Morgunblaðið - 27.02.1983, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.02.1983, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1983 7 HL(,\ EKJA eftir Pétur Sigurgeirsson biskup Vitað er til þess, að Jesús hafi einu sinni farið út fyrir Gyðingaland á hérvistardög- um sínum. Það var, þegar hann fór með lærisveinum sín- um, eins og sagt er frá í guð- spjallinu, til byggða Tyrusar og Sidonar. Þær borgir voru í gömlu Fönikíu, sem er mjó strandlengja norður af Gyð- ingalandi og heitir nú Líban- on. Landið er oft nefnt í frétt- um vegna stríðsátaka. Þegar Jesús var þarna staddur kom í veg fyrir hann kanversk kona. Hún var „út- lendingur" og „heiðin" á mæli- kvarða Gyðinga. Viðbrögð Jesú við ákalli konunnar eru óvenjuleg. Hún hrópar á hjálp handa sjúkri dóttur sinni, en Jesús virðist daufheyrast. Álitið er, að Jesús hafi verið að reyna trú konunnar. Að minnsta kosti fer svo, að lækn- ingakraftaverkið gerist, þegar hann hefur komist að raun um, hve trú hennar er mikil. Það liggur í orðum Jesú, að trú konunnar á mikinn þátt í kraftaverkinu, þegar hann segir: „Kona, mikil er trú þín. Verði þér sem þú vilt." (Matth. 15.28) Góð lýsing trúarreynslunnar er í Apokrýfu bókunum: „Ver eigi varbúinn reynslunni, er þú kemur að þjóna Drottni Guði. Vertu einbeittur og hugsterkur og óttast eigi er á reynir. Halt þér fast við hann og slepp hon- um eigi, svo að þú vaxir að visku um síðir. Tak öllu sem að höndum ber og ver þolinmóður í þjáningum og eymd. Því að gull prófast í eldi og guð- hræddir menn í nauðum. Treystu honum og hann mun taka þig að sér, set á hann von þína og hann mun veg þinn greiða." (Síraksbók 2.1—6. Apokrýfar bækur eru helgirit, er fylgja Gamla testamentinu, en eru þó ekki í Biblíu okkar.) Þetta var reynsla kanversku konunnar. Og þannig er lífið í andstreymi og áreynslu. Auðnubrigði, sjúkdómar, slysfarir og margvíslegir erfið- leikar reyna á manninn, ekki hvað síst á trú hans. Dæmin sýna, að þá skírist trúin, rétt eins og gullið í eldinum. Þegar Ford, fyrrv. Bandaríkjaforseti, tók við embætti sínu, man ég, að hann sagðist bæði vilja vera forseti hinna trúuðu og trú- lausu, en bætti svo við: „Ef nokkur er þá trúlaus eftir allt það, sem við erum búin að reyna." Þá hafði bandaríska þjóðin gengið í gegnum mikla erfiðleika. Klettafjallaskáldið kvað: ()f( lífsins kvöð ofj kjarni er það að líða og kenna til í stormum sinna tírta. Stephan G. Stephansson var skáld mikilla örlaga. í upp- vexti fór hann á mis við skóla- göngu, sem hann þó þráði. Hann tárfelldi við það að sjá jafnaldra sína á leið í skóla og geta ekki fylgt þeim eftir. I æviminningum sínum lýsir hann þessari reynslu og skrif- ar: „Seinna komst ég að raun um, að lærdómsleysið, með öll- um sínum göllum, hafi verið lán mitt.“ Reynsla hans var áþekk því, sem fram kemur í orðum Jesaja spámanns: „Til blessunar varð mér hin sára kvöl.