Morgunblaðið - 01.02.1983, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 01.02.1983, Blaðsíða 48
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 1983 Dalglish skoraói sitt 300. mark á ferlinum — Liverpool sigraði Stoke auðveldlega. Tottenham stefnir að því að sigra í bikarnum þriðja árið í röð Skoski landsliösmaðurinn Kenny Dalglish skoraði 300. mark sitt á ferlinum á laugardaginn, er Liverpool lagði Stoke auðveldlega að velli á Anfield í bikarkeppninni, en fjórða umferð hennar var á dagskrá á laugardaginn. Stoke hugsaði fyrst og fremst um varnarleikinn, og gafst það illa eins og við mátti búast. Meistararnir voru ekki lengi af stað. Dalglish skoraði mark sitt á 25. mín. leiksins, og var þaö mjög glæsilegt. Hann sá að markvörður Stoke hafði hætt sér of langt út úr markinu, og lyfti knettinum skemmtilega yfir hann og í netið. lan Rush skoraði síðara markið fimm mín. fyrir leikslok. Fox, markvörður Stoke, varði skot frá Dalglish, en hélt ekki boltanum, og Rush var ekki lengi aö stýra knettinum rétta boðleiö — hans 24. mark á tímabilinu staö- reynd svo og 14. heimaleikur Liverpool í röð án taps. • Kenny Dalglish, skoraöi 300. markið á ferli línum á laugardaginn, er Liverpool lagði Stoke aö velli í bikarnum. Kenny hefur sjaldan leikið betur en upp á síðkastiö, og hann og lan Rush eru óstöðvandi í framlínunni hjá Liverpool. Liðið stefnir nú að sigri á fjórum vígstöðv- um. í deildinni, bikarkeppninni, Mjólkurbikarkeppninni og Evrópu- keppni meistaraliða. Strangt prógram veröur hjá leikmönnum liðsins fram á vor ef fer sem horfir. • Kevin Moran (t.h.) skoraöi annaö mark Manchester United gegn Luton. Man. Utd. var ekki í neinum vandræðum meö andstæðinga sína, en Neil McNab (t.h.) og félagar í Brighton voru það ekki heldur. Þeir rótburstuðu Manchester City á heimavelli. Leikmenn Tottenham stefna nú að því aö vinna bikarinn þriðja árið í röð, og verða þar meö fyrsta liðið á þessari öld til að takast þaö. Þeir komust snemma í vandræði á heimavelli sínum gegn WBA, þar sem gestirnir tóku forystuna með marki Clive Whitehead á 54. mín. I fyrri hálfleiknum hafði Hollending- urinn Romeo Zondervan átt skot í stöng, þannig að Tottenham var heppið að vera ekki undir í hálfleik. Gibson skorar og skorar Garth Crooks, sem ekki hefur komist í Tottenham-liðið alllengi, en lék nú með aö nýju, jafnaði metin á 58. mín. og Terry Gibson skoraði sigurmarkið á 75. mín. ----hans fimmta mark í sex leikj- um. Mark Crooks var hans fyrsta síðan níunda nóvember. Manchester United var ekki í neinum vandræðum meö bitlaust lið Luton Town, og tók forystuna á fyrstu mín. seinni hálfleiks með frábæru marki Remi Moses. Þrumuskot hans af löngu færi réð markvörðurinn ekki við. Kevin Moran gulltryggði sigurinn á loka- mínútunum. „Viö lékum eins og Liverpool" Brighton, sem berst nú við fall í 2. deild, skoraði fjögur mörk án þess að Manchester City tækist aö svara fyrir sig. Mike Robinson var sínum gömlu félögum í City erfiöur og skoraði hann tvö síðustu mörk- in, á 70. og 90. mín. Jimmy Case skoraöi fyrsta markiö á 7. min. með föstu skoti af 25 metra færi, og á 35. mín. jók Neil Smilie foryst- una. Hans fyrsta mark fyrir Brigh- ton. Jimmy Melia, stjóri Brighton, var himinlifandi eftir leikinn. „Viö lékum frábæran fótbolta. Mér fannst við leika eins og Liverpool," sagði hann við fréttamann AP. Melia var einmitt leikmaður meö Úrslitin Úrslitin í bikarkeppninni uröu þessi: Arsenal — Leeds 1—1 A. Villa — Wolves 1—0 Brighton — Man. City 4—0 Burnley — Swindon 3—1 Cambridge — Barnsley 1—0 Coventry — Norwich 2—2 C. Palace — Birmingham 1—0 Derby — Chelsea 2—1 Ipswich — Grimsby 2—0 Liverpool — Stoke 2—0 Luton — Man. Utd. 0—2 Middlesbro — Notts. Co. 2—0 Torquay — Sheff.Wed. 2—3 Tottenham — WBA 2—1 Watford — Fulham 1—1 Everton — Shrewsbury 2—1 Einn leikur fór fram í 2. deíld: Rotherham — Oldham 1—3 Liverpool hér áöur, og Jimmy Case lék með liðinu í nokkur ár áður en hann fór til