Morgunblaðið - 01.02.1983, Side 13

Morgunblaðið - 01.02.1983, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 1983 íslenska hljómsveitin Tónlist Egill Friðleifsson Það vakti mikla athygli meðal menningarsinna er íslensku hljómsveitinni var hleypt af stokkunum sl. haust. Og þá ráku menn ekki síður upp stór augu er forráðamenn hljómsveitarinnar lýstu því yfir, að ætlunin væri að reka hljómsveitina án opinberra styrkja en samt greiða öllum laun samkvæmt taxta, enda yfirlýstur tilgangur hljómsveitarinnar að gefa ungu fólki tækifæri til að spila og lifa af list sinni. Gerðust ýmsir vantrúaðir á að þessi djarfa fyrirætlun fengist staðist. En efa- semdamennirnir höfðu sem betur fer rangt fyrir sér. Draumurinn hefur staðist próf raunveruleik- ans. Almenningur hefur tekið hljómsveitinni mjög vel og jafnan er húsfyllir á tónleikum hennar. Nú er fyrsta starfsár hljómsveit- arinnar hálfnað og í efnisskrá má lesa að allar áætlanir hafi staðist og ekki aðeins það. Þar er einnig að finna upplýsingar um fyrirhug- aða tónleikaferð hljómsveitarinn- ar til Svíþjóðar á sumri komanda. Það munar ekki um það. Þetta er kallað fljúgandi start á máli hlaupara, sem eru að flýta sér. fs- lenska hljómsveitin efndi til all sérstæðra tónleika í Gamla bíói sl. laugardag. „Tónleikar" er ef til vill ekki rétta orðið yfir þessa sam- komu. „Kabarett á listrænu plani" væri nær að nefna það. Hugmynd- in að allsherjarlistaverki er ekki ný og er gjarnan vitnað í Wagner í því sambandi. En þarna kenndi ýmissa grasa og mörgum list- greinum raðað saman undir yfir- skriftinni „Tónlistin — þjónn list- anna“. Samkoman hófst á því að hljómsveitin, sem að þessu sinni var staðsett í hljómsveitargryfj- unni, lék þrjú intermezzi eftir Claudio Monteverdi undir rögg- samri stjórn Guðmundar Emils- sonar, sem virðist vaxa ásmegin með hverjum konsert. Næst gat að heyra sjaldgæft listform. Þrjár svokallaðar melo- dramaballöður, ljóðaframsögn með píanóundirleik, og var tónlist- in eftir þá Schubert, Schumann og Liszt er Anna Málfríður Sigurðar- dóttir lék af þokka. Framsögn Samþykkt aÖ koma á fót emb- ættismannanefnd Á FUNDI í Kaupmannahöfn hinn 25. janúar ’83, þar sem mættir voru fulltrúar frá íslandi, Færeyjum og Grænlandi, í því skyni að ræða fram- tíðarsamvinnu landanna urðu menn sammála um að halda áfram slíkum óformlegum fundum stjórnmála- manna frá þessum þremur löndum. Allir voru sammála um að gagn- leg væri formlegri samvinna og mönnum kom saman um að setja á fót nefnd embættismanna frá þessum þremur löndum til þess að móta tillögur að reglum um form- legri samvinnu. Þegar þessar tillögur lægju fyrir myndu stjórnmálamennirnir hittast aftur til framhaldsvið- ræðna. Fundinn sátu af íslands hálfu alþingismennirnir Páll Pétursson, Sverrir Hermannsson og Stefán Jónsson. Frá Grænlandi: Jona- than Motzfeldt, landstjórnarfor- maður, Lars Emil Johansen, at- vinnumálaráðherra, Moses Olsen, félagsmálaráðherra, Emil Abel- sen, ráðuneytisstjóri sjávarút- vegsmála, Lars Vesterbirk, skrif- stofustjóri, Johan E. Jensen, ráðu- neytisstjóri. Frá Færeyjum: Jogv- an Sundstein, lögþingsformaður, Atle Dam, lögþingsmaður, Anton Nilsen, lögþingsmaður, Erlendur Paturson, lögþingsmaður, Agnar Nilsen, lögþingsmaður, Johan