Morgunblaðið - 01.02.1983, Page 39

Morgunblaðið - 01.02.1983, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 1983 Ekið á hross á Ólafsfjarðarvegi Dalvík, 3l.jandar. SíðastliAinn laugardag var það slys á Ólafsfjarðarvegi við Spónsgerði í Möðruvallasókn, að bíll ók á hest með þeim afleiðingum að lóga varð klárn- um á staðnum og bifreiðin var óöku- fær eftir. Kkki varð slys á fólki. Hestarnir komu þjótandi yfir veg- inn og lenti eitt hrossanna framan á bifreiðinni og annað á hlið hennar. Bílstjórinn fékk ekki við neitt ráðið þrátt fyrir að bíllinn hafi verið vel búinn til vetraraksturs, með keðjur á öllum hjólum, og á lítilli ferð. Slys sem þetta eru að verða alltíð á þess- ari leið frá Akureyri út á Ár- skógsströnd og á síðasta ári hafa orðið 5—6 slík slys af völdum útigangshesta. Sýnist ekki vanþörf á, nú á um- ferðarári, að þessum málum verði gaumur gefinn og að yfirvöld um- ferðarmála taki þessi mál til ræki- legrar athugunar. Enda þótt að í flestum tilvikum geti bílstjóri ekki komið í veg fyrir slík slys þá ber hann allan skaðann þar sem trygg- ingar bæta ekki þessi tjón. — Fréttaritarar Laugarásbíó sýnir „The Four Seasons" LAUGARÁSBÍÓ hefur hafið sýningar á kvikmyndinni „The Four Seasons", en höfundur og leikstjóri handrits er Alan Alda, sem jafnframt leikur aðal- hlutverkið. Alan Alda er kunnur fyrir leik sinn í sjónvarpsmyndaflokknum „MASH“, sem íslendingar þekkja. Framleiðandi myndarinnar er Martin Bergman og er myndin framleidd á vegum Universal Pic- tures. Myndin er í litum og er sýn- ingartími hennar 108 mínútur. Skýringartextar eru á íslenzku. Myndin er tekin í Panavision. Tón- list í myndinni er eftir Vivaldi og er hún leikin af Fílharmóníuhljóm- sveit Berlínar undir stjórn Herberts von Karajan. Krapahlaup KRAPAHLAUP tclur Sigurjón Rist vatnamælingamaður eðlilegt að kalla flóðið sem olli skaðanum mikla á Patreksfirði um fyrri helgi. Sigurjón kvað slíkt hlaup koma til vegna þess að snjór loki fyrir ákveðið svæði, í þcssu tilviki gilið, og síðan fyllist fyrir innan þaö af vatni og krapa. Þegar þetta springi síðan fram væri að mestu um vatn að ræða og svo hefði verið á Pat- reksfirði, þar sem um hálffullt stíflað gil hafi verið að ræða. Þannig kvað Sigurjón þetta fiokkast undir svokölluð við- burðaflóð, sem kæmu við mjög sérstæðar aðstæður. Flóð á Is- landi nefnir hann nr. 1 regn- hlaup, 2. Ieysingaflóð, 3. regn og leysingu, 4. jökulhlaup, 5. þrepa- hlaup, 5. mannvirkjahlaup og 7. viðburðaflóð. Ennfremur sagði Sigurjón, að flóðið í Álftadalsá, sem sagt var frá í frétt í fimmtudagsblaði Morgunblaðsins, flokkaðist ekki undir snjóflóð, heldur krapa- hlaup. „Áin spýtti úr sér, sem kailað er,“ sagði Sigurjón. „I þessum ofsarigningum og leys- ingum, þá hreinsast farvegurinn út í snöggu flóði og þetta flokk- ast undir regn- og leysingaflóð og svo viðburðaflóð, eins og flóð- in á Patreksfirði," sagði Sigur- jón. *ijaf „„ Stórkostlegt vöruúrval 40—60% afsláttur ® KARNABÆR LAUGAVEGI 66 — GLÆSIBÆ — AUSTURSTRÆTI22. vwm Laugavegi 20. Sími frá skiptiborði 85055

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.