Morgunblaðið - 27.02.1983, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.02.1983, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1983 25 Maðurinn er eina skepna jarðar sem roðnar og hefur þörf fyrir það, varð Mark Twain að orði af einhverju tilefni. Líklega verið innanbrjósts eins og almenningi víða um heim við fréttirnar af fjöldamorðunum í flóttamanna- búðunum í Líbanon í haust. Fékk hann þó ekki inn í stofu til sín myndir af skepnuskapnum. And- svar áhorfandans var vitanlega fordæming á verknaðinum. Ur öllum áttum var í réttlátri reiði hrópað: Þeir ættu að skammast sín! Síðan hefur allur heimurinn fylgst með því hverjir roðnuðu af skömm — hverjir ekki. Það blasir við okkur nú eftir að skýrsla ísra- elsku dómaranna þriggja um sekt og ábyrgð sinna manna liggur fyrir að ísraelsmenn roðna. Eru að reyna að hrista af sér varn- armálaráðherrann og viðkomandi hershöfðingja. í rauninni er þetta á alheims- vísu tímamótamál í siðfræði. Að vísu ekkert nýtt að skepnuskapur vaði uppi og skepnurnar séu for- dæmdar af öllum hinum. En það er a.m.k. ekki vanalegt á alþjóða- vettvangi að þjóð fordæmi sinn eigin verknað. Taki á sig ábyrgð. Hvað þá þegar hún hefur ekki sjálf haldið á rýtingnum. Þessi hryllilegi atburður og afleiðingar hans senda móralskar vangavelt- ur í allar áttir. Fyrstu viðbrögð voru vantrú. Hvernig gat slíkt gerst? Að ísra- elsmenn, sem sjálfir ... Mér varð fyrir að grípa til skilningsauka bók, sem í fyrra hafði verið lögð til hliðar hálflesin. Ekki af því að hún væri ekki góð, enda fékk hún á sínum tíma frábæra dóma fyrir blátt áfram, raunsæja og sann- færandi frásögn er gæfi innsýn í ísraelskt samfélag, heldur af því að hún var svo ofboðslega löng, 635 síður. Það varð semsagt sjálfsævisaga Moshe heitins Da- yans, sem nú fékk forganginn yfir öllum jólabókunum. Svo Gáruhöf- undur var ekki viðræðuhæfur í menningarlegum jólaboðum, haf- andi ekki lesið réttu nýju bækurn- ar í ár. Moshe Dayan segir þarna sína sögu allt frá æskuárunum í kibutz, þar sem hann ólst upp í litlu þorpi með arabastrákunum og gat uppfrá því talað við Araba og haft við þá samskipti. Hann var herráðsformaður og varnar- málaráðherra í Sinai-stríðinu 1956, Sex daga stríðinu 1967 og Yom Kipur-stríðinu 1973. Og þarna i bók Dayans hittir maður einmitt fyrir þennan skelfilega mann, Arik Sharon, varnarmála- ráðherra ísraela í Líbanon-stríð- inu. Auðvelt að finna hann vegna nákvæmrar nafnaskrár í bókinni. Maður sér hann á einum stað „að niðurlotum kominn, rauðeygðan og hásan, órakaðan og úrvinda eftir tæplega þriggja sólarhringa vöku, berandi ábyrgð á hvers kon- ar vandræðum með óvíðbúið lið“, þegar Egyptar réðust óvænt inn í landið og hann og ísraelar voru í örvæntingu að reyna að snúa und- anhaidi í sókn meðan ungu menn- irnir féllu sem strá í kringum hann. Þá þegar fær maður mynd af hættulegum manni í þróun, allt frá því hann fær snemma ákúrur fyrir „ólöglegar" aðferðir við að taka gísla. Dayan segir: „Ben- Gurion sýndi lionum mikið um- burðarlyndi og þegar ég var her- ráðsforseti, þá