Morgunblaðið - 27.02.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.02.1983, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1983 Áfengissýki: Það er númer eitt að fólk komi sem fyrst í meðferð Rætt við Þórarin Tyrfingsson lækni hjá SÁÁ „l>að fer varla á milli mála að við gætum eytt öllum þjóðartekjunum í heilbrigðismál án þess þó að leysa öll vandamál á því sviði. Spurningin er hins vegar sú í hvað menn vilja láta peningana þannig að þeir skili sem mestum árangri. Varðandi drykkjusýki hefur það sýnt sig að hægt er að ná mjög miklum árangri fyrir tiltölu- lega lítinn pening — þar við bætist að 90 prósent þeirra er eiga við drykkjusýki að stríða er ungt og miðaldra fólk í fullri atvinnu, þannig að kostnaðurinn af með- ferðinni er fljótur að skila sér til þjóðfélagsins aftur,“ sagði 1‘órarinn Tyrfingsson læknir SÁÁ í upphafi viðtals okkar um meðferð áfengissýki og fleira sem henni tengist. Ég byrja á því að spyrja l>órarin út í áfengissýk- ina sem sjúkdóm. Áfengissýki „Það er ennþá rifist um hvort áfengissýki falli undir sjúkdóms- hugtakið að öllu leyti en það er ekki aðalatriðið," sagði Þórarinn. „Staðreyndin er að við verðum að takast á við þennan vanda hvaða nafni sem við kjósum að kalla hann. Drykkjusýki er ekki einka- mál þess sem við hana á að stríða — hún er óhemju mikið vandamál inni á heimilunum, á vinnustöðum og fyrir þjóðfélagið allt. Sá sem haldinn er drykkjusýki er alls ekki fær um að stinga við fótum og hætta að drekka þótt einstakl- ingar sem svona er komið fyrir telji sér oft trú um að svo sé. Drykkjusýkin er þess eðlis að hún leiðir af sér sérstakt hugarfar — hugarfar sem byggir á blekking- um og skekktu raunveruleikamati; sá sem haldinn er drykkjusýki er venjulega búinn að koma sér upp sínum eigin sannleika en sá sann- leikur þjónar þeim tilgangi einum að viðhalda þeim vítahring sem hann er kominn í. Það er heldur ekki allt fengið með því einu að stöðva drykkjuna. Drykkjusýki er sjúkdómur sem kemur niður á manninum og skil- ur eftir sig spor: maðurinn fær ekki notið sín. Það verður að endurhæfa hann — til sambúðar, til vinnu og til að hann geti notið frístunda sinna eins og aðrir. Þú tekur eftir að ég nefni sambúðina fyrst og svo vinnuna — margir líta svo á að það sé fyrsta merkið um að maður sé haldinn drykkju- sýki að hann mæti ekki til vinnu. Staðreyndin er hins vegar sú að oft er mikið búið að ganga á innan fjölskyldunnar áður en að því kemur að hann er. ekki fær um að mæta til vinnu." En hvað er að segja um meðferð áfengissýki — hvað hefur Jæknis- fræðin uppá að bjóða til hjálpa fólki að losna við hana? Meðferð „Varðandi meðhöndlun drykkjusýki er það númer eitt að fá fólk til að koma sem fyrst í meðferð, meðan það heldur enn fjölskyldu sinni og starfi og á meðan það hefur ekki brotið allar brýr að baki sér. Galdurinn er að nálgast þessa einstaklinga á rétt- an hátt og gæta þess að viðkom- andi einstaklingur haldi virðingu sinni. Fyrir nokkrum árum var ekki auðvelt fyrir menn að komast til afvötnunar, það var aðeins ein deild á Kleppi sem annaðist þetta hlutverk og mörgum hraus hugur við að fara þangað inn. Þó að það sé nokkurt átak fyrir marga að fara á Silungapoll er þetta orðið mun auðveldara en það var fyrir 5—6 árum. Varðandi lækningu á áfengis- sýki duga ekki nein Hollywood- viðhorf, að það sé bara sjálfsagt mál að vera úti á ralli alltaf þegar manni dettur það í hug. Það er t.d. „tímaskekkja" þegar þrítugt eða fertugt fólk er úti að skemmta sér á hverri helgi eins og táningar þetta er nokkuð sem fólk ætti að vaxa uppúr sem táningar. Maður verður víða var við venjur og við- horf af þessu tagi í samfélaginu, nokkuð sem í rauninni er ekki annað en réttlæting á áfengis- neyzlu og þjónar þeim tilgangi einum að blinda fólk gagnvart þeirri vá er því stafar af áfeng- isneyzlunni sjálfri. Meðferð áfeng- issjúklinga hlýtur m.a. að beinast að upprætingu slíkra viðhorfa eða réttlætinga — bæði þeirra sem einstaklingurinn hefur lagt sér til sjálfur og þeirra sem honum hafa verið innrættar. Fyrsta meðferð hjá SÁÁ fer í stuttu máli þannig