Morgunblaðið - 01.02.1983, Síða 37

Morgunblaðið - 01.02.1983, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 1983 45 SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MANUDEGI .FÖSTUDA Þessir hringdu . . . Fyrirspurn til fjármálaráöuneytis Ragnhildur Kristjánsdóttir, Eski- firði, hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langar til að koma eftirfarandi fyrirspurn, sem er í nokkrum liðum, á framfæri við fjármálaráðuneytið og vænti þess, að ráðuneytið líti á það sem íýðræðislega skyldu sína að svara: Hve mikið fé þurfti ríkissjóður að borga á síðasta ári vegna mötu- neyta opinberra starfsmanna? Hve margir nutu þeirra fríðinda að hafa aðgang að þeim? Eru þessi fríðindi skattfrjáls? Hvernig skiptist kostnaður vegna þessarar þjónustu milli Reykjavíkur annars vegar og landsbyggðarinnar hins vegar? Stendur til að koma slíkum mötuneytum á fyrir aðra þjóðfé- lagsþegna, sem greiða gjöld til ríkisins ekki síður en opinberir starfsmenn? Ásgeir Hannes Eiríksson Hefðu átt skilið betri hlustunartíma 4216—6154 hringdi og hafði eft- irfarandi að segja: — Mér finnst ástæða til að þakka Ásgeiri Hann- esi Eiríkssyni fyrir góða og ein- læga útvarpsþætti undanfarin þriðjudagskvöld. Þeir hafa verið þarft framlag í þær fíkniefnaum- ræður sem hér hafa átt sér stað. Ásgeir hefur komið að efninu, án málalenginga, m.a. með því að ræða við útigangsfólk og fórnar- dýr hvers kyns vímugjafa. Þættir hans hefðu átt skilið að hljóta betri hlustunartíma en raun varð á. Ég vona að þeir verði endur- teknir. Lítil fyrirspurn um heiti á hlut Guðlaug Óskarsdóttir, Selfossi, hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Eg er nú bara með litla fyrirspurn, sem mig langaði til að koma á framfæri: Hvert er heiti þess hlutar sem notaður er til að slökkva á kertum með og flestir kannast við (hetta á armi; brugðið yfir kertið til að kæfa logann)? Ég er talsvert búin að spyrjast fyrir um þetta, en svarið hefur vafist fyrir fólki. Flesta rámar þó í að eitthvert íslenskt nafn sé til yfir þetta áhald. • Þrátt fyrir smæð fyrirspurnar- innar komumst við litlu nær en Guðlaug, þegar farið var að graf- ast fyrir um heiti áhaldsins góða. Þó bar fyrir eyru orð eins og „ljóskæfa", „kertaslökkvari" og annað í þeim dúr, en líklega er skýringin á þessari fátækt sú sem gamall þulur kvað, að tækið sé til- tölulega nýlegt hér á landi. Lumar ekki einhver lesenda á betri kost- um en hér voru nefndir? Leiðrétting Guðrún Valdimarsdóttir skrif- ar: „f Morgunblaðinu 8. janúar las ég minningargrein og var þar vitnað í eftirmæli eftir Þorstein Valdimarsson, um Inga T. Lárusson tónskáld. Þar sem ljóðið hefur brenglast í meðförum langar mig til að það verði birt rétt. Ingi Lár Svanur ber undir bringudúni banasár. — I»að er ævintýrið um Inga Lár. Tærir beraat úr tjarnar.sefi tónar um fjöll. — Heiðin töfrast og hlustar öll. Sumir kveðja, og síðan ekki söguna meir. — Aðrir með söng, er aldrei deyr. (Úr Hrafnamálum, bls. 21.) Meö fyrirfram þökk.“ GÆTUM TUNGUNNAR Heyrst hefur: Þeir náðu ágætum áröngrum í öllum keppnum, og tímarnir þeirra í hundrað metra hlaupi voru óvenju góðir. Rétt væri: Þeir náðu ágætum árangri í hverri keppni, og tími þeirra í hundrað metra hlaupi var óvenju góður. Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaöeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánudaga til fóstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er , þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisfóng verða aö fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. „Það virðist Ijóst, að flestir þingmennirnir bera fyrst og fremst eigin hag fyrir brjósti — þ.e. að tolla í sínu þingsæti, hvað sem það kostar — því næst hag flokksins og síðast þjóðarinnar. Það, sem mönnum virðist þeir vera að fást við þessa stundina, er aó reyna að finna kosningafyrirkomulag, sem tryggir, aö þeir, sem á þingi eru nú, haldi allir sínu sæti. Jafnréttið er aukaatriði.“ og síðar verða þung byrði á öllum landsmönnum. Það er athyglisvert, að margir stjórnmálamenn hafa í umræðum um kjördæmamálið lagt höfuð- áherslu á jöfnuð milli stjórnmála- flokkanna, en minni áherslu á jöfnuð milli kjósenda sjálfra. Það virðist ljóst, að flestir þing- mennirnir bera fyrst og fremst eigin hag fyrir brjósti — þ.e. að tolla i sínu þingsæti, hvað sem það kostar — því næst hag flokksins og síðast hag þjóðarinnar. Það, sem mönnum virðist þingmenn vera að fást við þessa stundina, er að reyna að finna kosningafyrirkomulag, sem tryggir, að þeir, sem á þingi eru nú, haldi allir sínu sæti. Jafnréttið er auka- atriði. Það má merkilegt heita, að hvorki borgarstjórn Reykjavíkur né bæjar- eða sveitarstjórnir í Reykjanes- kjördæmi hafa tekið opinberlega af- stöðu til þessa máls, svo að mér sé kunnugt. Hverjum skyldi það þó standa nær? Margir málsmetandi menn hafa að undanförnu lagt á það áherslu, að stjórnarskráin sé ekki venjuleg lög, sem megi breyta eftir eitt eða tvö ár, ef mönnum sýnist svo. Hún sé sá grundvöllur, sem lögin byggist á, sá rammi, sem þau megi ekki fara út fyrir. Stjórnarskráin eigi að standa um áratugi, jafnvel aldir. Sú stjórn- arskrá, sem við búum nú við, er rúmlega 100 ára gömul, og það hefir tekið næstum fjóra áratugi að endurskoða hana. Það sýnist því illa farið, ef í nýja stjórnarskrá á að setja ákvæði, sem felur í sér misrétti milli þegna landsins varðandi kosn- ingaréttinn, sem talinn er til helstu mannréttinda, þannig að sumir þegnanna eru aðeins metnir í hlut- fallinu 1:2,6 á við aðra þegna. Manni verður á að spyrja: Á hvaða öld skyldu Reykvíkingar og íbúar Reykjaneskjördæmis verða taldir fullgildir Islendingar?" Hef opnað læknastofu í Læknastöðinni hf., Glæsibæ. Tímapantanir í síma 86311 eftir kl. 10 f.h. Ellen Mooney. Sérgrein: Húðsjúkdómar. Skatta- framtöl bókhald Getum bætt við okkur verkefnum: Framtalsaðstoð við einstaklinga. Framtalsaðstoð við einstaklinga með rekstur. Ársuppgjör félaga og fyrirtækja. BÓKHALDSTÆKNIHF Laugavcgur II — 111 Reykjavik — Sími 25255 BOKHALD - UPPGJOR - ENDURSKOÐUN REKSTRARRAÐGJOF - FJARHALD - ElGNAUMSYSl.A RAÐNINGARÞJONUSTA SAMSTARFSFYRIRTÆKI: 1IRTŒK1A GÍSLIJÓNSSON & GO HF. Sundaborg 41, sími 86644. V-þýzkar vandaðar innréttingar sem henta í flesta sendibíla.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.