Morgunblaðið - 27.02.1983, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 27.02.1983, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1983 39 Framadraumar (Room at the top). Joe (Laurence Harvey) segir upp ástkonu sinn, Alice (Simone Signoret). sem gengu manna á milli. Það er ekki hægt að hindra slagkraft viðburðanna, það er ekki hægt að láta vitnisburðinn liggja í þagn- argildi eins og ekkert hafi gerst, það er ekki hægt að einangra sig, hvorki sem einstaklingur eða þjóð. Það getur enginn stokkið út úr framvindu sögunar. Meðvitundin Það versta nú er hversu mikið við vitum — það er sífelld ógnun við sálarstyrk manns. Þessi reynsla leggst á mann í hvert sinn sem maður opnar dagblað: Suður- Afríka, Chile, Pólland — vitundin um Gulagið — og maður finnur að það er ekki hægt að láta sér standa á sama um þessa hluti. Það er ekki hægt að hrista þetta af sér, það finnst engin afsökun fyrir því að þykjast ekki vita hvað er að gerast í E1 Salvador eða Afghan- istan — þess vegna er þetta svo þungbært. Þegar ég var ung viss- um við í rauninni ekki að fólk sæti hneppt í þrælkunarbúðum. En nú til dags getum við ekki lifað í sak- leysi einfeldninnar — við hljótum þvert á móti að finna okkur með- sek. En svo er ég svo heppin með lífsstarf að þegar ég starfa get ég gefið mig alla að þvi, sem ég elska mest í veröldinni: að leika í gamanleik, að skemmta, að sparka í sjónarmið fólks. Og til þess höf- um við fullan rétt, við neyðumst til þess — að loka okkur öðru hvoru alveg úti frá þessari brjál- uðu hversdagsveröld sem er í kringum okkur. Ég er nýbyrjuð að leika í sjónvarpskvikmynd og þar leik ég konu sem var uppi árið 1894. Veröld hennar og það sem að henni snýr mun verða veröld mín næstu tíu vikurnar — og ekkert sem kemur utanfrá mun megna að trufla mig. Ég lifi hennar lífi og hennar basl, í bókstarflegri merkingu. Og ég mun bregðast við eins og hvert annað skrímsli gagn- vart öllu utanaðkomandi — og einnig gagnvart hinu sameinaða veraldarástandi. Það mun ekki skipta mig neinu meðan ég vinn — ég slæ alveg út meðan ég vinn. En um leið og starfinu lýkur stendur maður aftur á báðum fót- um á jörðinni og finnur aftur til sektar sinnar — ég er hræðilega áhyggjufull yfir því sem er að ger- ast í Tékkóslóvaíku og Póllandi, og ég nefni Tékkóslóvaíku á undan Póllandi. Því um þessar mundir eru 40 ár liðin frá uppreisninni í Tékkóslóvakíu og enginn talar lengur um Tékkóslóvaíku. Og eftir fáein ár verður svo einnig um Pólland — þá munu allir kæra sig kollótta um Pólland. í mínum aug- um er stjórnmálaþátttaka eins skonar skylda — maður getur hreint ekki skorast undan þátt- töku. Maður hlýtur að gera málin upp við eigin samvisku og taka af- stöðu ... en nú tala ég kannski aftur fyrir munn minnar eigin kynslóðar. Við getum alla vega ekki stungið höfðinu í sandinn. Peningarnir Við leikarar erum svo iðulega ásakaðir um að vera um of upp- teknir af okkur sjálfum, eins og öll tilveran snérist um okkur. En við erum aðeins upptekin af einu — að ná sem allra beztum árangri, sem er alveg það sama og flestir sækjast eftir í sínu starfi. Ég hef haft fullar hendur fjár alla ævi — ég hef aldrei neyðst til að gera neitt peninganna vegna, ég hef aldrei þurft að leika í mynd vegna þess að mig vantaði peninga. Það að við erum hjón hefur gert okkur sterkari í starfinu. Við höfum aldrei