fram. Þeir sem eftir því óska geta komizt til með- ferðar á Silungapolli fyrirvara- laust og sér að kostnaðarlausu. Þessi meðferð stendur í 10 daga. Við byrjum á að veita fólkinu fræðslu um drykkjusýkina þegar á fyrsta degi jafnframt því sem af- vötnunin fer fram með svipuðum hætti og á öðrum hliðstæðum stofnunum. Eins og ég sagði áðan beinist fræðslan fyrst og fremst að því að létta afneituninni af fólki og fá það þannig til að horf- ast í augu við sjúkdóminn. Að sjálfsögðu fer fram lækn- isskoðun og reynt er að bæta þá kvilla og heilsutjón sem áfengið hefur valdið þeim. I þessu sam- bandi þarf margt að athuga s.s. vítamínskort og alhliða vannær- ingu, sem ekki er ástæða til að fara nánar útí í þessu sambandi. Fræðslan fer þannig fram þessa 10 daga: Kl. 10—12 eru fyrirlestr- ar, kl. 14—15 er hópfundur, aftur fyrirlestrar kl. 16—17 og svo eru fundir á kvöldin. Jafnframt þessu eru svo auðvitað veitt einkaviðtöl. Kjörorðið er að allir hafi alltaf nóg að gera. Fólkið kemur til okkar með ýmsu hugarfari. Sumir koma af eigin hvötum, aðrir vegna þess að fjölskylda eða vinnuveitendur hafa fengið þá til þess. Suma dreymir um að geta minnkað drykkjuna og ná stjórn á henni, að geta fengið sér nokkur glös og lát- ið svo staðar numið, en þetta er mjög voniaus draumur. En flestir sem til okkar koma óska sér þess af öllu hjarta að geta náð því marki að drekka aldrei framar. Eftir að hafa gengið í gegnum þessa 10 daga meðferð á Silunga- polli ákveður mikill meirihluti þátttakenda að afla sér frekari þekkingar og eyða meiri tíma til að komast yfir vandamál sitt. Þeim stendur til boða að halda áfram í fjórar til fimm vikur á Staffelli eða Sogni, eða öðrum hliðstæðum stofnunum. Við telj- um það ákaflega æskilegt að fólkið fari í slíka framhaldsmeðferð, enda hefur það sýnt sig að þannig eru mun minni líkur á að fólk lendi aftur í sama farveginum er það snýr aftur til daglegs lífs.“ Þórarinn Tyrnngsson Ljósm. Ól.K.M. Margþættur sjúkdómur Nú hafa SÁÁ-menn nokkuð önnur viðhorf gagnvart áfengis- sýki en aðrir sem standa að endur- hæfingu áfengissjúklinga? „Já, við nálgumst sjúkdóminn öðruvísi, við leggjum áherzlu á að auðvelda fólki að komast til með- ferðar og síðast en ekki sízt hefj- um við huglæga meðferð um leið og hefðbundna afvötnun. Sannleikurinn er sá að menn vita ekki hvað drykkjusýki er, en menn vita að það skeður eitthvað allt annað þegar áfengissjúklingur drekkur en hjá þeim sem ekki eru haldnir áfengissýki. Þetta virðist ekki vera tengt skaphöfn — hleypidómarnir ganga gjarnan útá að áfengissýki stafi af ístöðu- leysi, nautnasýki eða einhvers konar aumingjahætti. En það sýn- ir sig hins vegar að margir sem ánetjast áfengi eru hinir vilja- sterkustu menn hvað annað varð- ar. Fráhvarfseinkennin eru nátt- úrulega fyrst og fremst líkamleg, en þau koma ekki fyrr en á eftir og eru þar með ekki orsakavaldur. Við hljótum að líta á áfengis- sýki sem margþættan sjúkdóm — sjúkdóm sem stafar af mörgum þáttum, líkamlegum og huglæg- um. Það módel af þessum sjúk- dómi sem við byggjum meðferð okkar á er nokkuð frábrugðið því sem lengst af hefur verið látið gilda. Mönnum hefur nefnilega verið tamt að líta á drykkjuskap sem merki um einhvern undir- liggjandi sjúkdóm, t.d. sjúklegt þunglyndi eða taugaveiklun. Við lítum hins vegar á áfengissýki sem sjúkdóm útaf fyrir sig, sjúk- dóm sem leiðir af sér þunglyndi og taugaveiklun. Hvorki læknisfræð- inni eða öðrum fræðigreinum hef- ur tekizt að finna skýringu á því hvers vegna einn verður áfengis- sjúklingur en annar ekki og þess vegna settu AA-menn fram þetta módel, sem upphaflega var ekki annað en tilgáta. Síðan hafa ýms- ar rannsóknir varðandi áfengis- sýki sífellt verið að renna stoðum Viðtal: Bragi óskarsson undir þessa tilgátu, og nú er svo komið að hægt er að treysta henni í flestum greinum. í þessu sambandi er rétt að und- irstrika að áfengissýki er alltaf krónískur og síversnandi sjúk- dómur, og á það jafnt við um hug- læga sem líkamlega þætti. Það er furðuleg reynsla að kynnast þeim hugarheimi sem langt leiddur áfengissjúklingur hefur