Morgunblaðið - 01.02.1983, Page 19

Morgunblaðið - 01.02.1983, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 1983 19 JíeltrJíorkStmeð Genscher Genscher að skírskota til Franz Josef Strauss, hins hægri sinnaða leiðtoga CSU, sem er bræðraflokk- ur kristilegra demókrata í Bayern, en talið er víst, að Strauss hafi hug á taka við af Genscher sem utan- ríkisráðherra Sambandslýðveldis- ins. Genscher sakaði jafnaðarmenn ennfremur um að vera reiðubúna til þess að fallast á einokun Rússa á meðaldrægum eldflaugum, sem miðað væri á Vestur-Evrópu. En samtímis neyddu jafnaðarmenn NATO til þess að hætta við aðgerð- ir sínar til að mæta þeirri hótun, sem af þessum eldflaugum stafaði. „Slíkt mun ekki skapa skilyrði fyrir friði í Evrópu," sagði Gensch- er, „en verður til þess að slíta Vestur-Evrópu úr tengslum við Bandaríkin". Vesturþýzki utanríkisráðherr- ann var á meðal þess meiri hluta af 400 þingfulltrúum í Freiburg, sem samþykktu tillögu um, að skýrt yrði frá því opinberlega, hvar í landinu fyrirhuguðum eldflaugum af gerðinni Pershing II svo og stýrieldflaugum yrði komið fyrir. Til þessa hefur ríkisstjórnin ekki hvikað frá að halda þessu leyndu til þess að koma í veg fyrir sams konar mótmælaaðgerðir og átt hafa sér stað á Ítalíu og í Bretlandi gegn sams konar eldflaugum. Aðeins 27 af fulltrúunum á flokksþinginu voru andvígir til- lögu, sem borin var upp um áfram- haldandi stjórnarsamstarf með kristilegum demókrötum. í sama mund og þessu þingi flokksins var að ljúka, voru kunn- gerð úrslit skoðanakönnunar, sem blaðið Welt am Sonntag gekkst fyrir og samkvæmt henni nýtur FDP stuðnings 4,8% kjósenda, CDU/CSU 45,1%, jafnaðarmenn 44,4% og græningjarnir 5,2%. Þetta sýnir aukningu á fylgi FDP, en fram að þessu hefurflokkurinn aðeins haft fylgi 3—4% kjósenda. Flokkurinn þarf að fá 5% af greiddum atkvæðum til þess að fá mann kjörinn á Sambandsþingið. Margir stjórnmálafréttaritarar halda því fram, að taka beri vara fyrir öllum skoðanakönnunum á þessu stigi, þar sem óvenjulega margir Vestur-Þjóðverjar hafa ekki tekið ákvörðun enn þá, hvaða flokk þeir hyggjast kjósa. Þannig höfðu 18,8% aðspurðra í skoðana- könnun Welt am Sonntag ekki enn ákveðið hvað flokk þeir hyggjast styöja í kosningunum 6. marz. Asjóna mannkynsins hefur verið svívirt — sagöi Kohl, er hann minntist valdatöku Hitlers Vestur-Berlín og Tel Aviv, 31. janúar. AP. HELMUT KOHL, kanslari Vestur- Þýzkalands og Willy Brandt, leiðtogi jafnaðarmanna þar í landi voru sam- mála um það við opinbera athöfn í Vestur-Berlín á sunnudag, þar sem minnzt var valdatöku Adolfs Hitlers fyrir 50 árum, að Þjóðverjar hlytu að bera ábyrgð á fortíðinni. „Asjóna mannkynsins hefur verið svívirt í nafni Þýzkalands", sagði Kohl við athöfnina, sem fór fram í hinu forna ríkisþinghúsi, er stendur í Vestur- Berlín aðeins steinsnar frá Berlín- armúrnum. Hann skoraði á þjóð sína að gleyma ekki orsökum og af- leiðingum einræðisstjórnar nazista. „Gleymskan er erkióvinur fram- tíðarinnar", sagði Willy Brandt við sama tækifæri, þar sem hann skoraði á Þjóðverja að gleyma ekki fortíðinni. Hann sagði enn- fremur, að það sem gerðist, hefði ekki þurft að gerast. Nær allt, sem gerðist eftir 30. janúar 1933, hafði verið boðað fyrirfram af