Morgunblaðið - 01.02.1983, Side 33

Morgunblaðið - 01.02.1983, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 1983 41 fólk í fréttum Rússnesk rúlletta... + Maðurinn í Havana var Fidel Castro. Gesturinn var rithöfundurinn Graham Greene og umræðuefnið var rússnesk rúlletta. Rithöfund- urinn, 78 ára gamall, var að segja kúbanska leiðtoganum frá því hvernig hann sem nítj- án ára gamall unglingur lék sér að dauðanum í rússneskri rúllettu. Hann lék sér þannig að dauðanum með hlaðinni skambyssu, en átti alltaf vinn- inginn. Castro kvað hafa orðið hvumsa við lýsinguna og snúið sé eldsnöggt að Greene og sagt: „Samkvæmt öllum lögmálum ættirðu þá að vera dauður." Greene brosti yfir- vegað og svaraði: „Já, ég var víst alltaf lélegur í reikn- ingi." Þessi saga er komin frá sameiginlegum vini þeirra beggja, Nóbelsverð- launahafanum Gabriel Garcia Marquez. Graham Greene rithöfundur á Kúbu árið 1959. Saklaus dans veldur uppþoti + Það er ekki öll vitleysan eins, eins og margsinnis hefur verið sannað. Nú hefur fimm- tán ára gömul stúlka á Spáni ekki séð sér annað fært en hætta námi í skóla sínum, þar sem hún dansaði að því er sög- ur herma ósköp lítinn og meinleysislegan dans við breska popparann David Ess- ex í litlum spænskum bæ í jólafríinu. Raddir herma nefnilega að þau hafi dansað fullþétt saman og aðrar stúlkur bæj- arins hefðu svo gjarnan vilj- að vera í hennar sporum. Allt hefur verið gert í bæj- arfélaginu til að gera henni lífið leitt og foreldrar henn- ar sáu sér þess kost vænstan að fá einkakennara á heimil- ið um stundarsakir meðal öldurnar er að lægja. Ekki er talið öruggt að David hafi gert sér fullkom- lega grein fyrir afleiðingun- um þegar hann þrýsti þeirri ungu að sér stundarkorn ... Brasilía: Forsetanum vex aldurinn í augum + Forseti Brasilíu, Joao Figu- eiredo, kvað ckkert hafa verið of ánægður með þann áfanga að ná 65 ára aldri. „Þið óskið ekki vini sem nær þessum aldri til ham- ingju. — Þið huggið hann,“ sagði hann þegar stjórn hans hélt hon- um veislu í tilefni dagsins og síð- an bætti hann við brosandi og í lágum hljóðum: „Ég varð skelk- aður þegar ég varð sextugur, en í dag er ég örvæntingarfullur .. COSPER — Ég hitti konuna mína fyrst í jarðskjálfta á Italíu — það var hræðilegt. KOND-ÍSTUO Þar færðu plöturnar meö: □ Doors (12 titlar) □ Tangerine Dream (14 titlar) □ DAF □ Stranglers □ Killing Joke □ Linton Kwesi Johnson (topp- urinn í reggíinu) □ Sex pistols □ Brian Eno □ Art Bears (besta og fram- sæknasta grúppa allra tima) □ P.I.L. □ Woody Guthrie (lærimeistari Clash, Bubba, Mike Pollocks og þeirra allra) □ Mark Hollander (meistari tölvupoppsins) □ Cabaret Voltaire □ David Bowie □ Mississippi Delta Blues Band □ Nina Hagen o.m.fl Svo er sjálfsagt að lata þig vita at mustkmyndabandaleigunni t'r það ekki? - Laugavegi20 Simi27670 Þaðfáallir rétta útkomu með OMIC Omic reiknivélarnar okkar eru landsfrægar fyrir gæði og fráþæra endingu. Þær eru líka afburða þægilegar og einfaldar í meðförum og leysa með sóma allar reikningsþrautir, sem fyrir þær eru lagðar. Við eigum ávallt fyrirliggjandi nokkrar gerðir af Omic. Hringið eða skrifið og fáið upplýsinga- bækling sendan. • Reiknaðu með Omic. SKRIFSTOFUVELAR H.F. í? Hverfisgotu 33 Smi 20560

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.