Morgunblaðið - 22.01.1983, Page 35

Morgunblaðið - 22.01.1983, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 1983 anförnu. Á hverju hann byggir það álit væri fróðlegt að fá að heyra. Þeir, sem stjórna þessum mál- um af hálfu lögreglunnar, eru flestir komnir á þann aldur að þeir nálgast það takmark að geta hætt störfum á þokkalegum eftir- launum. En mér er spurn, eiga vegfarendur gangandi eða akandi, að líða fyrir það að stöðnuð gam- almenni stjórna þessum málum? Það var sagt frá því sl. haust að hingað hefðu verið fengnir sænsk- ir sérfræðingar til leiðbeininga í umferðarmálum. Sem minnst var sagt um álit þeirra annað en það að mikla undrun þeirra vakti hvernig ökumenn hér misnotuðu vinstri akreinina á tvöföldum vegi og hversu fáir kynnu að nota stefnuljós, auk tillitsleysis í um- ferðinni. Ökumenn hér á landi eru að stórum hluta ófærir til aksturs vegna kunnáttuleysis og hirðu- leysis um settar reglur. Um það má nefna mýmörg dæmi. En allt ber þetta að sama brunni, aðhald- ið í þessum málum er sáralítið og í mörgum tilfellum verra en ekki neitt. Við, sem höfum ekið erlendis ár- um saman, stöndum gapandi af undrun að horfa á þá „umferðar- menningu" sem hér er. Ég skal fúslega viðurkenna að hjálpsemi lögreglunnar á mörgum sviðum er þörf og þakkarverð, enda er það hennar starf að vernda borgarana og bjarga þeim í neyð. Þeim mun síður er það líðandi að lögreglan sé misnotuð í allra handa snatt, sem henni á ekkert að koma við, en tekur upp megin- tímann af hennar starfsdegi. Þar á ég við að henni er gert að elta uppi hvern þann smáárekstur bif- reiða sem verður í og utan við borgina. Það mætti halda að hún væri á mála hjá tryggingarfélög- unum til að jafna niður tjóninu á milli tjónsaðila. Þetta þekkist hvergi þar sem störf lögreglu eru tekin alvarlega. Það er ekki óal- gengt að í Reykjavík komist tala bifreiðaárekstra upp í 30—40 á dag, sérstaklega þó þegar best er veður og færi. Við þessa athöfn er um að meiri samskiptum og jafn- framt að fylgjast með heilsufari þeirra. Á þessum stöðum er nú enginn fastur starfsmaður nema húsverðir. Húsnæðismál Við lögðum til að framlag til bygginga leiguhúsnæðis á vegum borgarinnar yrði aukið úr 3,7 millj. kr. í 11,7 millj. kr. Jafnan eru um 1000 umsóknir á biðlista eftir leiguhúsnæði borgarinnar og af þeim hópi má reikna með tæpl. 100 umsóknum frá fólki sem er al- veg á götunni. Það er því mjög aðkallandi að borgin bæti við þær 800 íbúðir sem hún á. Við lögðum einnig til að komið yrði á húsaleigumiðlun sem rekin yrði í samvinnu við þau tvö hags- munafélög sem snerta leigumark- aðinn mest, þ.e. Leigjendasamtök- in og Húseigendafélagið. Leigu- miðlun, opinber eða hálfopinber ætti að okkar mati að vera jafn- sjálfsögð þjónusta við leigjendur og leigusala og t.d. vinnumiðlun. Við fluttum ýmsar fleiri tillögur svo sem um skólagarða og sleða- brekkur í Vesturbæ, bætta útivist- araðstöðu í Nauthólsvík og að gangstígur yrði lagður úr Árbæj- arhverfi að Miklubraut vestan Ell- iðaáa. Ég mun ekki rekja frekar breyt- ingatillögur okkar við fjárhagsá- ætlun 1983, sem alls voru rösklega 