Hitler. En það var ekki nóg til þess að fá lýðræðisöflin í landinu, sem þá voru klofin af innbyrðis deilum, til þess að sameinast gegn nazistum. Tugir þúsunda manna söfnuðust saman í fjöldagöngum víðs vegar um Vestur-Þýzkaland á sunnudag og báru borða og skilti, þar sem á var letrað: „Aldrei aftur fasisma". Bretland: David Martin í hungurverkfalli Lundúnum, 31. janúar. AP. DAVID Martin, mest eftirlýsti maður Bretlands áður en hann náðist í síð- astliðinni viku, hóf hungurverkfall í dag, þar sem hann sagði að lögreglan hefði meinað honum að hitta fyrrver- andi sambýliskonu sína. „Hann segist hvorki munu drekka né borða þar til hann hefur fengið að hitta hana,“ sagði lög- maður hans í dag, en haft er eftir heimildum innan lögreglunnar að hún hafi leitt hann í gildru lögregl- unnar í síðastliðinni viku, þegar hann var handtekinn. í ísrael var dagsins minnzt sem hins mesta óheilladags í allri sögu Gyðinga. Handsprengju var varpað að vesturþýzka sendiráðinu í Tel Aviv á sunnudagskvöld, án þess þó að nokkur slys hlytust af. Veður víða um heim Akureyri 6 skýjað Amslerdam 7 rígning Aþena 15 heiðakírt Barcelona 14 léttskýíað Berlin 5 skýjaó Bruaaal 7 skýjað Chicago 0 skýjað Dublin 5 heiðskírt Feneyjar 10 léttskýjaö Frankfurt 9 rigning Færeyjar 2 alskýjaó Gant 10 rigning Helsinki +5 heióskírt Hong Kong 16 skýjaö Jerúsalem 12 heiðskírt Jóhannesarborg 31 rigning Kaupmannahöfn 5 rígning Kairó 19 skýjaö Las Palmas 20 skýjað Lissabon 7 rigning London 10 rigning Los Angeies 17 heiöskírt Madrid 20 heiöskírt Mallorca 15 skýjaö Malaga 24 léttskýjað Mexíkóborg 26 heiöskirt Miami 24 heiöskírt Nýja Delhí 19 skýjaö New York 7 skýjað Ósló 0 heiðskírt Parfs 10 rigning Peking 3 heiöskírt Perth 24 skýjaö Reykjavík +5 alskýjaö Rio de Janeiro 38 heiöakirt Rómaborg 16 skýjaö San Francisco 14 heiöakirt Stokkhólmur 1 skýjaö Sydney 27 heiðskírt Tel Aviv 16 heiöakírt Tókýó 11 heiöskírt Vancouver 9 rigning Skíðabúnaður hinna vandlátu AÐRIR ÚTSÖLUSTAÐIR: Pípulagningarþjóniistan Akranesi Spurtvörubúdin Keflavík Kaupfélag Borgfíróinga Borgarnesi kaupfélag Borgfíröinga Ólafsvík Versl. Húsið Stykkishólmi Sporthlaöan ísafirði Verslun Kinars Guðfínnssonar hf. Bolungarvík Kaupfélag Húnv Blönduósi Gestur Fanndal Siglufirði Kaupfélag Skagfírðinga Sauðárkróki Kaupfélag Fyfírðinga Ólafsfirði Kaupfélag v/Barð- strendinga Bíldudal Patreksfirði Jón llalldórsson Dalvík Viðar Garðarson Akureyri Kaupfélag Fvfírðinga Akureyri Bókaverslun Pórarins Stefánssonar Húsavík Steingrímur Sæmundsson Vopnafirði Verslunin Skógar Egilsstöðum Verslunin Þór Fáskrúðsfirði FISCHER hafa skíði við hæfi hvers cg eins. Gönguskíði og svigskíði handa byrjendum og kunnáttufólki, börnum unglingum og fullorðn- um. FISCHER skíði árangur og ánægja. TYROUAt TOTAL DIAGONAL TOTAL DIAGONAL skíðabindingar eru einkaleyfisvernduð nýj- ung sem veitir skíðafólki meira öryggi en áður DACHSTEIN skíða- skórnir austurrísku eru þekktir um víða veröld fyrir öryggi, þægindi, smekklega hönnun og frábæra einangrun gegn kulda. Einkaumboð á (slandi FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 REINALTER OG AIR BALANCE er skíðafatn- aður sem stenst ströng- ustu kröfur um útlit og gæði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.