“ (38.17) Kvöl mannsins og þolraun er engan veginn öll af völdum hins illa. Þó að orðið freisting sé yfirleitt notað um það að vera tældur til ranglætis, til þess sem illt er — (samanber hugvekjan á sunnudaginn) — þá getur freisting einfaldlega þýtt áreynsla, einskonar reynslupróf. (Jakobsbréf 1.13) Guð freistar manns ekki í neikvæðri merkingu orðsins, „Hinn nýja dag er nóttin að skapa“ — en hann reynir manninn, rétt eins og Kristur reyndi trú- armátt kanversku konunnar. „Kristin trú er svo djörf, að hún fullyrðir það, að öll kvöl geti orðið til blessunar. Hún er ekki með því að réttlæta hörmuleg atvik, átakanleg áföll, slys og sárar þrautir ... Guð er mannsins megin í bar- áttunni við reginöfl náttúr- unnar og allt sem tjóni getur valdið. Guð stríðir sjálfur í öllu mannlegu stríði með manninum og fyrir hann.“ (Vísir, 21/2 1959) Þess eru mörg dæmi, að reynslan að missa eitthvað af því, sem manninum er dýr- mætt og kvelur hann að vera án, verður til þess að hann öð- last vizku og mátt til enn meiri trúar og stærri sköpunar. Beethoven varð heyrnarlaus, og lýsir því sjálfur hvílíkt kvalræði það var honum: „Það var ómögulegt fyrir mig að segja við fólk: Talið hærra! Hrópið! — því að ég heyri ekki. Hvernig gat ég sætt mig við veikleika á því sviði þar sem ég hafði skarað framúr?" En með heyrnarleysi sínu samdi tón- skáldið einhverja tignarleg- ustu tónlist, sem heimurinn á. Beethoven sagði: „Durch Leiden Freude" — Gleðin kem- ur gegnum þjáningu. Mæðg- urnar í byggðum Tyrusar og Sidonar öðluðust gleði sína eftir þeirri braut. Þannig vaxa fegurstu blómin í hjörtum þeirra, sem geta fundið til. Okkur finnst það vera þver- sögn, en þannig er lífið. Trúna á Guð verður hver og einn að finna og upplifa með því sem hann reynir í lífinu. Það er kristið sjónarmið, sem kemur fram í orðum Platós: Reynslulausu lífi er gagnslaust að lifa, og reynslulaus trú er til einskis nýt. Það er skyldukvöð hvers hugsandi manns, að hugsa til enda leiðina til Guðs. — Á sunnudaginn hlustaði eg á Pál Gíslason yfirlækni predika í Dómkirkjunni. Hann sagði frá reynslu sinni, hve trúin hefði mikla þýðingu fyrir sjúklinga og væri þeim mikill styrkur og hjálp á dánarbeði. Og hvenær reynir á trú mannsins, ef ekki þá? Davíð frá Fagraskógi orti um hin ströngu próf í skóla lífsins, þegar hann kvað: l>ér finnst þú snauóur, IiTió lítils virdi þú leitar meiri hvíldar, ekki byrdi. Ilvort sást þú aldrei mold, sem rótlaus rýkur, rekald, sem hrekst um hafió, lauf sem fýkur. I»ig skortir festu, byrði til ad bera. Ad bera eitthvad þungt, — það er að vera. Hvað er lífið? Unaðsrík augnablik og sársaukafull áreynsla. Kristur þekkti hvort tveggja, og sérhver maður verður að reyna hvað lífið er. En í bæninni biðjum við Guð að leggja ekki meira á okkur en við getum borið: „Eigi leið þú oss í freistni." Kanverska konan var sett í mikinn vanda á meðan hún beið eftir svari við bæn sinni, og fékk ekki önnur viðbrögð en þögn, tómlæti (að því er virt- ist) og svo leit út, sem henni yrði alls ekki svarað. En hún var ákveðin í því að „biðja og bíða“. Og það er þessi eigin- leiki, sem er svo dýrmætur. Þolinmæði er lykill gleðinnar. Við eigum það til að örvænta, þegar við væntum svars frá himni við bæn okkar, en verð- um aðeins vör við þögn, eins og það sé ekki á okkur hlustað. En er ekki einmitt þá verið að undirbúa bænheyrsluna, — eins og það var nauðsynlegt, sem á undan fór, áður en Jesús gat sagt við kanversku konuna: „Verði þér sem þú vilt." (Matth. 