Morgunblaðið - 22.01.1983, Side 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 1983
• Landsliösmaðurinn Guömundur Guömundsson hefur sýnt miklar
framfarir ( vetur. Hér stekkur Guömundur innúr horninu í landsleik við
Dani og skorar. Vonandi fasr Guömundur mörg svona góö tækifæri (
þeim landsleikjum sem framundan eru.
Keppnisferð til Norðurlanda:
Landsliðið leikur
sex leiki á viku
ÍSLENSKA landsliðiö í hand-
knattleik heldur utan næstkom-
andi þriðjudag í keppnisferð til
Norðurlandanna. Lardsliöið mun
leika gegn Dönum miðvikudag-
inn 26. janúar og 26. og 27. janúar.
Leikið verður gegn Finnum 29. og
30. janúar og loks gegn Norö-
mönnum 1. og 2. febrúar. Keppn-
isferð þessi er liður í undirbún-
ingi landsliðsins fyrir B-keppnina
í Hollandi. En lögð er áhersla á að
leíka sex leiki á einni viku. Mjög
erfið keppnisferð bæði hvað
snertir ferðalögin og hvað leikið
er þétt. Þá er mjög gott fyrir
landsliösmennina að fá alla
þessa leiki á útivelli við misjafnar
aðstæður, því að gott er að venj-
ast því að leika á mismunandi
keppnisvöllum.
— ÞR
Deildarkeppninni lýkur um helgina:
Vinnur FH deildar-
keppnina á markahlutfalli?
Hvaða lið verður deildarmeist-
ari ( handknattleik ( ár? Svarið
fæst um helgina, þv( að þá Ijúka
efstu liðin í 1. deild karla ( hand-
knattleik leikjum sínum. Stórleik-
ur helgarinnar verður á milli Vfk-
ings og KR. Víkingar veröa aö
sigra í leiknum ef þeir eiga aö
vera alveg öruggir meö aö sigra (
deildinni í ár. FH leikur gegn
Fram og takist FH að sigra ná
þeir 20 stigum í deildarkeppninni
( ár en Víkingar eru meö 19 stig
fyrir síöasta leik sinn. Ef KR sigr-
ar hinsvegar Víkinga í síðasta leik
sínum hefur liðið hlotið 20 stig
eða jafnmörg og FH og hlýtur þá
annaö sætið í deildinni, því að lið
FH er með lang hagstæöasta
markahlutfallið í deildinni.
Staðan í 1. deild karla fyrir síö-
ustu leiki í deildinni er nú þessi:
Víkingur 13 8 3 2 282—260 19
FH 13 9 0 4 348—289 18
KR 13 9 0 4 302—242 18
Stjarnan 13 7 1 5 261—259 15
Þessi 4 efstu liö leika mjög lík-
lega ( 4 liöa úrslitunum um fs-
landsmeistaratitilinn í ár.
Valur 13 6 1 6 270—247 13
Þróttur 13 5 2 6 264—272 12
Fram 13 4 1 8 274—293 9
ÍR 13 0 0 13 227—372 0
Um helgina veröa þessir leiklr í
1. deild karla:
f dag laugardag:
kl. 14.00 Þróttur-Valur í Laugar-
dalshöll.
• Tekst KR-ingum að sígra Víkinga um helgina? Leikur liðanna ræður
miklu um lokastöðuna í deildarkeppninni í ár. Þaö yrði mikið afrek hjá
Víkingum ef liðið sigraði í þessari keppni fjóröa áriö í röð. Á myndinni
má sjá Ragnar Hermannsson KR stökkva hátt upp og reyna skot.
KR-ingar hafa jafnan veitt Víkingum mikla keppni er liðin hafa leikið
saman. Og nú er meira í húfi fyrir KR en oftast áður.
Sunnudagur:
Kl. 14.00 FH-Fram
kl. 16.15 Stjarnan-ÍR
kl. 20.00 Víkingur-KR
Þetta eru síöustu leikirnir í 1.
deild á keppnistímabilinu. Úrslit f
1. og 2. deild karla veröa svo leikin
í mars, og fer fyrsta umferöin fram
18., 19 og 20. mars.
Rétt er aö geta þess aö þaö liö
sem sigrar í deildarkeppninni vlnn-
ur sér rétt til þess aö taka þátt i
IHF-keppninni næsta keppnistíma-
bil.
— ÞR.
Falla leikirnir við
Júgóslavíu niður?
ALLT bendir nú til þess að lands-
leikir þeir sem áttu að fara fram
B-keppnin í Hoilandi:
Fyrsti leikur íslands
gegn Spáni 25. febrúar
f LOK næsta mánaöar hefst
B-keppnin í handknattleik í Hol-
landi. í þessari keppni er keppt í
þremur riðlum og leikur ísland í
einum þeirra. Undirbúningur
landsliösíns hefur staöið lengi
fyrir keppnina enda mikið í húfi
aö landslið okkar standi sig vel.