50 talsins. Aðeins skýra frá því að meirihlutinn í borgarstjórn felldi þær allar. Eina tillagan frá okkur sem fékk brautargengi var sú, að þeir ellilífeyrisþegar sem njóta tekjutryggingar og eru 67—70 ára fái sama afslátt á fargjöldum Strætisvagna og þeir sem 70 ára eru og eldri. Hvaðan áttu peningarnir að koma? Tillögur okkar hefðu ekki leitt stór hópur lögreglumanna ásamt lögreglufarartækjum bundinn daglangt. Þetta er alfarið mál tryggingaraðila, tryggingartaka og tryggingarseljanda. Það kann að vera að í þessum málum flestum sé við ramman reip að draga vegna þess lífsforms sem íslendingar hafa tamið sér al- mennt, og er þá okkar þjóðskipu- lagi um að kenna. Hér ríkir sá tíðarandi að íslend- ingar vita hreint ekki hvað það er að hlýða. Hér er hvorki herþjálfun né þegnskylda. Allt frá barnaskóla til fullorðinsára er ekki um neitt aðhald að ræða á neinu sviði, sem endar með algjöru virðingarleysi fyrir umhverfi sínu og meðbræðr- um. Því er ekki að leyna að viss öfl í þjóðfélaginu vinna markvisst að því að koma á og viðhalda þessu ástandi. Þetta kemur hvað skýrast fram í umferðinni þar sem stór hluti ökumanna böðlast áfram eins og þeir væru einir í heimin- um. Þegar svo lögreglan, vegna snarvitlauss skipulags, sér að hún fær ekki við neitt ráðið, enda þessi mál öll í því öngþveiti sem þau eru í í dag. Islendingar áttu því láni að fagna á stríðsárunum 1940—1945 að hafa hér ungan, menntaðan og glæsilegan lögreglustjóra, Agnar Kofoed-Hansen. Hann kom upp vel þjálfaðri lögreglusveit, jafnt götulögreglu sem og þjálfaðri mótorhjóladeild til vegaeftirlits- ins. Hann notaði ekki skrautvagna á vegum og borgargötum til að auglýsa embætti sitt. Hann fylgd- ist með störfum manna sinna hvers og eins en dreifði ekki ábyrgð sinni á neinar meira eða minna mislukkaðar undirtyllur. Hann gat verið harður, en réttlát- ur, enda virtu hann allir. Það er von allra heilbrigt hugs- andi manna, að á þessu svokallaða „umferðaröryggisári" skapist samhugur borgaranna til að taka höndum saraan um að koma þess - um viðkvæmu málum í viðunandi horf. Með því einu er hægt að horfa framhjá þeim doða sem elli- hrum, afdönkuð og áhugalaus yf- irvöld eru haldin í þessum málum. til breytinga á niðurstöðu fjár- hagsáætlunarinnar. Þær hefðu þýtt breytingar á fjárveitingu til ýmissa verkefna, meiri sparnað í rekstri borgarinnar eða að hætt væri við ákveðin verkefni. Dæmi um þetta: Við vildum draga úr nýframkvæmdum í gatnagerð, t.d. bíða með að ganga frá tveim akreinum á hluta af Suðurlandsbraut, verk sem kostar um 11 milljón kr. Við vildum bíða með að setja upp 8. skíðalyftuna í Bláfjöllum. Við vildum draga úr fjárveitingu til íþróttavalla. Við vildum ekki leggja 6 milljónir króna í bílastæðishús við Póst- hússtræti fyrir 13 bíla. Við vildum ljejUífi 6,3 millj. kr. framlag til íþróttafélaganna um 630 þúsund og nota þá fjármuni í rekstur sundstaðanna þannig að ekki þyrfti að grípa til hækkana á að- gangseyri. Við vildum ekki leggja 10 millj. kr. í ár og 29 millj. kr. næstu ár í plastgras á nýjan völl í Laugardal. Þeir sem þekkja til íþróttamála hafa bent