Morgunblaðið - 22.01.1983, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 22.01.1983, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JANUAR 1983 45 SVARAR I SIMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI flL FÖSTUDAGS 2ÆÍ 'JL- Bull um „nýtt blóðu og „æðakerfi stjórnmálaa! Nú er of seint i rassinn gripið langþnillur sjálfsUPOiNmadur ákrifar: ,Nú um næstu helgi fer fram prófkjor sjálfstæöismanna á Suð- urlandi Sá fjoldi frambjóðenda. sem fram hefur komið, kemur okkur S.innlendinRum ekki á óvart, þ\i okkur þykir óhætt að segja að ekkert kjórdæmi hafi Suðurlandi, styrkir ríkiö slíka verksmiöju á Norðurlandi og skeytir engu um arðsemi. Hvar var kraftur þinnmanna okkar Sunnlendinga? Allir þekkja þá hrinRavitleysu er ríkir í styrkjum til tapútjterða hér á landi Allir vita að þessir stvrkir eru teknir frá hinum vel 1__ ______nn iivar er réttsýnin, sannfær- ingarkrafturinn, framkvæmda- þrótturinn or áhrifin, sem við hljótum að búast við að þinjtmenn okkar hafi? Við þuríum nýtt blóð í æðakerf stjórnmála okkar SunnlendinRí Við þurfum menn, sem gera s<' ' fulla grein fyrir því að þeir sku stiinda reiknintfsskil wrlto *in- Kæri Velvakandi. „Ég er satt að segja orðinn mjög þreyttur á skrifum af því tagi, sem birtust í dálkum þínum í gær frá „langþreyttum sjálfstæðismanni", sem hefur uppi sleggjudóma um störf þingmanna Sunnlendinga að sjálfsögðu í tilefni af prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suður- landskjördæmi um þessa helgi. Stjórnmálaumræður eru náttúru- lega komnar niður á slíkt plan, að búast má við hverju sem er eins og skrif hins „langþreytta" Sjálf- stæðismanns sýna. „Hvar voru þingmenn okkar þegar steinullar- verksmiðjan var rædd á þingi,“ spyr þessi maður. Ég man ekki betur en að rækilega hafi í þeim heyrst á þeim tíma. En sjálfstæð- ismaðurinn langþreytti segir: „Hver varð afraksturinn? Jú, þrátt fyrir augljóst hagræði og hagnað af steinullarverksmiðju á Suðurlandi, styrkir ríkið eina slíka verksmiðju á Norðurlandi og skeytir engu um arðsemi. Hvar var kraftur þingmanna okkar Sunnlendinga?" Hvers konar bull er nú þetta. Með hvaða hætti áttu þingmenn Sunnlendinga að sigrast á vilja meirihluta Alþingis? Með hvaða „krafti“ áttu þeir að beygja meiri- hluta Alþingis undir vilja sinn? Ég gæti skilið þessi skrif, ef sá „langþreytti" hefði beitt sínum krafti til þess að hvetja Sunnlend- inga af lífi og sál til þess að byggja þessa verksmiðju sjálfir án stuðn- ings ríkisvaldsins. Þessi sami maður kvartar und- an því að þingmenn Vestmanney- inga hafi ekki mótmælt af hörku þeim vinnubrögðum að láta vel rekin útgerðarfyrirtæki greiða taprekstur illa rekinna fyrirtækja. Hvernig væri nú að þessi maður tæki sér það fyrir hendur að lesa þingtíðindin og kynna sér mál- flutning þingmanna Sunnlendinga um sjávarútvegsmál. Þessi umtalaði sjálfstæðismað- ur telur að nú þurfi „nýtt blóð í æðakerfi stjórnmála okkar Sunn- lendinga" og nýja menn á þing, sem séu hvorki „gungur" eða „strengjabrúður". Það hæfir nátt- úrulega þeim, sem skrifa nafn- laust, að tala um gunguskap eða hitt þó heldur og spyrja má „strengjabrúða" hvers þessi rit- höfundur er, en hitt má vel vera að það þurfi nýtt blóð í æðakerfi stjórnmála okkar íslendinga yfir- leitt, en áreiðanlega ekki „blóð“ þessa langþreytta sjálfstæð- ismanns, eða þess, sem hann skrif- ar fyrir. Annar langþreyttur sjálfstæðismaður.** Er verslunin hætt rekstri? Lesandi hringdi og hafði eftir- farandi að segja: — Mig langar til að spyrjast fyrir um verslunina Kistuna, sem var til húsa á Skóla- vörðustíg 4 og hafði m.a. á boð- stólum vörur frá „Laura Ashley". Er verslunin hætt rekstri eða er hún að flytja sig um set? Hvar verður hægt að fá inn í og endur- nýja vörur frá „Laura Ashley", sem maður hefur þegar keypt? Þessi þjónusta stendur til boða „Handverksmaður“ hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég var að lesa það sem haft var eftir „íbúa við Laugaveg" í þættinum í gær, að hann treysti sér ekki til að berja niður grýlukerti og hefði enda engin verkfæri til slíks. Og hann kvað marga í svipaðri að- stöðu, einkum í tveggja eða þriggja hæða húsum og þaðan af hærri. Það er nú þanngi, að ég tek að mér slík störf og er búinn að auglýsa í blaðinu hjá ykkur á hverjum degi frá áramótum. Það fer að vísu ekki mikið fyrir auglýs- ingunni minni, en sem sagt: þessi og önnur svipuð þjónusta