15. 28) í þögninni eru kraftaverkin að mótast, eins og öll fæðing hefst í myrkri. Það eru viturleg orð í kvæðinu Vökumaður, þegar Davíð frá Fagraskógi segir: „Hinn nýja dag er nóttin að skapa." Metsölublad á hverjum degi! eða 8% ? Verðtrygging veitir vörn gegn verðbólgu — en hefur þú hugleitt hversu mikla þýðingu mismunandi raunvextir hafa fyrir arðsemi þína? Yfirlitið hér að neöan veitir þér svar við því. VEROTRYGGDUR SPARNAÐUR -'SAMANBURÐUR A ÁVOXTUN Verötrygging m.v.lánskjaravísítöiu Nafn- vextir Raun- ávöxtun F)öldi ára til að tvöf. raungildi höfuðstóls Raunauknmg höfuðst eftir 9 ár Veðskuldabréf 3% 8% 9ár 100% Sparisk. ríkissj. 35% 3.7% 19ár 387% Sparisjóðsreikn. 1% 1% 70ár 94% 100% Verðtryggð veðskuldabrét Dæmi um raunaukningu höfuðstóls eftir 9 ár. Verðtryggð spariskírteini rikissjöðs Verðtryggður sparisjóðsreikningur Verðbréfamarkaöur Fjárfestingarfélagsins hefur víötæka reynslu í verðbréfaviöskiptum og fjármálalegri ráögjöf og miðar þeirri þekk- ingu án endurgjalds. GENGIVERÐBRÉFA 27. FEBRÚAR 1983: VERÐTRYGGÐ SPARISKIRTEINI RÍKISSJODS: Sölugengi pr. kr. 100.- 1970 2. flokkur 11.396,04 1971 1. flokkur 9.937,82 1972 1. flokkur 8.617,07 1972 2. flokkur 7.302,64 1973 1. flokkur A 5.224,90 1973 2. flokkur 4.812,62 1974 1. flokkur 3.322,48 1975 1. flokkur 2.731.44 1975 2. flokkur 2.057.84 1976 1. flokkur 1.950.34 1976 2. flokkur 1.556.93 1977 1. flokkur 1.444,48 1977 2. flokkur 1.206,22 1978 1. flokkur 979,40 1978 2. flokkur 770,57 1979 1. flokkur 649,55 1979 2. flokkur 502,62 1980 1. flokkur 376.47 1980 2. flokkur 296,05 1981 1. flokkur 254.25 1981 2. flokkur 188,90 1982 1. flokkur 171,47 1982 2. flokkur 128,19 Medalávóxtun umfram verötryggingu er 3,7—5,5%. VEÐSKULDABRÉF ÓVEROTRYGGO: Sölugengi m.v. nafnvexti (HLV) 12% 14% 16% 18% 20% 47% 1 ár 63 64 65 66 67 81 2 ár 52 54 55 56 58 75 3 ár 44 45 47 48 50 72 4 ár 38 39 41 43 45 69 5 ár 33 35 37 38 40 67 VEÐSKULDABREF MEO LÁNSKJARAVÍSITÖLU: Sölugengi nafn- Ávöxtun m.v. vextir umfram 2 afb./ári (HLV) verðtr. 1 ár 96,49 2% 7% 2 ár 94,28 2% 7% 3 ár 92,96 2V,% 7% 4 ár 91,14 2’/j% 7% 5 ár 90,59 3% 7% 6 ár 88,50 3% 7V«% 7 ár 87,01 3% 7V,% 8 ár 84,85 3% 7%% 9 ár 83,43 3% 7V4% 10 ár 80,40 3% 8% 15 ár 74,05 3% 8% VERÐTRYGGÐ HAPPDRÆTTISLAN , RÍKISSJÓÐS pr „,Tm C — 1973 3.340.09 D — 1974 2.872,15 E — 1974 2.021,38 F — 1974 2.021,38 G — 1975 1.339.92 H — 1976 1.224,53 I — 1976 971.46 J — 1977 867,10 1. fl. — 1981 186,83 Otanskráð gengi er m.v. 5% ávöxtun p.á. umtram verötryggingu auk vinn- ingsvonar. Happdrœttisbréfin eru gef- in út á handhafa. Vcróbréfamarkaðnr Fjárfestingarfélagsins Lækjargötu12 101 Reykjavik lönaöarbankahúsin" Simi 28566

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.