Morgunblaðið - 27.02.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.02.1983, Blaðsíða 1
96 SÍÐUR 48. tbl. 70. árg. SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1983 Prentsmiöja Morgunblaðsins Habib vongóður um brott- flutning Beirúl, 26. fobrúar. Al*. PHILIP Habib, sendimaöur Banda- ríkjaforseta, átti í dag að ræða við ráðherra Líbanonstjórnar til þess að revna að flýta fyrir samkomulagi um brottflutning 60.000 ísraelskra, sýr- lenzkra og palcstínskra hermanna frá Líbanon og er vongóður um árangur. Viðræðurnar miða að því að tryggja samstöðu Bandaríkja- stjórnar og Líbanonstjórnar um brottflutning. Síðan er ætlunin að Habib fari til Israel innan tveggja sólarhringa til að tryggja sam- þykki ísraelstjórnar. Það er samdóma álit blaða og. útvarpsstöðva að viðræður um fyrstu drög að samningi um brottflutning erlendra herja frá Líbanon séu á úrslitastigi. Habib hefir gert tillögur um valkosti og málamiðlanir í öllum málum sem valda ágreiningi að sögn óháða blaðsins An-Nahar. Habib fer væntanlega til Jerús- alem eftir viðræðurnar við Líbani til að hefja nýjar viðræður við ísraelstjórn um samkomu- lagsleiðir. Alls þarf að athuga 60 samningssmáatriði. Áfram snjóar níunda daginn í röð í fjöllunum í mið- og norður- hlutum Líbanon. 66 hafa farizt og lögreglustjóri Líbanon, tveir fylk- isstjórar og yfirmaður umferðar- mála hafa verið reknir sökum slælegrar frammistöðu. Veiddi furðuveru í dýragildru l'eking, 26. febrúar. AP. KÍNVEKSKUR veiðimaður seg- ir, að hann hafi veitt skepnu, sem var að hálfu maður og hálfu dýr, í veiðiferð árið 1980. Hann sagðist hins vegar hafa sleppt fyrirbærinu af miskunnsemi er hann sá tárin í augum þess. Seg- ir frá þessu í Dagblaði alþýð- unnar í dag. Þetta eru nýjustu fregnir af því, sem menn hafa viljað nefna villta menn. Fregnir af verum á borð við þessa hafa borist með nokkuð reglulegu millibili og kínverskir visinda- menn hafa í nokkur ár reynt að rekja slóð þessara leyndar- dómsfullu fyrirbæra, „snjó- mannsins hræðilega". Samkvæmt lýsingu veiði- mannsins, sem náði skepnunni í gildru sem hann lagði, var hún rúmur metri á hæð, með kringlótt höfuð, munn eins og á apa, hundstrýni, en augu, eyru, fingur og tær eins og á manni. Allur skrokkurinn var þakinn hárum líkt og á vísundi. „Ég gat ekki annað en sleppt skepnunni. Hún horfði á mig með tárin í augunum og auk þess var ég óttasleginn," sagði veiðimaðurinn. Mexíkó fær metlán Mexíkóborj;, 26. fcbrúar. Al\ TILKYNNT var í Mexíkó í gær, að samningar hefðu tekist á milli þar- lendra yfirvalda og 530 banka á Vest- urlöndum um mesta viðskiptalán sem um getur í sögunni. Lán þetta er að upphæð 5 milljarðar dollara. Gert er ráð fyrir að skrifaö verði formlega undir samkomulagið í næstu viku. Lán þetta er liður í aðgerðum til björgunar efnahagnum í Mexíkó, sem beðið hefur skipbrot vegna verðlækkunar á olíuafurðum. Er efnahagsástandið í landinu ekki talið hafa verið jafn bágborið í 40 ár. Mexíkóstjórn bíður nú í ofvæni eftir hverju skrefi olíuframleiðslu- ríkja heimsins. Gert hafði verið ráð fyrir 16 milljarða dollara tekjum landsins af olíuafurðasölu í ár, en fyrir