verið ýtt til hlið-
ar, en þar kemur að hún vitjar
Isabel og það svo harkalega að nú
fer margt að gérast samtímis.
Hún hafði á sínum tíma staðið í
heldur auðmýkjandi kynferðis-
sambandi við ungan öldungadeild-
arþingmann í Bandaríkjunum og
flúið frá honum með smán, að eig-
in dómi. Drengurinn Jason virðist
vera sonur hans, það er farið að
vekja athygli einkum þegar þing-
maðurinn virðist vera að sigla
hraðbyri inn í Hvíta húsið. Isabel
stendur á krossgötum í lífinu og
hún rís ekki undir fargi fortíðar-
innar og kvíða fyrir framtíð sem
virðist í senn ógnandi og krefj-
andi. Hún er sannfærð um að
Homer, eiginmaður hennar, muni
skilja hana og taka þessum gömlu
atburðum með stillingu. Það fer
öldungis á annan veg og við það
bætist að í Bandaríkjunum er það
líka farið að spyrjast út, að fortíð
forsetaefnis sé kannski ekki eins
flekklaus og undursamleg og af
hafði verið látið. Útsendarar hans
koma til Englands, Homer yfir-
gefur hana um hríð og geðiæknir-
inn dr. Gregory og Homer sjóða
síðan saman hið hryllilegasta
samsæri gegn henni. Einkenni-
legir og annarlegir atburðir ger-
ast, hið illa virðist ætla að fara
með sigur, en svo snýst það vonda
til hins betra á ný og sögulokin
eru svo ljúf að hver reyfarahöf-
undur gæti verið fullsæmdur af.
Það eru einmitt þessi sögulok sem
ég er ekki sátt við; þegar dr. Greg-
ory og Homer fá talið Isabel á að
fórna lífi sinu til að Jason geti
lifað — og þó fær hann væntan-
lega ekki að lifa, heldur verður
fyrirkomið síðar. Þáttur læknisins
í málinu er fjarstæður og eigin-
maðurinn Homer er ekki sannfær-
andi í mannvonsku sinni — þó svo
að hann hafi fengið meiri háttar
áfall þegar Isabel sagði honum frá
Fay Weldon
réttu faðerni drengsins. Isabel
gengur af stað á vit örlaga sinna.
En þá gerast þau tíðindi í Banda-
ríkjunum að forsetaefnið fellur
niður steindautt af slagi. Glæpon-
arnir sem ætluðu að drepa hana
hverfa út í buskann og hið sama
gildir um eiginmanninn og lækn-
inn. Isabel fer með Jason heim til
Astralíu til móður sinnar en hefur
áður falið Maiu að segja sögu sína.
Það er margt vel um þessa sögu,
lygar og sannleikur — hvort er
raunverulegra og á sannleikurinn
svo sem endilega rétt á sér alltaf
og eilíflega. Barátta góðs og ills,
staða konunnar, þó ekki endilega í
þjóðfélaginu, heldur sem einstakl-
ingur gagnvart einstaklingi. Þetta
kemst allt vel til skila, enda Fay
Weldon leikinn höfundur. En þótt
bókin sé bæði læsileg og einatt góð
lesning, finnst mér endirinn spilla
fyrir. Sjálfsagt gætu spekingar
fundið út úr honum einhver
stórbrotin sannindi, sem ég kom
ekki auga á.
MUSTAD
NÝTTFRÁ
MUSTAD
Plast-linuballar
Línuballar úr plasti hafa
sömu eiginleika og fisk-
kassar sem hafa sannað
notagildi sitt fyrir löngu.
Ástæðurnar liggja í augum
uppi. sterkir, góð ending og
lögun, auðvelt að halda
þeim hreinum.
Línuballarnir eru hannaðir
af fólki sem þekkir til línu-
veiða, og einmitt þess
vegna munu þeir létta
starfið.
Brúnir ballanna eru sérstak-
lega styrktar, einnig rand-
aðar, (má nota fyrir öngla,
sérstaklega þegar notuð er
girnislína). Botninn er
þannig frágenginn að ball-
arnir renna ekki á dekki,
þeir þola mikið hnjask,
m.a., að þeim sé kastað um
borð og upp á bryggju, jafn-
vel í 15° frosti, en ballarnir
þola vel frost, verða ekki
stökkir.
Línuballarnir fást hjá:
Þ. Skaftason hf.,
sími 91-15750
Kr. Ó. Skagfjörð hf.,
sfml 91-24120
Innkaupadeild L.Í.Ú.,
símar 91-29500, 17028
Aðalumboð:
O. Johnson & Kaaber hf.
sími 91-24000.