Morgunblaðið - 22.01.1983, Side 44

Morgunblaðið - 22.01.1983, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 1983 „ Ht'oð bjJ/st þ6 \jl6,cíb þú finnir í axciha/a5Úpu P" ásf er ... ... að stagla og staga. TM Raa U.S. Pat. Off -all rlghts resarvad •1962 Los Angeies Ttmas Syndtcale Með morgnnkafíinu Mamma, ég fann þennan stóra ^ Vr kött. — Má ég ekki hafa hann hér heima? 1527 HÖGNI HREKKVISI „ LÍTOR ÚT FYR.IK. AF> „ ?Á?\"GAMLI ÆTll 'ÍFIR. MÚZANA r WÓTT/ " Þykir það lúxus að hafa síma? íbúi við Keilugranda skrifar: „Velvakandi. Eg er einn af fjölmörgum nýjum íbúum í nýja Eiðsgrandahverfinu og get ekki lýst undrun minni á því að við skulum ekki geta fengið síma inn á heimili okkar. Þykir það virkilega lúxus síðla á tuttug- ustu öld að hafa síma? Upplýs- ingar sem ég fæ hjá Pósti og sima eru þær helstar að það vanti línur, þ.e.a.s. að stækka þurfi stöðina, og fáist ekki fjárveiting til þess. Samkvæmt síðustu upplýsing- um stofnunarinnar eru um 500 manns á biðlista þar. Póst- og símamálastjóri tjáði mér í nóv- ember sl. að settir yrðu upp myntsímar í hvert stigahús þar sem ólöglegt væri að hafa húsið símalaust. Ég spurðist fyrir um þessa myntsíma í sl. viku, en þar sem 2-3 íbúar stigahússins er ég tilheyri hafa síma þá verður eng- inn myntsími settur upp hjá okkur. Eins og þar með sé sagt að símafólkið kæri sig um átroðning símleysingjanna. Mér er sagt að úrlausn fáist ekki fyrr en í lok þessa árs en ég hef heyrt því fleygt að verði mað- ur svo (ó)heppinn að verða barns- hafandi þá hljóti maður náð og misskunn, gegn vottorði póst- og símamálastjóra, en sú lausn hent- ar mér ekki þar sem ég er ein- hleyp. Mér fannst tími til kominn að einhver tæki af skarið og kvartaði yfir þessum seinagangi þar eð þetta er óþolandi ástand. Með kærri þökk fyrir birting- una.“ Bela Lugosi í hlutverki Drakúla greifa í samnefndri kvikmynd Universal fra 1931. Þakka Ríkisútvarpinu þessa skemmtilegu og frumlegu nýbreytni Reimar skrifar: „Velvakandi. Ekki er það oft sem látið er í ljós þakklæti fyrir það sem vel er gert. Ríkisútvarpið flutti, á fimmtudaginn var, fyrsta hluta leikrits sem gert er eftir skáldsögu Bram Stokers um blóðsuguna Drakúla greifa. Vil ég hér með þakka Ríkisútvarpinu og þeim er unnu að gerð leikritsins fyrir þessa skemmtilegu og frumlegu nýbreytni. Það er of sjaldan sem slíkt efni er hér á boðstólunum fyrir almenning. Sennilega af skiljanlegum ástæðum. Sjálfur hef ég lesið danska þýð- ingu á þessari heimsfrægu sögu og er einlægur aðdáandi ævintýra um hrylling og taumlausa ímynd- un. Þykir mér útfærsla Jill Brook Árnason með afbrigðum góð og skemmtileg. Fyrir þá sem hafa gaman af órum og heilaspuna sem Drakúla greifa og slíkum skelfi Efni greinarinnar var það sem skipti máli mætti benda á mynd Werners Herzogs, „Nosferatu“, sem Herzog gerði fræga eftir samnefndri eldri mynd. Fjallaði mynd þessi um sögu Stokers þar sem hinn ógæfu- sami Jónatan, sem er söguhetjan, lendir í klóm á blóðgreifanum Drakúla. Klaus Kinski lék hlut- verk andlausu mörætunnar og var sem fæddur í hlutverkið ef ekki stéttina. Þeim tilmælum vil ég jafnframt koma á framfæri, af hjartans ein- lægni, að aukið verði framboð á efni sem þessu. Gaman væri að heyra vel valinn hrylling seint á vetrarkvöldi eftir Edgar Allan Poe eða aðra slíka. Þeim sem ekki heyrðu þennan fyrsta þátt mætti benda á að enn eru tveir þættir eftir af leikritinu Drakúla. Og vafalaust yrði vel þegið að fyrsti þátturinn yrði endurtekinn eitthvert kvöldið, áð- ur en kemur að öðrum þætti, og þá vel auglýstur. Virðingarfyllst." Rafn Thorarensen skrifar: „Velvakandi. Enn eitt dæmi um ma '.alaus vinnubrögð fréttastofu útva.psins kemur fram í Velvakanda 20. þ.m. Fréttamaður útvarpsfréttastof- unnar hringir til Velvakanda til þess að ítreka að þeir hjá útvarp- inu svari ekki nafnlausum athuga- semdum um fréttaflutning út- varpsins sem birtast í Velvak- anda. Tilefnið var að í Velvakanda hafi áður verið fundið að frétta- flutningi útvarpsins eftir nafn- lausum greinum úr málgangi sov- éska kommúmgtaflokksinns, „Pravda“. Fréttamaðurinn segir að greinin í Pravda sé á ábyrgð ritstjórnar líkt og gildi um Stak- steina Morgunblaðsins. Hefur eitthvað verið gert af því hjá Ríkisútvarpinu að vitna til Stak- steina Morgunblaðsins sem frétta- heimildar eða stendur það til? Síðan bítur þessi fulltrúi út- varpsfréttastofunnar höfuðið af skömminni með því að bjóða þessa dæmalausu „frétt“ til birtingar á síðum Morgunblaðsins. Þeir eru iðnir við kolann!! Nú er „forval" í gangi hjá ýms- um stjórnmálaflokkum. Væri nú ekki heillaráð hjá viðkomandi fréttamanni að drífa sig í eitt- hvert þeirra að hætti samstarfs- manna sinna með von um umbun fyrir störf sín á fréttastofunni. Þá yrði líka von til að um gæti orðið að ræða eðlilega endurnýjun fréttamanna á fréttastofu út- varpsins. Þeim er upphaflega skrifaði um fréttaflutning og fréttamat Ríkis- útvarpsins þakka ég framtaks- semina. Mér leikur engin forvitni á að vita hvað hann heitir; efni greinar hans var það sem skipti máli.“ Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánudaga til fostudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þátt- arins, þó að höfundar óski nafn- leyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér i dálkunum. Hvers vegna? Margrét skrifar: „Hvers vegna megum við ekki borga fullt gjald fyrir að fara með strætisvögnum, við sem notum þá? Hvers vegna eiga aðrir að greiða niður fargjöldin fyrir okkur með út- svarinu sínu? Hvers vegna skilur ekki sá, sem er á móti hækkun fargjalda SVR, að „borgin", eins og það er kallað, er samfélag okkar — að við sem hér búum erum borgin? Hvers vegna má ekki koma til móts við börn og unglinga með því að gefa þeim kost á skólafargjöld- um, gegn framvísun skólaskirteina, t.d. til 18 ára aldurs? Hvers vegna reynum við ekki að hjálpa til, svo að „fyrirtækið okkar" beri sig?“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.