Brighton. Aston Villa, sem sigraði Barce- lona 3:0 í Super Cup í miöri viku, átti í miklum erfiðleikum með nágranna sína, Wolves. Úlfarnir, sem leikið hafa mjög skemmtilega í 2. deildinni í vetur, voru ekki á því að gefa neitt eftir við Evrópumeist- arana. Villa sigraði þó 1:0 og skor- aði Peter Withe eina markiö á 20. mín. eftir undirbúning Gary Shaw. Wilson með tvö Kevin Wilson skoraði bæði mörk Derby, er liðið sigraði Chelsea á heimavelli sínum, Base- ball Ground. Derby sló Nottingham Forest út í þriðju umferöinni, og gæti verið til alls líklegt í bikar- • Peter Withe skoraöi mark Villa gegn Wolves. keppninni, þó ekki gangi sem skyldi í 2. deildinni. Wilson kom liðinu yfir á 19. mín. og sigurmark- ið gerði hann á næstsíðustu mínút- unni. Mike Fillery gerði mark Chelsea á 78. mín. Áhangendur Chelsea, einhverjir þeir verstu á öllu Englandi, voru ekki alls kostar ánægðir með sína menn og brugðust hinir verstu við gangi mála. Rifu þeir upp nokkuð af sætum og skutu flugeldum inn á völlinn. Cambridge komst í fyrsta sinn í sögu félagsins í fimmtu umferð bikarsins er það sigraöi Barnsley 1:0. Joe Mayo skoraði eina mark leiksins í seinni hálfleik. Russel Osman kom Ipswich yfir gegn Grimsby rétt fyrir hlé meö marki beint úr aukaspyrnu af 25 metra færi og Steve McCall kom liöinu í 2:0 í seinni hálfleik. Trevor Whymark, fyrrum leikmaöur Ips- wich, sem nú leikur með Grimsby, var gerður að fyrirliöa liös síns í tilefni dagsins, en ekki boðaði þaö neina lukku fyrir hann. Hann þurfti að fara af velli, meiddur, eftir aö- eins fjórar mínútur. Norwich náði að jafna gegn Coventry eftir að heimaliðiö hafði komist tvö mörk yfir. Garry Thompson (40. mín.) og Brian Roberts (60. mín.) skoruðu fyrir Coventry og allt stefndi í auöveld- an sigur. Norski landsliðsmaðurinn Aage Hareide minnkaði muninn og Mark Barham jafnaöi á 82. mín. og tryggöi Norwich þar meö annan leik. Burnley, sem þegar er komið í undanúrslit mjólkurbikarkeppninn- ar, og mætir þar meisturum Liv- erpool, komst í fimmtu umferð bik- arsins meö því að sigra 4. deildar lið Swindon. Noröur-írski lands- liðsmaðurinn Billy Hamilton og Trevor Steven skoruöu fyrir Burn- ley en Howard Pritchard náöi að svara fyrir Swindon. Aöeins eitt annað lið úr 4. deild haföi komist í 4. umferö, Torquay. Þeir voru slegnir út af Sheffield Wednesday á heimavelli sínym, töpuðu 3:2. Gary Megson skoraði sigurmarkið í þeim leik er lítið var eftir. Varði tvö víti Middlesbrough, undir stjórn Malcolm Allison, sigraöi Notts County 2:0 á Ayresoma Park meö mörkum Ray Hankin (44. mín.) og Kevin Beattie (65. mín.). Beattie skoraöi úr víti. Úslitin voru mikil vonbrigði fyrir Raddy Avramovic, júgóslavneska landsliðsmarkvörö- inn sem leikur með Notts County, því hann hafði variö tvær víta- spyrnur í fyrri hálfleiknum — frá Steve Bell og Irving Nattrass. Fulham náöi jafntefli viö Wat- ford á útivelli og sagði Malcolm McDanold, „Super Mac“, stjóri Fulham, viö fréttamann AP eftir leikinn, að lið sitt hefði barist af fullum krafti allan leikinn eins og þaö heföi átt að gera. Dean Coney skoraöi fyrst fyrir Fulham, en síðan tókst Jan Lohman, hollenska landsliðsmanninum hjá Watford, að jafna. Hann kom inn á sem varamaöur og skoraöi á 80. mín. Fulham skoraði á 55. mín. leiksins. Leeds náði forystu gegn Arsenal á Highbury og var Peter Nicholas þar að verki er hann sendi knöttinn í eigið net. Alan Sunderland jafn- aði tveimur mín. síðar og þar við sat. Einn leikur fór fram á sunnudag- inn, Everton vann Shrewsbury á Goodison Park. Kevin Sheedy skoraöi fyrsta markið eftir aö hafa fengið knöttinn frá Steve McMa- hon, og voru þá þrjár mín. eftir af fyrri hálfleik. Hann var síðan aftur á feröinni á 62. mín. er hann ætlaði að senda fyrir markið, knötturinn hrökk í varnarmann, en Sheedy náöi honum aftur. Gaf hann þá á Adrian Heath sem skoraði. Steve Cross skoraöi eina mark Shrews- bury fimm mín. síðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.