Morgunblaðið - 27.02.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.02.1983, Blaðsíða 20
SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1983 Tosca harmleikur ástar og afbrýði — Flutt af Sinfóníunni næstkomandi miðvikudag ÓPERAN Tosca eftir Pucc- ini verður flutt á næstu tón- leikum Sinfóníuhljómsveitar íslands miðvikudaginn 2. marz klukkan 20.00. Þetta er ein af þekktustu óperum Puccinis og jafnframt tónlist- arheimsins og gekk hún meðal annars í samfleytt 31 ár í New York er hún var frumsýnd þar skömmu eftir aldamótin. Titilhlutverkið, Toscu, syngur Sieglinde Kahman en hin aðalhlut- verkin, Cavaradossi og Scarpia, syngja Kristján Jó- hannsson og Robert W. Becker. Tosca er ópera í þremur þáttum eftir Giacomo Puccini. Söguþráð- urinn er gerður eftir leikriti eftir Frakkann Sardous. Puccini mun hafa séð þetta leikrit í Mílanó með Söru Bernhardt í hlutverki Toscu og hreifst hann svo mjög af því, að hann ákvað að gera óperu eftir því. Puccini var reyndar ekki einn um að hafa áhuga á því. Verdi hafði einnig áhuga, en Puccini varð ofan á. Tosca var frumflutt í Róm árið 1900 en óperan gerist einnig þar um 1800. Strax þar á eftir var hún frumflutt í London og Buenos Aires við mikla hrifn- ingu og árið 1901 á Metropolitan í New York og þar gekk hún sam- Stjórnandi Sinfóníu- hljómsveitarinnar, Jean- Pierre Jacqiullat Á æfingu: Kristinn Hallsson, Robert W. Becker, Gudmundur Jónsson, Kristján Jóhannsson og Sieglinde Kahman fleytt í 31 ár, sem er met í óperu- sögunni og meðal annars þurfti að skipta 13 sinnum um Toscu. Tosca gerist í Róm um 1800 er Napoleon Bonaparte var að gera innrás á Norður-Ítalíu. Þá var róstusamt og hlaut byltingarher- inn mikla samúð meðal almenn- ings á Italíu en andúð stjórnvalda að sama skapi. Fyrir bragðið var mikið um fangelsanir og grimmd í Róm. Tosca er fræg söngkona og mjög skapmikil. Cavaradossi er málari og Scarpia lögreglustjóri. Tosca og Cavaradossi eru ástfang- in hvort af öðru, en Scarpia reynir að vinna hylli Toscu. óperan hefst í kirkju með því að pólitískur flóttamaður, Angelotti, flýr inn í kirkjuna undan Scarpia og hans mönnum. Cavaradossi er þar að mála Magdalenumynd og er fyrir- myndin systir Angelottis, sem er vinur hans. Cavaradossi hjálpar Fólk er þyrst í óperur og söng — segir Siguróur Björnsson „FÓLK er þyrst í óperur og söng. Þær uppfærslur, sem við höfum ver- ið með, hafa gengið sérstaklega vel og það er stefnt að því að halda áfram á þessari braut,“ sagði Sigurð- ur Björnsson, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar íslands, meðal annars er Morgunblaðið innti hann eftir því, hvers vegna ákveðið hefði verið að flytja Toscu. „Ef guð lofar verðum við með óperu í marz á næsta ári og ef allt gengur að óskum flytjum við Hollendinginn fljúgandi haustið Sigurdur tíjörnsson 1984. Það er einnig mjög hollt fyr- ir Sinfóníuna að spreyta sig á óperum, því söngvarar eru oft svo duttlungafullir, að þeim hættir til að dvelja um of á háu tónunum. Þá þurfa hljómsveit og hljóm- sveitarstjóri að vera vel á verði. Þá er einnig mikið um hraðabreyt- ingar í tónlistinni, einkum í ítölsku óperunum," sagði Sigurð- ur. Ég hlakka til að syngja Toscu — segir Sieglinde Kahman „ÞETTA er í fyrsta skipti, sem ég syng hlutverk Toscu, en ég kann vel við það. Þetta er fallegt hlutverk, persónan er skemmtileg og skap- mikil og breytir stöðugt um skap- gerð. Þetta er erfitt en skemmtilegt enda er mest gaman að fást við erflð hlutverk. Það er erfíðara að syngja þetta í konsertformi en sviðssetn- ingu,“ sagði Sieglinde Kahman, sem syngur tiltilhlutverkið, Toscu. „Tosca er söngkona í óperunni og er alltaf að leika svolítið. Hún er tilfinninganæm og í henni skiptast á ást og afbrýði. Hún elskar Cavaradossi svo mikið, að hún er reiðubúin til að deyja fyrir hann og hún drepur Scarpia til að eignast Cavaradossi. Tosca er stórkostleg persóna. Mér finnst einnig stórkostlegt Sieglinde hahmann að Sinfónían skuli gera þetta og ég vona að áheyrendur verði ánægðir með uppfærsluna. Við flytjendur munum reyna að skapa þá stemmningu, sem verður þegar verkið er flutt á sviði og vonumst til þess að vel takist til. Ég hlakka til að syngja Toscu," sagði Sieg- linde. Anægjulegt að fást við þetta verk segir Robert W. Becker „ÞirTTA er í fyrsta skipti, sem ég syng hér á landi. Mér finnst Sin- fóníuhljómsveitin góð. Kristján Jó- hannsson og Sieglinde Kahman eru mjög góðir söngvarar og það er mjög ánægjulegt að vinna með þeim,“ sagði Kohert W. Becker, ameríski baritónsöngvarinn, sem syngur hlut- verk Scarpia, en hann syngur nú í fyrsta sinn hér á landi. Robert W. Becker sagði enn- fremur að óperan Tosca væri einna mest krefjandi og erfiðust ítölsku óperanna. Það væri mjög gott að fá að syngja í Tosca og hlutverk Scarpia væri eitt af uppáhaldshlutverkunum. Hann hefði sungið það þrívegis áður, en þá alltaf á sviði. Sér líkaði kons- ertflutningur Sinfóníunnar vel og gæfi hann meiri tíma en sviðsetn- ingin til að fást við smáatriði tón- listarinnar. Kobert W. tíeeker Hvers vegna kemur þú hingað? „Það er auðvitað vegna íslenzkr- ar konu. Ég kom hingað fyrir fjór- um mánuðum og langar til að setj- ast hér að. Mér líkar vel hér, það er alls ekki svo kalt, en kannski heldur hvasst fyrir minn smekk. Það er helzt að verðbólgan valdi dálítilli streitu. Ég mun syngja í útvarpinu í marz, en hvað þá tekur við veit ég ekki, en ég vona að ég fái nóg að gera hér,“ sagði Robert Becker. Geri ég þetta ekki vel, geri ég ekkert vel — segir Kristján Jóhannsson „ÉG hef tvívegis sungið í Tosca áð- ur. Það var í tónleikauppfærslu í San Gallen í Sviss, en þá var ég enginn Cavaradossi. Ég er það hins vegar nú og er ánægður yfir því að þetta skuli allt ganga upp á við,“ sagði Kristján Jóhannsson, tenór, sem syngur annað aðalhlutverkið, Cavaradossi. „Það er alltaf gaman að því að koma heim. Ég er lausráðinn alls staðar, þar sem ég er að syngja, og þegar talað var við mig fyrir um ári að koma heim og syngja þetta hlutverk, reyndi ég að haga söngn- um erlendis eftir því. Það gekk, enda eru þetta aðeins 12 dagar. Þetta hlutverk er eins og skrifað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.