Morgunblaðið - 01.02.1983, Síða 43

Morgunblaðið - 01.02.1983, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 1983 23 Gömlu stórveldin eru nú á botni deildarinnar ÍR náði KR að stigum á sunnudaginn „Viö spiluöum ekki vel allan tímann. Viö verðum aö ná jafnari leikjum, og þeir næstu hjá okkur eru geysilega mikílvægir. Viö mætum Njarðvík og Fram um næstu helgi og það eru lykilleikir okkar í mótinu," sagöi Jim Dool- ey, þjálfari ÍR, eftir leik liösins viö KR í Hagaskólanum á sunnudag- inn. Leikurinn var ekki eins skemmtilegur eins og við mátti búast, og náðu ÍR-ingar sér ekki eins vel á strik og gegn Val á dögunum. ÍR sigraöi þó — 87:72 — og það var aöeins í fyrri hálf- leik sem KR-ingar höföu forystu, og náðu þeir ekki að ógna sigrin- um aö neinu ráöi. Sá grunur læddist aö manni að leikmenn ÍR vanmætu KR-ingana í upphafi leiksins. Þeir höföu alls ekki efni á því aö vera ekki meö hugann viö leikinn, og KR tók for- ystu fljótlega. Sóknarleikur ÍR-inga var hroöalega slakur í upphafi og nýtingin afleit. Sókn KR var öllu skárri þó ekki væri neinn glæsi- bragur yfir henni. Uþp úr miöjum fyrri hálfleiknum voru ÍR-ingar komnir yfir aftur og héldu forystunni allt til loka leiks- ins. í hálfleik var staöan 34:28 fyrir ÍR og haföi Stu Johnson þá skoraö 18 af stigum KR. Ekki mikil breidd- in á þeim bæ eins og vel kom fram í lokin, en þá kom í Ijós aö Stu haföi gert 42 af stigum KR og Jón Sigurðsson 18. Aðrir leikmenn liösins geröu því samtals 12 stig. Hjá ÍR var breiddin mun meirl. Gylfi Þorkelsson var mjög góöur í leiknum, hirti mikiö af fráköstum og baröist af krafti bæöi í vörn og sókn. Kristinn Jörundsson var góöur og Kolbeinn Kristinsson einnig — skoraöi fallegar körfur utan af velli og hvatti sína menn óspart. Geysileg barátta er nú fram undan á botni úrvalsdeildarinnar, en KR og ÍR eru nú jöfn aö stigum — hvort lið meö átta stig. Fram er meö tíu stig þannig aö öll þessi lið geta falliö. Stigin: ÍR: Kristinn Jörundsson 19, Hreinn Þorkelsson 16, Gylfi Þork- elsson 16, Kolbeinn Kristinsson 14, Pétur Guömundsson 13, Jón Jörundsson 7, Hjörtur Oddsson 2. KR: Stu Johnson 42, Jón Sigurös- son 18, Páll Kolbeinsson 6, Jón Pálsson 4, Birgir Guöbjörnsson 2. — SH. Stjörnugjöfin ÍBK: Þorsteinn Bjarnason ★ ★★ Björn V. Skúlason ★ ★ Axel Nikulásson Fram: ★ ★ Guösteinn Ingimarsson ★ ★ Ómar Þráinsson ★ ÍR: Gylfi Þorkelsson ★ ★★ Kristinn Jörundsson ★ ★ Kolbeinn Kristinsson ★ ★ Pétur Guðmundsson ★ ★ Hreinn Þorkelsson KR: ★ Jón Sigurösson ★ ★★ Morgunblaöid/Krittján Einarsson • Jón Sigurösson átti frábæran leik meö KR — sérstaklega er líöa tók á leikinn og skoraöi fallegar körfur. Þá lék hann félaga sína — sér- staklega Stu Johnson — fallega uppi og hér er hann í þann mund að senda knöttinn til Stu eftir að hafa platað ÍR-inga. Morgunblaðið/ KEE • Þorsteinn Bjarnason er viö öllu búinn, einbeittur á svip, en Val Brazy er ekkert á þeim buxunum að láta knöttinn af hendi. Þorvaldur Geirsson fylgist álengdar meö. ÍBK hélt Fram alltaf í hæfilegri fjarlægd — öruggur sigur Suðurnesja- mannanna að lokum 87—77 KEFLVÍKINGAR undirstrikuöu með sannfærandi sigri sínum, 87—77, gegn Fram í úrvalsdeild íslandsmótsins í körfuknattleik í Hagaskólanum á sunnudags- kvöld, aö þeir eiga eftir aö veröa Valsmönnum skæöir keppinautar í baráttunni um íslandsmeistara- titilinn. Þótt Framarar hafi allan tímann veitt Keflvíkingum verö- uga keppni þrátt fyrir þá staö- reynd aö Símon Ólafsson lék ekki meö, hafði maður einhvern veg- inn á tilfinningunni aö