leyft okkur að vera veik- geðja. Við höfum aldrei fallið fyrir þeirri freistingu að taka þátt í ein- hverju sem við höfum ekki getað sætt okkur við — það er þess vegna sem ég hef verið í þessu svona lengi. Því ég hef aldrei verið með í þvottekta kollsteypum — smá kollsteypum kannski, en aldrei neinum eyrnaskerandi vit- leysum. Og ég held mig við kvikmynd- ina, kvikmyndin er minn uppruna- legi skóli. Ég veit vel að ég er ekki sérstaklega góður sviðsleikari, út- geislun mín er hreint ekki nógu mikil. En ég get leikið fyrir myndavélina, ég get leikið á þögn- ina, og á nærmyndina — það hefur alltaf verið kvikmyndin sem færði mig fyrir augu fjöldans. Ég er ekki slæm á senu, ég er bara ekki nógu stór. En kvikmyndavélin er mis- kunnarlaus njósnari og afhjúpar stöðugt hið ómeðvitaða — hún kemur alltaf upp um það sem er óekta og skilur það frá hinu sem er ekta. Myndavélin er þjófur sem stelur lyginni og tilgerðinni, og varpar niður til áhorfenda: „Sjáið hvað þetta er falskt!" Myndavélin kemur upp um mann í náð og ónáð, hún þvingar mann til að halda sig fast við sannleikann. Og ég er líka handviss um að sann- leikurinn borgir sig alltaf — og fegurðin, hvað er hún annað en sannleikur? í starfi leikkonu kemur sá vendipunktur að hún neyðist til að velja um tvennt: Hvort hún vilji halda áfram að túlka hina gríp- andi fegurð sem hún hafði til að bera til fertugs, — og þá verður hún líka að ganga í gegn um þess- ar plastaðgerðir og andlitslyft- ingar — og ef hún byrjar á því þá hættir hún aldrei. Eða hún getur pakkað niður og horfið af sjón- arsviðinu — eins og Garbo, sem sagði: „Ég hef skapað af mér ímynd og ég vil að hún varðveitist til eilífðar". Hún yfirgefur tjaldið en skilur eftir endurminningu um fegurð sem aldrei verður hægt að eyðileggja. Ég skil Garbo vel. En ég er eng- in Garbo, því hún er goðsögn og það hef ég aldrei verið. Ég er leikkona — punktur! Með því að velja eins og Garbo afneitar mað- ur gleði hversdagsins og þess vegna sagði ég við sjálfa mig: „Látum okkur halda fast við ald- urinn — og nota hann.“ Og það hef ég gert. Ég ákvað að nota árin mín, hrukkurnar mínar og örin, að nota slagkraft minn — ég nota mér það einfaldlega í starfi mínu að ég er orðin eldri. Lífsspeki mín sem leikara hefur ætíð verið að koma fram heil og óskipt, nota bæði líkama og sál, ár mín og kíló. Ég hef lofað að segja sögu, og það reyni ég að gera. Ég hef aldrei nokkurn tíma komist að því hvaða horn eru þau réttu eða beztu — það er þeirra verkefni, sem sjá um kvikmyndun. Allt sitt líf er kvikmyndaleikkona einskonar dægurfluga. Á hverjum degi mætir hún nýrri reynslu — í hvert sinn er það ný manneskja sem hún á að skapa. Og hún getur aldrei verið örugg, hún getur að- eins vonað að það heppnist. Hún verður stöðugt að aðlaga sig, útá- við og innávið, og hún hefur hreint enga hugmynd um hvort hún er fær um að gera nákvæmlega það sem farið er framá. Það eina sem maður veit fyrir víst er að maður verður ekki rekinn úr hlutverkinu. En leikstjórinn ætti að hafa leyfi til að segja: „Ég hef gert skyssu! — hún getur ekki framkvæmt það sem ég hafði í huga“. Þetta kemur aldrei fyrir fræga leikara. En það ætti þó að vera, því maður getur aldrei verið viss um að maður standist kröfurnar. Það er svipað og með ást, það er aldrei hægt að vera öruggur. Og það á maður heldur ekki að vera, því