stendur fólki til boða þegar og ef það þarf á að halda. Það þarf ekki að leita til borgaryfirvalda til þess að fá hana. Þau hafa sjálfsagt nóg á sinni könnu. Okkur finnst meira virði að vera heima við það sem Trausti hafði að segja í þættinum í morgun (fimmtu- dag). Ég er hjartanlega sammála honum um, að það sé hróplegt óréttlæti að leggja þyngri skatta á heimili, sé fyrirvinnan aðeins ann- að hjóna. En hitt get ég ekki tekið undir, að konur séu heima ein- göngu af því að þær séu ómennt- aðar og því lítt gjaldgengar á vinnumarkaði. Þetta er alls ekki einhlítt, því að við erum ábyggi- lega þó nokkrar, sem höfum góða menntun, en viljum fremur vera heima barnanna vegna, teljum það réttara þeirra vegna, m.a. til þess að þurfa ekki að þeyta þeim sínu í hverja áttina eða láta þau koma að öllu tómu, þegar þau koma heim úr skólanum o.s.frv. Okkur finnst það sem sagt meira virði að vera heima en geta veitt okkur það sem fengist fyrir fjár- hagslega ávinninginn við að fara út á vinnumarkaðinn. Margar okkar gætu vafalaust fengið jafn- há laun og eiginmenn okkar, eða því sem næst, og því finnst mér rangt hjá Trausta að gera ráð fyrir því að við séum allar heima af því að það borgi sig ekki fyrir okkur að hafa það öðruvísi. Hitt er svo annað mál, að það er sorglegra en tárum taki, að menn skuli þurfa að þræla myrkranna á milli til þessa að geta veitt konum sín- um þetta tækifæri — og fá svo að launum stórum þyngri skattlagn- ingu en hinir sem minna leggja á sig. Afkáralegt óréttlæti Anna hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: — Mig langar til að þakka þessum Trausta fyrir það sem hann segir í þættinum í morgun (fimmtud.), út af mismun- andi skattlagningu hjóna (heim- ila), eftir því hvort annað þeirra eða bæði vinna fyrir tekjunum. Þarna ríkir afkáralegt óréttlæti. Það eru ennþá til konur, sem gjarna vilja vera heima, finnst það nauðsynlegt til að frá þeim komi góðir og gegnir þegnar út í þjóðfélagið, það er þeirra mat. Og ég veit um margt ungt fólk, með tvö til þrjú börn, þar sem konan er heima, án tillits til menntunar hennar. En hvað er það eiginlega, sem réttlætir að stjórnvöld grípi til óráða eins og að leggja þyngri skattabyrðar á heimili, þar sem fyrirvinnan er ein, en hina þar sem bæði hjónin afla teknanna? Á sama tíma fá bændur að deila með tveimur í tekjur búa sinna. Það kom síðast fram þegar lág- launabótunum frægu var úthlut- að. Og röksemdin: Af því að konan tekur svo mikinn þátt í búskapn- um. En hvað gerir kaupstaðarkon- an eða sjómannskonan sem á mann sinn úti á sjó meira og minna allt heila árið? Hver sér um heimilið? Hver sér um útrétt- ingar? Um lánamál og fjármál? Um viðhald á eignum? Um skatta- skýrslur? Um uppeldi? Ég er nú orðin svo gömul að ég er hætt öllu þessu, en ég var sjómannskona í mörg herrans ár og veit ekki betur en ég hafi annast þetta allt saman og miklu fleira til. Og ef hægt er að réttlæta það, að bóndinn megi deila með tveimur í sínar tekjur, vegna hlutdeildar eiginkonu í störfum við búið, já,"þá er óhætt að leyfa sjómanninum það ekki síður. Og svo er um fleiri. GÆTUM TUNGUNNAR Vigdís Sigurðardóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langar til að gera smáathugasemd Heyrst hefur: Þeim líst vel á hvort annað. Rétt væri: Þeim líst vel hvoru á annað. Bendum börnum á þetta. RAFVIÐGERÐIR HF. Sími83901 Endurnýjun og breytingar á eldri rallögnum. NYLAGNIR Heimilistækjaviðgerðir. Allt efni til raflagna. WAGNER-sjálfstýringar Wagner-sjálfstýringar, komplett með dœlusettum 12 og 24 volt, kompás og fjarstýringum fram á dekk, ef óskaö er, fyrir allar stæröir fiskiskipa og allt niöur í smá trillur. Sjálfstýringarnar eru traustar og öruggar og auöveldar í uppsetningu. Höfum einnig á lager flestar stærðir vökvastýrisvéla. Hagstætt verð og greiösluskilmálar. Atlas hf íö Laugardagur í MN Rjómalöguö karrý-sjávarréttarsúpa. Þurrkuð fjallaskinka með ristuðu brauöi og sýrðum gúrkum. Gufusoðin rauðspretta fyllt með gráðosti og rækjusósu. Grísalundir á sverði með provencal sósu, gratineruðu blómkáli og kartöflum fondantes. Ofnsteikt rauðvínsmarinerað nautalæri með broccoli, grilluðum tómat og kartöflum fond- antes. Jarðepli í kampavíni gljáð með saboyon. Okkar vinsæli salatbar er innifalinn með öllum mat. Verið velkomin á góöan staö. SSN Skólavörðustíg 12, sími 10848.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.