komið sér upp og lifir í. Hann getur verið á bezta aldri og með góða menntun, en í hans augum er allt óbærilegt og leiðinlegt nema vínið sé með í spilinu. í fyrstu eru afneitanir og réttlætingar áfengissjúklings gjarnan tiltölulega trúverðugar en þegar frammí sækir verða þær hreint fáránlegar — fyrir alla aðra en hann sjálfan sem venju- lega er orðinn einangraður í þess- ari skel sinni. Þá er venjulega far- ið að bera á léttvægum ranghug- myndum og annarri röskun á heilastarfsemi. Þegar svona er komið er maðurinn gersamlega ófær um að komast út úr víta- hringnum upp á eigin spýtur." Árangur af meöferð Nú heyrir maður því stundum haldið fram að lítill árangur sé af meðferð áfengissjúklinga — þeir falli venjulega aftur að meðferð lokinni. „Þetta er alls ekki rétt. En það ber alltaf meira á þeim sem falla aftur en hinum sem ná sér upp til frambúðar. Af þeim sem hjá okkur hafa verið í meðferð hafa 30—40 prósent aldrei smakkað vín aftur og er það mikill árangur. Svo er á það að líta að stór hluti manna er í stöðugri framför vegna endurtekinnar meðferðar og fyrir- sjáanlegt að mikill hluti þeirra mun ná fullum bata með tíman- um. Endurtekin meðferð heldur sjúkdómnum í skefjum og kemur í veg fyrir að hann versni — og það er líka árangur. Ný sjúkrastöð SÁÁ Sá þáttur sem helzt hefur orðið útundan hjá okkur er bráðaþjón- usta vegna ýmissa sjúkdóma hjá áfengissjúklingum. Það húsnæði sem við höfum á Silungapolli er löngu orðið of þröngt fyrir þessa starfsemi og hefur alltaf verið óhentugt á margan hátt. Þess vegna höfum við ráðizt í að byggja þessa sjúkrastöð í Stórhöfða en þar verða 60 rúm fyrir sjúklinga. Það er von okkar að þessi sjúkr- astöð verði tilbúin á næsta ári — hvort það tekst ræðst af undir- tektum almennings til fjársöfnun- ar SÁÁ sem stendur nú yfir. Grundvöllur SÁÁ hefur frá upp- hafi verið samúð og skilningur al- mennings og höfum við gert þess- ar áætlanir í trausti þess að hann bregðist ekki nú fremur en endra- nær.“ Dávaldurinn Frizenette snýr aftur DÁVALDURINN Frizenette, sem sýndi listir sínar hér á landi við góðar undirtektir á síðasta ári, er væntanlegur til landsins á ný og mun hann halda nokkrar skemmtanir í Háskólabíói. Að sögn Jörundar Guð- mundssonar, sem aðstoðar Frizenette á skemmtununum, hafði dávald- urinn fengið fjölda áskorana um að koma aftur og skemmta, en hann hafði tekið þá ákvörðun að hætta að koma fram eftir að dvöl hans hér lauk sl. haust. Fyrsta sýning Frizenette verður á þriðjudagskvöldið 1. mars í Há- skólabíói, en hann mun aðeins koma fram á örfáum skemmtun- um. Ýmislegt fleira verður til skemmtunar og má segja að skemmtanirnar verði í kabarett- formi þar sem fram koma Jörund- ur, Laddi, Þórður húsvörður og Eiríkur Fjalar, svo nokkrir séu nefndir og meðal annars mun Jör- undur dáleiða Þórð húsvörð. Þá mun Frizenette verða með ný atr- iði sem ekki hafa sést hér áður. Frizenette heldur eina auka- skemmtun þar sem allur ágóðinn mun renna til styrktar börnum. Forsala aðgöngumiða verður á Rakarastofu Jörundar við Hlemmtorg og frá og með mánu- deginum í Háskólabíói. Frá einni af skemmtunum Frizenette í Háskólabíói í fyrra. Jörundur hoppar á maga eins „fórnarlamba“ dávaldsins. Lokað fyrir kapalsjónvarp á Olafsfirði „ÞAÐ VAR allt vitlaust hér í gær- kvöldi þegar tilkynnt var að ekki yrði sent út í Vídeó-skann meðan mál Vídeósón stæði yfir. Fólk sakn- ar þessara sýninga," sagði Ágúst Nigurlaugsson á Ólafsfirði í samtali við Morgunblaðið í gær. Ágúst sagði að Vídeó-skann fengi svo til allt sitt efni frá Vídeósón og hefði Skúli Pálsson ákveðið að loka sínu kerfi meðan mál Vídeósón stæði yfir, m.a. til að eiga ekki á hættu málshöfðun. Kapalkerfið á Ólafsfirði er komið í um 90 hús, og nær því til tæpra 400 íbúa af innan við 1200. Sagði Ágúst að notendur greiddu fyrir 10 tíma sýningar á viku sem svaraði einni mánaðaráskrift að dagblaði. Auk efnis frá Vídeósón hefði Vídeó- skann sýnt „heimatilbúið" efni, fréttir og fræðsluefni, úr byggðar- laginu á fimmtudögum, og hefði það mælst vel fyrir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.