Morgunblaðið - 01.02.1983, Síða 1

Morgunblaðið - 01.02.1983, Síða 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 25. tbl. 70. árg. ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins Schultz í Japan: „Samþykkjum ekki tillögur sem stofna Japönum í hættu“ Tokyo, 31. janúar. AP. GEORG P. Schultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tjáði japönsk- um ráðamönnum í gær, að Bandaríkin mvndu aldrei undirrita samn- ing um minnkun kjarnorkuvopnabúra í Vestur-Evrópu, sem hefði í för með sér að Sovétmenn myndu flytja kjarnorkuflaugar til Asíu og beina þeim að skotmörkum þar. Japanir hafa haft þungar áhyggjur af því að svo kynni að fara í kjölfar afvopnunarviðræðna, enda hafa Rússar a.m.k. einu sinni nefnt þann möguleika að minnka eigin vopnabúr í Vestur-Evrópu með þvf að flytja flaugar til Asíu. Talsmaður bandaríska utanrík- isráðuneytisins, John Hughes, hafði í gær eftir Schultz að „Bandaríkin hefðu stórt ábyrgð- arhlutverk og myndu sinna því eins vel og kostur væri. Og aldrei myndu Bandaríkin hafa aðeins hagsmuni Vestur-Evrópu að leið- arljósi er afvopnunarviðræður og samningar væru annars vegar." Japan er fyrsta landið af þrem- ur sem Schulz heimsækir í ferð sinni um Asíu, hann fer síðan til Kína og Suður-Kóreu. Sovétmenn hafa gagnrýnt ferð ráðherrans harðlega og sagt hana einungis til þess að auka á spennu í afvopnun- armálum. Hafa Sovétmenn marg- lýst því yfir að undanförnu, að þeir hafi áhyggjur af því sem þeir kalla vaxandi hernaðarumsvif Japana og Bandaríkjamanna í Asíu, vitna m.a. í orð forsætis- ráðherra Japans, Nakasone, í ræðu sem hann flutti í Washing- ton fyrir fáeinum dögum. Þar sagði hann það ætlunina að gera Japan að ósökkvanlegu flugmóð- urskipi. Tass gerði orð Nakasone fljótlega að umræðuefni og gaf í skyn að slíkar áætlanir gætu gert Japan að mikilvægu skotmarki ef til kjarnorkustríðs kæmi. Hughes sagði hins vegar: „Við látum Rússa ekki æsa okkur upp, styrkur okkar og áhrif hefur laðað fram duldar og óduldar hótanir, en við látum slíkt sem vind um eyru þjóta.“ Bush og Kohl: George Bush, t.v., og Helmut Kohl á blaðamannafundinum í fundarlok í gær. Símamynd AP. Shcharan- sky þungt haldinn Tel Aviv, 31. janúar. AP. SOVÉSKI andófsmaðurinn Anatoli Shcharansky er þungt haldinn eftir því sem móðir hans sagði fréttamönnum í Tel Aviv í gær, en hún fékk bréf frá honum fyrir þremur dög- um. Shcharansky, sem tekur út 13 ára fangelsisdóm fyrir meintar njósnir um þessar mundir, var álitinn látinn fyrir skömmu, en bréfið létti áhyggjur manna á því. Það kom hins vegar fram, að hann er afar heilsuveill, en hann hefur verið í hungurverkfalli síðan í september. í slíkum til- fellum er mat þröngvað ofan í fólkið annan hvern dag, en Shcharansky hefur fengið slíka meðferð einungis þriðja hvern dag. í bréfinu til móður sinnar sagði Schcharansky að hann þyrfti nauðsynlega á læknis- aðstoð að halda. Húsinu stolið! Lorain, Ohio, 31. janúar. AP. TILLACK-hjónunum brá heldur betur í brún í síðustu viku, er þau vitjuðu húss sem þau áttu. Þau höfðu ekki litið það augum í nokkra mánuði, en hafa leigt það út öðru hvoru í nokkur ár. En er þau vitjuðu hússins fyrir nokkrum dögum var búið að stela því! Er Lawrenc Tillack leit þar við í síðustu viku var ekkert eftir annað en grunnur hússins og tveir gamlir dívanar. Jennifer Wooten, sem býr í næsta húsi við hið horfna hús Tillackhjónanna, sagði frétta- mönnum að síðastliðið sumar hafi allt verið í stakasta lagi, en „síðan fór fólk að koma jafnt á nóttu sem degi og láta greipar sópa.