sigurinn gæti ekki fallið nema öðru liöinu I skaut, nefnilega ÍBK. Suðurnesjamennirnir hófu leik- inn af miklum krafti og komust í 22—12 eftir tæpar átta mínútur, en Framarar bitu á jaxlinn og minnkuöu muninn jafnt og þétt þar Dregið var til fimmtu umferöar ensku bikarkeppninnar í gær. Heppnin hefur ekki yfirgefiö Stu hættur að þjálfa KR Eftir leikinn viö Fram í síöustu viku var Stu Johnson látinn hætta sem þjálfari úrvalsdeildarl- iðs KR í körfuboltan. Jón Sig- urðsson tók við starfi Stu, og var fyrsti leikur KR-inga undir hans stjórn gegn ÍR. Stu mun leika áfram með liðinu þó hann sjái ekki um þjálfunina. —SH. til þeim tókst aö jafna metin, 24—24. Keflvíkingarnir gáfust ekki upp og náöu frumkvæöinu á nýjan leik og héldu því allt til loka fyrri hálfleiksins og leiddu i leikhléi 41—39. Gestirnir hófu síöari hálfleikinn á nákvæmlega sama hátt og þann fyrri, náöu 10 stiga forskoti fljótt, 53—43, og þar við sat. Frömurum tókst aldrei aö ógna þessari for- ystu þeirra að ráöi þrátt fyrir góöa tilburöi Guösteins Ingimarssonar, sér í lagi, og þegar flautaö var til leiksloka höföu bæöi liö bætt viö sig 34 stigum. Brad Miley var yfirburöamaöur á vellinum í þessum leik. Hann var meö því sem næst 74% sóknarnýt- ingu og stóö sig frábærlega vel í vörninni, blokkeraöi hvaö eftir annaö skot Framaranna. Þótt meistara Liverpool, en meö ólík- indum er hve heppnir þeir eru þegar dregiö er í keppnum sem þessum. Drátturinn lítur þannig út: Everton — Tottenham C. Palace — Burnley Derby — Man. Utd. Middlesbro — Arsenal eða Leeds Aston Villa — Watford eöa Fulham Coventry eöa Norwich — Ipswich Cambridge — Sheff. Wednesday Liverpool — Brighton Tottenham stefnir nú aö sigri í keppninni þriöja áriö í röö, en róö- urinn veröur örugglega erfiöur fyrir liðið á Goodison Park í Liverpool. Liverpool ætti að vera öruggt áfram gegn Brighton. „kaninn" í liði Fram, Val Brazy, hafi skorað 40 stig er ekki hægt aö horfa framhjá þeirri staöreynd, aö nýting hans var aðeins 53% í sókn- inni og varnarleikur hans er miklu lakari en Miley. Þorsteinn Bjarnason sýndi stór- skemmtilega takta í leiknum og nálgast óöum landsliösform. Þá lék Björn Vikingur mjög vel, svo og Axel, þótt hittnin hjá honum hafi ekki verið nema 50%. Jón Kr. Gíslason var alveg heillum horfinn, en kunnugir segja þetta venju hjá honum í Hagaskólanum, sem hon- um er í nöp viö fyrir einhverjar sak- ir. Hann skoraöi aðeins 6 stig og var með 23% nýtingu. Pétur Jónsson leikmaöur sem vert er aö veita athygli og Hrannar Hólm á vafalítiö eftir að koma vel til meö meiri reynslu. Enginn átti verulaga góöan leik hjá Fram. Guösteinn baröist vel en á enn talsvert í sitt besta form. Þegar það bættist svo ofan á, aö hvorki Þorvaldur, né Viðar náðu sínu besta, var kannski ekki aö undra aö svo færi sem raun bar vitni. Sá fyrri með 40% nýtingu í sókn, en sá síðari meö rétt rúm 26% (vítaskot frátalin). Brazy skaut og skaut eins og hann væri í upp- mælingu, en haföi ekki alltaf erindi sem erfiöi. Nýtingin 53%. Stig ÍBK: Brad Miley 26, Þor- steinn Bjarnason 26, Axel Nikulás- son 16, Björn Víkingur Skúlason 9, Jón Kr. Gíslason 6 og Pétur Jóns- son 4. Stig Fram: Val Brazy 40, Guö- steinn Ingimarsson 12, Viöar Þor- kelsson 11, Þorvaldur Geirsson 8 og Ómar Þráinsson 6. Dómarar voru þeir Siguröur V. Halldórsson og Kristbjörn Al- bertsson og höföu ágætistök á leiknum þótt stundum örlaöi á ósamræmi í dómum þeirra. — SSv. Heppnin er enn meö Liverpool

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.