á, að skv. alþjóðasamþykktum má ekki keppa á slíkum völlum. Þess vegna gagnast þeir ekki einu sinni sem æfingavellir. Leikmáti í knatt- spyrnu ræðst nefnilega af vellin- um sem æft er á. Við vildum draga úr kostnaði vegna risnu borgarinnar, en til hennar er áætlað að verja ca. 6 millj. kr. Við bentum á að kostn- aður vegna bifreiðastyrkja og leigubílaaksturs hjá borginni er geysilega mikill og að þar ætti að vera hægt að spara milljónir króna með góðri stjórn og aðhaldi. Það bar því ýmislegt á milli í tillögum okkar og meirihlutans í borgarstjórn. Tillögur okkar miðuðu að því, að sem flestir nytu hagræðis af þeim í formi aukinnar og bættrar þjón- ustu. Sérstaklega höfðum við í huga þá þjóðfélagshópa sem lægstar hafa tekjurnar og fæsta eiga málsvara þ.e. konur og börn. 35 skipstjórapróf fyrir nokkrum ár- um. Þá starfaði hann nokkuð að fé- lagsmálum, m.a. hjá Alþýðu- flokknum í Njarðvik og var nú síð- ast annar endurskoðandi bæjar- reikninga Njarðvíkurbæjar. Gestur Kristjánsson var um margt mjög sérstæður persónu- leiki. Hógværð og hlédrægni voru ríkir þættir í hans skapgerð, aldr- ei var neitt honum að þakka þó vel væri gert, það voru ávallt þeir sem með honum voru sem áttu að fá þakkirnar, en ekki hann sjálfur. Óhætt er að fullyrða að heiðar- leiki og trúmennska voru þau hugtök sem hann hafði að leiðar- ljósi í öllu sínu lífi og starfi, enda var aldrei neinn vafi um skipan þess rúms er hann var í, en er nú brott kallaður langt um aldur fram, og er þar stórt skarð fyrir skildi. Eitt var það enn sem hann átti í ríkum mæli, en það var hjálpsemi og fórnfýsi. Ef einhvern vanda bar að höndum hjá einhverjum vinnu- félaga og hann vantaði að láta standa fyrir sig vakt var alltaf eitt nafn sem kom fyrst í hugann, „Gestur“. Okkur samferðamönnum og vinnufélögum Gests Kristjánsson- ar var það mikið happ að eiga þess kost að kynnast og starfa með honum, það hefur aukið trú okkar á manninn og manngildið, og sannfært okkur um réttmæti orða skáldsins sem kvað, „að Guð á margan gimstein þann sem glóir í mannsorpinu". Einn slíkur gimsteinn var Gest- ur. Við vinnufélagar Gests, toll- verðirnir á Keflavíkurflugvelli, þökkum samveruárin og samein- umst í bæn til Guðs, að hann styðji og styrki sárt syrgjandi eft- irlifandi eiginkonu, börn, barna- börn, tengdason og aðra ættingja og vini í þeirra miklu sorg og gefi þeim þrek til að mæta mótlætinu og von og trú á eilíft líf og endur- fundi. „Kar þú í friði, friAur (*uðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt.“ Tollveröir á Keflavíkurflugvelli Handriðin frá G.T. eru líka húsgögn. GT HÚSGÖGN H.F. Smiðjuvegi 6, Kópavogi sími 74666. Opið laugardag frá 10—18. Gestur Marinó Kristjánsson toll- vörður — Minning Fæddur 3. janúar 1925 Dáinn 13. janúar 1983 Ungur bandarískur bankastarfs- maður óskar að skrifast á við ís- lendinga á aldrinum 20-35 ára. Bréf hans er á íslenzku, en hann getur ekki um hvort hann tali málið eða hafi fengið einhvern til að rita stúfinn fyrir sig. Frekar er þó ástæða til að halda að hann hafi sett það saman sjálfur: ('harles Burgess, 687 Bronx River Rd. 