svaraði hann öllum mínum umkvörtunum um Arik Sharon — og þær voru ekki fáar — með: Já, en ... “ . Síðar segir Dayan: „Ég þekki ekki betri hermann og stjórnanda á vígvelli en Arik. Ekki svo að skilja að ég hefði aldrei ástæðu til að gagnrýna hann. Þegar ég skipaði yfirmann sérstakrar fallhlífa- herdeildar sagði ég við hann að ekki væri nóg að kunna að sigra Araba. Maður yrði líka að kunna að lifa með fólki í Gyðingalandi. Rifrildi komu upp okkar í milli. En jafnvel þegar mig langaði til að „myrða“ hann, þá vissi ég þó að hann var maður sem væri þess virði að myrða“. Þetta er svo maðurinn sem 10 árum síðar er kominn á toppinn og enginn til að stöðva hann. Við sáum í sjónvarpinu þennan hluta um fall ungu mannanna í Yom Kipur-stríðinu í kvikmynd- inni um Goldu Meir, sem þá var forsætisráðherra. Þetta er merkileg ævisaga, sem sjón- varpsmyndin með Ingrid Berg- man sem Golda, fylgir nokkuð vel. En sonur Goldu Meir, sellóleikar- inn Menahem Meir sagði mér í rabbi yfir kaffibolla úti í Litla Kökuhúsi nú í vikunni, er hann kom hér við á leið sinni til Amer- íku að myndin væri vel meint. En börnin sín hefðu skellihlegið þeg- ar þau sáu ýmislegt sem amma þeirra var látin gera til að mynd- in yrði hugljúfari í augum al- mennings heimsins. Eins og þess- ar eilífu uppáhellingar forsætis- ráðherrans í eldhúsinu þegar opinberir gestir komu. Auðvitað voru sumir hátt settir í stjórninni hennar gamlir heimilisvinir og drukku þá kaffibolla hvar sem var hjá henni, sagði hann. En í Jersú- salem var alltaf þjónustustúlka til að sjá um slíkt og á einka- heimilinu í Tel Aviv var líklegast að tengdadóttir hennar sæi um kaffið ef þjónustustúlkan var í fríi. Þetta rabb okkar yfir kaffi- bolla hér úti í Austurstræti var sama daginn sem ég sá í íslensku blaði tilskrif um kaffiuppáhell- ingar Goldu Meir í eldhúsinu sem tillegg í rökræður um mál. Svona hefur sjónvarpið áhrif, hvort sem það er um kaffi eða hryðjuverk. Nú eru þessar gárur orðnar vegvilltar og langt frá upphaflegu kveikjunni. Hugleiðingum um ábyrgðina. Ég og allir hinir hróp- uðu á Israela. Heimurinn gerði þá kröfu til þess að þeir bæru ábyrgð á sínum gerðum, þótt þeir dræpu a vísu ekki flóttamennina með eigin hendi. Þeir gerðu þessa kröfu sjálfir með því að skipa eig- in dómstól og áfellast þá sem ábyrgð bera. Láta þá svara til saka. Við gerðum þessa kröfu til þeirra. En hvorki okkur né um- heiminum dettur í hug að gera líka þessa kröfu til þeirra sem frömdu morðin í flóttamannabúð- unum, arabisku falangistanna. Af hverju? Er heiminum ekki skipt siðferðilega í tvennt? Lítum í kringum okkur. Til hvaða þjóða eða þjóðahópa gerum við kröfur um ábyrgð? Norðurlandabúa, Vestur-Evrópubúa, Ástrala, Bandaríkjamanna ... E k k i Sov- étmanna, Araba, fæstra Afríku- ríkja.Víetnama sbr. eiturhernað- inn ... Það er fróðlegt að fara svona í huganum yfir heiminn og krossa við þær þjóðir, sem við ætlumst til að séu ábyrgar gagn- vart umheiminum. Svo má líta sér nær. Skoða ábyrgð og ábyrgðarleysi á verkum sem maður veit um og lætur fram hjá sér fara án