J. Djurhus, skrifstofustjóri. hafði Sigurður Skúlason á hendi og hefði ég vel getað hugsað mér rismeiri flutning, en ljóðaþýð- ingar gerði Böðvar Guðmundsson. Það þarf engan að undra að þetta listform hefur ekki náð teljandi útbreiðslu. Slíkir eru yfirburðir sönglagsins gagnvart ljóðaflutn- ingi af þessu tagi. „Stúlkan og risinn" nefndist brúðulátbragðsleikur eftir Helgu Steffensen er hér var frumfluttur við tónlist Miklos Maros, Diverti- mento frá árinu 1976. Ég tel mig þess ekki umkominn að gefa um- sögn um brúðulátbragðsleik. Vil aðeins taka fram að ég hafði ánægju af tilburðum risans við að tjá stúlkunni ást sína. Risinn var hrjúfur á yfirborðinu, eins og tónlist Miklos Maros, en var þó aðlaðandi eins og tónlistin. Þannig féllu þessi listform ágætlega sam- an. „Pacific 231“ nefnist kvik- myndatónlist eftir Arthur Hon- egger, sem hér var ágætlega flutt af íslensku hljómsveitinni og um leið horfðum við á samnefnda kvikmynd eftir Jean Mitry, sem hlaut verðlaun í Cannes árið 1949. Venjuleg örlög kvikmyndatónlist- ar eru þau, að hún gleymist um leið og hætt er að sýna myndina. En stöku sinnum lifir hún af og svo er um Pacific 231 Honeggers. Þannig hef ég oft heyrt tónlistina Skúli Halldórsson áður en sá nú myndina í fyrsta sinn. Mér fannst hún frábær. Þeg- ar saman fer góð tónlist og jafn snjöll myndataka og klipping verður útkoman heilsteypt, 13 áhrifamikið og spennandi lista- verk. Næst birtist á sviðinu Sieglinde Kahmann og söng tvær óperuarí- ur eftir Puccini með glæsibrag, enda ákaft fagnað af áheyrendum. Samkomunni lauk svo með því að frumfluttur var ballettinn „Hrif“ við tónlist Skúla Halldórssonar. Tónmál hans er hefðbundið, ein- falt og með þjóðlegu ívafi. Skúli notar m.a. nokkur þekkt stef úr sönglögum sínum í þessari svítu, sem sver sig mjög í ætt við fyrri verk hans af svipuðum toga. Ég er ekki fær um að dæma frammi- stöðu dansaranna í þessum ball- ett. En vissulega var það augna- yndi að sjá þessar dísir ásamt Erni Guðmundssyni flögra um sviðið eins og fiðrildi. Af þessum pistli má ráða að víða var komið við á þessum listræna kabarett í Gamla bíói sl. laugardag. ÖRBYLGJUOFN eykur f rítímann. R-5000 VERÐKR. 7.970.- R-6950 VERÐKR. 10.280.- R-7000 VERÐ KR. 13.000.- R-8000 VERÐ KR. 14.950.- Eignist þú SHARP örbylgjuofn færðu aukin frítíma. Matartilbúningurinn tekur ólíkt skemmri tíma, — maturinn heldur betur í sér bragði og vítamínum og verður bragðbetri og safameiri. Snúningsdiskurinn hitar matinn jafnt og gefur honum fallegra yfirbragð. ÚTSÖLUSTAÐIR: Portlö. Akranesi — KF Borgf Borgarnesi — Verls Inga, Hetlissandi — Patróna. Patreksfiröi — Sería. Isafiröi — Sig. Pálmason, Hvammstanga — Alfhóll, Siglufiröi — Cesar, Akureyri — Radíóver. Húsavík — Paloma. Vopnafiröi — Ennco, Neskaupsstaö — Stálbúöin, Seyöisfirði — Skógar. Egilsstööum — Djúpiö. Djúpavogi — Hombær. Hornafiröi — KF. Rang. Hvolsvelli — MM. Selfossi — Eyjabær, Vestmannaeyjum — Rafeindavirkinn. Grindavík — Fataval. Keflavík. HUÐM*HEIMILIS*SKRIFSTOFUTÆKI HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999 SHARP örbylgjuofn er auðvelt að meðhöndla og þrífa. Örbylgjuofn er heimilistæki sem verður ómissandi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.