með þannig hugarfari upplifir maður og lifir sig inn í hlutina. Eftir nokkurt tímabil notar maður ekki orðið ást lengur, ástin um- breytist í dásamlega vináttu, — allt aðra tegund tilfinningar, en stöðugrar tilfinningar. Hvað það er sem gerir gott hjónaband að góðu hjónabandi, en ekki bara að venjulegu hversdagslegu hjóna- bandi: það veit ég ekki, það veit ég ekki minn kæri. Og enginn skyldi vera öruggur um að því verði ekki lokið í fyrramálið — aldrei að vera öruggur, það lærði ég í stríðinu. Ekki eina einustu stund í lífinu hef ég verið örugg um að eiga neitt fyrir lífstíð — ég hef alltaf óttast innst inni að eitthvað gerist, eitthvað sem tortími vináttu og ást. Eða lífinu. Ég segi óttast — því ég get ekki sætt mig við að allt eigi að hverfa, að við munum sjálf hverfa. Að við séum hér eitt stutt augnablik, smá stund — og hverf- um að því búnu. Ég held að við kyngjum því aldrei, ég held að við viðurkennum það aldrei að lífið sé einungis stutt vegferð — þá myndu menn ekki hafa skrifað svona mikið um dauðann og eilífð- ina. Fyrir nokkrum árum varð ég veik, alvarlega veik. En þó ekki nærri eins veik og allir héldu og eins og ég sjálf taldi mér trú um. Ég trúði ekki lengur að ég hefði nægan kraft og það var kannski þess vegna sem ég hafði ekki kraft og allt í mér tók að vinna gegn þeirri trú. En þó gat ég ekki varist þessari hugsun: „Lífið hefur verið stórt í sniðum, lífið hefur verið einstakt gagnvart þér — hversu sorglegt er það ekki að þú skulir nú vera að yfirgefa það, eða að lífið sé nú að yfirgefa þig. Og nú er ég orðin svo drýldin að þegar ég les í blöðunum um umferðarslys þar sem „eldri kona, sextíu og eins árs“ kemur við sögu, gríp ég and- ann á lofti — sextíu og eins árs, en þannig líður mér hreint ekki.“ (ÞýöinK'. — bó.) Aldurinn Egilsstaðir: Brúðuleikhús heillar grunnskólanemendur Kgilsstööum. 17. ícbrúar. UNDANFARNA daga hafa þsr Hallveig Thorlacius og Helga Steffensen farið um Mið-Austurland og sýnt brúðuleikhús í grunnskólum fyrir tilstuðlan menntamálaráðu- neytisins. Að þessu sinni hefur verið sýnt í Neskaupsstað, á Eskifirði, Reyðarfirði og Egilsstöðum fyrir grunnskóla á Héraði. Hvarvetna hefur sýningunni verið forkunnarvel tekið og efnið hitt beint í mark og nánast heillað nemendur. Á sýningunni koma fram sex brúður í persónugerð barna. Tvö þeirra eru heilbrigð, en hin fötluð hvert á sinn hátt. Eitt er blint, annað heyrnarlaust, hið þriðja vangefið og fjórða barnið lamað og bundið hjólastól. Alfa-nefndin svonefnda fékk sýningu þessa hingað til lands frá Bandaríkjunum í tilefni árs fatl- aðra — og voru þær Hallveig og Helga ráðnar til að þýða og stað- færa textann og annast sýningar. Síðan eða allt frá hausti 1981 hafa þær sýnt víða, t.d. í flestum skól- um á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Sýningunni er ætlað að kenna hin- um heilbrigðu að umgangast fatl- aða á sem eðlilegastan hátt og eyða hvers konar fordómum í þeirra garð. í menntamálaráðuneytinu var ákveðið að loknu ári fatlaðra að halda sýningum þessum áfram og gefa þá grunnskólanemendum á landsbyggðinni kost á að njóta þeirra. Það var greinilegt að nemendur Egilsstaðaskóla — þar sem með- fylgjandi myndir voru teknar — fylgdust af innlifun með sýning- unni og spurðu brúðurnar margs um fötlun þeirra. — Olafur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.