hvern dollar sem olíuverð lækkar dragast árstekjurnar saman um 550 milljónir dollara. Mexíkóbú- ar framleiða 1,5 milljón tunnur olíu dag hvern. Sakaðir um lagstuld ('hicago, 26. febrúar. AI\ ALRÍKISDÓMSTÓLL kvað í gær upp þann úrskurð að hljómsveitin Bee Gees hefði gert sig seka um lagastuld í lagi hljómsveitarinnar „How deep is your love“, sem m.a. var eitt fjöl- margra vinsælla laga á plötu með lög- unum úr kvikmyndinni „Saturday Night Fever“, sem sýnd var við geysi- lega aðsókn, jafnt hérlendis sem er- lendis. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að hlutar lagsins hefðu verið teknir ófrjálsri hendi úr lagi Robert Selle, „Let it end“, sem kom út árið 1975. Barry Gibb, aðalsöngv- ari flokksins, brást hinn versti við er hann heyrði úrskurðinn og sagði hann haugalygi. Því var öðru vísi farið með eiganda lagsins, Selle, sem var hinn ánægðasti. Skaðabótamál verður höfðað í kjölfar þessa úrskurðar og Selle þarf tæpast að hafa áhyggjur af fjárhag sínum framvegis því „Sat- urday Night Fever" er ein mest selda plata allra tíma. Ofbeldi og íkveikjur í Assam en spennan rénar Nýju Ik*lhí, 26. febrúar. Al\ ÓEIRÐIR og íkveikjur héldu áfram á ýmsum stöðum í fylkinu Assam á Indlandi í dag, en dregið hefir úr spennunni eftir margra vikna ókyrrð, sem hefir leitt til þess að um 1300 manns hafa látið lífið. Ástandið hefir lagazt þar sem öryggissveitir hafa dreift sér um fylkið og útgöngubann hefir verið fyrirskipað á æ fleiri stöð- um. Þúsundir skelfdra flótta- manna bíða enn eftir því við eftirlitsstöðvar að fá að fara til Vestur-Bengal og annarra ná- grannafylkja. Alríkisstjórnin í Nýju Delhí hefir skipað stjórnum ná- grannafylkja að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að hjálpa flóttamönnum. Hún hef- ir ráðstafað 250 milljónum rúpía til aðstoðar flótta- mönnum. Hiteswar Saikai, sem leiddi Kongressflokk frú Indiru Gandhi forsætisráðherra til sigurs í kosningunum í Assam, átti að taka við störfum yfir- ráðherra í fylkinu í dag, laug- ardag, og sverja embættiseið í höfuðstaðnum, Dispur. Talningu er að mestu lokið og Kongressflokkurinn hefir hlotið 90 af 126 sætum á fylkisþinginu. Óeirðir komu í veg fyrir kosn- ingu á 18 stöðum. Kjörsókn var lítil. Frú Gandhi lýsti því yfir á föstudag að hún mundi ekki lýsa yfir neyðarástandi í Ass- am. Óttazt hefir verið að valda- taka fylkisstjórnar Saikais leiði til nýrra ofbeldisverka. Áfengisneysla hvergi minni en í Noregi Osló, 26. febrúar. Krá Jan Krik l.auré, fréllarilara Mbl. Áfengisnotkun Norðmanna dróst svo mikiö saman á síðasta ári, að hún hefur ekki verið minni síðan 1971. Samdráttur þessí gerir það að verkum, að Norðmenn hafa komist niður fyrir ísland á listan- um yfir áfengisnotkun þjóða Evr- ópu. ísland var í neðsta sæti á lista þessum. Alls létu Norðmenn 15,47 milljónir lítra af áfengi inn fyrir sínar varir í fyrra, en neyslan var 16,99 milljónir lítra árið áð- ur. Áfengisvarnafulltrúum í Noregi til óblandinnar ánægju hefur sala brennivíns sérstak- lega dregist saman. Þróunin þar í landi virðist vera yfir í léttari vín.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.