afskipta — eins og Israelsmenn gerðu. T.d. hvort menn beri ekki fulla ábyrgð á því að hafa „myrt“ mannorð sak- lausra manna með ofsaskrifum á prenti, sbr. Geirfinnsmálið þar sem fórnarlömbin eru nú að leita réttar síns fyrir dómstólum. Við hrópum síður en svo að þeim sem þar gengu fram — fremur öfugt. Nefndin í ísrael úrskurðar, að ísraelar beri ábyrgð með því að horfa á og láta ógert að stöðva dráp falangistanna í flótta- mannabúðunum. Líka ábyrga af því að þeir „hefðu átt að vita hvað mundi gerast". Við erum því sam- mála, ekki satt? I þeirra tilfelli. En ef það er yfirfært á stóra og smáa atburði í okkar lífi? Lýk ég svo þessu móraltali með orðum Hjálmars á Hofi: Ekki er von að almúginn eygi hreina liti þegar hálfur heimurinn hendir frá sér viti. Grímssonar og Steingríms Her- mannssonar í efri deild Alþingis sl. miðvikudag, þar sem hvor sak- aði hinn um brigð við bráða- birgðalögin — og svik í samstarfi, spegla og sundurþykkjuna á stjórnarheimilinu. Ríkisstjórnin hefur ekki náð saman í neinu meginmáli eða við- fangsefni síðustu sex mánuði og raunar má segja að allur ferill hennar hafi verið samfelldar stjórnarmyndunarviðræður, sem séu nú, seint og um síðir, að renna út í sandinn með sögulegum hætti. Á kveðjustundu kennir hver öðr- um um. Enginn ráðherranna kemst þó hjá stjórnarfarslegri ábyrgð á afleiðingum stjórnar- stefnunnar, sem segja til sín hvar- vetna í þjóðarbúskapnum, eins hér að framan hefur verið rakið. Það eru þær viðblasandi staðreyndir í þjóðlífinu, sem kjósendur verða kvaddir í dóm um við kjörborðið í komandi aprílmánuði. Þetta land á ærinn auð, ef menn kunna að nota hann Við lifum í harðbýlu landi á mörkum hins byggilega heims. Engu að síður er landið með gögn- um og gæðum gjöf forsjónarinnar til þessarar þjóðar. Við þurfum að varðveita gæði þessa lands, sem okkur hefur verið trúað fyrir, eins og við þurfum að varðveita menn- ingarlega arfleifð okkar, sem knýtir okkur saman í þjóðar- fjölskyldu. En við þurfum jafn- framt að lifa í landinu, af gögnum þess og gæðum, tryggja efnahags- legt sjálfstæði þjóðarinnar og búa okkur og eftirkomendum sam- bærileg lífskjör og ná- grannaþjóðir stefna að. Þetta er hægt, ef rétt er að málum staðið, en það kostar framtak, hugvit, þekkingu og þjóðfélagsgerð, sem virkjar þá hvata til árangurs, sem í mannfólkinu búa. Auðlindir lands og lagar þarf að nýta að þeim mörkum, sem stofnstærð þeirra heimilar, án þess að ganga á höfuðstólinn. Þetta gildir jafnt um gróðurmold- ina og fiskistofnana. Þriðja auð- lindin, orkan í fallvötnum og jarð- varmi, felur síðan í sér möguleika, sem gerir okkur kleift að brúa það lífskjarabil, sem ella verður milli okkar og svokallaðra velmegunar- þjóða. Lífskjör okkar á hverri tíð byggjast á því sem til verður í þjóðarbúskapnum og viðskiptum okkar við aðrar þjóðir. Þjóðartekj- urnar, sem til skiptanna koma, hvila á þessu tvennu: framleiðsl- unni og viðskiptakjörunum. Þess vegna verður að leggja höfuð- áherzlu á undirstöðuna, atvinnu- vegina, og að ná sem beztri mark- aðsstöðu í