Morgunblaðið - 01.02.1983, Page 3

Morgunblaðið - 01.02.1983, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR1. FEBRÚAR 1983 Benedikt Gutt’ ormsson fyrrv. bankaútibús- stjóri látinn BENEDIKT Guttormsson, fyrrver- andi bankaútibússtjóri, andaðist síð- astliðinn sunnudag. Benedikt var fæddur að Stöð í Stöðvarfirði 9. ágúst árið 1899 og var því 83 ára er hann lést. Hann stundaði nám við Verzl- unarskóla íslands 1921—22 og síð- an í Danmörku og Þýzkalandi. Benedikt tók við búi föður síns ár- ið 1916 og rak það til ársins 1932. Benedikt var einn stofnenda Kaupfélags Stöðfirðinga árið 1931 og framkvæmdastjóri þess frá 1932 til 1939. Hann var banka- stjóri við útibú Landsbanka Is- lands á Eskifirði 1939—1958 og fulltrúi bankastjóra Búnaðar- banka íslands 1958—1959 og gegndi bankastjórastörfum þar 1958—1959. hann fékkst um skeið við kennslu með öðrum störfum og gegndi fjölmörgum trúnaðarstörf- um fyrir hið opinbera. Eftirlifandi eiginkona Bene- dikts er Fríða Austmann. Haraldur Gísla- son framkvœmda- stjóri látinn HARALDUR Gíslason fram- kvæmdastjóri Sambands sveitarfé- laga á Suðurnesjum er látinn, 54 ára að aldri. Hann var fæddur í Reykjavík 28. september árið 1928, sonur Hlínar Þorsteinsdóttur og Gísla Jónssonar kaupmanns og alþing- ismanns. Haraldur lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1950 og prófi í viðskiptafræðum frá Boston Uni- versity í Bandaríkjunum árið 1955. Hann stundaði síðan fram- haldsnám í stjórnvísindum og hagræðingu í Bandaríkjunum. Hann var framkvæmdastjóri Gísla Jónssonar og Co. og Bif- reiða- og landbúnaðarvéla 1956—'59 og starfaði síðan hjá bandaríska sendiráðinu til 1965. Hann rak bókhaldsskrifstofu í Reykjavík um tíma en réðst sem sveitarstjóri til Vopnafjarðar árið 1967 og gegndi því starfi fram til ársins 1974. Haraldur var sveitarstjóri i Garði 1974—’78 og framkvæmda- stjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum frá 1974—'78. Hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Kiwanis-hreyfinguna. Eftirlifandi kona Haraldar er Björg Ingólfsdóttir. ættiröu aö kynna þér Daihatsu Charade DAIHATSU CHARADE er löngu oröinn einn vinsælasti bíllinn á markaönum í dag. Nálægt 1700 Daihatsu Charade eigendur finna í dag lítiö fyrir hinu gífur- lega háa benzínveröi, því þeirra bíll eyöir aöeins 7—8 lítrum á hundraöiö í innan- bæjarkeyrslu. Ef þú finnur illa fyrir dýru benzíni, ættiröu aö slást í hóp þeirra sem eiga DAIHATSU CHARADE. Auk þess aö vera einn sparneytnasti bíll- inn á markaönum er CHARADE þekktur fyrir snerpu, þægindi og afslöppun í akstri. Hann er 5 manna framhjóladrifinn fjölskyldubíll, með 3—5 hurðir, aftursæti sem hægt er aö leggja niöur í heilu eöa hálfu lagi. Hann er sérlega hannaöur meö öruggi ökumanna og farþega fyrir augum. Þú getur fengiö hann sjálfskiptan eöa 4ra—5 gíra í fjölbreyttu litaúrvali, utan sem innan. Hann er líka einn seljanlegasti notaöi bíllinn á markaönum, spuröu næsta bíla sala um þaö. Spuröu líka einhvern sem á DAIHATSU um þjónustuna hjá okkur á verkstæði og varahlutum. Líttu svo viö og kannaöu greiösluskil- málana og settu gamla DAIHATSUINN þinn uppí. DAIHATSUUMBOÐIÐ, Ármúla 23. 8S870 - 81733.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.