“ Bætum við 572 meðaldræg- um flaugum í V-Þýskalandi — ef Sovétmenn koma ekki til móts við okkur“ Honn, 31. janúar. AP. GEORGE Bush, varaforseti Bandarfkjanna og Helmut Kohl, kanslari Vestur Þýskalands sögðu á sameiginlegum blaöa- mannafundi í Bonn í gær, aö stjórnir iandanna væru ákveðn- ar að halda við áform sín að koma fyrir 572 kjarnorkueld- flaugum í Vestur Þýskalandi síðar á árinu ef Sovétmenn samþykkja ekki að fjarlægja þær meðaldrægu eldflaugar sem þeir beina að Vestur Evrópu. „Slík ákveðni veitir NATO styrk til að sýna Sovétmönnum að þeir verða að koma til móts við okkur,“ sögðu Bush og Kohl. Kohl sagði einnig við þetta kjarnorkuvopna, myndu banda- tækifæri, að vinátta, samvinna og rísk stjórnvöld að sjálfsögðu sameiginlegt markmið NATO- leggja við eyrun ef Sovétmenn ríkjanna væri sterkasta afl sem til kæmu með raunhæfar tillögur, en væri gegn stríði. Bush tók engu að nú standa yfir viðræður stórveld- síður fram, að þar sem Bandaríkin anna tveggja um þessi mál í Genf legðu geysilega áherslu á fækkun í Sviss. Kohl gaf í skyn að lausn Reagan lagði fjárlaga- frumvarp fyrir þingið gæti fengist sem fæli ekki endi- lega í sér alhliða afvopnun í Vestur-Evrópu þó svo að hann sé stuðningsmaður „núll-leiðarinn- ar“ sem Bandaríkjamenn hafa lagt áherslu á. Aðalatriðið er að lausn fáist sem tryggir að allir standi jafnt að vígi,“ sagði Kohl. „Núll-leiðin er sanngjörn lausn, hvað gæti verið betra en að koma í veg fyrir „nýja kynslóð" meðal- drægra kjarnorkueldflauga, sagði Bush. Þessu er Kohl fylgjandi þó svo að skoðanakannanir í Vestur Þýskalandi hafi bent til þess að alþýða manna sé mótfallin því að bæta fyrrnefndum 527 flaugum við. Bonn er fyrsti viðkomustaður bandaríska varaforsetans á 12 daga ferð hans. Hann mun alls heimsækja ráðamenn í 6 NATO- ríkjum. Hann er að kynna afstöðu Bandaríkjamanna, afla „núll leið- inni“ fylgi. Washington, 31. janúar. AP. KJÁRLAÍiAFRUMVARP Ronalds Keagan Bandaríkjaforseta var lagt fyrir Bandaríkjaþing í gær. Eru það lög upp á 848,5 milljarða dollara veltu. Fjárlaga- áriö í Bandaríkjunum hcfst í október næstkomandi og er áætlaó aö hallinn á fjárlögunum sem nú eru í gildi nemi 189 milljörðum dollara. Þó er næsta fjárlagaár einmitt árið sem Reagan spáði vaxandi velgengni og hagnaði, „en við erum að sigrast á vandanum," sagði for- setinn í gær er hann lagði fram frumvarpið. f frumvarpinu er gert ráð fyrir talsvert meiri útgjöldum en áður. Útgjöld til varnarmála og hækkandi vextir munu taka til sín alla hækkunina. Fyrir vikið mun þrengja að á öðrum sviðum. Til dæmis munu framlög í styrki, mat- armiða og fleira í þeim dúr lækka, tryggingar, ellilífeyrir og örorku- bætur myndu lækka, auk þess sem stórlega yrði dregið úr framlögum til landbúnaðarmála, almennrar menntunar og umhverfisverndar- mála. Fleira mætti telja. Á sama tíma munu útgjöld til varnarmála hækka um 29,7 millj- arða dollara, en það er 14 prósent aukning frá síðasta fjárlagaári, upphæðin færi í 238,6 milljarða dollara. Efnahagsspá sem fylgir fjár- lögunum gerir ráð fyrir 10,7 pró- sent atvinnuleysi út þetta ár, en 9,9 prósent á næsta ári. Spáin telur að tala atvinnulausra í Bandaríkjun- um fari ekki niður fyrir þau 7,4 pró- sent, sem voru atvinnulausir er Reagan settist í forsetastólinn, fyrr en árið 1987. Víet-Namar her- tóku flóttamanna- búðir í Kampútseu Aranyaprathet, Thailandi, 31. janúar. AP. HERSVEITIR Víet-Nama náðu á sitt vald flóttamanna- og andspyrnu- búðunum Nong ('han í Kampútseu, skammt frá landamærum landsins og Thailands. 300.000 af íbúum búðanna flýðu yfir landamærin til Thailands. stað og síðustu vikurnar hafa bardagar blossað upp. Það eru einkum stuðningsmenn Norodoms Sihanouk sem hafa haft aðsetur í Nong Chan búðun- um. Hann er nú staddur í Peking, en fyrir skömmu hélt hann fund með fulltrúum þriggja flokka út- lagasamsteypustjórn þeirri er hann veitir forstöðu, en hana skipa auk Sihanouks og hans stuðningsmanna, Rauðu Khmer- arnir og fylgilið fyrrum forsætis- ráðherrans Son Sann. Fundur þeirra fór fram innan landamæra Kambódíu. Samkvæmt skýrslum thai- lenskra heryfirvalda særðust 80 óbreyttir kampútseuborgarar, en enginn lést fyrr en Víet-Namarnir ráku flóttann yfir landamærin. Féll þá einn Thailendingur og þrír særðust er stórskotahríð Víet- Nama buldi á thailenskum þorp- um. Nong Chan-búðirnar hafa verið helsta vígi Kampútseumanna síð- an árið 1979, er Víet-Namar réð- ust inn í landið og mikill fjöldi Kampútseumanna flýði yfir landamærin til Thailands eða að þeim. Síðan hafa skærur átt sér

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.