milliríkjaverzlun. Þjóð- artekjurnar verða ekki einungis að bera uppi lífskjör okkar sem einstaklinga, heldur ekkert síður samfélagslega neyzlu hvers konar, fræðslukerfi, menningarstarf, listir, tryggingar o.s.frv., þ.e. kostnaðarþátt þessara mann- lífshliða. Það er kjarninn í sjálfstæðis- stefnunni, að einstaklingsfrelsi, athafnafrelsi, eignarréttur, menntun og þekking leiði til mestrar farsældar, ekki aðeins á vettvangi verðmætasköpunar í þjóðarbúskapnum, sem lífskjör okkar hvíla á, heldur ekkert síður á sviði menningarlegrar verð- mætasköpunar, sem gefa lífi okkar fyllingu. Hver einstaklingur verður að hafa rými og rétt til að skapa sinn eigin lífsstíl — og búa við eitthvert lágmarks afkomuör- yggi, sem verður þeim mun hærra sem efnahagslegir burðir þjóðar- búskaparins eru meiri. Reynsla þjóðanna sýnir, svo ekki þarf um að deila, að sam- keppnisþjóðfélög Vesturlanda bjóða upp á hvoru tveggja: 1) meiri þjóðarframleiðslu á mann, sem er óskeikull mæli- kvarði á lífskjör og 2) víðtækari persónuleg þegnréttindi en hag- kerfi marxismans. Borgaralegt þjóðskipulag lýð- ræðis og þingræðis er engan veg- inn galíalaust, en það býr yfir þeim eiginleika, að geta þróast frá annmörkum sínum til meiri full- komnunar, á friðsaman hátt, fyrir meirihlutaáhrif fólksins sjálfs, m.a. í leynilegum kosningum til sveitarstjórna og þjóðþings. Kom- andi kosningar er tækifæri sem fólk hefur til að hafa áhrif á fram- vindu mála í íslenzku þjóðfélagi. Það þarf að nýta, m.a. í þá veru, að framtak einstaklinga fái að njóta sín í þjóðarbúskapnum; að treysta stoðir atvinnuveganna; efla þjóð- arframleiðsluna; innlendan sparn- að; og treysta efnahagslegt sjálfstæði okkar, bæði sem þjóðar og einstaklinga. Med hagsmuni allra stétta fyrir augum Sjálfstæðisstefnan er þjóðleg umbótastefna, sem byggir á ein- staklingsfrelsi, athafnafrelsi, eignarrétti, íslenzkri menningar- arfleifð og kristnum mannlífs- viðhorfum. Þjóðfélagið þarf að efla þá framtakshvata, sem í manneskjunni búa, og það er óhagganleg sannfæring sjálfstæð- isfólks, að þegar einstaklingurinn fær að njóta sín skapizt gróska á þjóðarakrinum, sem endanlega komi öllum til góða. Þjóðleg umbótastefna hlýtur að byggja á hagsmunum allra starfsstétta; og fámenni okkar undirstrikar nauðsyn þess, að hver þjóðfélagsþegn hafi hlutverki að gegna í önn dagsins, hvort heldur það hlutverk er á vettvangi framleiðslunnar eða í öðrum þátt- um nútímaþjóðfélags. Um leið og hér er lögð áherzla á efnahagslega undirstöðu fullveldis okkar sem þjóðar og farsæld okkar sem einstaklinga, skal að lokum minnt á, að maðurinn lifir ekki á brauðinu einu saman. En menning og listir, sem alltaf hafa haldið velli með þjóðinni, jafnvel á mestu þrengingartímum hennar, ættu ekki síður að dafna í þjóðfé- lagi efnahagslegs öryggis, sem að er stefnt. En mergurinn málsins er þó sá, að manneskjan sjálf, ein- staklingurinn, velferð hans og lífshamingja, á að skipa öndvegið í allri pólitískri viðleitni. Sá er og innsti kjarni sjálfstæðisstefnunn- ar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.