1E, Yonkers, New York, 10704 USA. Frá Ghana skrifar 25 ára karl- maður sem óskar að eignast ís- lenzka pennavini: Jonathan Kwenin, P.W.D., P.O.Box 199, Cape.Coast, Ghana. Fimmtán ára japönsk stúlka með mikinn tennisáhuga: Chie Onishi, 324 Kawanoe-cho, Kawanoe City, Ehime, 799-01 Japan. í dag, laugardag, er kvaddur hinstu kveðju frá Njarðvíkur- kirkju, Gestur Marinó Kristjáns- son, tollvörður á Keflavíkurflug- velli. Gestur var fæddur 3. janúar 1925 á Isafirði, sonur hjónanna Kristjáns G.S. Kristjánssonar og Ólafar S. Björnsdóttur, sem bæði eru látin. Gestur var einn af 11 systkin- um, þar af einn hálfbróðir. Gestur ólst upp á Isafirði til 14 ára aldurs, en fer þá í sveit til Sigfúsar Vigfússonar á Geirlandi á Síðu, og er þar í 3 ár. Þaðan liggur leiðin til Reykjavíkur, og starfaði hann þar næstu 5 ár við margskonar störf til sjós og lands, var m.a. skipverji á Súðinni í strandferðum. Árið 1947 liggur svo leiðin til starfa á Keflavíkurflugvelli, fyrst hjá varnarliðinu og verktökum þeirra, síðan gerðist hann starfs- maður Flugmálastjórnar við af- greiðslu flugvéla, og starfaði þar uns Loftleiðir tóku við þeirri starfsemi, vann hann síðan um tíma hjá Loftleiðum, uns hann gerðist starfsmaður tollgæslunnar og vann þar síðan til dauðadags. Þann 2. október 1957 gekk hann að eiga eftirlifandi eiginkonu sína, Þóru Sigrúnu Guðmundsdóttur, foreldrar hennar eru Hólmfríður Magnúsdóttir og Guðmundur Gíslason, Efstasundi 16 Reykja- vík, og eru þau bæði á lífi. Fyrsta búskaparárið var heimili Gests og Þóru hjá foreldrum Þóru, en síðan var flutt til Suðurnesja, og bjuggu þau lengst af í húsi Flugmálastjórnar að Grænási 1, Ytri-Njarðvík. Fyrir nokkrum árum festu þau hjón kaup á efri hæð hússins nr. 10 við Fífumóa í Ytri-Njarðvík, í fokheldu ástandi, en með fádæma eljusemi og dugnaði tókst þeim að ljúka þar framkvæmdum og skapa sér þar fallegt og hlýlegt heimili. Fyrir all löngu festu þau sér lóð undir sumarbústað í Miðfellslandi við Þingvallavatn, byggðu sér þar sumarhús, ræktuðu lóðina, gróð- ursettu blóm og runna, og var þar orðinn sannkallaður yndisreitur, enda undi Gestur sér þar vel í faðmi fjölskyldunnar, og var unun að sjá samheldni og samstöðu þeirra allra. Þeim hjónum, Þóru og Gesti, varð tveggja barna auðið; Ólöf Sigurrós, gift Hjalta Erni Ólasyni og eiga þau 2 börn, Þóru Sigrúnu 5 ára og Hólmfríði Maríu 4ra ára. Sonur Þóru og Gests, Kristján, er ógiftur í foreldrahúsum. Þótt Gestur hefði mestan hlut- ann af sinni starfsævi fast land undir fótum, hafði sjórinn ákveðið aðdráttarafl, enda bernsku- og æskuárin í sjávarplássi, og til að láta að nokkru undan þessu að- dráttarafli átti hann um nokkur ár trillu sem hann sótti sjó á í frístundum, og tók hið minnsta Þökkum auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför PÁLS EINARSSONAR, Ásabyggð 13, Akurayri. Guðný Pálsdóttir, Einar Pálsson, Steingrímur Pálsson, María Pálsdóttir, Sólveig Pálsdóttir, Þóroddur Jónasson, Halldóra Bernharðsdóttir, Ingibjörg P. Jónsdóttir, Jón Arni Jónsson, Jóhann Ævar Jakobsson. ■N enna- vinir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.