Tvö efstu liðin ( keppninni ( Hol-
landi vinna sér rétt til þess að
taka þátt í handknattleikskeppni
Ólympíuleikanna sem fram fara (
Los Angeles áriö 1984. Alls eru
það 12 þjóðir sem leika í
B-keppninni í Hollandi og er þeim
Frædslufundur
hjá GR
FRÆÐSLUFUNDUR verður hald-
inn í Golfskálanum í Grafarholti á
morgun, kl. 15.00. Fjallaö verður
um nýtt fyrirkomulag á forgjöf,
„Congu“-kerfið. Á eftir verður
sýnd golfkvikmynd. Allir kylf-
ingar eru velkomnir á fundinn og
hvattir til þess að mæta.
Þorrablót Golfklúbbs Reykja-
víkur veröur haldið laugardaginn
5. febrúar í Golfskálanum í Graf-
arholti kl. 19.00. Aögöngumiöar
fást hjá framkvæmdastjóra.
eins og áður sagði skipt niður (
þrjá riðla. Riðlaskiptingin er
þannig:
A-riðill:
Ungverjaland
Svíþjóö
ísrael
Búlgaría
B-riðill:
V-Þýskaland
Tékkóslóvakía
Holland
Frakkland
C-riðill:
Sviss
Spánn
island
Belgía
Tvö efstu liö í hverjum riöli kom-
ast áfram í keppninni og leika sín á
milli um efstu sætin sex. Þó veröa
leikir liöanna í riölakeppninni látnir
gilda áfram í aöalkeppninni. Tvö
neðstu liöin í hverjum riöli leika
síöan saman í einum riöli um 7. til
12. sæti í keppninni, en tvær
neöstu þjóöirnar i keppninni falla
niöur í C-riöil. Eins og sjá má á
riðlaskiptingunni veröur keppnin
hörö.
En til gamans skulum viö li'ta á
hvaöa þjóöir eiga aö hafa raun-
hæfa möguleika á aö komast
áfram í aöalkeppnina.
í A-riölinum eiga Ungverjar og
Svíar aö komast áfram nokkuö ör-
ugglega. Þaö sama er aö segja um
V-Þjóöverja og Tékka í B-rií 'inum.
I C-riðli mun baráttan mjög líklega
standa á milli Svisslendinga og fs-
lendinga um aö komast áfram í aö-
alkeppnina. Spánverjar eru mjög
sterkir og ættu aö vera örugglr
áfram. Leikur Islands viö Sviss
mun því veröa mjög mikilvægur
fyrir okkur. Á góöum degi er ekkl
nokkur vafi á því aö viö sigrum liö
Svisslendinga. En þaö gæti líka
brugöiö til beggja vona.
Fyrsti leikur íslands í keppninni,
25. febrúar, er viö Spánverja og fer
fram í Breda. Næsti leikur islands
veröur síöan 27. febrúar í Vlissing-
en gegn Sviss. Og síöasti leikur
islands veröur svo gegn Belgíu í
Gemert 28. febrúar. Takist
íslenska liöinu aö komast áfram í
aöalkeppnina er liðiö til alls líklegt
í þeirri keppni, þrátt fyrir aö mót-
herjarnir séu sterkir.
Lokakeppni þeirra sex liöa sem
efst veröa fer fram í Rotterdam,
Enschede og Utrecht, en hin liðin
sex leika í Zwolle, Arnhem og
Amsterdam.
— ÞR
hér á landí 17. og 20. febrúar
gegn Júgóslövum falli niður.
Astæðan er einfaldlega sú að
samningsgrundvöllur við A-Evr-
ópu er alveg brostinn hvaö varðar
svona samskipti. Austur-Evrópu
þjóðirnar gera það að skilyrði
þegar þær sækja okkur heim að
við greiöum flugfargjöld frá
Kaupmannahöfn, allan hótel-
kostnað svo og dagpeninga.
Flugfargjöld hafa hækkað svo
mikið að undanförnu að kostnað-
ur við þau er að verða okkur óvið-
ráðanlegur með öllu, sagði for-
maður HSÍ, Júlíus Hafstein í
spjallí við Mbl.
Það er því allt útlit fyrir aö þaö
verði ekki landsleikir í hand-
knattleik hér á landi áður en
landsliðíð heldur utan í B-keppn-
ina í Hollandi.
— ÞR
0 Towns where will be played
□ Housing
• í þessum borgum veröur leikið í Hollandi þegar B-keppnin fer fram.